Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1984, Síða 36
36
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS1984.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Kari Storækre.
ser/.
''ó.
°réf
j jAXæ! hérerégkomm,njósna-
frúin,” sagöi Kari Storækre, eigin-
kona njósnarans Ame Treholt, þegar
hún heilsaöi upp á kollega sinn sem
vildi taka viö hana blaðaviðtal um
daginn. En Kari er sem kunnugt er
starfsmaöur norska sjónvarpsins og
sér þar um þátt sem heitir „Unskyld
at jeg spör” (afsakaðu aö ég
spyr. ..)
Eg varö svolítið hvumsa viö þessa
kaldhæðnislegu kveðju, segir Ake
Wiihelmsson. — Eg hafði þekkt Kari
árum saman en sjálfur sé ég um hliö-
stæöan þátt og hennar í sænska sjón-
varpinu sem heitir „Svona er lífiö”. Eg
mælti mér mót viö Kari Storækre í þeim
tilgangi að taka viö hana viðtal. Bjóst ég
viö aö sjá hana koma á móti mér föla og
fáa, niðurfarotna taugahrúgu. En ööru
nær, hún gekk tii móts viö mig hnarreist
og frískleg með glampa í augunum og
bros á vör, fallegri en nokkru sinni fyrr
— og það segir ekki svo litið.
Kari hefur dregið sig ofurlítið úr
sviösljósinu eftir aö uppvist varö um
Kari Storækre, eiginkona Arne Treholts:
Staðráðin í
að standast
þessa raun
njósnir eiginmanns hennar fyrir
sovésku leyniþjónustuna. „Eg fæ mig
ekki til aö sitja fyrir framan sjónvarps-
vélamar og hakka embættismenn í mig,
eins og svo oft áður, vegna þeirrar stööu
sem ég er í nú,” segir hún. En hún starf-
ar enn þá bak viö tjöldin í norska
sjónvarpinu.
Starfið er mér allt
Þegar Kari fregnaöi aö Ame
maöur hennar heföi verið handtek-
inn brá henni aö vonum. Hún náði í
son sinn, Þorstein, í skyndi en hann
er sex ára. Saman yfirgáfu þau íbúö-
ina í Osló og óku heim til foreldra
Kari.
„Vinnufélagar mínir hafa veriö
frábærir. Þeir hafa stutt mig nótt
sem nýtan dag,” segir hún.
„Þaö er starfi mínu aö þakka hve
vel mér hefur tekist aö jafna mig á
öllum þessum ósköpum, ” segir hún.
Kari hefur lengi séö um þáttinn
„Unskyld at jeg spör” og þegar hún
bjó í New York, þar sem Arne Tre-
holt var starfsmaður norsku utan-
ríkisþjónustunnar, flaug hún á milli
New York og Osló til aö geta sinnt
þætti sínum. „Þaö var dásamlegt aö
búa í New York. I gegnum Arne
kynntist ég fólki alls staðar aö úr
heiminum og þaö var frábær
reynsla. Margt af þessu fólki hefur
haft samband viö mig eftir að ógæf-
an dundi yfir og sýnt mér vináttu.”
— Aöspurð um hvernig henni líöi
eöa hvort henni líði ekki betur eftir
aö Arne Treholt hefur gefið út yfir-
lýsingu þess efnis aö hann einn og
enginn annar sé ábyrgur fyrir njósn-
um hans, segir Kari: „Mér er jú full-
ljóst sjálfri að ég er á engan hátt
tengd njósnum Arne.” Hún segist
sitja undir öllum fréttum af njósna-
málinu erns og aörir. „Eg er nú einu
sinni blaðamaður og þaö þýöir
ekkert aö hlaupa í felur. Eg ákvaö
strax eftir handtöku Ame aö horfast
í augu viö þessa hluti.
Kari vill á hinn bóginn ekkert ræöa
um tilfinningar sínar og vangaveltur
um fjölskyldumál. Hún hefur veriö
gift Arne síðan 1976. Að sögn þeirra
sem vel þekkja til Kari er hún í upp-
námi vegna þessara mála án þess aö
hafa misst fótfestuna. Hún er aö sögn
ótrúlega viljasterk og er staðráðin í
aö standast þessa raun.
Asamt Þorsteini syni sinum
Tina Onassis og Theirry Rousse/.
Þegar ástin
grípur fólk
Hann dreymdi um ríka konu, hann
Peter Holm, og draumur hans rættist
heldur betur — því hann varö ástfang-
inn af henni í ofanálag.
Peter Holm, sem er ljóshærður og
sænskur, 36 ára aö aldri, segist nú yfir
sig ástfanginn af Joan Collins sem er
tæpum 15 árum eldri en hann og forrík
sjónvarpsstjama í Hollywood. > Vinir
Joan hafa gert henni lífið leitt meö því
að vara hana viö Peter og segja aö
f
Janni og Simon Spies.
hann sé bara á höttunum eftir pening-
unum hennar og því lúxuslífi sem hún
geti boðiö honum upp á.
Ekki veit Sviösljós hvort Thierry
Roussel, 33 ára gamlan Frakka, hefur
dreymt um auðugt kvonfang en eitt er
víst aö ef svo er mun draumur hans
vera aö rætast og þaö vel. Kristina
Onassis tilkynnti vinum og kunningj-
um nýveriö aö hún hygðist ganga í
það heilaga fljótlega. Oh'kt Peter Holm
mun Thierry ganga aö eiga jafnaldra
sinn og í þokkabót miklu auöugri en
Joan Collins, sem er eins og þurfaling-
ur, ef litið er á bankainnstæöur Tinu
Onassis.
Hvaö Janni Spies dreymdi um í æsku
veit Sviösljós ekki. En hún er gift
manni sem er fjömtíu árum eldri en
hún. Simon Spies er ekki fátækur og í
þokkabót heilsuveill. En Janni segist
vera yf ir sig ástfangin af Simon. —
%
I
Peter Ho/m og Joan Col/ins.