Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 9. JUNI1984. Breið- síðan KRYPD^RIWH Barði Friðriksson, lögfræðingur Vinnuveitendasambandsins, er að þessu sinni kryddarahöfundur. Hann kaus að hafa Kryddarann stuttan að þessu sinni. Sagan er sönn þó ekki verði viðkomandi nákvæmlega nafngreindir. Kryddarinn fjallar um samskipti tengdaföður og tengdasonar og er á þessa leið: Tengdafaðir við tengdasoninn: „Hvað vilt þú vera að tala út í þetta, Kristján tengda- sonur, sem skynsömustu menn skilja ekki og ég varla. Barði skorar á Sigurð Baldursson hæstaréttarlögmann tH að verða næsta þátttakanda í Kryddaran- um. Sigurður Baldursson hæstaréttar- lögmaður verður næsti þátttak- andi. Sunnudaginn 30. ágúst 1936 birtist fyrsta myndasagan með Andrési önd i aðalhlutverki. Eins og sjá má er Andrés rúm/iggjandi og mýfluga er að gera honurn Hfið leitt. Hann kann illa við þetta og verður æfur af reiði og rýkur upp, nær i byssu sína og skýtur á mýfluguna. Það tekst að lokum og Andrés v sofnar sæll og ánægður þó að afleiðingarnar hafi verið stærðargat á vegginn. í fyrstu kom Andrés önd fram i teiknimyndum. Og það er 1936 sem hann kemur fyrst fram i teikni- myndaserium sem birtust reglulega i dagblöðum. Það var Alfred Taliaferro sem só um að teikna og semja þessar sögur. Á þessum tíma er Andrós miðstóttarönd og fjalla sögurnar um ýmiss konar vand- ræði sem hann lendir i og raunveruleikinn kemur sjaldan fram i dagsljósið. Það sem Andrós er að glima við eru mál úr daglega lifinu. Ekki er heldur laust við að hann sé striðinn og leikur oft á tiðum , hrekkjalóm á borð við Ugluspegil. Það er ekki fyrr en 1937 sem Ripp, Rapp og Rupp bætast i hópinn. En þeir voru ekki nema einn mánuð með Andrósi frænda þvi sama ár sendir hann þá upp í sveit tit frænku sinnar og þaðan koma þeir ekki aftur fyrr en i febrúar 1940. Draumtirinn um Ameríku Þaö hefur verið ritaö margt um þessa teiknimyndahetju. Fram hafa komið misjafnar skoðanir í þeim skrif- um. Sumum þykja íbúarnir í Andabæ ekki vera góð fyrirmynd fyrir böm sem eru að alast upp. Þar sé um aö gera að gera sem minnst til að fá sem mest og einskis svifist til að koma tak- marki sínu í framkvæmd. Þar er það tilgangurinn sem helgar meðalið. Þá þykir mörgum að lítið sé gert úr íbúum utan Bandaríkjanna og þá sérstaklega íbúum vanþróuðu rflcjanna. Þangað er gjarna skroppið til að reyna að stela gömlum fjársjóðum og eru íbúar við- komandi staða ekki látnir stiga í vitið. Vinsældir Andrésar jukust mikið eftir seinni heimsstyrjöldina utan Bandaríkjanna. Ástæðurnar fyrir því eru kannski þær að þar birtist fólki ævintýralandið Ameríka á meðan allt var í rústum í Evrópu og víðar. Þar var m.a. að sjá hluti sem fólk hafði al- drei augum litið s.s. geimför, umferð- aröngþveiti, sælgætisstengur, vatns- melónur og safaríka kalkúna. Þama birtist sem sagt draumurinn um ríki- dæmi og velferð sem var ofarlega í hugum fólks eftir heimsstyrjöldina. Andabær með litlu snotru húsin og fall- egu garöana hlaut að vera góður stað- uraðbúaá. FYRSTU MYNDA- SÖGURNAR I dag, 9. júní, era liðin 50 ár frá þvi að Andrés önd sá dagsins ljós í fyrsta sinn. Á þessum árum má segja með nokkrum sanni aö þessi litla önd hafi farið sigurgöngu um heiminn. Andrés er liklega vinsælasta teiknimynda- fígúra í heiminum. Með um 170 kvik- myndum og óteljandi teiknimynda- blöðum og bókum hefur hann heillað bæði litlaogstóra. Hátíðahöld Það verður víða haldið upp á þessi tímamót Ándrésar. I heimalandi hans, Bandaríkjunum, verður mikiö um dýrðir. I Disneylandi munu stórir flokkar anda ganga um og minnast dagsins. A sama tíma mun flugvél að na&ii önd eitt fljúga kringum 13 bandaríska bæi. Með í förinni verður risavaxinn Andrés önd ásamt Ciarence Nash. En þaö var hann sem upphaflega talaöi inn á myndir fyrir Andrés, rödd sem við öll könnumst við. Hann talaði inn á fyrstu myndina sem hét Litla klóka hænan sem sýnd var í fyrsta sinn 9. júní 1934. Frá þeim tíma hefur Nash talað inn á 170 myndir og er hann nú oröinn 79 ára. Þá er einnig ráðgert að gefa út fjölmargar afmælisútgáfur í hinum ýmsu löndum. Hátt verð Hér á Islandi voru fáanleg Andrésar andar blöð á dönsku og nú nýlega hefur verið byrjað að þýða þau á islensku, sem hefur mælst vel fyrir. Það er samt ekki víst að Andrés hafi náð aö festa jafndjúpar rætur og víða annars stað- ar. I Bandaríkjunum eru fjölmargir sem safna gömlum blöðum með þess- ari hetju. Það fer því fyrir blöðunum eins og frímerkjunum að þau sem eru sjaldgæf og næstum ófáanleg hækka mikið í verði. Þar í landi ganga þau sjaldgæfustu á um 80 þúsund krónur safnara á milli. I Noregi er verðið nokkuð lægra en er samt á bilinu 16—20 þúsund krónur. Hvers vegna svona vinsæll? En hvers vegna varð Andrés svona vinsæll eins og raun ber vitni. Sumir segja að margir þekki sjálfan sig í hon- um. Þó að hann hafi eitthvað breyst á þessum árum er hinn dæmigerði Andrés stöðugt í leit að hamingjunni. Hann reynir allt til að ná frama, ást, ríkidæmi og frægð svo eitthvað sé nefnt. I hvert skipti ræðst hann á múr- inn þar sem hann er hæstur og í hvert sinn misheppnast tilraunir hans til að ná takmarkinu. Hann hefur stundað allflest störf. Hann hefur verið slökkviliðsmaður, póstur, næturvörður eða kappaksturs- maöur, krókódílatemjari, slöngutemj- ari og jafnvel geimfari. En hann á við sama vandamál aö stríöa og mörg okkar. Draumar hans eru yfirleitt stærri en hæfileikar hans ná til. Hann nær ákveðnu marki en vill alltaf ná aöeins lengra, en þá mis- heppnast honum og hann fellur aftur í sama farið og hefur brotiö allar brýr að baki sér. En yfirleitt, þegar Andrés er á barmi glötunar, koma frændur hans Ripp, Rapp og Rupp honum til hjálpar og hafa ráð undir rifi hverju. Andrés á einnig í stöðugum deilum við frænda sinn Jóakim sem er vell- auðugur og algjör andstæða við hinn slyppa og snauða Andrés og þá er það einnig Anton frændi hans sem gerir honum lífiö leitt. Anton er einnig and- stæða Andrésar og er þeim eiginleik- um gæddur að vera yfirnáttúrlega heppinn, sem ekki er hægt að segja um Andrés. ANDRÉS ÖND 50ÁRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.