Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 28
J 28 DV. LAUGARDAGUR 28. APRIL1984. VIÐ NÁNARIATHUGUN TEFLT UM VOLD I F „>að er út af fyrir sig ekki nýtt þótt deilt sé í stjórnmálaflokki en deilur hafa loðað viö hér í Reykjavík allt frá 1961 þegar ég kom inn í pólitíkina og stundum mjög hatrammar.” Sá sem þessi orð mælir er Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins og forsætisráðherra. Tilefnið er þau átök sem nýlega hafa komiö upp á yfirborðið meðal framsóknarmanna í Reykjavík. Eins og Steingrímur bendir á hafa deilur milli tveggja arma í Reykjavík viðgengist í áratugi þótt vitaskuld hafi orðið mannaskipti i örmunum. Þriðjudagurinn 10. apríl Sá ágreiningur sem nú hefur orðið að yrkisefni kom upp á yfirborðiö á aðal- fundi fulltrúaráðs framsóknarfélag- anna í Reykjavík, þriðjudaginn 10. aprílsíöastliðinn. Gangur mála á þeim fundi var sá aö Alfreö >orsteinsson, forstjóri Sölu vamarliðseigna, bauð sig fram til for- mannsembættis fulltrúaráðsins gegn Bjama Einarssyni, framkvæmda- stjóra hjá Framkvæmdastofnun. Bjami sigraði í kosningu, hlaut 91 at- kvæði en Alfreö 76. Prófessor Valdi- mar K. Jónsson, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, náði á þessum fundi ekki kosningu í mið- stjóm sem aðalmaður. Sögulegust var þó kosning til stjómar Húsbyggingar- sjóös flokksins. Hver var kosinn? Kjósa skyldi tvo fulltrúa í Hús- byggingarsjóð. Tveir fulltrúar í sjóön- um, Kristinn Finnbogason og Guöný Laxdal, gáfu kost á sér áfram. Indriði G. >orsteinssoh stakk upp á Tómasi Ola Jónssyni hjá bifreiðadeild SIS. Kosið var um þau þrjú. >egar hafist hafði verið handa um að safna atkvæðum saman úrskurðaði fundarstjóri að nauðsynlegt væri að kjósa tvo hið minnsta ella væru seðiar ógildir. Við talningu komu síöan fram þrír seðlar sem hver um sig höfðu aðeins eitt nafn. Mái stóðu þá þannig að ef seölamir þrír væru taldir gildir haföi Kristinn Finnbogason náð kjöri með eins atkvæðis mun en ef þeir væru ógildir haföi Tómas Oli náð kjöri. Ekki var unnt að endurtaka kosninguna því stór hluti fundarmanna hafði yfirgefið fundinn strax að atkvæðagreiðslu lok- inni. A þessu stigi máls stóð Tómas Oli upp og lýsti yfir því að hann gæfi ekki kost á sér í stjóm sjóðsins, hann drægi framboð sitt til baka. Allt að einu varð niðurstaðan sú að skjóta ágreiningnum um atkvæðin þrjú til framkvæmda- stjórnar Framsóknarflokksins. Hættir við að hætta Næsti þáttur málsins er svo sá að Bjarni Einarsson kynnir fyrir stjómarmönnum fulltrúaráðsins all- mörgum dögum síðar þá niðurstööu Tómasar Ola að hann hafi nú hætt við aö draga framboð sitt til baka og sé því enn í kjöri. Framkvæmdastjómin úr- skurðar atkvæðin þrjú ógild og ef Tómas hefur verið réttilega i framboöi áfram þrátt fyrir ummæli sín ætti hann samkvæmt atkvæðaf jölda að vera rétt- kjörinn. Síðdegis síðastiiðinn fimmtudag spurði DV Tómas Ola hvort hann teldi sig vera i stjórn Húsbyggingarsjóðs- ins: „Eg lít svo á aö fundurinn hafi hafnað hugmyndum mínum um að draga framboð mitt til baka meö því að vísa ágreiningnum tU fram- kvæmdastjórnarinnar,” sagði Tómas Oli í samtalinu við DV. Hann var spurður að því hvort hann hefði ekki dregið framboð sitt skýrt og greinilega tU baka eða hvort um hefði verið að ræða boö um aö gera slíkt. Hann kvaðst ekki muna nákvæmlega óbreytt orð sín á fundinum. Aörir fundarmenn. hafa hins vegar tjáö DV að hann hafi dregið framboð sitt tU baka, á því hafi ekki verið nokkur vafi. >ví hafi ekki verið um eitt eða neitt að ræða sem skjóta hafi þurft til framkvæmda- stjórnarinnar tU úrskuröar. Aöeins einn maður hafi þá verið í kjöri, Krist- inn Finnbogason, og sé hann réttkjör- inn. Úrskurður framkvæmdastjórnarinn- ar kom næst tU meöferðar stjórnar fuUtrúaráösins og skyldi fulltrúaráöið komast aö endanlegri niðurstöðu um hver hefði hlotið kosningu miöað við að þrjú atkvæði hefðu verið ógild. >essi fundur var einnig síðdegis á fimmtu- dag. Niðurstaðan Fyrir þann fund spuröi DV Bjarna Éinarsson hvemig hugsast mætti að maður sem heföi dregiö f ramboð sitt til baka gæti að slíku loknu hlotið kosn- ingu. Bjarni taldi aö tU greina kæmi að líta svo á að með því að ákveðið hefði verið að vísa málinu tU framkvæmda- stjómarinnar hefðu forsendur brostið fyrir ákvörðun Tómasar Ola. Sú varð líka niðurstaða stjómar fulltrúaráös- ins. Tómas Oli Jónsson skyldi réttkjör- inn teljast í stjórn Húsbyggingarsjóðs Framsóknarflokksins. Ekki var þó niöurstaða þessi einróma. ValdimarK. Jónsson stjórnarmaður gerði ágrein- ing viö þessa afgreiöslu. „Eg áskUdi mér rétt tU að athuga þetta mál nánar til að kanna hvort þessi niðurstaða fái staðist að lögum,” sagði Valdimar í samtali við DV rétt eftir þennan fund stjómar fulltrúaráðsins. Annar, framsóknarmaður, ónafngreindur, sagöi ekki leika nokkum vafa á að látið yrði sverfa tU stáls fyrir dómstólum eftir þessa niðurstöðu. >ví kann svo að vera að endanleg niðurstaöa sé ekki enn fengin. Fylkingarnar Tvær fylkingar tókust á í því máli sem greint hefur verið frá hér að ofan. Er þar um að ræða hóp sem nefndur hefur verið Reykjavíkurhópurinn og hóp sem kenndur hefur veriö við SIS án þess að sú merking sé nákvæm né að því sé haldið fram aö forysta SIS standi beinlínis aö baki honum. Við SIS nafniðverðurþónotast hér. Til Reykjavíkurhópsins hafa þessir menn verið taldir: Kristinn Finnboga- son, fyrrum framkvæmdastjóri Tímans og síðar flugfélagsins Iscargó, Alfreð Þorsteinsson, sem fyrr er getið, Jón Aðalsteinn Jónasson, lengst af kaupmaður í Sportvali, nú eigandi Hljóðrita, Valdimar K. Jónsson prófessor, Jón Gunnarsson heUdsali, Heimir Hannesson, formaður Ferða- málaráðs, Hrólfur HaUdórsson, fram- kvæmdastjóri Menningarsjóðs, og Hannes Páisson, bankastjóri f Búnaðarbankanum. Or SIS hópnum hefur jafnan fyrstur verið talinn Þorsteinn Olafsson, full- trúi forstjóra SIS, þá Bjarni Einars- son, Haukur Ingibergsson, fram- kvæmdastjórí Framsóknarflokksins, Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráöherra, og Þráinn Valdimarsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins. Til þessa hóps hefur líka veriö talinn Helgi Bergs, bankastjóri í Landsbankanum. Átök um hvað? Þess er fyrr getið að átök milli fylk- inga í Reykjavík eru ekki ný af náUnni en um hvaö snúast þau raunverulega nú? „Við getum ekki sætt okkur við þá vitlausu landbúnaðarpólitík sem fylgt hefur verið og gegndarlausa byggða- stefnu,” sagði einn framsóknarmaður úr Reykjavíkurhópnum í samtali við DV. „Á meðan reytist fyigið af okkur hér í Reykjavík því ekkert tillit er tekið til þéttbýliskjarnans og þeir mögu- leikar sem þar eru fyrír hendi eru ekki nýttir. Neytendasjónarmið fá aö engu að njóta sín.” Annar maður úr sama hópi sagði óhæfu að Reykvíkingar skyldu ekki eiga ráöherra í hópi fram- sóknarmanna og vísar þar tU þess er Olafur Jóhannesson hlaut ekki ráðherraembætti. Nánar verður vikið að því síðar. „Þetta er fyrst og fremst málefnaágreiningur en ekki ágreining- ur um menn,” sagði ónafngreindur framsóknarmaður sem tUheyrir Reykjavíkurhópnum. Hann bætti við: „Hinu er þó ekki að leyna að margir menn í okkar hópi hafa i áraraðir unnið farsællega með ýmsum forystu- mönnum SIS án árekstra. Það hefur gengið ágætlega þar til hin nýja stétt menntamanna hélt innreið sína. Við hana hefur samstarf gengið iUa enda eru þetta menn sem detta inn í áhrifa- stöður í flokknum ofan frá en vinna sig ekki í gegnum flokkinn frá grunni eins Krintinn Finnbogason: KjöHesta Reykjavíkur- höpsins um langt árabil en hefur nú mjög dregið slg I hlé. AHreð Þorsteinsson: Fall hans I formanns- kjörl fulltrúaráðsins kann að draga dilk 6 eftir og við höfum margir hverjir gert á áratugum. Við erum ekki að finna að endurnýjun en reynslu hlýtur þó að veröa að meta einhvers um leið,” sagði þessi viömælandi blaösins. Tjón af SÍS Þá halda þeir sem DV hefur rætt við úr Reykjavíkurhópnum því fram að í Reykjavík bíði Framsóknarflokkurinn tjón af tilveru SlS: „SIS skemmir mjög fyrir hér í Reykjavík vegna yfir- gangs og stærðar,” eins og það var orðað. Framsóknarmenn sem taldir eru til SIS hópsins segja þessar kenningar hins vegar f jarstæðu. ..Agreiningurinn snýst algjörlega um menn en ekki mál- efni,” segir einn í forystusveit þeirra. „Kristinn Finnbogason og fleiri menn hafa fyrir löngu komið óoröi á Fram- sóknarflokkinn með vafasömu fjármáia- vafstri og raunar fyrir löngu kominn tími til aö hreinsa til í Reykjavík. Ailt tal um málefnaágreining er einungis yfirskin í valdabaráttu. Nýjasta málefnið, byggða- stefnan, er einungis fundiö upp vegna þess að Bjami Einarsson starfar við byggða- deild Framkvæmdastofnunar svo and- staðan er gegn honum en ekki byggða- steöiunni sjálfri,” sagði þessi framsóknar- maður. Annar úr hans hópi bætti því við að Reykjavikurhópurinn þyrfti ekki að kvarta yfir þvi að ekki væri tillit til þeirra tekiö og þeir hefðu ekki áhrif og völd. „Jón Aðalsteinn situr í bankaráöi Útvegsbank- ans. Kristinn Finnbogason í bankaráði Landsbankans. Og ég veit ekki betur en aö Steingrímur Hermannsson hafi barist fyrir því aö Hannes Pálsson hlyti banka- stjórastöðu í Búnaðarbankanum þegar deilur risu þar sem hæst fyrir skömmu. Þessir menn þurfa ekkert að kvarta.” SÍS versus einkarekstur Einn ráðamaður í Framsóknar- flokknum sem stendur utan við þessi J6n Aöalstainn Jónasson: Einn af forystu- mönnum Raykjavikurhópslns um áraraöir og dyggur vinur Ólafs Jóhannessonar. Guömundur G. Þórarinsson: Slagur milli hans og Þorstelns? átök hefur lýst þeim svo að SIS hafi um margra ára skeið haldið sig fjarri flokksstarfi í Reykjavík. Hann bendir á að þeir menn sem lengst af hafi ráðið innan flokksins þar séu langflestir við- riðnir einkarekstur og SIS sé þeim því þyrnir í augum. Eðlilegt sé að leiðir þessara tveggja afla liggí ekki mjög samsíða. Hinu sé svo ekki að leyna að SIS hafi vissulega haft áhuga á að endurheimta forn völd sín innan Fram- sóknarflokksins í Reykjavik en þar til fyrir skemmstu hafi ekki verið til frambærilegur kandídat sem tilbúinn væri í slíkan slag sem leiðtogi. Hann hafi hins vegar orðið til meö Þorsteini Olafssyni. „Þorsteínn hefur áhuga á að komast áfram og í honum hafa nú sameinast þau öfl sem mest hafa verið á móti Reykjavíkurhópnum,” sagði þessi framsóknarmaöur í samtali við DV í vikunni. Hann botnaði 'sitt spjall með því að gera mætti ráð fyrir 'að umbuna þyrfti Þorsteini að nokkru fyrir að fóma sér í þennan slag svo gera mætti ráð fyrir að hann sæktist eftir þingsæti ef vel tækist til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.