Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 28. APRlL 1984 13 kerfi sé í húsinu svohægt séað tilkynna um eldinn þeim sem í húsinu eru, slökkvibúnaður sé til staðar, útgöngu- og neyðarlýsingar séu í lagi og reyk- ræsting, svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru í reglugerðinni ákvæði um aö sé reglugerðin brotin og ágrein- ingur verði milli slökkviliðsstjóra og húsráöenda um úrbætur, beri honum að visa málinu tafarlaust til stjómar Brunamálastofnunar sem úrskurði um ágreininginn. Ef húsráðandi hlítir ekki þeim úrskurði ber slökkviliðsstjóra eða brunamálast jóra að kæra brotið til héraösdómara. En brot á lögum þess- um og reglugerö samkvæmt þeim varða sektum eitt þúsund til hundraö þúsund króna, en varðhaldi eða fangelsi ef sakir eru miklar. Samkvæmt heimildum DV mun aldrei haf a verið gripiö til þessa. E INS og fram hefur komið hér að framan er skilyrði að á sjúkrahúsun- um séu viðvörunarkerfi. En á mörgum þeirra mun þar ábótavant. „Þetta er alltaf spuming um pen- inga,” sagði Asmundur Jóhannsson. ,,I sumum húsakynnum Landspítalans er þetta ekki fyrir hendi, þó er til dæmis nýja fæðingardeildin með mjög full- komið brunavarnarkerfi. Þá er og ekk- ert viðvörunarkerfi á Landakoti en það mun vera í deiglunni að koma því upp áþessumstöðum.” — Hvernig er þessum málum háttað á veitingastööunum? „Við komum aðeins á þessa staði á okkar vinnutíma sem er átta til fjögur, þá er þetta í lagi. Hins vegar vitum við ekkert hvernig þetta er þegar staðirnir em í notkun. Þá geta verið komnir stólar eða borð fyrir útgögnudyr. Staðirnir fá leyfi fyrir ákveðinn gesta- f jölda en það er gert til þess að trygg ja öryggi þeirra ef eldur kemur upp. Það er svo í höndum veitingahúsaeftirlits- ins aö ganga úr skugga um að fariö sé eftir því. Þeir koma á stundum án þess að gera boð á undan sér og telja út úr húsunum. Ef of margir eru inni er veitingamanninum hegnt með því að hann má ekki hafa opið nema til hálf- tólf næstu kvöld. Hins vegar höfum við margoft farið fram á þaö aö fá aö koma á þessa staöi þegar þeir em í notkun en það f áum við ekki. Við höfum ekki heimild til aö vinna neina eftirvinnu. Eg tel að ef við gerðum það yrði eftirlitið betra og traustara.” 1ZIÐ RÆDDUM við nokkra veit- ingamenn til að kanna brunavarnir hjá þeim. Jón Hjaltason í Oðali sagði aö þar væru tvær útgönguleiðir og húsinu væri skipt niður í brunahólf. „Það má auðvitaö gera betur, þetta er ekkert of fullkomið, það er bara spuming um peninga. Þetta eru mjög dýrar fram- kvæmdir.” Olafur Laufdal í Broadway sagði brunavamir í sínu húsi mjög fullkomn- Brunavarnir i Glæsibæ eru i molum, sem kom berlega i Ijós þegar kveikt var þar i á dögunum. ar enda gerðar í samráði við Eld- varnareftirlitið þegar húsið var byggt. Sagði hann að sérstök tafla væri í and- dyri sem sýndi nákvæmlega hvar eldur logaöi, kæmi hann upp. Þá fæm bmnabjöllur í gang um leið og eldur kæmi upp, og tengdust þær beint inn á slökkvistöðina í öskjuhlíð. Einnig væru fimm útgangar á húsinu og væri hægt að tæma það á tveimur mínútum. Innréttingar væru auk þess allar valdar með tilliti til eldþols. „Eg held ég gæti ekki haft eldgleypi í húsinu, nema allt færi í gang,” sagði Olafur Laufdal. „Þetta er nokkuð fuilkomið hjá okk- ur,” sagði Kristinn Guðmundsson í Þórskaffi. „Eldvarnarkerfið er tengt beint niður á slökkvistöð. Ef óeðlilegur hiti eða reykur verður í húsinu hringir bjalla hjá þeim og ljós kviknar. Þá erum við með brunavakt hér nóttina eftir að húsið hefur verið opið til skemmtanahalds og þar til hreingern- ingakonumar koma á morgnana.” ÞESSARI stuttu úttekt má ljóst vera, að mun betur má gera. Þótt einn viömælenda okkar hafi sagt, að bruna- varnir séu einkamál hvers húseiganda er það þó fyrst og síðast öryggi almennings sem er í húfi. Það er ekki nóg að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið í hann. Það verður að útrýma hugsunarhættinum, sem því miður er alltof algengur, nefnilega þeim að: Það kemur aldrei neitt fy rir mig. -KÞtók saman Taktu íþínar hendur hæstu inn/ánsvextisem bjóðast fyrír sparifé þitt hjá Verz/unarbankanui Allt að 22,1% ársávöxtun. Sparisjóðsskírteini Verzlunarbankans sem bundin eru í 6 mánuði bera 6% vaxtaálag umfram almenna sparisjóðsvexti sem nú eru 15%. Með því að endumýja skírteinin eftir 6 mánuði fæst 22,1% ársávöxtun. Skattfrjáls. Sparisjóðsskírteini Verzlunarbankans em skattfrjáls sem og annað sparifé. Þú ræður upphæðinni. Þú ræður auðvitað þínum eigin spamaði og velur því upphæðina sjálf(ur) þó að lágmarki kr. 1.000. Taktu hæstu innlánsvexti sem í boði eru fyrir sparifé þitt. ; V/6RZLUNRRÐRNKINN Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Umferðarmiðstöðinni Vatnsnesvegi 14, Keflavík Húsi verslunarinnar, Amarbakka 2 Laugavegi 172 v/Hringbraut Þverholti 6, Mosfcllssvcit nýja miðbænum ” -*• «■'' >*>v. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.