Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Side 20
DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984. . 20 Frá Menntaskólanum í Kópavogi Skólinn veröur settur föstudaginn 7. september kl. 14.00 í sam- komusal skólans. Eftir skólasetningu verða stimdaskrár afhentar gegn greiðslu 1.500 kr. skólagjalds. Kennarafundur verður þriðjudaginn 4. september kl. 14.00. Skólameistari. HBH pMB 1 MHRI • EURCKAPD PANTANIR SÍMI13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. NÝ SENDING AF KULDASKÓM Romika inniskór og allar gerðir af kuldaskóm. Herraleóurskór, st. 40-45. Litur: svartur. Verð 1.575. Kreditkort Póstsendum Bamaleðurskór, st 28- 38. titur: svartur. Verð 950. VANTAR ÞIG SKO? FÆRÐ ÞÁ HJÁ A, Laugavegi 11 Rvík, simi 21675, Eitt mikilvægasta atriði varðandi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til þess að hámarksgæði verði á suðu er nauðsyn- legt að vírinn sé valinn með tilliti til allra aðstæðna. Með þessa staðreynd í huga eigum við til á lager mikið úrval af rafsuðuvír auk tækja og fylgihluta. T æknimenn okkar veita fúslega allar upplýsingar og eru þér innan handar um valið. Hafið samband við söludeild. FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆDUM OG GÖÐRI PJÖNUSTU = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 Ha, má ég heyra aftur? Nemendur ekkert vandamál, það eru kennararnir sjálf ir — Keith Humphreys, 37 ára kennari f rá Newcastle, hef ur ákveðnar skoðanir á hegðun unglinga í skólum „Nemendur eru ekkert vandamál í skólum. Það eru kennararnir sjálfir sem eru vandamálið.” Ha, má ég heyra aftur! Er þetta satt? Þaö er nú það. En þessi fullyrðing er samt mikill hvalreki fyrir böm og unglinga, sem til þessa hefur verið sagt að þau séu jú vandamáliö. Keith Humphreys heitir 37 ára kenn- ari í Newcastle, Englandi, sem hefur Utið á skólavandamálið meira út frá þeirri fullyröingu sem áðan var nefnd. Hann hefur dvalið hér á landi um tíma og flutt fyrirlestra fyrir kennara og haldiö námskeið með þeim. Oneitanlega hafa kenningar hans vak- ið mikla athygli. Og er nema von að íslenskir kennarar hafi sperrt eyrun? Kennarar skapi vandræði. . . En sjáum hvaö Keith Humphreys hefur um málið aö segja: „Mín skoöun er sú að kennarar og sjálft mennta- kerfið skapi vandræöi meö því aö líta einatt ekki rétt á nemendur og hæfi- leika þeirra. Sjáðu til. Eg tel miklu vænlegra að líta á hvern nemanda með þaö í huga hvað hann getur í stað þess hvað hann getur ekki. Ef alltaf er reynt aö finna út hvað ákveðinn nemandi getur ekki gert þá byrja vandræðin að skapast. Eg er á því aö þetta sé of algengur hugsunar- háttur á meðal kennara. Með breyttum hugsunarhætti, sam- fara breyttu skólakerfi, tel ég að nemendur nytu sín mun betur í skólum en nú er og þeir komi bjartsýnni út í þjóöfélagiö.” Viö spuröum Humphreys hvað hann ætti við með breyttu skólakerfi. „Það sem ég vil að við gerum er að spyrja okkur hvort námsefnið, sem krakkar og sérstaklega unglingar eru að læra, sé í rauninni við hæfi. ” Búa fólk undir lífið, ekki bara háskólanám „Mín skoðun er sú aö svo sé ekki. Það miðast allt of mikið viö þaö að undirbúa fólk undir nám í háskóla. Það vill gleymast að þaö er veriö að undir- búa nemendurna undir h'fið s jólft. Kaith Humphreys, 37 ára kennari í kennaraháskóla í Newcastle. Hann hefur dvalið hérlendis að undan- förnu og flutt fyrirlestra fyrir ís- lenska kennara. „Menntunin á að undirbúa fólk fyrir lífið en ekki mið- ast við það að allir fari i háskóla." DV-mynd Bjarnleifur. Núverandi kerfi og próf segja aðeins hversu góður viðkomandi er að læra, ekki hversu góð manneskja nemand- inn sé. Þannig er það ríkt hjá fólki að álykta sem svo að sá sem hafi háskólapróf sé gáfaðri en sá sem hefur það ekki En það hvort einhver getur lært á bók er að mínu viti ekki mælikvarði á gáf- ur.” Mælikvarði á gáfur? „Það á frekar að meta það, hvort menn hagi sér sem þroskaðar verur, séu góðar manneskjur, séu gott fólk. Það finnst mér segja mest til um gáfur fólks. Ef við skoðum skólakerfin, þá mið- ast þau í rauninni við það að fella ákveðinn fjölda nemenda á prófum. Þið hafið til dæmis prófkerfi í grunn- skóla sem miðast viö ákveöna kúrfu, normalkúrfu, og þar er gert ráð fyrir að 30% nemenda falli. Það' hlýtur aö vera hyggilegra aö hafa námskerfi sem miðast við aö fella ekki neinn. Þá veröum við líka að bæta námsefnið, koma með fög, sem eiga betur við unglingana, búa þá betur undir lífið sjálft. Með því yfirgefa ungl-1 ingarnir skólana bjartsýnir á að þeim hafi tekist, þeir hafi náö árangri.” — Hvers konar námsefni er það, sem þú hefur í huga, og telur að sé frekar viðeigandi fyrir stóran hluta unglinga? Kenna unglingum að ala börn upp „Þetta er kennsla til dæmis í matreiðslu, gera við bílinn, ala upp börn, gera við híbýli, undirbúa sumar- fríið, svo að ég nefni eitthvaö sem dæmi. Aðalatriðið er að fög í þessum dúr undirbúa unglingana undir lífið sjálft. Finnist unglingunum námsefnið lítt áhugavekjandi vegna þess að þeir ætla ekki í háskóla, koma upp hegðunar- vandamál, þegar reynt er of mikið að kenna þeim þessi fög. ” Humphreys minnist hka á annað atriöi, sem setji mörgum bömum og unglingum ákveðnar skorður í námi. „Hér á ég við það að börn og ungling- ar heyri illa, sjái illa og þess háttar. Oft á tíðum hefur það ekki uppgötvast að bam til dæmis sjái illa.” . . . svo halda allir að barnið sé hæfileikasnautt „Þegar svo lestrarkennslan ber ekki tilætlaöan árangur halda alhr að barnið sé gjörsamlega hæfileika- snautt. Og hver láir barninu þótt það fari þá í baklás og upp komi hegðunar- vandamál? Reynslan sýnir að dæmi sem þessi eru of algeng. Þess vegna verða kenn- arar ævinlega að hafa það í huga, hvort barninu séu settar einhverjar hkamlegar skorður, sem vinna má bug á. En umfram allt, hugmyndir mínar um að ýmissa breytinga sé þörf í skóla- kerfinu snúast um það að menntunin er fyrir lífiö, en ekki fyrir það að alhr fari íháskóla.” Að mati blaðamanns fer ekki svo illa á að enda þetta viðtal meö orðum sem einn íslenskur kennari sagði eitt sinn um unglingavandamáhö. „Eg held svei mér aö það sé ekkert til sem heitir unghngavandamál. Vandamáhö er frekar að þaö er alltaf verið aö segja unglingum aö þeir séu vandamál, og margir þeirra eru famir aðtrúaþvíaðsvosé.” -JGH Bók og plata um nykurinn Nýiega er útkomin hljómplata og bók, saman í einum pakka, sem fjallar um nykurinn, furðuskepnu úr þjóðtrú okkar Islendinga, skepnu sem vart er þekkjanleg frá hestum, nema ef væri að hófamir snúa aftur. Heiti verksins, sem gefið er út af ÞOR, er Ævintýri úr Nykurtjöm og er einkum ætlað börnum. Tónhstin er samin af þeún Bergþóru Árnadóttur og Geir-Atle Johnsen en texti bókarinnar er eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Meðal hljóðfæraleikara á plötunni má nefna Gísla Helgason, Helga E. Kristjánsson, Tryggva Hubner, Stein- grím Guðmundsson og Amþór Helga- son. Komið hefur tU tals að gefa efniö út í Noregi og þar í landi er undir- búningur hafrnn að leikgerð. Hér á landi hefur verkið aftur á móti verið tekiö upp á myndband og er væntan- legt á markað innan tíðar. -EIR. Þessir tveir nykrar hafa að undan- förnu ferðast um höfuðborgina og kynnt Ævintýri i Nykurtjörn. DV-mynd E.J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.