Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Qupperneq 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. J0LI1984.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
STJORNUSPEKI
Árni Snævarr
GMT8:0 Dags 4:3 1962
Breidd 64,8 N Lengd 21,56 V
ÖLDRUÐ EN VIÐ
BESTU HEILSU
Gangur himintunglanna hefur löngum verið sérstakt áhugaefni homo
sapiens. Er skyggnst er til baka i sögu mannkyns verður maður var við
stjörnuspekinga af einu eða öðru tagi hvert sem litið er; á stundum býsna
áhrifamikla.
Með aukinni skynsemistrú virtist stjörnuspekin ætla að syngja sitt síðasta.
Svo fór þó ekki, stjörnuspekin hefur lifað af afstæðiskenningar, ferðir
mannsins tíl fjarlægra stjarna, uppgang og fall heilu heimsveldanna. Hún
hefur ekki aðeins lifað afheldur virðist eins og að hún só i mikilli sókn um
þessar mundir.
Dægradvöl að þessu sinni fjallar um stjörnuspeki. Til að gefa lesendum ör-
litla hugmynd um stjörnuspeki og stjörnukortagerð heimsóttí Dægradvöl
Stjörnuspekimiðstöðina, rabbaði við Gunnlaug Guðmundsson stjörnu-
speking og fékk hann tíl að gefa sýnishorn af starfsaðferð sinni. Árangur-
inn birtíst hér á síðunum.
STJÖRNUSPEKIN
ER TÆKITIL AÐ
ÞEKKJA
SJÁLFAN SIG
— rætt við Gunnlaug Guðmundsson
stjömuspeking
Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur túlkar stjörnukort fyrir Sigrúnu Bragadóttur.
Hann sá mikla möguleika í þessu og
ekki aöeins peningalega heldur og kom
hann auga á aö athugun stjömukorta
eykur skilning á manneskjunni. Þaö
fór því svo aö við Guölaugur settum á
stofn fyrirtækið Stjömuspekimiðstöð-
ina. Keypt var tölva til fyrirtækisins
sem eykur afköstin gífurlega. Viö
stimplum inn í tölvuna fæöingardag,
stund og stað og hún útbýr afstöðukort
plánetanna sem lagt er til grundvallar.
Hún er aðeins fimmtán mínútur aö
gera þetta en er ég vann þetta í
höndunum tók það mig heilan vinnu-
dag aö gera slíkt kort.”
Tölvuvædd stjörnuspeki
En hvaö er þaö sem gert er í Stjörnu-
spekimiðstöðinni? Fyrsta skrefið er að
stjömuspekiáhugamaður mætir á
Laugaveg 66 þar sem hún er til húsa og
gefur upp fæðingarstað, stund, ár, og
dagsetningu. Tölva er mötuð með þess-
um upplýsingum, hún býr til fæðingar-
kort þar sem fram kemur hvaða
plánetur eru í merkinu, afstaðan á
milli þeirra og staöa þeirra í húsum.
Tölvan býr yfir upplýsingum sem
Gunnlaugur hefur matað hana á.
Tölvuútskriftin gefur upp hvað
stjörnuspekin hefur að segja um, t.d.
sól í Fiskum, samhljóma afstöðu sólar
og Neptúnusar, svo dæmi sé tekið.
Þú spáir ekki fram í tímann?
„Nei, nei, við spáum ekki fram í tím-
ann. Ég reyni það ekki. Það er þó hægt
að sjá fyrir ákveðna þætti, hvei t orkan
beinist, en ekki ákveöna atburði. Þetta
er eins og hjá veðurfræðingi. Hann
spáir í veður, kannar loftmyndir,
skýjafar og þess háttar og getur dregiö
vissar ályktanir af því um veður á
ákveðnum tíma, um eina helgi, getur
sagt hvort það verður góö tíð eitt árið,
léttur eða haröur vetur o.sirv. Hann
segir ekki nákvæmlega fyrir um at-
burði en getur sagt til um stóru línum-
ar. Líkterfarið umstjömuspekinginn.
Stjörnuspekingur getur séð t.d.
hversu Satúrnus er sterkur á ákveðn-
um tíma og gefið fólki ráðleggingar
hvernig skuli bregðast við. Rétt eins og
veðurfræðingur getur sagt til um hættu
á hálku og ráðlagt út frá því.
Varpa Ijósi á mótsagnir
Gagnsemi stjömuspekinnar liggur
fyrst og fremst í því aö hún er tæki til
sjálfskönnunar, eins konar sjálfs-
könnunarspegill. Hún varpar ljósi á
eiginleika okkar, kosti og galla, gerir
okkur kleift að nýta orku okkar á betri
hátt, eykur sjálfsþekkingu og
þekkingu á öðm fólki. Einn helsti til-
gangur hennar er að varpa ljósi á þær
mótsagnir og andstæður sem búa í
Stjömuspekimiðstöö tók til starfa í
Reykjavík í upphafi síðasta mánaðar.
Það er Gunnlaugur Guðmundsson sem
stendur fyrir stofnun hennar með
dyggum stuðningi Guðlaugs Berg-
manns, kaupmanns í Karnabæ.
Gunnlaugur hefur verið mikill
áhugamaður um stjörnuspeki um ára-
bil. Hann stundaði alllengi stjörnu-
kortagerð einn síns liðs, en svo fór, er
orðstír hans jókst, aö hann hafði ekki
lengur við að sinna þeim pöntunum
sem bárust.
Á liðnum vetri ákváöu þeir félagar,
Gunnlaugur og Guðlaugur, að setja á
stofn tölvuvætt fyrirtæki þar sem áður
var hljómplötudeild Kamabæjar á
Laugavegi 66 í því augnamiði að kynna
stjömuspeki á Islandi.
Gunnlaugur Guömundsson er þrítug-
ur Reykvíkingur, fæddur 28. apríl árið
1954, ogerþví Naut.
Byrjaði fyrir átta árum
Við ræddum við Gunnlaug Guð-
mundsson um tildrög þess að Stjörnu-
spekimiöstöðin var sett á stofn.
„Eg byrjaði á fullu í stjömuspekinni
í júlí 1976, en hafði lesið mér aöeins til
um þetta áður. Upp frá því hef ég lesiö
gríðarlega mikið um stjömuspeki og
hafði gott tækifæri til að kynnast
fræðunum er ég var á atvinnuleysis-
bótum í Kaupmannahöfn í eitt ár.
Síðan var ég næturvörður í þrjú ár og
gat einbeitt mér að þessu. Eftir þann
tíma fór ég að starfa við gerð stjörnu-
korta, ýmist eingöngu eða með annarri
vinnu.”
— Hvenær fæðist hugmyndin um
Stjörnuspekimiöstöðina ?
„Það var eiginlega að hrökkva eða
stökkva. Ég varð að gera upp við mig
hvort ég ætlaði að snúa við blaðinu og
taka upp einhverja hagnýta iðju eða að
gera stjömuspekina hagnýta. Eg var
búinn að eyða „bestu áram” ævi
minnar, eins og sagt er, í þessi tíma-
freku fræði og því valdi ég síöari kost-
inn. En þann tíma sem ég var aö þessu
einn var það mér fjötur um fót hversu
Nanna Þórarinsdóttír, starfsmaður Stjörnuspekimiðstöðvarinnar, sér um að tölvukeyra fæðingarkort.
Nafn, fæðingardagur og ár, fæðingarstaður og stund er stimplað inn i tölvuna og á örfáum mínútum skil-
ar hún uppdrættí afstöðu himintunglanna á þeim stað og þeirri stundu.
DV-myndir: Sveinn Þormóðsson.
tímafrek stjörnukortagerð er sé hún
unnin í höndunum. Ég var um það bil
einn dag að vinna aö gerð hvers korts.
Það hrúguðust upp pantanir sem ég
gat ekki sinnt vegna tímaskorts. Þaö
var því ljóst að ég yrði að tæknivæðast
til að anna eftirspum. Gamla sagan
um handverkið og nútímann hefur sem
sé endurtekið sig í mínu tilfelli.
Vogin Gulli Bergmann
Það breytti miklu fyrir mig að kynn-
ast Guðlaugi Bergmann í Kamabæ. Eg
held aö stjömuspekiáhugi hafi alltaf
blundað í honum. Stjömuspekin fjallar
fyrst og fremst um fólk og slíkur áhugi
er Voginni, Guölaugi Bergmann, eðlis-
lægur, Nú, ég geröi fyrir hann stjömu-
kort og einnig fyrir konu hans og tvö
börn. Áhugi Gulla jókst og svo fór að
hann sótti tvö námskeiö hjá mér í
stjörnuspeki.
„Tölvan getur þó ekki unnið nema
handavinnuna. I útskriftinni er hver
þáttur túlkaður fyrir sig. Það er ekki
hægt að útbúa tölvuútskrift sem tengir
og les þættina saman. Þar verður
mannleg þekking að koma til. Þess
vegna legg ég mikla áherslu á að fólk
fái ekki einungis stjömukort sitt frá
tölvunni heldur komi líka í einkatíma
þar sem ég túlka það á nákvæman og
samræmdan hátt. Það er býsna margt
sem liggur ekki i augum uppi eftir
lestur tölvuútskriftarinnar og reyndar
er töluverð list aö túlka þessar
upplýsingar. Mér finnst nokkuð hætt
við því aö fólk fái ekki eins mikiö út úr
þessu ef það lætur sér nægja aö fá
tölvuútskriftina og þess vegna geri ég
nánast að skilyrði að það sé útskýrt í
einkatíma,” segir Gunnlaugur.
Stjörnuspeki og veðurfræði
— Hvaða gagn gerir stjömuspekin?
hverjum manni og birtast á mismun-
andi hátt, t.d. eftir tíma og aöstæðum.
Þetta er gert til þess aö létta hverjum
manni að finna málamiðlun og byggja
heilsteyptan persónuleika, finna hæfi-
leika sem ekki hafa notið sín vegna
sterkari áhrifaþátta. Eg tel að stjörnu-
kortin opni mönnum sýn inn á fleiri
þætti í persónuleikanum, geti víkkað út
sjálfsímynd hvers og eins. Sumir hafa
ákaflega einfalda sjálfsímynd. Segja
um sjálfa sig ,,ég er bjartsýnismaður”
og telja þaö afgreitt mál. Það er m.a.
þess vegna sem ég legg áherslu á túlk-
un korta í einkatímum til að tryggja að
fólk horfist í augu við sjálft sig, aö
þetta verði því að einhverju gagni.
Ólík öfl togast á
Það er líkast til best að gefa dæmi,
því annars er hætta á því að þetta verði
of almennt orðað. Við skulum taka
dæmi af manneskju sem hefur sól í
krabbaog tungl í bogmanni. Eg bendi
manneskjunni á þessa tvo aöalþætti.
Þetta eru ólfk merki og þýðir að sterk
og ólík öfl togast á. Annars vegar er
það Krabbinn sem gefur til kynna þörf
fyrir tilfinningalegt öryggi, heimili og
fastar rætur. Bogmaðurinn á hinn bóg-
inn hefur þörf fyrir hreyfingu, að ferð-
ast og víkka út sjóndeildarhringinn.
Þessi togstreita getur verið vandamál
hjá manneskjunni. Ég bendi henni því
á þetta og á það að málamiðlun milli
þessara tveggja afla er nauðsynleg.
Hún ætti að ferðast án þess þó að missa
sjónar af rótum sínum. Það er nefni-
lega svo að fólk gerir sér ekki grein
fyrir að persónuleikinn er myndaður
úr ólíkum þáttum. Menn eiga oft og tíð-
um erfitt með aö finna málamiðlun
milli þeirra en láta einn þátt í sér vera
ráðandi. Hinn er þá kúgaður og ófull-
nægður. Hann vex þannig allt þar til
hann springur út og kúgar hinn. Fólk
f er úr einum öfgum í aörar.
Glíma Satúrnusar
og Júpíters
Eg get tekið annað dæmi, um
manneskju sem hefur í senn sterkan
Satúrnus, sem veldur þvi að hún er
metnaðargjöm, og hins vegar sterkan
Júpíter sem hefur í för með sér þörf
fyrir mikla hreyfingu. Hér er ef til vill
um að ræða atvinnurekanda sem lætur
metnað reka sig áfram í vinnu 5 daga
vikunnar, en vegna Júpítersáhrifanna
fer hann á dúndrandi fyllirí um helgar.
Síðari þátturinn er þó ófullnægður og
vex og vex sem hefur í för með sér að
helgarfylliríin lengjast smátt og smátt
og á endanum verður þessi þáttur, sem
hefur verið niðurbældur, ríkjandi og
allt endar meö ósköpum.
Stjörnukortið er spegill
Með því að stúdera stjömukortin
reynir maöur að gera sér grein fyrir
persónuleikanum í heild sinni. og í
þessari starfsemi reyni ég að draga
ályktanir af því og hvetja fólk til þess
að lifa í heild og nýta alla sína hæfi-
leika. Kortið er eins konar tæki til um-
ræðna, eins konar spegill. Það hafa
allir gott af því að hugsa sinn gang,
setjast niður með hlutlausum aðila þar
sem stjörnukortið er og líta á sjálfa
sig. Stjörnuspekin er nokkuð fast kerfi
sem hægt er aö nota á ýmsan hátt. Það
er hægt að kíkja á stjömukort sér til
gamans og pæla í sjálfum sér. Það er
líka hægt að nota það sem viðmiðun.
Til dæmis ef maður er staddur á kross-
götum í lífinu, að skipta um starf eöa
þess háttar, er stjörnukortið kjörinn
miðill til aö komast aö þörfum sínum
og hæfileikum. Eg held að unglingar
hafi mjög gott af því þegar þeir eru í
þann veginn að velja sér farveg í lífinu.
Foreldrar sömuleiðis geta notað það til
að komast á hlutlausan hátt að því
hvaða þarfir og hæfileika bam þeirra
hefur, í stað þess að ákveða að bamið
verði ballettdansari vegna þess að for-
eldrið vildi verða ballettdansari en gat
ekki.
Tek ekki ákvarðanir
fyrir fólk
Eg vil taka það fram að ég skipa ekki