Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 4
DV. LAUGARDAGUR 28. APRIL1984. Ferjtrflugmaður villtist inn yfir hálendi íslands Fertugur Pakistani lenti í erfiöleik- um á lítilli íslenskri flugvél í fyrradag. Pakistaninn var að fer ja flugvélina frá Englandi til nýrra eigenda á Islandi þegar hann villtist. Pakistaninn, sem hafði breskt flug- skírteini, fór í loftið frá Færeyjum klukkan 13.39. Flugvélin, TF—LAK,. eins hreyfils og fjögurra sæta af gerð- inni Jodel, sem er frönsk, hafði heimild til sjónflugs en flaug í blindflugs- hæðum til Islands án heimildar. Islenskir flugumferðarstjórar urðu varir við að Pakistaninn átti í erfiðleik- um meö að rata enda flugvélin vanbúin leiðsögutækjum. Klukkan 17.40 var ákveðið að senda flugvél Flugmála-' stjómar til aðstoöar ferjuflug-mannin- um. Pakistaninn virtist þá kominn langt út fyrir áætlaða flugleið um Vest- mannaeyjar og stefna upp á hálendi landsins. Flugmálastjórnarvélin fór á loft klukkan 18.03. Flugmaöur hennar fann ferjuflugvélina klukkan 18.20 við Þing- vallavatn. Virtist Pakistaninn þá telja sig yfir sjávarströnd. Honum var leiöbeint inn til Reykja- víkur þar sem hann lenti klukkan 18.44. Hann átti þá eftir eldsneyti til um hálf- tíma flugs, að sögn Guðmundar Matthíassonar hjá Flugmálastjóm. Nokkrir menn á Egilsstöðum em eigendur TF—LAK. Skýrsla um flug Pakistanans verður send flugmálayfir- völdum í Bretlandi. -KMU. Gæslu- þyrla máluð Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF— GRO, hefur undanfarna daga verið í sprautun hjá viðhaldsdeild Flugleiða. Verkinu lýkur um helgina. Þyrlan verður þá orðin rauð að ofan og neðan og hvít í miðju. A hvíta grunninum verða rendur í íslensku fánalitunum. -KMU/DV-mynd: S. Ur Gæjum og pkim. Þjódleikhúsid: Sjö þúsundasta sýningin í kvöld I kvöld verður í Þjóðleikhúsinu sýn- ing á söngleiknum Gæjar og píur. Uppselt er á sýninguna eins og aðrar hingaðtil. Þessi sýning í kvöld er merkileg að þvi leyti aö hún er sjö þúsundasta sýning Þjóðleikhússins frá upphafi. Það era liðin 34 ár síðan Nýársnótt Indriða Einarssonar var frumsýnd. Þetta var nánar tiltekiö 20. apríl 1950 og síöan hafa hin ýmsu leikrit rúllað fram hjá þar til talan er orðin 7000 nú í dag. Aðsókn í Þjóðleikhúsinu hefur yfir- leitt verið mjög góð, um 100.000 manns árlega. Leikárið 1975—76 var metár, hvorki meira né minna en 134.000 gestir komu þá á sýningar. Mesta aðsókn á eitt leikrit mun vera á Fiðlarann á þakinu. Yfir 50.000 manns sáu það en 42.000 sáu My Fair Lady sem kemur þar á eftir. SigA. Tónleikar í Austurbæjarbíói Frönsku listamennirnir Annie Bal- mayer sellóleikari og Olivier Penven píanóleikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík í dag, laugardaginn 28. apríl, í Austurbæj- arbíói og hefjast tónleikarnir kl. 19.00. A efnisskránni eru sónötur eft- ir Beethoven, Brahms og Debussy. Annie Balmayer stundaði nám í Frakklandi, Bretlandi og Sovétríkj- unum. Hún hefur haldið fjölda tón- leika í Frakklandi og víðar og hún kennir við Ríkistónlistarskólann í Strassborg. Olivier Penven lærði i Frakklandi og Kanada og hefur hald- ið fjölda tónleika í Kanada, Banda- ríkjunum og Frakklandi, auk þess sem hann hefur fengist við kennslu. Sýning Jónasar í Eden: Myndlistin alltaf einhvers konar sjósókn Nú stendur yfir í EDEN í Hveragerði málverkasýning Jónasar Guðmunds- sonar en sýningu sína nefnir hann Páskar ’84. Jónas opnaði sýningu sína siðasta vetrardag, eða daginn fyrir páska, og var hún opin alla páska- dagana — og er reyndar enn því að sýningin verður til 1. maí. DV spuröi Jónas hvernig aðsókn hefði verið um páskana: — Það rikir sérstök stemmning á páskum í Eden, sem á öðrum stöðum, en þó spillti veðrið nokkuð fyrir sýningunni. A sumardaginn fyrsta var snjókoma, þannig að aðeins vöskustu menn gátu séð sýninguna þann dag. Og sn jókomin voru á stærð við 7 krónu frí- merkin sem við notum núna á bréf sem kostar kr. 6,50 að senda í pósti. Á föstudaginn langa var hins vegar indælt veður, sól á jörðu og þá lögöust menn mikiö í ferðalög hér syðra. Hellisheiði og Þrengsli — Annars er það einkennilegt með Reykvíkinga að þeir halda ennþá að sams konar veður sé í öllum heiminum og veðrið er í borginni og þeir virðast óttast Hellisheiði og Þrengsli sem era þó ekki meiri fjallvegir á voram dögum en Arnarneshæðin eöa Breið- holtsjökull. Fólkið, sem býr fyrir austan Fjall, lætur þessa vegi lítið trufla sig og ég held að heiðin hafi að- eins verið ófær einn dag í vetur ef undanskildir eru smáhvellir sem þá urðu að næturþeli. — Ensýningin? — Hún gengur vel. Menn virðast enn leggja það á sig að heimsækja þennan skreiöarmarkað hjá mér en mótífin era nokkuð hin sömu, kofótt hús með þykka saltskán utan á sér og bátar sem henta úreldingarsjóði og máiverkil betur en raunverulegri sjósókn. — Nei, það eru engar umtalsverðar nýjungar í útgerðinni í málverkinu, hvorki hjá mér né öðrum, þvi að þaö er svo einkennilegt, að hús og bátar verða ekki mótif, fyrr en þau hafa fengið sál, en þaö getur nú tekið töluverðan tima. Þvi þótt ekkert sé eins gamalt og dag- blaðið frá því í gær gilda aðrar reglur í Ustinni. Menn verða að hafa hlutina fyrir augunum lengi til þess að unnt sé að festa þá á léreft. Hjá mér er mynd- Hstin alltaf einhvers konar sjósókn. Maður sér þetta á augabragði, til dæmis í Kjarvai. Hann málar best á þeim stöðum þar sem hann sleit barns- skónum og á Þingvöllum þar sem hann hélt sig einna mest. Það er nefnilega þannig að málverkin verða best þegar menn mála þaö sem þeir þekkja. Alveg eins og í ensku knattspyrnunni. Þar sigra menn gjarnan á heimavelli. — Hvers vegna lokar þú 1. maí? — Eg ætla að hlusta á Guðmund Joð, gerði eiginlega sérkjarasamninga viö Eden til þess. Svo þegar ræðan er búin fer ég austur og sýningunni lýkur þeg- ar fólkið er farið heim. Eg loka þá eins og þeir lokuðu kjördeildunum í gamla daga. Þegar menn vora hættir að koma til að kjósa. láttu qKK^ I.EITA 2—3 herb. HOLTSGATA LINDARHVAMMUR ÖLDUSLÓÐ 65 m21.300 þús. 80 m2 1.450 þús. 70 m21.450 þús. MÁNASTÍGUR URÐARSTÍGUR DALSEL 85 m21.390 þús. 80 m2, sérinngangur, 1.500 þús. 40 m21.090 þús. | FRAKKASTÍGUR 50 m21.090 þús. 3 herb. 4 herb. HAMRAHLÍÐ BLÖNDUBAKKI 50 m21.250 þús. 97 m2, aukaherb. í kjallara, ORÁPUHLÍÐ NJARÐARGATA 1.750J>ús. 100 m21.950 þús. 70 m21.190 þús. BÓLSTAÐARHLÍÐ HOLTSGATA SPÍTALASTÍGUR 97 m21.500 þús. 120 m21.900 þús. 65 m21.290 þús. LEIRUBAKKI HRINGBRAUT HAFN. HOLTSGATA HAFN. 90 m2, aukaherb. í kjallara. 117 m2 2.100 þús. í skiptum 50 m21.200 þús. 1.700 þús. fyrir stœrri eign. Leitarþjónusta ANPRO leitar að hinni réttu eign ÁN ALLRA skuldbindinga af þinni hálfu. SERHÆÐIR GUNNARSSUND 110 m' 1.550 þús. MIÐSTRÆTI 160 m2 2.500 þús. RAUÐALÆKUR m/bilsk. 140 m: 2.600 þús. REYKJAVÍKURV. HAFN. 140 m' 2.800 þús. Einbýli Höfum stór einbýli i skiptum fyrir minni sérbýli. Fjársterkir kaupenduráskrá. Leitum að skrifstofuhúsnæði 100—200 m2, góðir kaupendur. a —--------------------------;-----------.----——:......... ........ - ------ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.