Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 6
6 DVTL^ARffAWlM^ÍEÍÍL 19647" Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Hver íslendingur drakk um það bii3,51af hreinum vinanda árið 1983. Þetta er að visu ekki trjónukrabbi en fróðir menn segja að stórkrabbar séu i djúpinu við Vestmannaeyjar. Trjómikrabbi Nú er orðið hægt að fá trjónu- krabba á vorin. Grásleppukarlamir fá töluvert magn af krabba í netin. Eriendis þykir krabbi hið mesta lost- æti, en sá krabbi sem hér er hægt að fá er heldur smár. Þó má sjóða hann íkryddsoði: 21 vatn 3 msk. blaðlaukur (græni hlutinn) 1 lárviðarlauf 4 msk. dill 6—9 korn, svartur, heill pipar 1/2 tsk. salt Látið kryddvatnið sjóða í u.þ.b. 10 mín. og stingið því næst kröbbunum í pottinn og sjóðið þá í 6—8 mín. Eins og áður kom fram er trjónukrabbinn frekar smár og því frekar kjötlítill og það er því fremur seinlegt að kroppa úr honum fiskinn. Það má vissulega matreiða krabbann á ýmsan annan hátt, t.d. er upplagt aö búa til trjónu- krabbasúpu eða -sósu. Þaö skal þó tekið fram að það tekur tíma að forvinna þennan rétt. Kaupið 4—5 trjónukrabba og frystið. Krabbarnir eru settir í poka og gróf- muldir. Steikið krabbamulninginn í olíu á pönnu og notiö eftirfarandi krydd: 1 msk. paprikuduft 1/2 tsk. pipar 1 msk. fennelfræ (fæst í verslunum) 1 tsk. gróft salt Skerið niður í sneiðar 2—3 gulrætur og 1—2 blaölauka og 4 tómata, 1 venjulegan lauk og 2—3 hvítlauksrif. Þegar búið er að steikja þetta mauk í u.þ.b. 10 min. er það sett í pott ásamt berkinum af 1/2 appelsínu. Þá eru 2 1/2 1 vatns hellt í pottinn og þetta soöið i u.þ.b. 2 klst. Þegar suðan er komin upp er straumurinn iækkaöur. Aö 2 tímum liönum er soöiö síaö og má þá henda krabbamaukinu en soðið er sett aftur í pottinn ásamt 1/2 tsk. timjan og soðið í klukkutíma. Soðið er nú fín- siað, t.d. í gegnum léreft eða annað tau. Þar með er komið ijómandi soð sem má nota í súpur og sósur. Þaö má frysta soðið og nota það eftir hendinni. Hér er kominn ódýr en frá- bærlega góður matur. Nonvelle eonisíne Nokkuð hefur verið rætt og ritað rnn hina nýju línu í matargerð — hina nýju frönsku línu. Þegar rætt er um hina nýju línu er einfaldlega átt við þaö að maturinn eða hráefnið verður að vera nýtt, ferskt, og ekki á að „drepa” matinn með því að steikja hann, krydda eða sjóða um of. Boðberar hinnar nýju línu eru auövitaö á móti verksmiðjumat og örbyigjuofnum. Sagt er aö matur sem matreiddur er samkvæmt hinni nýju linu sé dýrari en annar matur. Þetta þarf alis ekki aö vera rétt, þvert á móti er mun ódýrara að matreiða eftir hinni nýju línu, það sem skiptir máli er einfaldleikinn og nýtt hráefni. Hvað segið þið t.d. um smálúöuflök sem soðin eru í nokkrum dropum af sitrónuvatni? I soðiö er svo blandaö nokkrum skeiöum af sýrðum rjóma, hvítvíni, ef það er til, og frostþurrkuöu estragoni. Þá eru nokkur vínber skorin 1 tvennt og steinninn fjar- lægöur og berjunum blandað í sósuna. Gesturinn getur svo kryddað sósuna með salti og pipar eftir smekk — þetta er einfalt en gott og hollt. Matur, sem matreiddur er samkvæmt hinni nýju línu, er mun hollari en annar matur. Fjölmargir Islendingar þjást af æða- og hjarta- sjúkdómum, ofnæmi, offitu, sykur- sýki og öðrum sjúkdómum. Hér er um mörg hundruö Islendinga aö ræöa. Þetta fólk verður að fá umfram allt hollan mat og auövitað öil nauösynleg efni, eins og vítamín og tref jaefni. Fróðir menn hafa sagt að eftir nokkra áratugi veri fjöimargir sjúkdómar læknaðir með réttu mataræði. Það er því nauðsynlegt að matreiðslukennarar, matreiðslu- menn, veitingamenn og aðrir kynni sér hina nýju línu. Hér er um einfalda og ódýra matreiösluaðferö að ræða. Afengis- salan 1983 Samkvæmt skýrslum ATVR hefur hver Islendingur innbyrt 3,242 lítra af hreinum vinanda 1983. Hér er þá átt við það áfengi sem selt er í versl- unum ATVR. Sennilega er þó um meira magn aö ræöa, t.d. eru ekki til nákvæmar tölur um bruggun i heimahúsum. Það er þvi ekki ósenni- legt að áfengisneysla á Islending sé um það bil 3,5 lítrar. Hér er því nokkur aukning á milli ára, eöa um það bil 8,3%. Ástæðan fýrir þess- ari aukningu er sennilega sú aö nú er auðveldara fyrir veitingastaði að veita vín. Þá hafa matarvenjur Islendinga breyst allverulega, menn drekka gjaman léttvín með mat enda hefur léttvínsneyslan aukist um það bil um 175 þúsund flöskur. Vinsælustu tegundimar eru islenskt brennivín og vodka. Seldar voru 394.608 flöskur (0,75 1) af brennivíni og bara af Smirnoff vodka (0,75 1) 217.613 flöskur. Vodkað hefur veriö í stöðugri sókn um allan heim undanfarin ár. Islenska brennivínið er hins vegar á góðu verði. Ahugavert er að 12.637 flöskur af írsku viskíi seldust á árinu en sem kunnugt er þá er viskí þetta notað í írskt kaffi. Þá seldust 30.752 flöskur af Kahlua líkjör (0,75 1) en Kahlua líkjörinn er notaður í kokkteila eða hanastél. Og enn má benda á hina miklu aukningu á sölu borðvína. A þessu má sjá að áfengisneysla Islendinga er agaðri en hún hefur verið — fólk fær sér drykk fyrir matinn, borðvín með matnum og líkjör eða kaffidrykk eftir matinn. Hér er sem sagt að skapast vínmenn- ing. Hið aukna frjálsræði í þessum efnum hefur því verið til góðs. En hvað um vinsöiuna 1984? Sælkera- síðan spáir því að vodkasalan veröi svipuð og 1983, sala á gini mun aukast nokkuð, hinn klassiski drykkur gin og tonic, verður æ vin- sælli. Astæöan er hinar tíðu ferðir Islendinga til Bretlands. Þá mun draga úr Camparineyslu lands- manna þar sem þessi þjóðardrykkur hefur hækkað mjög í verði. Neysla á vermút og aperatífum, eins og t.d. dubonnet, mun aukast. Þá mun neysla á borðvínum enn aukast og munu þurru hvítvínin verða í stöðugri sókn. Nú er bara að sjá hvort spá Sælkerasíðunnar rætist. Hvernig væri að rækta kivi i islenskum gróðurhúsum. Ný búgrein — kívíræktun Þegar útlendingum er sagt aö á Islandi vaxi bananar halda þeir oftast að hér sé um skrýtlu að ræða enda eru orðin Island — ávextir hálf- gerðar andstæður. Enn sem komið er rækta íslenskir gróðurhúsabændur lítiö af ávöxtum, enda borgar það sig varla fjárhagslega. I tímaritinu Newsweek frá 16. apríl sl. er grein um hinn gómsæta ávöxt kíví sem Ný- Sjálendingar rækta i miklu magni. Ný-Sjálendingar hófu að rækta þennan ávöxt fyrir u.þ.b. 80 árum en plantan var flutt inn frá Kína. Ný- Sjálendingum hefur tekist frábær- lega vel að rækta þennan ávöxt og selja hann. I dag er útflutningur á kiví þriðja stærsta útflutnings- greinin þar í landi. Flestir Islend- ingar ættu nú orðið að þekkja þennan ávöxt þar sem hann fæst nú orðið í allmörgum verslunum. Kíví- ávöxturinn er sérlega vítamínríkur, bragðgóður og fallegur. Hann má nota í salöt, í eftirrétti með kjÖti, til skreytinga og að auki geymist hann mjög vel. Ný-Sjálendingar eru nú farnir að framleiða vín úr kívíávextinum og svipar þeim til Rieslinghvítvína. Þá er farið að framleiða kívífreyðivín. Kívívínin þykja sérlega bragðgóð, þau eru ekki mjóg áfeng en vítamín- rík. Ymsar þjóðir munu nú á næst- unni fara að rækta kíví í stórum stíl. Mætti þar nefna Japani, Frakka, Itali og Bandaríkjamenn og er meiningin að framleiða vín úr þessum ljúfa ávexti. Hvernig væri að fara að rækta kíví í íslenskum gróðurhúsum? Næg er orkan og hana má nýta á annan hátt en að bræða málma. Hér er ekki átt við að íslenskir gróðurhúsabændur fari að flytja út kíví, nei hér er aðeins átt við innanlandsmarkaöinn. Við Islend- ingar þörfnumst ódýrra ávaxta. Það þarf að minnka sykurneyslu lands- manna, þ.e.a.s. köku- og sælgætisát, svo eitthvað sé nefnt. Það má gera með því að auka neyslu ávaxta. Nú er Sælkerasiöan ekki nógu vel að sér í garðyrkjufræðum og það má vera að ekki sé gerlegt að rækta kíví í íslenskum gróðurhúsum en hvernig væri að reyna — gera tilraun? Hvaö segja garðyrkjubændur við þessari hugmynd? Hér er kannski komin ný aukabúgrein — kivírækt í gróður- húsum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.