Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 28. APRlL 1984. 25 Það er ekki langt síðan þjóðkirkjan fór að hafa opinber afskipti af þessum friðarmálum eins og þau hafa þróast á undanfömum árum og ekki vom allir innan hennar sammála því að hún ætti að skipta sér af þessum málum vegna þess pólitiska stimpils, sem margir vom búnir að setja á friðarhreyfing- araar? „Það hefur verið svo átakanlegt hér á landi að ákveðin pólitísk öfl hafa eignað sér ákveðin mál, orðið eins og í þessu tilfelli eins konar friðareigenda- félag. Það er að mati kirkjunnar af og frá að mál sem varðar líf og framtíð mannkyns sé einungis til umfjöllunar hjá ákveðnum hópi manna. Þess vegna hefur starf kirkjunnar núna upp á síö- kastið ekki síst beinst að því að fá sem breiðasta samstöðu í friðarumræðunni og vekja sem flesta til meðvitundar um þá vá sem er fyrir dyrum, með fræðslu og upplýsingu alls konar.” Nú voru það ailt í allt 16 friðarhreyf- ingar, sem stóðu að þessari friðarviku í Norræna húsinu. Er ekki erfitt að samræma starf allra þessara hreyf- inga? ,íiins og þessi friðarvika var skipu- llögö og samkomuiag varð um, var öll- mm sem skilgreina sig sem friðar- hreyfingu og telja sig vinna að friði í Iheimi boðið að eiga aöild. Þama var isett upp það sem við getum kaliað upplýsingamarkað þar sem allir þessir aðilar gátu kynnt þær leiðir sem þeir sjá vænlegastar til friðar. Þetta var gert bæði í upplýsingabásum og á hin- ium ýmsu fundum sem þama vom haldnir og þannig gafst öllum þessum aöilum tækifæri á aö koma sínum mál- stað á framfæri. Og hinn venjulegi Islendingur gat svo komið og kynnt sér þessi mál og tekiö afstöðu til þeirra og dregið af því sínar ály ktanir. Þama var alls ekki verið að reyna að innræta fólki eitt eða neitt heldur að fá fólk til að skoða þessi mál sem ræki- legast og mynda sér sína eigin skoöun. Og ekki síst aö koma á samtali milli fólks meö ólíkar skoðanir. Eg held aö þetta hafi tekist þvi að það var að mínu mati þverskurður þjóðfélagsins, sem kom þama í Nor- ræna húsiö, fólk á öllum aldri, úr öll- um flokkum og úr öllum stéttum. Þaö kom þarna til dæmis inn maöur og segir við þann sem var í móttök- unni: „Heyrðu, ég hef tekið þátt í Keflavíkurgöngum síðastliöin 25 árin og svo kem ég hér á friðarvikuna og þá bara þekki ég ekki nokkurn mann, þetta er allt annaö fólk.” Eg held að þetta' sýni að með þessari friðarviku hafi tekist aö ná umræðunni að einhverju leyti upp úr þeim farvegi sem hún hefur oft á tíðum verið í hérna. Eg held að hinn almenni borg- ari taki mun meira þátt í henni núna en áður.” Er þá kannski hinn pólitíski stimpill að hverfa af umræðunni? „Þetta er auðvitað pólitískt mál en á ekki að vera flokkspólitískt. Menn verða að átta sig á því að það erum við sem erum ábyrg en ekki aðeins stjóm- málamennirnir. Og við höfum tök á því hérna á Islandi hinir almennu borgar- Texti: Sigurdur Þér Salvarsson Myndir: Gunnar Y. Andrésson ar aö láta muna um okkur vegna þess að við getum náð til stjómmála- mannanna, við getum bankað upp á hjá forsætisráðherranum og spjallaö við hann, sem væri óhugsandi í öðrum iöndum. Þannig getur hinn venjulegi Islendingur haft sitt að segja. A alþjóðavettvangi, þar sem Island telst ekki til stóru nafnanna, gæti það látið að sér kveða með því að taka hraust- lega í árina varðandi friðarmál.” Áður en friðarvika hófst urðu nokkrar deiiur út af því hverjir ættu að taka þátt i henni og hverjir ekki.Kirkjan gekk þar á milli og tókst að ieysa málið. Heldurðu að kirkjan ætli sér að reyna að taka að sér að verða einhvers konar sameiningar- tákn fyrir allar þessar friðarhreyfing- ar? „Við undirbúninginn vann kirkjan að því að þessi friðarvika yrði opin öll- um sem vilja starfa að friði. Menn greinir mjög á um leiðir, sumir telja aö sú leið sem Varðberg boðar sé ekki leið til friðar. Varðbergsmenn telja hins vegar alfarið að svo sé. Fyrsta skrefið tel ég því hafi verið að fá menn til aö tala saman og vinna saman. Síðan er svo að athuga hvort þessar hreyfingar geta raunverulega unnið saman aö einu marki mjög náið eða hvort þær kjósa aö vinna hver með sínum hætti en að sameiginlegu marki. Allir vilja f rið. Það f er ekki á milli mála. En það eru mörg sameiningartákn- in. A lokadegi friðarvikunnar var ræðumaöur Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins nýbúinn að tala on var með kornabam í fanginu. Ræðu- maður Varðbergs stóð við hlið hans ogier eitthvað að kjá framan í barnið og leika sér við það. Og þá segir maöur sem sat við hliðina á mér: „Hér má nú segja að þessi vaka hafi tekist þegar lambið og ljónið eru farin að leika sér saman.” Eg tók auðvitað undir þessi orð mannsins en sagði honum ekki frá því að þessir tveir menn eru svilar. En svona getur þetta verið á Islandi! ” Var eitthvað sérstakt sem kom þér á óvart á friðarvikunni eða vakti sér- staklega athygli þina? „Eg held að allir hafi verið mjög snortnir af því sem þau sögðu öldur- mennin tvö, Hulda A. Stefánsdóttir og séra Jakob Jónsson, sem reyndar eru 168 ára samanlagt. Við ættum að gera meira að því að hlusta einmitt á fólk með þessa miklu lífsreynslu, sem er búið að lifa fleiri heimsstyrjaldir og sjá þá lífið "í öðru samhengi en viö sem yngri erum. Hulda sagði til dæmis eitt- hvað á þá leið aö hún þekki ekki lengur þessa þjóð sem hún sé að tala við og breytingin haf i gerst með tilkomu s jón- varpsins. Núna sé sjónvarpið inni á fólki og miðli því upplýsingum, sem gjörbreyti hugarheimi þess. Hún sagði sögu af litlum dreng sem fékk eitthvert stríðsleikfang í afmælisgjöf og byrjaði að leika sér að því að skjóta fólk. Þá segir hún: „Þetta má ekki, þú veist að þetta má ekki.” „Jú, víst,” segir hann. „Nei,” segir hún, „það má ekki skjóta fólk, þú veist það.” Og þá svarar drengurinn: „Af hverju gera þeir það efþað má ekki?” Hann var jú búinn að sjá það í sjón- varpinu upp á hvem einasta dag að það er alltaf verið að skjóta. Og það læra bömin sem fyrir þeim er haft.” Hvað tekur nú við að lokinnl þessari friðarviku. Hveraig á að halda starfinu áfram? „Það hafa nú komið fram beiðnir víða aö utan af landi um að fá þau erindi sem þama voru flutt útgefin og þá iika flutt i útvarpi eöa sjónvarp. Mér finnst þaö eðlilegt að svo verði. Fólk utan Reykjavíkur á að hafa sama aögang að upplýsingum og við sem hér búum.Hins vegar fannst mér útvarpið gera þessu afskaplega góð skil. Þaö kom útvarpsdagskrá strax á páskadag með efni frá vikunni. Fréttaflutningur- inn frá vökunni var ákaflega hlutlaus oggóður.” En það hefur ekkert verið ákveðið um framhald á þessu samstarfi sem þaraa tókst? „Nei, það hefur ekkert verið ákveð- iö í þeim efnum enn en samstarfs- nefndin ætlar að koma saman aftur bráðlega og leggja á ráðin með hver verði næstu skrefin.” Hvað með hina umtöluðu friðar- fræðslu í skólum. Hefur kirkjan tekið einhverja afstöðu til þeirra hug- mynda? • „Nei, hún hefur ekki gert það enn sem slík en hvetur auðvitaö mjög að uppeldi til friðar. Það má segja að kristinfærðikennsla í skólum sé friðar- fræðsla og öll kennsla í samskiptum fólks aö taka tillit til hvert annars sé friðarfræðsla. En varöandi þetta frumvarp um friðarfræðslu sem liggur fyrir Alþingi býst ég við aö þaö komi til tals á fundi kirkjuráðs sem kemur saman bráðiega. Að mínu áliti er meginmálið og auð- vitað sjálfsagt mál að námsefnið sé miðaö viö þroska einstaklingsins hverju sinni. Það verði ekki farið að kenna margbrotin hernaðarbandalög og slíkt á unga aldri.” Ert þú persónulega hræddur við að fara með þessa svokölluðu pólitísku friðarfræðsiu inn í barnaskólana? „Þetta er vandaverk og reynir ekki hvað síst á upphafsvinnuna, gerð námsefnisins og skipulag kennsiunnar svo aö þarna verði ekki illa haldiö á málum. Það er svo auðvelt að hafa áhrif á böm. En auðvitað byrjar þetta allt heima. Friðarfræðslan þarf ekki síst aö eiga sér stað inni á heimilunum, aö böm læri aö taka tiliit til sins nán- asta umhverfis. Eg held hins vegar að ófriðar- fræðslan, sem fjölmiðlar veita okkur, sá hættuiegur þáttur því hún kemur inn um bakdymar hjá fóiki. Böm skynja það ómeðvitað að það leysir vandamálin að beita ofbeldi, eins og þau sjá í sjónvarpsþáttum. Eitt byssu- skot eða eitt hnefahögg, það leysir vandann.” Er eitthvað sérstakt sem þú telur mikilvægara en annað í friðarbaráttunni? „Friðarstarf kirkjunnar hefur staö- ið yfir í nær tvö þúsund ár. Orð Krists eru aö mínu mati leiðarljósin i aliri friðarbaráttu. En hvaö varðar hina sérstöku áherslu á baráttu gegn kjam- orkuvá held ég aö þaö skipti miklu máli að fólk geri sér grein fyrir hinni ógnarlegu vá og tali um þessi mál sin á milli. Láti ekki mata sig, heldur vakni til meðvitundar og ræöi þetta yfir kaffiboilanum, við samstarfsfólk sitt og fjölskylduna. Og sömuleiðis er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir þvi að við getum náð markinu ef við vinnum saman. I þvi felst vonin. Þó að mönnum finnist það eins og að ausa upp Atlantshafið með teskeið, þá hefst það ef þaö eru nógu margarmiiljónir manna aðausa.” -SþS Teikningar: fengnar ad laini ilr friðarfræðsluriti norsku kirkjunnar \ p§ ill m< >a\v<

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.