Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Page 23
DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984.
23
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Þorgrímur Þráinsson sést hér skora mark Valsmanna. DV-mynd Brynjar Gautl.
Jón skoraði
gegn sínum
gömlu félögum
— og tryggði Breiðabliki jafntefli, 1:1,
gegn Val að Hlíðarenda
Lögregluhundur beit
hetju Standard
— eftir að Toran hafði tryggt Standard Liege jafntefli
gegn Anderlecht, 2:2, íBelgíu
Jón Einarsson tryggöi Breiöabliki
jafntefli, 1—1, gegn Valsmönnum að
Híðarenda í gær — þegar hann skoraði
með laglegu skoti nokkrum sek. fyrir
leikhlé.
Jón fékk þá knöttinn — lék á tvo
Valsmenn og fékk góðan tíma til að at-
hafna sig og senda knöttinn í homið
fjær, án þess að Stefán Amarson,
Barcelona
skellti
Real Madrid
Terry Venables, nýi þjálfarinn hjá
Barcclona, fór brosmildur frá Madrid í
gær eftir aö Barcelona hafði unnið
góðan sigur 3—0 yfir Real Madrid í
fyrstu umferð spánsku 1. deildar-
keppninnar. Steve Archibald, sem
Barceiona keypti frá Tottenham,
skoraði gott mark í leiknum og hann
var einnig bókaður fyrir brot á Uli Stie-
likehjá Real. -SOS
markvörður Valsmanna, kæmi vöra-
um við.
Valsmenn fengu óskabyrjun í leikn-
um er Þorgrímur Þráinsson skoraði
mark eftir aðeins þrjár mín. — meö
skalla af stuttu færi. Jóhann Þorvarð-
arson tók þá hornspymu og sendi
knöttinn fyrir mark Breiðabliks. Þar
stukku þeir Friðrik Friöriksson, mark-
vörður Breiðabliks, og Valur Valsson
upp. Friðrik náði ekki að handsama
knöttinn sem féll niöur á völlinn — inn
á markteig. Þar kom Þorgrímur á
fullri ferð og náði að skalla knöttinn í
netið.
Það var fátt um fína drætti í leiknum
sem var ekki skemmtilegur fyrir
áhorfendur. Aðeins 15 fyrstu mín. voru
líflegar en síðan ekki söguna meir.
Liöin sem léku voru þannig skipuð:
Valur: Stefán A., Grimur, Guömundur K.,
Guöni B., Þorgrímur, örn G., Jóhann Þ.
(Hilmar H.), Ingvar G. (Jón Grétar), Valur
V., Guðmundur Þ. og Bergþór M.
Breiðablik: Friðrik, Loftur, Benedikt,
Omar R., Olafur B., Sigurjón, Jón E., Vignir,
Þorsteinn, Guðmundur B. og Jón Oddsson
(Heiðar).
Maðurleiksins: Guðni Bergsson.
-sos
Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni
DVíBelgíu:
— Sá einkennilegi atburður átti sér
stað í Liege, þegar Standard Liege og
Anderlecht áttust við, að hundur beit
hinn 18 ára Toran hjá Standard eftir að
hann hafði skorað jöfnunarmark
Standard. Toran hljóp aftur fyrir mark
Anderlecht — fagnandi og beint í opið
ginið á iögregluhundi sem beit hann í
fótlegg þannig að flytja þurfti hann
strax á sjúkrahús þar sem gert var að
sárum hans og þeim lokað með
nokkrum saumsporum.
Hamburger SV fékk mikinn skell í
fyrstu umferð v-þýsku bikarkeppn-
innar þegar féiagið mátti þola tap, 0—
2, fyrir áhugamannaliðinu Geislingen
sem gat skorað fleiri mörk í leiknum.
Þetta er versti ósigur Hamburger frá
þvi í bikarkeppninni 1974 þegar félagið
tapaði fyrir áhugamannaliðinu
Eppingen í fyrstu umferð bikarkeppn-
innar.
• Berad Förster tryggöi Stuttgart
sigur, 5—4, gegn 2. deildarliöinu Ober-
hausen er hann skoraöi sigurmarkið
með langskoti á 85. mín. Heppnin var
með Stuttgart í leiknum. Ásgeir Sigur-
vinsson skoraði ekki.
• Atli Eðvaldsson skoraöi heldur
ekki þegar Fortuna Dusseldorf lagði 2.
deildarliðið SSV Ulm að velli, 2—0.
• Lárus Guðmundsson lék ekki með
Þjálfari Anderlecht, Paul van
Himst, gat ekki lokað augunum fyrir
því aö Arnór Guöjohnsen átti stórleik
með Anderlecht gegn Feyenoord í
Madrid á dögunum. Hann lét Arnór í
byrjunarlið sitt, en 50 milljóna franka
leikmaðurinn Erwin van der Berg var
settur á bekkinn þar sem Arnór tók
stöðu hans sem miðherji. Arnór var
nær búinn að skora í leiknum, en
Bodart, markvöröur Standard, varði
þá þrumuskot hans á frábæran hátt.
Van Cauteren skoraði fyrst fyrir
Anderlecht — úr aukaspyrnu.
Bayer Uerdingen, sem vann stórsigur
6—1 yfir áhugamannafélaginu Olden-
burg.
• Bayern Munchen lék án sex fasta-
manna sinna, sem eru meiddir, þegar
félagið rétt marði sigur, 1—0, yfir
áhugamannafélaginu Luettring-
hausen. Það var Roland Wohlfarth
sem skoraði markið á 10. mín. Bernd
Martin hjá Bayern var rekinn af leik-
velli fyrir gróft brot og síðan meiddist
Norbert Eder hjá Bayern.
• Magnús Bergs skoraöi glæsilegt
mark með skalla fyrir Braunschweig
gegn Frankfurt en ölium til undrunar
var það dæmt af. Frankfurt vann 3—1.
• Klaus Allofs skoraöi þrjú mörk
þegar Köln vann 2. deildar liðið Stutt-
gart Kickers, 8—0.
-sos
Knötturinn hafnaði í samskeytunum.
Horst Hrubesch jafnaði 1—1 fyrir
Standard úr umdeildri vítaspyrnu. Það
var svo Alec Czerniatynski sem
skoraöi 2—1 fyrir Anderlecht — hans
sjötta mark í þremur leikjum. En
Toran jafnaði síðan 2—2 með skalla
eins og fyrr segir.
• Beveren varð aö sætta sig við jafn-
tefli, 1—1, gegn Mechelen. Paul
Theunis misnotaði vítaspyrnu í leikn-
um — fyrir Beveren. Það var hinn efni-
legi Hans Christiaens sem skoraði
mark Beveren.
• Sævar Jónsson lék með CS Brugge
sem varð að sætta sig við tap á heima-
velli — 0—1 fyrir Waregem, sem skor-
aði sigurmarkið 15 sek. fyrir leikslok.
Sævar hafði greinilega gott af nálar-
stunguaðgerðinni sem hann fór í — í
Rotterdam fyrir helgina. Það sem CS
Brugge vantar nú er markaskorari og
er félagiö byrjað að leita eftir mark-
sæknum leikmanni. Hafa augu for-
ráðamanna beinst til Svíþjóðar.
-KB/-SOS.
Feyenoord
tapaði
Frá Kristjáni Bemburg, fréttamanni
DVf Belgfu:
Pétur Pétursson og félagar hans hjá
Feyenoord máttu þola tap, 1—2, í sín-
um fyrsta leik í holiensku 1. deildar-
keppninni — gegn Roda. Pétur skoraði
ekki mark Feyenoord en hann átti fast-
an skalla og síðan skot aö marki Roda,
sem markvörður félagsins varði vel.
Tap Feyenoord kom á óvart en
ástæðan fyrir því er mikil þreyta í her-
búöum félagsins eftir marga erfiða æf-
ingaleiki að undanförnu.
Ajax vann Sparta Rotterdam, 5—2,
og Eindhoven gerði jafntefli, 1—1, við
Gröningen. -KB/-SOS
Hamburger
fékk skell
— var slegið út úr bikarkeppninni í V-Þýskalandi
af áhugamannafélagi
HEIMILISSÝNINGIN OKKAR
byrjaði um helgina að Auðbrekku 9-11 Kópavogi
Þar sýnum við glæsilegar innréttingar í eldhús, baðher-
bergi og forstofur, einnig fataskápa, stofu- og bóka-
skápa.
Setrið sýnir mikið úrval reyrhúsgagna sem henta
mjög vel í garðhúsin, einnig furu- og stálhúsgögn.
ÍIÍETTING^Í'V
y
t
*ö
(0
I
Auðbrekku 11 - 200 Kópavogi - P.O.Box 383
Simi 46477-Telex 2147 IS
ig>etrið A“ðhrekku 9
^ Kopavogi.
Sími 46460.