Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Anders Hansen. Versiað með rúsínur Þjóöin er á vonarvöl. A því leikur ekki nokkur vafi. Sumir taka fátæktinni eins og hverju öðru náttúrulögmáli. Aörir klóra i bakkann og reyna aö auka viö skítlág launin. Þannig höfum vér frétt aö tveir blaöamanna á Morgun- blaöinu hyggist fara að höndla meö rúsinur svona eins og Raggi Bjarna gerði þegar hann hætti aö syngja. Þetta eru þeir Anders Hansen og Þórarinn Ragnarsson sem munu ætla að opna svonefnda „drive-in” sjoppu í Breiðholt- inu. Mun þeim kollegum vafalaust vel vcgna í bransanum. Að ota sínum tota Lionsmenn í Reykjavik opnuöu á dögunum stórt og giæsilegt eigið húsnæði í Sig- túni. Þótti mönnum hinn mesti feugur að félagsmið- stöð þessari en annað hefur heldur farið fyrir brjóstið á sumum. ÖU glösin sem notuð eru í húsinu cru merkt skýrum stöfum með nafni einhverrar mirnoff Vodka % 0 # # # # Lintmiðalengjan góða. áfengistegundar. Verða menn því að drekka mjólkur- sopann sinn úr Smirnoff-glasi ef svo ber undir. Sama máli gegnir um allar servíettur. Þær eru merktar bak og fyrir. Þykir mörgum þetta vont mál þótt þeir séu kannski ekkert á móti á- fengisneyslu í sjálfu sér. Og nú nýlega var útbýtt til Lionsmanna límmiðalengju. Geta þcir kroppaö úr henni L- merki og límt yfir dagana sem þeir eiga að mæta á fundi. Og auðvitað stendur stórum stöfum efst á lcngj- unni: ,,Smirnoff”. Astæðan fyrir þessu öllu er sögð sú aö innflytjandi þessarar áfengistegundar og fleiri sé í Lions og noti hann aöstöðu sína til hressUegrar auglýs- ingastarfsemi. Vel að verki verið Togarinn Olafur Jónsson frá Sandgerði kom að landi í fyrradag eftir sjö daga túr. Hafði hann verið að veiðum við Vestmannaeyjar og fengið 220 tonn af ýsu og þorski. Hásetahluturinn mun því nema um 55.000 krónum fyrir vikuna. En það er ekki málið. Einn hásetanna á Olafi hafði verið fenginn í túrinn með mjög skömmum fyrir- vara. Þegar hann kom um borð, hófst fljótlega hörku- vmna, sem stóð daga og nætur i þessa sjö daga eins og nærri má geta eftir afla- magninu að dæma. Og svo mjög lögðu menn að sér við veiðarnar að þegar nýi maöurinn kom i land eftir vikuna vissi hann ekki einu sinni hvað skipstjórinn á Olafihét. Tekinn í hliðinu Þjónar réttvísinnar geta stundum ient i vandræðum cins og aðrir. Það sannaðist best þegar lögreglan stöðvaði forstjóra Frihafnarinnar í vallarhliðinu á dögunum. Við lcit fannst flaska í bíl for- stjórans og vildi lögreglan mcina aö hún væri ólögleg. Forstjórinn bar mjög á móti því, kvað þetta vera virðulegt írskt sérrí, sem ætlað væri til kynningar hér á landi, þar sem það væri ófáaniegt. Gekk málíð svo langt að forstjórinu skaust upp á skrifstofu sina til að ná í pappíra til að sanna mál sitt. En allt kom fyrir ekki, og segir sagan að flaskan góða hafi verið tekin af honum. En það sem verra var; lögreglan skrifaði á þar til gerða upp- tökupappíra að fiaskan væri gerð upptæk til ríkissjóðs. Að sögn fróðra er þarna gengið ívið lengra en heimilt er því að lögreglan má ekki gera hluti upptæka, aöcins lcggja haldáþá. Umsjón: Jóhanna S, Sigþórsd. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Valérie Kaprisky og Richard Gere ihlutverkum Monicu og Jesse i Hugfangin. Fátt um fina drætti. Háskólabíó—Hugfangin Hver er hugfanginn? Hugfangin (Breathiess) Bandaríkin 1983 Leikstjóri: Jim McBride. Handrit: Jím McBride og L.M. Kit Carson, eftir handriti Francois Truffaut afl kvikmynd Jean- Luc Godard „A bout de souffle". Kvikmyndataka: Richard H. Kline. Aðalhlutverk: Richard Gere, Valórie Kaprisky, William Tepper, John P. Ryan, Art Metrano, Robert Dunn, Garry Goodrow. Þaö væri sýnd aö segja að áhorf- 'andinn stæði hugfanginn eða á önd- inni frammi fyrir þessari kvikmynd þó svo að leikstjórinn hafi kannski fundið fyrir þeim tilfinningum and- spænis mynd Godards, fyrstu mynd meistarans, og einhverri þeirri fræg- ustu úr frönsku nýbylgjunni í upphafi 7. áratugarins. Hugfangin er sem sé endurgerð, eða remade, eins og Kaninn segir af A bout de souffle. I amerísku útgáf- unni segir frá smákrimmanum Jesse Lujack sem byrjar myndina á því að ræna fínum Porche í Las Vegas til að komast á fund elskunnar sinnar í Los Angeles. A leiðinni verður hann fyrir því að drepa löggu sem þýðir það eitt að hann fær allt lögguliðið á hælana. Upphefst þá eltingaleikur mikill sem getur ekki endað nema á einn veg. Eltingaleikur myndarinnar er raunar tvenns konar. Því að eins og löggan eltir hann, þá eltir Jesse Lujack elskuna sína úr sumarfríinu, franska stúdínu, sem bæði vill hann og vill ekki. Stundum er löggan við það að ná honum og hann henni. Það gengur þó ekki upp fyrr en í lokin. Richard Gere er í essinu sínu í hlutverki hins kolgeggjaða bílaþjófs og morðingja. Hann á sér tvær fyrir- myndir í lífinu, teiknimyndahetjuna Silfurbrimilinn og rokkhetjuna Jerry Lee Lewis og heimfærir líf þeirra og ævintýri upp á sjálfan sig. Þá á hann sér þann draum að komast suður til Mexíkó þar sem allt er gott. Franska stúdínan er öllu jai ðbundnari, svo- kölluð karríerkona. Það gengur því ekki lítið á þegar þau fara að kljást hvort viðannað. Ut á það gengur svo myndin að mestum hluta, og er skemmst f rá því að segja að það er ansi leiðigjamt til lengdar. Þrátt fyrir mikinn hraða í öllu, bæði leik og töku, kviknar aldrei sú spenna sem ætti að kvikna. Þó bregður fyrir mörgum skemmtileg- um augnablikum, en þau eru aldrei annað en augnablik. Leikstjóranum tekst ekki aö gera eftirminnilega samhangandi heild úr efniviðnum. Og þó aö ég hafi aldrei séð uppruna- legu myndina er óhætt að fullyrða að endurgerðin stendur henni langt að baki. Þar eru aðeins farnar troðnar slóðir, hvergi bryddað upp á nýjung- um. Hugfangin, made in America, mun ekki standast tímans tönn eins og mynd Godards. Guðlaugur Bergmundsson. Laus staða Staða ríkislögmanns er laus til umsóknar. Umsóknir berist ráöuneytinu fyrir 25. apríl nk. 19. mars 1984. Fjárinálaráðuneytið. qnaa'mmTiy- Lausstaða Staöa ríkisbókara er laus til umsóknar og verður veitt frá og með 1. júní 1984. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 25. apríl 1984. Reykjavík, 19. mars 1984. Fjármálaráðuneytið. \EIGENDUR VEROKÖNNUNi , NAVEMBEBlgg: UmboOiO 5267 kr. SS3S,20/Í317,10 3249 kr. 2300 kr. 2416 kr. “3568,40 kr. kr. Bilaneust 4O1S.10 kr. 3078.30 kr. 1959.40 kr. ■>tr)?.70kr._ 3027.80 kr. Fjöðrin 4579 kr. 6203 kr. 2755 kr. 1718 kr. 3030 kr. ~~3369krj V‘ð ^ahafaÞ»°ö'hugaaöymS'rvara %£$£*"**** Kappkostum áva//t að bjóða Lada-varahluti á sem /ægstu verði Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.