Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 42
42 DV. LAUGARDAGUR 28. APRlL 1984. Boltinn Boltinn Boltinn Bestu leikmenn ensku deildanna 1983 Paul Walsh, kosinn efnilegasti leikmaður á Englandi í ár. - að áliti þeirra sjálfra Eins og skýrt hefur verið frá á íþróttasíðum DV þá gekkst PFA =Professional Footballers Association, (félag atvinnuknattspyrnu- manna) fyrir kosningu á besta leikmanni í Englandi árið 1983 og einnig efnileg- asta leikmanninum fyrir sama ár. Ian Rush vann fyrrnefndu verðlaun- in en hann var kosinn sá efnilegasti í fyrra. Það var hins vegar Paul Walsh sem talinn er vera efnilegasti leikmaður ensku knattspymunnar í dag. Sá næstefnilegasti var Steve Nicol hjá Liverpool og þriðji var Steve Hodge hjá NottinghamForest. Sérstök verðlaun fyrir gott starf í þágu knattspymunnar féllu í skaut Bill Nicolson sem var framkvæmdastjóri Tottenham á sjöunda áratugnum er liðiö var það besta í Englandi. En leikmenn ensku knattspymunn- ar völdu einnig besta lið í hverri deild, þ.e. ellefu bestu einstaklingana í hverri deild. Hér á eftir fer listi yfir þá leikmenn sem hlutu kosningu í deildun- um f jórum ásamt stuttri kynningu. Fyrstadeild: Peter Shilton (Southampton), Mike Duxbury (Man.Utd.), Mark Lawrenson, Alan Hansen (Liverpool), Kenny Sansom (Arsenal), Bryan Robson (Man Utd.), Graeme Souness (Liverpool), Glenn Hoddle (Tottenham), Ian Rush, Kenny Dalglish (Liverpool), Frank Stapleton (Man.Utd). Það er óþarfi að kynna þessa menn nánar, það vita allir hverjir þeir em. Það vekur hins vegar athygli að atvinnumennirnir ensku hafa valiö næstum sama lið og spekingar DV gerðu þann 14. janúar sl. eins og með- fylgjandi úrklippa sýnir. Það er aðeins Alan Hansen sem ekki var í liði DV en Alvin Martin er í hans stað. önnurdeild: Alex Williams (Man. City), Mike Sterland (Sheff Wed.), MikeMcCarthy (Man. City), Mike Lyons (Sheff. Wed.), Joe Jones (Chelsea), Gary Megson (Sheff. Wed.), Jimmy Case (Brighton), Tony Grealish (Brighton, nú WBA), Kerry Dixon (Chelsea), Kevin Keegan (Newcastle), Mark Hatley (Portsmouth). 8 af þessum 11 eru úr fjórum efstu liðunum. Williams leikur nú sitt fyrsta heila keppnistímabil í deildinni og er óhætt aö segja að hann fari vel af staö. Mike McCarthy, félagi hans hjá City, 'Jfe Sfc;í%. Lið vetrarins Mlke Duxbnry (MaocbesterUtd.) Peter SbUten (Soathampton) Mark Lawrenson AlvtnMartin (Liverpool) (WestHam) Kenny Sansom (Arsenal) Graeme Souness Glenn Hoddle. Bryan Robson (Uverpool) (Totteoham). (MancheaterUtd.) Kenny DalgUsh (Líverpool) lanRush (IJverpool) Frank Stapleton (ManchesterUtd.) Lið vetrarins sem DV-spekingarnir völdu þann 14. janúar sl. Það er næstum alveg eins og liðið sem atvinnumennimir völdu. var keyptur til liðsins frá Bamsley í haust. Hann er feikisterkur miðvörður sem aidrei hefur leikið eins vel og núna. Honum hefur tekist vel að fylla upp í skarðið sem Tommy Caton skildi eftir sig er hann fór til Arsenal. Að Mel Steriand var valinn sem hægri bakvörður kemur nokkuð á óvart en hinir tveir Wednesdaymennimir hafa blómstrað i vetur. Þetta em fyrrum Evertonmennimir, Mike Lions og Gary Megson. Joe Jones er velskur landsliðsmaður (okkur til sællar minn- ingar) og fyrrum leikmaður Liverpool. Annar fyrrum Liverpoolmaður er Jimmy Case hjá Brighton. Það lið á tvo fulltrúa þarna sem teljast verður skrýtiö, miðað við gengi liösins. Engan skal undra hvernig framlín- an er skipuð. Þetta gæti allt eins verið 1. deildar framlinan. Kerjy Dixon kom til Chelsea frá Reading í haust og er nú markahæstur í 2. deild með 29 mörk. Keegan kemur á eftir honum með 24 mörk. Mark Hateley er fyrrum leikmaður Coventry og gerði garðinn frægan er hann skoraöi f jögur mörk í landsleik U-21 árs liða Englendinga og Frakka sem þeir fyrmefiidu unnu, 6— 1. Hann er þriðji markahæstur með 22 mörk. Þriðjadeild: David Felgate (Lincoln), Gordon Nisbet (Plymouth), Steve Bruce (Gill- ingham), Malcolm Shotton, Bobby McDonald, Trevor Hebbard, Kevin Brock (Oxford), Bryan Flynn (Bum- ley), Keith Edwards, Colin Morris (Sheff. Utd.), Brilly Hamilton (Burnley). Leikmenn efsta liösins, Oxford, ríða feitum hesti frá þessari veislu, eru með fjóra fulltrúa i liðinu. Það er ekk- ert skrýtið því að auk þess að vera efst i deildinni þá náði liöiö langt i báðum bikarkeppnunum. Bobby McDonald er gamall refur sem leikið hefur með Coventry og Man. City. Kevin Brock þótti standa sig frá- bærlega í hinum erfiðu bikarleikjum gegn Man. Utd. Hann er aöeins 21 árs en hefur þó leikið meira en 100 leiki meðOxfordliðinu. Bryan Flynn er orðið gamalt brýni eins og sagt er, fyrrum fyrirliði Welsara og Leeds. Félagi hans í Bum- ley, Billy Hamilton, er n-írskur lands- liðsmaöur og var einn af bestu leik- mönnum þess á Spáni ’82. Framlína Sheffield United kemur vel út úr kosningunum. Þeir eru þama báöir framherjarnir, Keith Edwards sem gert hefur 40 mörk og er marka- hæstur í Englandi og Colin Morris sem einnig er einn af markahæstu mönnum deildarinnar. Bikarliðin Plymouth og Gillingham hafa bæði sina fulltrúa í liðinu. Nisbet er fyrirliði Plymouth. Val David Felgate' í markiö kemur nokkuð á óvart en hann er engu að síður feikilega sterkur markmaður, búinn að koma víða við þótt hann sé aðeins 24 ára. Fjórðadeild: Roger Jones (York), Chris Price (Hereford), Colin Greenall (Black- pool), John McPhail (York), Steve Richardson (Reading), Ian Snodin Doncaster), Jimmy Harvey (Here- ford), Trevor Quow (Peterborough), Trevor Senior (Reading), John Byrne, Keith Walwyn (York). Yorkarar eiga þama fjóra. Mark- maðurinn er fyrrum leikmaöur New- castle, Stoke, Derby og Birmingham svo að eitthvað sé nefnt. Hann er nú orðinn 38 ára en er ennþá í banastuði. John McPhail er fyrrum leikmaður Sheffield United og varð 4. deildar- meistari með þeim í hittiðfyrra og er á góðri leið með aö endurtaka það nú með York. John Byme og Keith Wal- wyn em báðir sóknarmenn og hafa verið lengi með York-liðinu og gengið í gegnum sætt og súrt með því og reynst vel. Trevor Senior er markahæsti maður 3. deildarinnar í dag, hefur gert ein 36 mörk. Jimmy Harvey hefur leikið með dsliði N-Ira. Hann kom frá Irlandi Arsenal en lék aðeins þrjá leiki með þeim áður en hann fór til Hereford. SigA i.lan' 1. DEILD Liverpool 37 21 10 6 65-29 73 Man.Utd. 37 20 11 6 68-35 71 Q.P.R. 38 20 6 12 60-32 66 Nott. For. 37 19 7 11 66-41 64 Southampton 36 18 9 9 47-34 63 WestHam 37 17 7 13 56-48 58 Tottenham 38 16 9 13 60-57 57 Arsenal 38 16 8 14 65-53 56 Aston Villa 38 15 9 14 54-56 54 Everton 37 13 12 12 36-39 51 Luton 38 14 8 16 50-58 50 Watford 38 14 8 16 63—70 50 Norwich 37 12 12 13 44—42 48 Leicester 38 12 12 14 62-62 48 Coventry 38 12 10 16 51-61 46 W.B.A. 37 13 7 17 43-56 46 Birmingham 38 12 9 17 37—47 45 Sunderland 38 11 12 15 38-51 45 Ipswich 38 12 7 19 48-53 43 Stoke 38 11 9 18 38-62 42 NottsC. 36 9 9 18 44—63 36 Wolves 37 5 9 23 20-72 24 Boltinn Boltinn Boltinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.