Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 12
12 Þegar Iðnaðarbankinn brann '67 skemmdist hann mikið. Uppgötvaðist þá að gluggi hafði verið settur á annan gafl hússins, sem ekkert leyfi hafði fengist fyrir. Þegar farið var að kanna hvers vegna glugginn hafði verið settur þar visuðu menn hver á annan og enginn sagðist ábyrgur. Tryggingafélagið greiddi þó skaðann að fullu. Það brennur aldrei hjá mér — brunavörnum í opinberum byggiiftgum viöa mjög áfátt ★ Oftast þarf fortölur til að koma því í kring að brunavörnum sé komið upp. ★ Tryggingafélögin ættu að vera harðari af sér og skoða gaumgæfilega fyrirtæki og stofnanir sem vilja tryggja hjá þeim. ★ , Alltof margir hugsa: Það brennur aldrei hjá mér. ★ Sjúkrahúsin uppfylla ekki reglugerðarákvæðin um viðvörunarkerf i. ★ , Brot á lögum og reglugerð um brunavarnir varða sektum allt að hundrað þúsund krónum en varðhaldi eða fangelsi ef sakir eru miklar. ★ Það er alltaf spursmál hversu hart á að ganga fram, en við erum ekki refsiglaðir, segir slökkvi- liðsstjóri. ★ Við höfum margoft óskað eftir því að fá að koma á skemmtistaðina þegar þeir eru í notkun, en við megum ekki vinna eftir- vinnu, segir eldvarnar- eftirlitsmaðurinn. ★ „Því er ekki aö neita aö brunavörn- um er víöa mjög ábótavant, einkum í þeim byggingum sem byggðar eru fyrir nýju reglugerðarbreytinguna um brunavamir frá ’78. Sjúkrahúsin til dæmis uppfylla ekki reglugerðar- ák væðin um viðvörunarkerf i. ” Þetta sagði Ásmundur Jóhannsson, tæknifræðingur hjá Eldvarnareftirlit- inu, meðal annars í samtali við DV. Eftir brunann í Glæsibæ á dögunum hafa vaknað ýmsar spurningar um brunavamir i stofnunum og fyrirtækj- um almennt. Eins og kunnugt er kom í ljós að brunavarnir í Glæsibæ voru í' molum þrátt fyrir ítrekanir á itrekanir ofan frá slökkviliðsstjóra og eld- vamareftirlitsmönnum þar að lútandi. En við hvern er að sakast? Til hvers eru lög og reglur ef ekki er farið eftir þeim? Hver er það sem á að ganga eftir þvi að reglum á borð við þessar sé framfylgt? Fær eigandi húss, sem brennur, þar sem brunavamir em í ólestri, fullar bætur frá trygginga- félögunum? DV leitaði álits ýmissa málsmet- andi manna varðandi þetta mál. Enn- fremur vora kannaðar brunavarnir á nokkrum stöðum. If IÐ VINNUM þannig að við förum einu sinni á ári skipulega á helstu vinnustaöi, samkomustaöi og stofnanir og gerum ekki boð á undan okkur,” sagði Ásmundur Jóhannsson hjá Eld- varnareftirlitinu. „Það er þrennt sem við athugum. I fyrsta lagi hvort neyðarlýsing er í lagi, en þar er átt við ljós sem eiga að kvikna ef bæjarraf- magnið fer af. I öðru lagi hvort skilti yfir útgöngudyrum era logandi. Og í þriöja lagi hvort hægt er að opna allar hurðir án lykils, svo og að ekkert hefti útgönguleiðirnar.Það verður að segj- ast eins og er að víða er þetta ekki eins og vera ber.Er það einkum í eldra hús- næði. Sums staðar í slíkum húsum er mjög dýrt og næstum óframkvæman- legt að koma viö slíkum vörnum svo framkvæmdum er sí og æ frestað.” — Er ekki gengiö eftir því að þessu sé kippt í lag þar sem þess er þörf? „Þaö er ekki okkar starf. Við störfum frekar sem ráðgjafar. Það er toppurinn, slökkviliðsstjóri, sem á að ganga eftir slíku,” sagöi Asmundur. — Gengur slökkviliðsstjóri hart fram í að farið sé að settum reglum í þessu tilliti? „Það er auðvitað slökkviliðsstjóra að koma vitinu fyrir fólk,” sagði Rún- ar Bjarnason. „Hins vegar er það alltaf spursmál, hversu hart á að ganga fram. Samkvæmt lögum um branavarnir og brunamál þarf við- komandi húsnæði að vera lífshættulegt fólki. Ef við tökum Glæsibæ sem dæmi, var ekki svo þar að minu viti. Eg hef sjálfur oft rætt við eigendur Glæsi- bæjar en það er ósköp venjulegt að menn bregði ekki við um leiö. Oftast þarf meira að segja fortölur til að komaslíkuíkring.” — Gerir þú mikið að því að fara sjálf ur á þessa staði og tala við fólkið? „Nei, ég geri ekki mikið að því sjálfur. Eg læt eldvarnareftirlitsmenn- ina um þetta. Þeir fara á þessa staöi að mínu undirlagi.” — Er ekki nauðsynlegt að sýna meiri hörku við að menn fari eftir lög- um og reglum um branavarnir? „Það hefur aldrei verið nein lenska hér að sekta fólk. Hins vegar finnst mér persónulega að tryggingafélögin ættu að styðja viö bakið á okkur í þessu tilliti. En það gera þau bara ekki,” sagðiRúnarBjamason. C N HVAÐ segja tryggingafélögin? Við ræddum við Grétar Jónsson, deildarstjóra brunadeildar Brunabóta- félags Islands. „Brunavarnir hjá þeim sem tryggja hjá okkur era upp og niður. Það er frægt dæmi þegar Iðnaðarbankinn brann ’67. Þegar bankinn var byggður hafði verið settur gluggi á annan gafl hússins sem ekkert leyfi var fyrir. Er farið var að kanna máliö sögöu allir ekki ég, ekki ég, enginn virtist vera né vildi vera ábyrgur. Tryggingafélagið varð að bæta tjónið. Og slík er reglan, gáleysið þarf að vera vítavert svo tryggingafélagið standi ekki í stykkinu og borgi bætumar.” — Kemur ekki til greina að sekta fólk ef það hirðir ekki um brunavamir og þá umbuna þeim sem þetta er í lagi hjá? „Það er reyndar gert óbeint. Þeir sem hafa brunavamir í lagi fá iðgjald- ið lækkað. Hinir borga hærra iðgjald. ” — Nú eru einhver fyrirtækjanna í Glæsibæ tryggð hjá ykkur. Bætið þið þeim tjónið að fullu? „Já.við gerum það.” — Svo gáleysið þar er ekki vítavert þrátt fyrir allar ítrekanir slökkviliös- stjóra? „Nei.” — Hvað þarf að koma til? „Ja, ef menn til dæmis kveikja í sjálfir, þá fá þeir engar bætur.” — Rúnar Bjamason slökkviliðs- stjóri segir það skoðun sína að trygg- ingafélögin ættu að styðja við bakið á sér í þessu tilliti. Hvað finnst þér? „Tryggingafélögin ættu að vera harðari af sér og skoöa gaumgæfilega fyrirtæki og stofnanir, sem vilja brunatryggja hjá þeim. Þau ættu að kref jast þess, að slíkt væri í betra lagi en það er. Því ef illa fer eru oft miklar fjárfúlgur í veði. En það er einhvem veginn þannig að þeir era alltof margir sem hugsa sem svo: Það brennur aldreihjámér!” Þetta sagði Grétar Jónsson. ERÞÁ slökkviliðsstjóri sem við er að sakast? Þórir Hilmarsson brunamálastjóri svarar því: „Það er auðvitað hann sem á að sjá um að reglum sá framfýlgt. Hins vegar eru branavarnir á ábyrgð eigenda viökomandi húsa. Það er ekk- ert nýtt að erfiðlega gangi að fá eigendur til að ráðast í slíkar fram- kvæmdir. Slíkt raskar mjög starfsemi fyrirtækjanna eða stofnananna.” — Þú segir að slökkviliðsstjóri eigi að framfylgja reglunum. En er það ekki Brunamálastofnun, sem fer með daglegan rekstur brunamála í land- inu? „Jú, reyndar, hins vegar vinnum við þannig, ef við tökum Glæsibæ sem dæmi, þá fórum við og skoöuðum staðinn, gerðum skýrslu um ástand mála og sendum síðan afrit af skýrsl- unni til eigendanna, svo og slökkviliös- stjóra, en hann á að sjá um að farið sé eftir fyrirmælum Brunamálastofnunar og þeim framfylgt. Eg veit það líka aö bæði hann og við fengum fyrirheit um að þessu yrði kippt í lag. Þetta tekur bara alltaf svo langan tíma. Annars hefur Branamálastofnunin tekið stikkprufur víða úti um land að undanfömu. En við höfum heimild til þess að fyrirskipa að ráðist sé í fram- kvæmdir varðandi brunavamir í opin- berum byggingum og þá á kostnað sveitarfélaganna. Slíkt gerðist til dæmis fyrir skömmu hjá Hraðfrysti- húsi Hofsóss,” sagði Þórir. S AMKVÆMT reglugerð um branavarnir og brunamál frá árinu 1978 fæst ekki samþykki fyrir nýbygg- ingum nema farið sé eftir þessari reglugerð. Er mismunandi hvers kraf- ist er eftir því hvort um er að ræða ein- býlishús, f jölbýlishús, skóla, verslanir, hótel, samkomuhús og svo framvegis. Um stærri byggingar, svo sem opin- berar byggingar af öllu tagi, er um að ræða að húsinu sé skipt niður í svoköll- uð brunahólf, en þar er átt við að komi eldur upp, sé hægt að halda honum inn- an tiltekins brunahólfs og vama því að hann breiðist út. Þá er einnig i reglu- gerðinni ákvæði um að viðvörunar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.