Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1984, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 28. APRIL1984. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN Rokkspildan brá undir sig betri fætinum og hélt í heimsókn í bílskúrinn hjá hljómsveitinni DÁ sem staðsettur er ofarlega á Hverfisgötunni í bakhúsi og að sjálfsögðu í náinni sambúð við bílaverkstæði eða eitthvað í þá áttina. Er komið var að skúmum sjálfum flaug manni í hug atvikið er ég og Jobbi vinur minn álpuðumst eitt sinn, vel við skál, inn í miðja sumarferð Alþýðubandalagsins að Stöng í Þjórsárdal. Allaballar skoðuðu húsakynni sögu- aldarbæjarins með mikilli andakt í fylgd leiðsögumanns sem leiddi þá í allan sannleika um staðinn. Jobbi vinur minn arkaði upp að honum, tók um axlir hans til að styðja sig og kallaði yfir hópinn: „Mér er sama hvað hann segir, fólk, ég tel þennan kofa byggðan af vanefnum.” En við erum víst komin langt út fyrir efnið héma. Hljómsveitina DÁ skipa þau Hanna Steina, söngur, Hlynur Höskuldsson, bassi, Kristmundur Jónasson, trommur, Eyjólfur Jóhannsson, gítar, Helgi Pétursson, hljómborö, og Heimir Baröason, bassi, Hanna Steina hefur áöur sungiö með ýmsum „neðan- jarðar” hljómsveitum, Helgi og Heimir koma úr Haugnum sáluga, Hlynur og Kristmundur voru síöast í „bransanum” á árunum 1969—71 og léku þá saman í hljómsveitinni Dýpt Hljómsveitin Dá. um hljómsveitina Dá upphaflega fyrir sér ræddi Helgi viö Hlyn um aö hafa tvo bassaleikara í henni en þaö var hugmynd sem hann haföi lengi iangaö tilaðútfæra. Aöspuröir um tónlistina kemur fram að enn sem komiö er byggir hún mest á hugmyndum þeirra „Haugs”manna. ■ „Tónlistin hjá okkur er enn sem komið er algjör tilraunastarfsemi og þar sem báöir „pólarnir” eru mjög jákvæðir hefur þetta gengið vel hjá okkur, allavega betur en við bjugg- umst viö, og segja má aö dæmiö hafi aö þessu leyti gengið vel upp hjá okkur,” segir Helgi. „Þeir gömlu hafa frekar sveigt sig aö okkur til aö byrja meö heldur en öfugt en það á sennilega eftir aö breyt- astíframtíöinni.” Undirritaöur hefur heyrt til Dá á einum tónleikum Satt í Safari, og varpar fram þeirri skoöun sinni aö honum finnist tónlist þeirra dökk en á síðan erfitt meö að skýra hvað hann á viö er Dá spyr hann nánar út í þetta atriði. „Við getum varla gefið aðrar skýringar á tónlist okkar en þær að þetta er það sem viö höfum tilfinningu fyrir og langar til þess að gera. Þetta er þaö sem okkur Helga hefur lengi langað til aö leika. Þaö sem skiptir máli fyrir okkur öll, aö ég tel, er ekki aö leita svo mjög eftir vinsældum heldur fyrst og fremst aö fá ánægju sjálf út úr verkum okkar og ef það Hljómsveitin DÁ helmsött í bílskúrinn: „TVEIK ANDSTÆÐm PÓL- AR 1 LEIT AÐ SAMSTARFI” ROKK- PÁSKAR Mikiö var að gerast í rokktón- listarlífí Reykjavíkurborgar yfir páskana sem kemur ekki á óvart er haft er í huga að þessir dagar eru svo heilagir að maður þorir varla að hnerra af ótta viö helgi-j spjöll og lítið hægt að gera ef maður er ekki skíðaáhuga- maður. Fjörið byrjaði á miðvikudags- kvöldið er Frakkar léku á Borg- inni, Grafík í Safari og Kukl í Nýlistarsafninu við Vatnsstíg. Baraflokkurinn brá sér suður og lék í Safari á skírdag, Drýsill lék þar laugardaginn á eftir en þá var Kukl ásamt ýmsum í Félagsstofnun stúdenta og þess- ari tónleikasyrpu lauk svo ann- an í páskum með grímudansleik Kukl í Safari. Tónleikar Frakkanna á Borg-| inni eru athyglisverðir fyrir þá sök að það var svanasöngur þess staðar í annað sinn og stemmningin eftir því, svona1 álíka og í meðaljarðarför. Bara- flokkurinn kom engum á óvart í Safari með pottþéttum leik sín- um en þessi sveit kemur senni- lega til með að fylla upp í það tómarúm sem Egó lætur eftir ág ef einhver gerir það á annað borð. Þeir tónleikar sem hér verður greint hvað nánast frá er grímuball Kukl í Saf ari. Undirritaður mætti þar um miðnættið, til að losna við Zorro- hlutverkið, og höfðu þá Oxmá tekið eitt lag, P.P. djöfuls ég nýlokið sér af en Slagverkur var á fullu á sviðinu með Diddu í broddifylkingar. Kjartan Kjartansson í mixinu sem þýddi að áheyrendur heyrðu best í trommunum, lítið í Diddu, og hinir skiluðu sér svona með höppum og glöppum. At- hyglisverð sveit í þyngri kanti nýbylgjurokksins. Aðalnúmer kvöldsins var Kukl með Einar öm í broddi fylkingar en hann hefur verið hér í mánaðarfríi frá skóla sín- um í London. Kukl er sennilega eina hljómsveit landsins sem reynir að halda NIT-hugmynd Einars á lofti, og kemur engum á óvart, og leika samkvæmt því (NlT=nýíslensk tónlist) en hug- takið varð tU er Purrkur PiUnikk var upp á sitt besta. Eins og ég skU hugtakið gengur það helst út á að feUa þunga nýbylgju inn í sálarlíf íslenskrar rokktónlistar, tónlistarsköpun þeirra félaga hreint og beint springur framan í andlit, eða grimur, áheyrenda, þrýstir sér í meðvitund þeirra og þótt þú hafir í sjálfu sér engan áhuga á henni kemstu ekki hjá því að taka tiUit tU hennar svona svipað og ef drukkinn sjóari ætlar sér að tala við þig á skemmtistað hvað sem tautar og raular. Persónulega hef ég ekki mjög gaman af tónlist Kuklsins en geri mér hins vegar grein fyrir því að hún er nauðsynlegur þátt- ur í rokktónUst okkar þessa dag- ana, því fleiri sem eru að pæla í frumlegum eigin tónUstarhug- myndum því betra. -FRI og Eyjólfur kemur úr Tappa tíkarrassi sem barði á dyr poppguösins mikla i fyrra. „Þetta voru tveir andstæðir pólar í leit aö samstarfi, annars vegar ég og Helgi og hins vegar Hlynur og Kiddi,” sagöi Heimir Baröason er viö ræddum um tilurö hljómsveitarinnar. ,3g og Helgi höfðum verið að leita að hljóm- sveit til aö spila í æ siðan við hættum í Haugnum og rákumst þá á þá félaga þar sem þeir voru að „djamma” hér í skúrnum,” bætti hann viö. Þetta mun hafa veriö síðla árs í fyrra en skömmu eftir áramótin bætt- ist Eyjólfur svo í hópinn og í febrúar sl. kom söngkonan Hanna Steina til sög- unnar. Er verið var aö velta hugmyndinni tekst er markmiðinu náð,” segir Heimir. Helgi segir í þessu sambandi að alls ekki sé rétt aö telja tónlist þeirra byggjast á gamla „Haugsdæminu”. Þaö sé hlutur sem hann aö minnsta kosti vilji alls ekki viðurkenna. „Hér er um allt annaö fólk aö ræða og aUt annan móral i kringum þessa hljómsveit,” segir hann. Kristmundur bætir því við aö eðli- , lega vUji þeir Uta á sig sem nýja hljóm- sveit sem byggir ekki fyrirfram á neinu öðru. „Viö fylgjumst eiginlega ekkert meö því hvað er aö gerast í „bransanum” sjálfum enda alls ekki komin út í hann ennþá. Enn sem komið er reynum viö að hafa bara gaman af þessu en samt tökum við þaö sem viö erum að gera alvarlega og leggjum mikinn metnað í lagasmíöarnar,” segir hann. -FRI Skarrskal hairn heita Á fundi hins nýstofnaða þungarokksklúbbs í Safari nýlega var þessum merka félagsskap gefið nafn, SKARR, sem mun vera gam- alt og gott gullaldarmál yfir sverð. Gárungarnir eru þeg- ar farnir að leika sér með nafnið, t.d. með því að breyta síðasta r-inu í n eða bara sleppa því alveg. Ýmislegt er á döfinni hjá klúbbnum og það helst að hann hyggst standa fyrir hópferð á Donnington rokk- hátíðina í sumar, eins og greint var frá í síðustu rokkspildu, en verð per ein- stakling í þá ferð verður mjög hagstætt, ekki yfir 15 þúsund spesíur og er staðfest- ingargjald 1000 kr. sem borg- ast verður í byrj un núní. Formaður klúbbsins var kosinn á þessum fundi auk þriggja manna starfsst jórnar og kom það engum á óvart að Sigurður Sverrisson var kosinn formaður. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.