Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1984, Síða 43
DV. MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER1984.
43
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Asnaskapur með
ólíkindum
Vissara þykir að taka það
strax fram að eftirfarandi
saga er dagsönn:
Það gerðist hjá ábyrgri
stofnun hér í borg að þangað
barst gíróseðill, hvar á stóð
að umræddur aðili ætti 3
krónur! ógreiddar í launa-
skatt tU Tollstjóraembættis-
ins. Þar sem fjármálastjóri
stofnunarinnar er frómur
maður og vel gerður, ákvað
hann að gera þegar ráðstaf-
anir til þess að gjaldið yrði
greitt. Hann sendi þvi stúlku
á skrifstofu tollstjóra með
seðUinn og þrjár krónurnar.
Þegar stúlkan ætlaði aö
greiða skuldina sagði starfs-
maður sá, sem fyrir varð, að
það væri algjör óþarfi. Ekki
væri ætlast til að slíkar smán-
aruppliæðir væru greiddar
þótt rukkun í formi gíróseöUs
bærist. Stúlkan varð hálf-
hlessa en málinu lyktaði
þannig að starfsmaöurinn
reif gíróseðUinn og kvað það
úr sögunui. Þá hafði þetta
heijarstökk Tollstjóraemb-
ættisins kostað andvirði gíró-
seðUs, póstburðargjald +
skitnu krónurnar þrjár.
Stúlkau greiddi svo að sjálf-
sögðu í stöðumæli meðan hún
skrapp inn tU að borga launa-
skattinn.
Grunsamlegar
mannaferðir
Þaö varð uppi fótur og fit á
KeflavíkurflugveUi í vikmmi
sem leið. Upphaf óstandsins
mátti rekja til þess að verið
var að malbika Reykjanes-
brautina á svonefndum
Fitjum. Meðan á þessum
framkvæmdum stóð varð að
beina allri umferð um Völl-
inn. Voru menn þá látnir
keyra inn um aðalhliöið og út
um Grænáshliðið.
Gekk allt að óskum hjá
þeim sem fóru inn á Völlinn.
En þegar þeir ætluðu út af
honum, sem leið liggur, kárn-
aði heldur en ekki gamaniö.
Verðirnir i hliðmu skUdu
nefnUega ekkert í þessum
aragrúa fólks sem allt í einu
streymdi út. Lentu þannig
margir alsaklausir vegfar-
endur í því að vera stöðvaðir
og spurðir hinna ólíkustu
spurninga. En allt gekk þetta
upp að lokum og væntanlega
verður umferðin komin í
samt lag aftur þegar þessi
litla skemmtisaga birtist...
Nýbreytni
Eins og alþjóð er kunnugt
var það haft að leiðarljósi,
þegar gamla Tímanum var
breytt í NT, að flytja þyrfti
nýja strauma í blaðaútgerð-
ina, sem hafði verið stöðnuð í
tíu ár eins og ritstjóri NT tók
fram.
Þessi nýbreytni hefur lýst
sér í ýmsum myndum. TU
dæmis tók NT upp erlendar
fréttir, sem sennUega hafa þá
verið óþekktar í blöðum
landsins. Þá tók blaðið upp
fréttaskot og fór að birta
varnargreinar um SÍS, sem
ekki var vanþörf á. Núna síö-
ast er NT farið að birta neyt-
eudasíðu, sem sýnir gífurlegt
hugmyndaflug í blaöaheimi,
sem hefur verið staðnaður í
tíu ár.
Hæst flýgur NT þó i ný-
breytninni með því að endur-
prenta leiðara gamla Tím-
ans, aUs ekki þessa tiu ára
gömiu, heldur þessa frá því í
fyrra.
Hinir stöðnuðu á öðrum
blöðum bíða nú skjálfandi
eftir næstu nýbreytni í NT.
Með föngum
eða eftir föngum
Á aðalfundi Stéttarsam-
bands bænda voru bændur
ekki aUtaf sammála um orða-
lagið á ályktunum fundarins.
í ályktun um stefnumótun í
iandbúnaði stendur á einum
stað: Tryggja skal og styrkja
eftir föngum, núverandi
byggð í landinu. Orðalagið
eftir föngum féU ekki i geð
aUra og vUdu þeir taka það
burtu úr setningunni. Um
þetta var þrefaö drykklanga
stund. Að lokum kom
Guðmundur Stefánsson
bóndi, Hraungerði, upp í
pontu. Hann sagði ef eftir
föngum yrði sleppt gæti orðið
erfitt að tryggja byggð hvar á
landi sem væri. Hugsanlega
dytti einhverjum bónda í hug
að flytja burt og enginn annar
fengist í staðinn á jörðina. Þá
væri erfitt að tryggja byggð-
ina. Hann hafði hins vegar
lausn á þessu ágreiningsefni.
1 stað orðanna eftir föngum
gæti komið með föngum. Þá
liti þetta þannig út: Tryggja
skal og styrkja meö föngum
núverandi byggð í landinu.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Nú geta Eyrbekkingar spælt kvótakerfið
TELEFAX EMT 9165-9145
Fyrir þá sem þurfa að koma teikningum,
skýrsluformum o.fl. heimshorna á milli
Hraði allt að 35 sek. QqÐ þjónUSTA.
# H %€ SF Ármúla 1. '
ir\k Sími 687222.
Bílabúöin!
/
LJOS&STYR!
Siðumúla3—5
simar: 37273 og 34980
Þetta er búöin sem þú vissir ekki um en
sérö eftir aö hafa ekki verslað í
Sænsku viöurkenndu dráttarbeislin undir
flestar gerðir bila — mjög gott verö
Isetning á staðnum Allt original festingar
Allir almennir varahlutir
Kerti, platínur, kveikjulok, demparar, stýrisendar, spindilkúlur,
bremsuklossar, straumlokar, kertaþræöir, viftureimar,
kúplingar i flestar geröir bif reiöa.
Auk þess listar og rendur í miklu úrvali
Þar sem
verð og
gæði
fara
saman
Póstsendum
um landallt
LJOS&STYRI
Heildsala —smásala
Símar: 37273 og 34920
f