Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Qupperneq 29
DV. LAUGARDAGUR 28. APRlL 1984. 29 RAMSÓKNARFLOKKI Aðdragandi átakanna Aödragandi þeirra átaka sem hér er um f jallaö veröur aö þessu sinni ekki rakinn lengra en skammt aftur fyrir síöustu alþingiskosningar. Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur hugöist ná fyrsta sæti á framboöslista flokks- ins í Reykjavík. Við þaö gat Reykja- víkurhópurinn ekki sætt sig. Þeir gripu þá til þess ráös aö safna undirskriftum í fuiltrúaráöinu undir áskorun til Olafs Jóhannessonar um aö Olafur gæfi kost á sér. Beiðni um undirskrift á slikan lista reyndist erfitt aö neita og Olafur fór í fyrsta sætið. Þetta leiddi til þess að Guðmundur G. Þórarinsson hætti viö framboöshugleiöingar og tók ekki sæti á framboðslista flokksins. Reykja- víkurhópurinn rökstyður þetta svo aö nauðsynlegt hafi verið aö fá jafnsterk- an mann og Olaf í framboð i Reykjavík eftir þaö fylgistap sem flokkurinn haföi oröið fyrir þar. Þá sáu þeir fyrir 'stjórnarþátttöku Framsóknarflokks- i ins. Á þeim fundi geröist þaö til tiöinda aö fjöidi manna stóö upp og hélt ræöur um nauðsyn á endurnýjun í forystu- sveit flokksins. Yngri menn yrðu að taka viö. „Þetta var skipulagt af hálfu Steingrims og flokksskrifstofan var notuð í framkvæmdina,” sagði einn áhrifamaöur í Reykjavikurhópnum. Tómas Arnason var mættur á þennan fund, alls óviðbúinn öðru en þvi að hans væri ráðherradómur vis enda haföi hann tekið ötulan þátt í stjómar- myndunarviðræðunum nær allan tím- ann. Oiafur Jóhannesson var hins veg- ar ekki á þessum fundi, Uklega vegna þess að hann hafði ekki verið hafður meö undangengnar vikur. „Þaö var mjög þungt í Tómasi undir þessum ræðuhöldum, þaö fór ekki á miUi mála,” sagði einn fundarmanna á þessum fundi. Tómas tók þó ekki til málsaösinni. herberginu og mun Olafur Jóhannes- son þá hafa sagt: „Nú, þaö er verið aö kaUa á menn einn og einn.” Þá er kaU- aö á Jón Helgason, HaUdór Ásgríms- son og Guömund Bjamason einn í einu en mjög hafði komiö tU tals síöustu dagana aö Guömundur gæti oröið ráö- herra. Síöastur var Alexander kvadd- ur fyrir formann sinn , ,og rúllað þaöan út í ráðherrastól” eins og viömælandi DV tók til orða. Þaö vekur athygii viö þessa upp- talningu að Olafur Jóhannesson var aldrei kallaður fyrir Steingrím. Og sá sem þetta ritar hefur áreíðanlegar heimildir fyrir því að Steingrimur sagöi Olafi aldrei hreint út, augUti tú auglitis.að ætlunin væri aö Olafur yrði ekki ráöherra. Hitt er svo annað mál aö þaö mun ekki hafa komið Olafi ýkja mikiö á óvart eftir það sem á undan var gengiö. Olafur vUdi hvorki játa þessu né neita þegar DV bar þetta und- Olaf ur Jóhannesson ítrekar þá athuga- semd sína við vinnubrögð formanns og segir aö sUk vinnubrögð hafi ekki þekkst fyrr í flokknum. Næstur tók tU máls Ingvar Gíslason sem kvaðst ekki hafa áhuga á aö gefa kost á sér enda sýndist sér ekki vera áhugi fyrir því annars staðar. Gengið var tU atkvæöa um tUlögu Steingríms og lauk henni jjannig aö HaUdór og Jón Helgason fengu 11 at- kvæði hvor, Alexander 9, Davíð Aðal- steinsson 2, Guðmundur Bjarnason 2 og Stefán Valgeirsson 1. Tveir seölar vom auöir. Hafa menn haft um það getgátur aö annan þeirra hafi Olafur Jóhannesson átt en Ingvar hinn. Um það veröur auövitað ekki fuUyrt. Þannig lauk þessum sögulega þing- flokksfundi aötaranótt 26. mai 1983 en þetta er rifjaö hér upp vegna þess að Reykjavíkurhópurinn hefur taliö aö þarna hafi verið iUa farið með Olaf Jó- Bjaml Einarsson: „Ekki óánægja moö byggðastefnu heidur maö Bjama sam vinnur i byggöadeildinni." Halgi Bergs: i jaöri SÍS hópsins. Tómas óli Jónsson: Kjörinn f stjóm húsbygg- ingarsjóös eftir aö hafa dragiö framboö sitt til baka. Heimir Hannesson: Lengi viðloöandi Reykja- vikurhópinn. Þorsteinn Óiafsson: „Eöiilegt að umbuna honum mað þingsœti ef vel tekst tH." Hannes Pálsson: Steingrimur baröist fyrir bankastjórastööu handa honum. Hrótfur Halldórsson: Fáll fyrir Bjama f upphafinu. Flnnur Ingótfsson: Dyggur á SÍS vnngnum. sér aö ef framsóknarmenn yröu áfram i ríkisstjóm yröi Olafur væntanlega ráðherra og þar með væri framsóknar- þingmaður úr Reykjavík oröinn ráö- herra. Annað kom á daginn. Flokksvólin gegn Tómasi? A hinn bóginn laut Tómas Arnason i lægra haldi fyrir HaUdóri Asgrímssyni í prófkjöri á Austfjörðum. Reykjavík- urhópurinn heldur því fram að í því prófkjöri hafi flokksmaskínan misk- unnarlaust veriö notuö til framdráttar Halldóri og raunar hafi starfsmenn flokksins víöar tekiö afstööu i innan- flokksátökum. Að kosningum Ioknum tóku viö stjómarmyndunartilraunir. Tómas Ámason var þátttakandi i þeim en Olafur Jóhannesson fékk þar hvergi aö koma nærri. Leið svo að því að ný ríkis- st jórn var í burðarliðnum. Vitnað um endurnýjun Síödegis 25. mai 1983 var boðað til miðstjórnarfundar að Hótel Loftleið- um þar sem tekin skyldi afstaöa til Næturfundur í þinghúsinu Klukkan rúmlega eitt eftir miönætti lauk miöstjórnarfundinum og héldu þingmenn þá rakleiðis niöur i Alþingi á þingf lokksf und þar sem gera átti út um ráðherradóminn. Olafur Jóhannesson mætir til þingflokksfundarins. Einn þeirra sem ekki gengu sáttir af þeim fundi hefur lýst honum á þessa lund: Þegar i þinghúsiö er komið safnast menn saman í þingflokksherberginu, allir nema Steingrímur Hermannsson sem setti sig niður í herbergi Jóns Helgasonar, þáverandi forseta sam- einaös þings. Steingrímur tekur síöan til við aö kalla á menn einn af öðrum. Fyrstur er kvaddur á hans fund Ingvar Gíslason og tjáir Steingrímur honum aö ekki geti orðið um þaö aö ræöa aö Ingvar veröi áfram ráöherra. Vitnar Stein- grímur til ummæla flokksmanna á ný- loknum miðstjómarfundi því til stuðn- ings aö endumýjunar sé þörf. Næstur er kallaöur til Tómas Arnason og hon- um tilkynnt á sömu lund. A meðan þessu fer fram sitja aðrir í þingflokks- ir hann. Hann sagðist ekki skýra frá einkasamtölum viö Steingrim og þegar hann var spurður að því hvort um nokkurt samtal heföi verið að ræða sagði hann að þeir Steingrímur heföu oftrættsaman. Steingrímur leggur fram til- lögu Þegar Steingrímur hefur lokiö viÖ aö kalla menn fyrir kemur hann til þingflokksherbergis og tilkynnir að. hann muni nú leggja fram tUlögu um ráðherraefni og ráðuneyti. Þessu mót- mælti Olafur Jóhannesson og sagöi að slík vinnubrögö heföu aldrei tíökast, ávallt heföi veriö skrifleg atkvæða- greiösla án tilnefningar. Steingrímur ítrekaöi þá aö hann muni samt sem áöur leggja fram tillögu sina en gefur oröiö laust ef menn vilji segja skoðun sína. Tómas Arnason tók þá til máls og sagði, samkvæmt áðurgreindum heim- ildum DV, aö vegna vel undirbúinnar rógsherferðar á miöstjórnarfundinum teldi hann ekki rétt né skynsamlegt aö gefa kost á sér til ráöherraembættis. hannesson í stað þess aö nýta sér reynslu hans og þekkingu. Bjarni fellir Hrólf Næsta tækifæri sem gafst til að láta til skarar skríöa gegn Reykjavíkur- hópnum var formannskosning i full- trúaráðinu skömmu eftir alþingiskosn- ingarnar. Þar felldi Bjarni Einarsson Hrólf HaUdórsson í kosningu. „Þeir at- burðir sem nú hafa gerst undanfarnar vikur eru í raun aöeins framhald af þvi,” sagöi einn stuöningsmaður Reykjavíkurhópsins. Atökin um Húsbyggingarsjóðinn, sem hér er lýst aö framan, eru talin helgast af því öðru fremur að stjóm sjóösins hefur taliö sig hafa heimild til að veösetja húseign flokksins að Rauö- arárstfg 18. Slikt kann að reynast nauösynlegt nú vegna mikils fjár- magns sem þarf til aö halda Timanum gangandi meö þeim breytingum sem reynt er nú aö vinna aö þar. Forráöa- menn Reykjavikurhópsins hafa hins vegar verið mótfallnir slíkum veö- heimildum og eru auk þess ekki allt of ánægöir meö breytingarnar á Tíman- um. „Þaö er oröiö slæmt þegar eggiö afneitar hænunni,” sagöi einn þeirra og átti viö þá kenningu ritstjóra Tím- ans aö Framsóknarflokknum yröi fylgt ef hann hefði sömu skoöun og Timinn. Þessi framsóknarmaöur benti á aö þrátt fyrir skipulagsbreytingar væri Tíminn alfariö í eigu framsóknar- manna. Enginn einstaklingur utan flokksins heföi keypt hlutabréf í útgáf- unni svo þegar til kastanna kæmi væri í raun ekki um neina eölisbreytingu aö ræöa og flokksmenn mundu risa upp öndverðir ef blaöið ætlaði aö afneita þeim. Annars eru ekki allir framsókn- armenn jafnbjartsýnir á framtið Tim- ans. Hlutafé mun nú vera 12 milljónir af þeim 15 sem safna átti. Þar af á flokkurinn sjálfur 6 milljónir án pen- ingagreiöslu svo eftir standa aörar 6 til ráöstöfunar. „Og hvað duga þær lengi og hvert á svo að leita?” spuröi einn viömælandiDV. Hvað gerír Reykjavíkurhóp- urinn? Talsmenn Reyk javíkurhópsins telja boltann nú vera hjá flokksforystunni. Hennar sé að leita sátta. Ef ekki? ,4 okkar hójn hafa heyrst raddir um sér- framboð í Reykjavik þótt slík mál hafi ekki verið rædd formlega. Hins vegar er því ekki að leyna að þegar hefur ver- iö stofnaöur s jóöur til óák veöinnar ráð- stöfunar,” voru óbreytt orö eins þeirra. Ef hins vegar er horft til næstu kosn- inga að ööru leyti hallast menn aö þvi að Olafur Jóhannesson muni ekki gefa kost á sér. Olafur segir sjálfur í sam- tali við DV að hann hafi engar áætlanir um aö láta af þingmennsku. Steingrím- ur Hermannsson segir hins vegar „að Olafur sé á síðasta snúningii þing- mennskunni” og sú skoðun Steingrims er studd af áliti fjölmargra annarra. Ohætt er þó að rifja upp ummæli Olafs fyrir nokkrum ánnn þegar hann var spurður um þetta efni og svaraði þvi þá til aö hann væri kominn á þann aldur að vilja ekki hætta. Ef gert er ráö fyrir aö Ólafur haldi ekki áfram er bú- ist við átökum í Reykjavík. Þorsteinn gegn Guðmundi G.? Þar telja trúveröugir menn rétt að gera ráð fyrir þeim möguleika fullum fetum að Guömundur G. Þórarinsson muni hyggja á endurkomu. Þorsteinn Olafsson muni jafnframt stefna á fyrsta sætiö. Báðir þessir menn hafa þó veriö taldir tengjast sama hópnum. - Reykjavíkurhópurinnhefurhinsvegar ekki ákveðinn frambjóðanda i huga sem att gæti kappi við þessa tvo: ,JEg heid aö mér sé óhætt aö segja aö viö gætum vel hugsað okkur að styðja Guðmund þótt hann hafi vissulega ekki veriö í neinu uppáhaldi hjá okkur hing- aö til,” sagöi einn forystumaöur i Reykjavíkurhópnum. Og þá hafa menn jafnvel gert þvi skóna aö Steingrímur hafi sjálfur hug á þvi aö fara fram í Reykjavík og þá til aö halda Olafi Þórðarsyni á þingi þrátt fyrir kjör- dæmabreytingu. ,42g hef engar ráða- gerðir í þessa átt,” segir Steingrimur sjálfurumþetta. Lokaorðin hefur Steingrímur Her- mannsson: „Eg er vissulega reiðubúinn til aö beita mér fyrir sáttum í þessu máli, annaðhvort aö þeirra frumkvæði eða minu eigin. Eg hef raunar átt viöræöur við menn úr báðum örmum og lagt á þaö áherslu að sættir takist.” Og áfram segir Steingrímur aðspurður: ,Æg hef aldrei heyrt um þennan mál- efnaágreining, um landbúnaöarpólitík og byggðastefnu. Eg held aö þessi ágreiningur sé fyrst og fremst um menn.” EFTIR ÓSKAR MAGNÚSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.