Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Side 20
20 DV. LAUGARDAGUR 28. APRlL 1984. Vornámskeið Pianó, harmóníka, gítar, munnharpa og rafmagnsorgei. fnnritun daglega í símum 16239 og 66909. TÓNSKÓLI EMILS, BRAUTARHOLTI 4. VANTAR BLAÐBERA í KEFLAVÍK. Upplýsingar gefur Ágústa Randrup í s. 92- 3466. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Dugguvogi 23, þingl. eign Jóhanns Þ. Jóns- sonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Ara ísberg hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ölafs Gústafssonar hdl., Vilhj. H. Vilhjálmss. hdl., Helga V. Jónssonar hrl., Iðnlánasjóðs, Framkv.st. íslands, Þorsteins Eggertssonar hdi., Guðm. Óla Guðmundss. hdl., Magnúsar Fr. Árnasonar hri., Þórðar Gunnarssonar hdl. og Ólafs Thoroddsen hdl. á eigninni sjáifri þriðjudag 2. maí 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Lambastekk 8, þingi. eign Rúnars Geirs Steindórs- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Ólafs Axelssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. maí 1984 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Tunguseli 7, þingl. eign Sigurðar Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. maí 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Grýtubakka 2, þingl. eign Guðbjörns Kristmundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Valgeirs Pálssonar hdl., Veðdeildar Landsbankans, Einars Viðar hrl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. maí 1984 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135., 139. og 140. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Teigaseli 1, þingl. eign Hrannar Hafsteinsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri 3. maí 1984 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hábergi 6, þingl. eign Egils Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Gylfa Thorlacius hrl. á eign- inni sjáifri fimmtudaginn 3. maí 1984 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 134., 137. og 140. tbl. Lögbirtingablaös 1983 á Einars- nesi 54, tal. eign Bjarna S. Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. maí 1984 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Erfítt að sofa? Taktu það rólega Hví sofa menn? Fer þriðji hluti mannsævinnar i svefn, þ.e.a.s. tuttugu og fimm ár? Hvenær er bezt að skríða í bólið og rísa á fætur ? Upp á síðkastiö hefur áhuginn á ýmsu varðandi svefn aukist stööugt vegna allrar streitunnar, fjölþættrar fræðslu og tilfinningalegrar á- reynslu. Allt að því helmingur fólks telur sig eiga við svefntruflanir að stríða. Menn taka inn ósköpin öll af svefntöflum og róandi lyf jum. Hér lætur rússneskur svefnsér- fræðingur, Alexander Wein prófess- or, skoöun sína í ljósi á þessu vanda- máli. Hví sefur maðurinn og allt annað sem lifsanda dregur? Til þess að hvíla sig eftir önn og streitu dagsins? Við skulum líta á nagdýrið sem sefur níu mánuöi á ári og allar nætur í þrjá mánuöi. Eða komabarnið er sefur tvo þriðju hluta sólarhringsins. Eða þá lata köttinn i sófanum og hreyfingarlaust tréö sem sefur allan sólarhringinn... Sú hugsun að ekki vakan heldur svefninn sé hið upprunalega ástand v'irðist villandi. Margir hafa látið skoðanir sínar í ljós um þetta síðast- liðna hálfa aðra öld. 1 svefni er. aöeins sú lífsstarfsemi minnkuð sem er bundin tengslum líkamans við umheiminn. Starfsemi blóðrásar og meltingar breytist, hún dvínar ekki. Hvað eiga menn að sofa lengi? Að segja til um það hvað menn eigi að sofa lengi er ómögulegt. Koma- barnið sefur sextán klukkustundir á sólarhring. Við sex ára aldur er svefninn ellefu stundir. Fullorðnir þurfa sjö til átta tíma svefn. Gamalt fólk sefur minna en það á nóttunni, en fær sér þá aukablund á daginn. Þetta þekkja allir. En ef við lítum á Pétur mikla, Napóleon, Humboldt eða Goethe þá sváfu þeir ekki nema 4—5 klukku- stundir á sólarhring. Og Thomas Edison ekki nema 2—3 tíma. Hins vegar skýrði fræðimaðurinn og ferðagarpurinn Miklucho Maklaj frá papúum á Nýju-Guineu sem sváfu feiknin öll og gátu fallið í svefn hvar oghvenærsemvar. Hér gagna engar ábendingar. Hver og einn sefur eftir því sem líkaminn þarfnast. Viljasterkur maður getur blátt áfram ekki sofið meira. I Suðurlöndum eru menn vanir því að sofa um miöjan dag, fá sér siesta. Þaö stafar af hitanum. Það er léttara að fara snemma aö vinna og taka sér hvíld meðan hitinn er í hámarki. En það er ekkert þvi til fyrirstööu aö menn fái sér miödegisblund i okkar tempraða löftslagi. Winston Churchill fleygði sér reglulega í bólið um miöjan dag. En ef menn sofa vel á nóttunni þurfa þeir ekki að fá sér miðdegisblund. Hins vegar ber enga nauðsyn til þess aö leggja niður gamla venju. Stundum verður maður þess var í strætisvagninum eða lestinni aö ein- stakir farþegar blunda. Og vissulega gæti s júkdómur legiö þar aö baki. En oftast nær er um menn að ræða sem búa við líf sleiðindi eöa skortir áhuga- mál, finnst stundimar langdregnar og tilbreytingarlausar. Skapandi manneskja sést sjaldan dotta. Hvort heldur er um listamann, verkfræðing eða glerblásara að ræða þá er hann stöðugt starfandi að verkefni sínu. Margir spyrja hvort það sé ekki skaðlegt að vera síúðrandi og hvort það muni ekki tæma orku tilfinning- anna. Eg tel svo ekki vera. Iðjusamur maður getur þrefaldað og jafnvel fjórfaldað orku sína án áhættu um að hún þverri. Auk þess eru til margar aðferðir að efla orkuna aftur — og það fljótt. Viö hjálp sjálfsþjálfunar geta menn slakaö á vöðvunum og stjórnað and- ardrættinum. Menn geta skapað á- stand minnkandi orku. þar sem tilfinningaspennan hverfur. Og til þess þarf enga yfirnáttúrlega krafta. Hvað finnst þór um hávaða? Astæðan fyrir því aö við eigum erfitt með að sofna er ekki hávaði, ljós eða aðrar ytri truflanir í sjálfu sér, heldur afstaða okkar til þeirra. Ekki götuumferðin eða útvarpið hinum megin við vegginn, heldur aö við festum hugann við ólætin, það æsir okkur upp. I staðinn verður maöur að loka sig alveg úti fyrir umheiminum. Juri Gagarin gat t.d. sofið hvar sem hann var staddur. John Kennedy fékk sér stundum tíu til fimmtán minútna blund i stól sínum í samtaishléum. Það hressti hann betur en bolli af sterku kaffi. Að lesa í rúminu kann að vera skaðlegt fyrir augun. En hins vegar er það gott fyrir taugar og svefn. Til eru þeir sem ekki er um það gefið að neyta matar síðla kvölds vegna ótta við aö fitna. En aðrir geta ekki sofnað nema fá sér bita. Annars vegar þrýstir fullur magi á þindina sem síöan þrýstir á hjartað. Hins vegar hefur kvöldmaturinn áhrif á sykurmagnið í blóðinu sem kemur sumum að góðu gagni. Það eru blátt áfram engar reglur til sem eiga viö alla. Menn skulu treysta á venjur sinar. Þær hafa ekki orðið til fyrir neina tilviljun, þó að öðrum kunni að finnast þær einkenni- legar. Charles Dickens lét alltaf höfðalagið á beöi sinum vita í norður, hvar svo sem hann var staddur. Hann hafði komist að raun um að öldur segulmagns jarðar gengju frá norðri til suðurs og var sannfærður um að s vona ætti hann að snúa. Er svefnleysi til? Mér geðjast ekki að orðinu svefnleysi. Svefnleysi í þess orðs eiginlegu merkingu er ekki til. — Nefndir hafa verið menn sem sváfu yfirleitt ekkineitt. 1 Júgóslaviu lifði bóndi sem varö fyrir höfuðmeiðslum sem lýstu sér í þvi að hann hætti að sofa og gaf þar að auki allt í einu sönnun fyrir því að hann væri gæddur stærðfræðigáfu. En svona viðburður líkist mest þjóðsögu. Sálfræðingur sagði einu sinni — og það réttilega — að sá sem aldrei sefur sé sisofandi. Svefninn sem líkaminn þarfnast er fenginn í smáskömmtum og móki sem sofandinn gerir sér ekki grein fyrir. Til eru dýr sem sofa standandi með opin augu. Lengst af héldu menn að storkamir svæfu feiknin öll áður en þeir legðu upp í langferðina til suðurs. En það sýndi sig að þeir voru haldnir af ferðasótt og fengu sér einungis blund öðru hvoru. Aftur á móti getur þreyttur storkur í flug- umferðinni skipað sér i miðjan hópinn og blundað smástund þó að vængirnir haldi sínu striki. Hann blundar og heymin skerpist. Hann heyrir vængjatak hinna fuglanna og heldur óbreyttri hæð, hraða og ste&iu eins og þeir. Eftir svo sem tíu mínútur kemur annar þrey ttur f ugl í sæti hans. A svipaðan hátt getur maðurinn h'ka aðhæft sig. Napóleon, sem svaf aðeins fjórar stundir nætur, gat hæglega blundaö í söðhnum að degi tu. Það sem fólk venjulega kvartar yfir er að þaö taki svo langan tíma að sofna að það verði fyrir martröö, að það vakni oft á nóttinni eða vakni of snemma. Ef dæma ætti eftir rannsókn sem fram fór í Moskvu kvarta konur oftar en karlmenn yfir lélegum svefni. Oft em það ehilífeyrisþegar og heima- vinnandi húsmæður sem bera sig verst. Þeir sem ógiftir eru sofa oft of Utið, þeir sem eru giftir eða hafa verið giftir búa og oft við slæman svefn. En þeir sem bjuggu við lakast- an svefn voru ekkjur og ekklar. 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.