Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Síða 18
18 Pt MKMÍHHA RS HnntnHAnti/,.1 vn DV. LAUGARDAGUR 28. APRlL 1984. Menning Menning Menning Menning Menning i „Ekki hægl að hætta að mála” Rabbað við myndlistarfólkið Guðrtínu Eddu Káradóttur og Friðrík Róbertsson „Þetta er fyrsta sýning mín,” segir Guðrún Edda Káradóttir sem sýnir ásamt Friðríki Róbertssyni í Gallery Lækjartorgi um þessar mundir. Hvernig myndir eru þetta sem þú gerir? „Þetta eru olíumyndir og pastel- myndir. Eg get lítið lýst því um hvað þær eru. Mér er ekkert vel við að gefa yfirlýsingar. Eg mála þetta bara af einhverri innri þörf,” segir Guðrún. Hvenær byrjaðirðu að mála? ,,Eg byrjaöi að teikna eitthvað að ráði um 1970. Eg hef verið öðru hverju í einhverju námi síðan ’70. Tvo síðustu vetur í Myndlistarskólanum í Reykja- vík. Annars finnst mér það bara1 skemma fyrir.” Hvaöáþá aðgera? „Maöur þarf að vera óbundinn, passa sig á aö festast ekki í neinu fyrir- fram gefnu. Fara ekki eftir neinu sem einhver hefur sagt nema þaö samræm- ist því sem maður er að gera. Aðalat- riðið er að máia og láta það fara frá manni.” Hvað finnst þér um íslenska mynd- list í dag? „Eg spekúlera svo lítið í því. Eg er sjaldan hrifin af neinu. Það er samt nokkuö um að fólk sé að br jótast út úr hefðum og ég er hrifin af því. Eg held að það fari að koma betri hlutir. Eg leita lítið eftir því að skoða myndlist en ef ég geri það þá skoða ég vel.” Ferðu ekki mikið á sýningar? „Nei, ekkert sérlega. Eg er alltaf of sein. En ég er sólgin í myndir og skoða alltaf það sem ég sé. Annars leiðist mér myndlist almennt. En ég er alltaf að leita aö einhverju í henni. Þessi far- vegur er góður. Það er alveg hægt að notahann vel.” Núna kemur Friöríkur eða Fred ut- an af pósthúsi og við spyrjum hann hvað hann geti sagt um sínar myndir? Innri náttúra „Eg get sagt fullt um myndirnar mínar. Það sem ég er aö reyna að gera er að skapa list handa alþýðumannin- um sem dregur upp jákvæðu hliöam- ar í lífinu. Þær finnst mér ég vera að tjá meö litum og formum. Þetta er virkur þáttur í leit minni að meiri lífs- hamingju. Mér finnst alveg sjálfsagt að hver sem vill geti eignast mynd. Þegar ég er að mála eöa skapa myndirnar þá veitir það mér mikla ánægju. Það eru fyrst og fremst þau áhrif sem ég vona að myndirnar hafi á umhverfi sitt. Mín myndverkfinnastmérveraalveg heimur fyrir sig. Einhvers konar innri náttúra.” „Þetta gildir eiginlega fyrir okkur bæði,” skýtur Guðrún Edda inn í. „Guðrún Edda nær þessari stemmn- ingu meira fígúratívt, hjá mér eru það litir og form,” sagði Friðríkur. „Við erum samt að lýsa sama hlut.” Guðrún: „Við sýnum þess vegna saman. Við finnum andlegan skyld- leika í því sem við erum að gera.” „Eg held að þessi list eigi brýnt er- indi til mannsins í dag,” segir Friðrík- ur. „Það vantar mikið á að maðurinn nálgLst það hvað lífshamingja er. Myndimar eru vísbendingar að innri uppsprettu. Bjartsýn „Viö erum mjög bjartsýn á framtíö- ina,” bætir Guðrún Edda við og fægir sólgleraugun sín. Guðrún Edda: „Leiðist myndlist almennt.” Friðríkur: „Þetta eru bjartsýnismyndir út í gegn.” IWYWBIIAIKU Tónleikar islensku hljómsveitarinnar ( Bú- staóakirkju 18. aprfl. Stjórnandi: Guömundur Emilsson. Einsöngvari: William H. Sharp. Efnisskró: Ferrucio Busoni/ArnokJ Schönberg: Berceuse óiógiaque, Heinrlch J. Bármann: Adagio fyrir klarínettu og strengjakvintett; Mist Þorkelsdóttir: Davlö 116; Richard Wagnor: Siegfried Idyll. Einn af öðrum lýkur félagsskapur- inn músíkvertíðinni, fyllir kvótann eins og það heitir víst nú, og Islenska hljómsveitin lauk sinni vertíð með hljómleikum sem nefndust; I Dymbilviku. Þeir hófust með harma- ljóði Busonis, Berceuse élégiaque, í búningi Schönbergs. Ef grannt er skoðað þá má greina áhrif Busonis, bein og óbein, næstum hvarvetna í músik tuttugustu aldar. Allt frá hug- myndum hans um leik á verkum Bachs, sem ekki var síður tekið mark á en Albert Schweitzer, til áhrifa þeirra af ýmsum toga, sem hann hafði á mörg tónskáld á fyrri hluta aldarinnar. Harmaljóðið' lék hljómsveitin vel án þess þó að út- mála tregann á dramatískan hátt. Fjöður rænt Þegar menn þóttust hafa sannað að „klarínettuadagioið” væri eftir Barmann varð Wagner rændur einni sinna skrautlegustu fjaðra. Höfunda- skiptin hafa samt engu breytt um viðteknar venjur í flutningi þess. Hér var það Sigurður Ingvi Snorrason, sem lék þennan dýrðaróð kiarínett- unnar þannig, aö fáir gera betur, og strengleikaramir fylgdu honum eftir eins og auðsveip hjörð. Hér var leikið af næmri tilfinningu án þess að í neinuværiofgert. Snilldarsöngur Næsta leik áttu Mist Þorkelsdóttir og William H. Sharp. Tólfta til nítj- ánda vers hundrað og sextánda Davíðssálms í stílfæröum klerkleg- um tóni undirstrikuðum með hljóm- sveitarþætti, sem bar með sér að höfundur hefur næmt eyra fyrir karakter hljóðfæranna. Barytón- söngvarinn William H. Sharp hefur einstaklega geöþekka rödd, sem hann leikur á af snilld. Fátítt er aö heyra svo jafnlita rödd bæði í dýpt og hæð, geysilega mýkt — og þegar þræimúsíkalskur náungi hefur yfir slíku hljóðfæri að ráða, þá má bóka að útkoman verður góð. Eftir aö hafa heyrt hann syngja svo snilldarvel í Davíðssálmi Mistar Þorkelsdóttur fannst mér það mikill missir að fá ekki að heyra hann spreyta sig á Vier emste Gesange. Utan kortsins Siegfried Idyll verður Wagner þrátt fýrir allt ekki rændur og marg- ur hefur gefið klénni afmælisgjöf en samt þóst hafa gefið stórt. Þetta litla ljóð hefur ekki yfir sér þann mikilúð- lega svip, sem dæmigerð Wagners- verk hafa. Samt skyldi enginn halda að það sé á neinn hátt vandaminna í flutningi en önnur verk hans. Stjóm Guðmundar var ailt of hörð, mestan- part óþörf og stundum jafnvel til óþurftar. Hann keyrði til dæmis bylgjutoppa sveitasæluljóösins upp eins og hann væri að líkja eftir hvít- fextum öldum „Hollendingsins”. Tónmyndun var öÚ of harkaleg — þvert á Wagnerískan anda, en þar í er einmitt galdur wagnerískunnar fólginn, helst að anda tóninum svo mjúklega inn að eiginlegt upphaf hans verði varla greint. Stjórn' Guðmundar í þessu verki var í al- gjörri andstæðu við það verklag, sem sést hefur til hans í vetur og skrifast á reikning legu lands okkar utan við hið wagneríska landakort. EM Kammertónleikar á Kjarvalsstöðum Kammertónleikar á Kjarvalsstöðum 21. aprfl. Efnisskró: Sergei Prokofieff: Kvintett op. 39; Pjotr Tachaikowsky: Strengjasextett op. 70. Flytjendur: Kristján Þ. Stephensen, óskar Ingólfsson, Laufoy Siguröardóttir, Helga Þór- arinsdóttir, Richard Kom, Júlíana Eifn Kjartansdóttir, Vivi Ericksson, Nora Kom- blueh, Thomas Austln. Páskadagana létu íslenskir tónlist- armenn, aö nær öllu leyti, kirkjunni og friðarbaráttu eftir. En laugardag- inn notuðu samt nokkrir til að halda kammertónleika á Kjarvals- stööum. Var þar að stofni til nemendahópur Neikrugs, cellista og kennara vestur í Boston. Sú er kannski meginástæða þess, að þótt hópur þessi hafi hvorki starfað lengi né í föstum skorðum, var 1 afar „homogen”, rétt eins og um þaulæfð- an hóp, sem lengi hefði spilað saman, væri að ræða. Yfirspil Þessi staðhæfing gildir að vísu ekki alfarið fyrir Kvintett Prokof- ieffs. Þar var jafnvægi, sérstaklega milli blásaranna tveggja og strengj- anna ekki alltaf í sem bestum skorö- um. Hluta þessa misvægis má meö réttu eigna meingaliaðri heyrð salar- ins. Þeir sem oft koma á tónleika á Kjarvalsstöðum hafa flestir fyrir löngu lært að hlusta ööruvísi í þeim húsakynnum og það gengur vel þeg- ar leikin eru verk sem maður þekkir, en verra aftur móti þegar um glæ- nýja eða óþekkta músík er að ræða. En ekki verður allt eignað heyrðinni, því að fyrir komað blásaramir (sem annars spiluöu ljómandi vel) yfir- spiluðu strengina. Ekki olli yfirspil þetta samt neinum teljandi spjöllum áleiknúm. Small saman Hárómantískar Flórensminningar Tschaikowskys beinlínis smullu saman. Krafturinn var mikill í leikn- um. Andstæður málaðar sterkum lit- um og sálin lögð í spilið. Hversu oft verður maður ekki fyrir því að flytj- endur nútímans jarða tilfinningar undir þykkri skán tækni og kunnáttu. Verst bitnar það á rómantískri músík. En hér fengu tilfinningarnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.