Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Blaðsíða 16
16
DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984.
Spurningin
Finnst þér gaman
að fara í bíó?
Gunnar Gunnarsson bólstrari: Ég hef
mjög gaman af því aö fara í bíó. Þó er
nú langt síöan ég fór síöast, einir 3—4
mánuöir.
Bergiind Waage nemi: Jú, ég fer
stundum í bíó. Mínar uppáhaldsmynd-
ir eru gamanmyndir.
Páll Pálsson bilstjóri: Ég fer iöulega í
bíó, alit aö 2—3 í viku. Skemmtilegustu
myndirnar eru lögreglumyndir og
minn uppáhaldsleikari er Clint
Eastwood.
Þórður Benediktsson, vagnstjóri SVR:
Já, ég hef gaman af því og fer svona
2—3 í viku. Mér finnst engar sérstakar
tegundir mynda skemmtilegar en ég
hef áhuga á þeim flestum.
Rannveig ísfjörö, vinnur hjá SÍBS: Ég
fer mjög sjaldan í bíó, því aö ég hef ein-
faldlega ekki tíma. Þegar ég fer reyni
ég aö sjá gamanmyndir. Mér finnst
þær skemmtilegastar.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir nemi: Nei,
ég fer ekki mikið í bíó. En þegar ég hef
tíma þá fer ég helst á spennumyndir
alls konar.
líf
%
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Á vatni og brauði
G.S.skrifar:
Ég skrifa hér vegna greinar sem
birtist í DV þriðjudaginn 28. ágúst sl.
undir fyrirsögninni Upp meö fjöl-
skyldupólitíkina. Mörgu er ég sam-
mála sem þar er ritað en ekki öllu
sem betur fer. Þaö sem aðaliega
vakti fyrir þessari afbrýöisömu
eiginkonu í hennar skrifum voru
hækkuö bamsmeölög og er nú heldur
betur ástæða fyrir því sökum þess aö
eiginmaöur hennar var svo óheppinn
að eignast þrjú böm fyrir hennar tíö
og greiöir aö sjálfsögðu meðlag með
þeim. Hann hefur greinilega fariö aö
heiman frá fyrri eiginkonu sinni meö
plastpoka undir hendinni og skuldir á
herðum sér. Greinilega miklar
skuldir því þau hjón hafa ekki enn
getað keypt sér þak yfir höfuðuö.
Heyr á endemi. Eg er einstæö
móöir, 23 ára gömul og á einn son
sem er 6 ára. Ég á þak yfir höfuöið og
76 fermetra til aö ganga á og þaö get
ég sagt þér, kæra eiginkona, aö meö-
lagsgreiösla sú sem ég fæ einu sinni í
mánuöi á engan þátt í því.
„Eins og allir vita fá böm ein-
stæöra foreldra umsvifalaust pláss á
dagvistarstofnunum á meöan hjón
veröa aö bíöa von úr viti,” segir
eiginkonan m.a. í bréfi sínu. Hvar
hefur þú veriö allt mitt líf? Þig vildi
ég hafa þekkt þegar ég beiö í rúma
átta mánuöi eftir dagheimilisplássi
og hef ég hvorki verið gift né í sam-
búö. Þessi umrædda kona þekkir
karlmenn sem labba út meö fötin sín
í plastpoka undir hendinni og frúin
hirðir allt góssiö. Um þetta get ég
ekki annað sagt en aö mikið eiga
þessir menn bágt og geta engum um
kennt nema sjálfum sér.
En svona rétt í lokin þá er hér mitt
innlegg í ritgeröina um siðferði hér á
landi. Ég og bamsfaöir minn skoðuö-
um hvort annað í nokkra daga og
spjölluðum um lífiö og tilveruna. Svo
eitt kvöld ákváöum viö aö prófa þaö
forboðna og eftir níu mánuöi eignað-
ist ég indælan son. Én aö síöustu
þetta. Ég er búin aö vera með manni
í tvö ár en vandamálið er aö hann er
fráskilinn og þarf aö borga meðlag
meö þremur bömum. Og ég held
bara svei mér þá aö ég þurfi aö
hugsa mig tvisvar um í sambandi viö
sambúö svo aö ég þurfi ekki aö lifa á
brauði og vatni þaö sem eftir er.
Tilmæli til sjónvarpsins:
Sýnið framhalds-
þættina Love Boat
Sjónvarpsnotandi spyr:
Til er amerískur gamanmyndafram-
haldsþáttur sem nefnist Love Boat. Eg
hef séö nokkra af þessum þáttum og
finnst þeir dásamlega fyndnir og
skemmtilegir. Er einhver von til þess
aö sjónvarpiö veröi á undan mynd-
bandaleigjendum til aö sýna þessa
þætti. Ég er nefnilega ein af þeim sem
hafa ekki efni á aö kaupa sér mynd-
bandstæki til aö horfa á Dallas og
Dynasty en hefði gjaman viljaö sjá
báöa þessa þætti í sjónvarpinu. Mér
skilst að úr því veröi ekki þar sem aör-
ir eru kommr með einkaleyfin. Er þaö
rétt? Ef svo er, er þá ekki orðin hætta á
aö sjónvarpiö missi af öllum vinsæl-
ustu framhaldsþáttunum?
sýningar á Dallas né Dynasty. Elín-
borg sagði einnig aö sér væri ekki
alveg kunnugt um hvernig sýningar-
rétti á Dallas-þáttunum væri háttaö nú
þegar Olís sæi um dreifingu þáttanna á
myndböndum.
DV haföi þá samband viö Örn
Vigfússon hjá Olís. Hann sagöi aö Olís
heföi aöeins rétt á Dallas-þáttunum en
myndbandaréttur er óháöur sjón-
varpsrétti, sem þýöir í stuttu máli aö
sjónvarpið getur, ef þaö vill, sýnt
Dallas-þættina.
Elínborg Stefánsdóttir hjá sjónvarp-
inu sagöi í samtli viö DV aö ekki væru
á döfinni sýningar á bandarísku þátt-
unum Love Boat, a.m.k. ekki á næst-
unni. Ekki væru heldur fyrirhugaðar
Tveir af aðalleikendum bandarisku
framhaldsþáttanna Love Boat. Ekki
eru fyrirhugaðar sýningar á þáttun-
um i sjónvarpi á næstunni.
Dýr sím-
tæki á
íslandi
Símnotandi skrifar:
Mig langar að koma meö fyrirspurn
tilPóstsogsíma. Hjáþeimerhægtaðfá
keypta síma af geröinni Digitel 2000
fyrir 4.681 kr. stykkiö.
Sams konar síma er hægt aö fá út úr
búö í Danmörku á um 200 kr. danskar,
sem eru ca 600 ísl. kr.
Mig langar til aö vita í hverju þessi
verömunur er fólginn.
DV haföi samband við Guðmund
Björnsson, fjármálastjóra Pósts og
síma:
Hann sagöi aö kerfiö í símtækjamál-
um væri öðruvísi hjá Dönum. I Dan-
mörku ætti danski síminn öll símtæki.
Um leiö og einstaklingur þar fengi
síma borgaöi viökomandi stofngjald,
um 265 kr. danskar, en gjaldiö væri
mishátt eftir því um hvers konar tæki
væri aö ræöa. Síðan borgaöi sínmot-
andi ársfjóröungslega fyrir notkun á
símtækinu. Viö Islendingar notuöumst
viö þetta kerfi hér áöur fyrr en því var
breytt 1978 þannig aö símtækin voru
seld og átti símnotandi þá sjálfur sitt
símtæki. Varöandi veröiö á Digitel 2000
tegundinni væri það þannig tilkomiö:
Innkaupsverö væri 1.612 kr.
Flutningsgjald 90 kr.
Tollar og vörugjald 1.425 kr.
Álagning Pósts og síma 563 kr.
Söluskattur991kr.
Af þessu veröi fengi ríkið helminginn
í tolla og önnur gjöld eins og glöggt sést
af ofangreindu.
Tilgerðarlegur talsmáti þula á rás 2
Utvarpshlustandi skrifar:
Mig langar til aö finna aö rás 2.
Kannski finnst forráðamönnum rásar
2 þessar aöfinnslur mínar bera vott um
óþarfa skort á sjálfstillingu en þá
sjaldan aö ég hlusta á þessa útvarps-
rás á ég virkilega bágt meö aö umbera
tilgeröarlegan talsmáta þulanna sem
annast kynningar á dægurlögunum.
Þessi tilgerðarlegi talsmáti ein-
kennist fyrst og fremst af því aö ein-
hvern veginn hafa þeir lag á aö bæta
eum og ummum inn á milli oröa, ef
ekki í sjálf orðin, og svo er sönglandinn
slíkur aö mann sundlar viö aö hlusta á
þulina. Áherslumar eru auövitað kol-
vitlausar hjá velflestum þeirra og
samræmast ekki góðri íslensku. Ég
hiröi ekki um aö nefna málfarsvillum-
ar sem oft á tíðum eru ótrúlegar. Eg
er feimin viö aö kenna menntunar-
skorti um þessar villur. Sjálfsagt stafa
þær af fljótfæmi sem auðvelt ætti aö
vera aö vinna bug á ef vilji yæri
fyrir hendi.
En þetta meö talandann er verra viö-
fangs. Þeir dagskrárgeröarmenn
viröast stæla taktana hver hjá öörum.
Páll hljómar eins og Þorgeir, Ásgeir
eins og Páll, Amþrúöur eins og Ásgeir
o.s.frv. Ég kann því miður ekki aö
nefna fleiri.
Væri ekki ráð aö fá góöan fram-
sagnarkennara til þess að messa yfir
liöinu á rás 2 svo maöur geti óáreittur
skemmt sér yfir léttum dægurflugum.
Nokkrir af dagskrárgerðarmönnum á rás 2.
ánægður með talsmáta þeirra.
, Utvarpshlustandi" er ekki
Ráð til að draga úrvmkaupum
K.M. skrifar:
Eg undriritaöur, höfundur þessa
bréfs, er forfallinn áhugamaöur um
áfengisböliö. Tilefnið aö þessu bréfi
eru hinar stórmerku tillögur er nefnd
sú sem fjallað hefur um áfengismál
sendi frá sér á dögunum. I sem stystu
máli þá era þarna að mínu viti fram
komnar þær úrbætur á áfengislöggjöf-
inni sem alltaf hefur vantaö. Og ef eitt-
hvaö er þá ganga þær ekki nógu langt,
samanber málflutning og tillögur
S.Á.Á.A. manna (samtök áhuga-
manna um áfengisneyslu annarra)
sem ekki eru síður snilldarlegar og út-
hugsaðar.
Og sem ég var aö hugleiða þessi mál
öll og í samhengi viö þær leiðir sem
færar eru í baráttunni viö Bakkus þá
dettur mér í hug þaö snjallræði að
dubba nefndina góöu upp í
vaktmannastöður viö vínútsölur. Jafn-
framt fengju þeir í hendur byssur sem
hlaönar væru þar til gerðum sérhönn-
uðum gúmmíkúlum, sem væru þeirrar
náttúru aö þær hvorki dræpu né lim-
lestu þann sem fyrir þeim yröi en yllu
engu aö síður óþægindum á viökvæm-
um stööum. Því næst yröi nefndar-
mönnum dreift milli útsala þar sem
þeir myndu bíöa álengdar í skjóli, t.d.
inni í bíl eöa á bak viö hús. Þegar svo
vaktmenn sæju meö vissu að einhver
væri á leiö inn í verslunina myndu þeir
í fyrstu atrennu skjóta einu til tveimur
aövöranarskotum. Dygöi þaö ekki væri
ekki um annað aö ræöa en klykkja út
meö einu föstu skoti í sitjandann á við-
komandi og má þá telja öruggt aö sá
hinn sami hugsaði sig um tvisvar næst
þegar hann ráðgerði vínkaup.
f€
K.M. er ekki beint ánægður með
áfengiskaup landans. í grein sinni
nefnir hann ráð sem hann telur
duga tiiað draga úrþeim.