Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Mulroney bafðl góða ástæðu til að f agna i nótt. JÓMFRÚFERÐ „DISCOVERY” GEKK AÐ ÓSKUM Geimskutlan „Discovery” er lögð af stað til jarðar aftur aö lokinni geim- ferð sinni sem fyrirUði áhafnarinnar kallar „algjörlegafuilkomna”. Eini vandinn, sem upp kom, var myndun grýlukertis utan á skutlunni en geimfaramir beittu vélstýrðum armi skutlunnar til þess að sópa því af ígær. Gervihnettimir þrír, sem áhöfn skutlunnar kom fyrir úti. í geimnum í upphafi ferðarinnar, starfa allir eðli- lega. Þetta var jómfrúferð „Discovery” og er hún búin að vera sex daga í ferð- inni. Henry Hartsfield, fyrirliði áhafnar „Discovery”, sagöi að jómfrúferðin hefði verið „algerlega fullkomin”. Stuttíað Treholt losni? Gæsluvarðhald yfir Arne Treholt, sem grunaður er um njósnir, hefur verið framlengt um átta vikur, fram til 2. nóvember. Fariö hafði verið fram á 12 vikna framlengingu af hálfu lög- reglunnar eins og verið hefur. Þykir þetta því nokkur sigur fyrir Treholt og verjanda hans, Ulf Underland. Næsta stig verður líklega það að Treholt verði látinnlausumtíma. Einangrun Treholts hefur nú verið rofin að miklu leyti en hann situr í bæjarfangelsinu í Drammen. Nú fá vinir Treholts að heimsækja hann, auk fjölskyldu, og hann fær að fýlgjast meö útvarpi, sjónvarpi og blööum. Honum er einnig leyft að skrifa bréf, en þau eru ritskoðuð. Rannsóknarlögreglunni hefur tekist að hafa uppi á þeim 50.000 dollurum sem Treholt fékk fyrir njósnir í þágu Iraks en peningamir eru geymdir í svissneskum bönkum. Treholt hefur hingað til ekki játað á sig njósnir fyrir Irak eða Sovétríkin. Hann heldur fast við þann framburð sinn að hann hafi afhent f ulltrúum þessara ríkja leynileg skjöl án þess aö skaða Noreg á nokk- urn hátt. -PÁ, Osló. 70 særðir eftir bíla- sprengju á N-írlandi Bílsprengja særði 70 manns í landa- mærabæ á Norður-Irlandi í gær. Lög- regla fékk aðvörun um aö sprengja myndi springa á vissri götu í bænum Newry eftir 40 mínútur en var ekki sagt í hvaða bíl sprengjan væri. Hún varð því að loka allri götunni en áður en þaö tækist fullkomlega sprakk sprengjan. Enginn hefur tekið á sig ábyrgðina á sprengjutilræðinu en Irski lýðveldis- herinn er grunaður. Á 14 árum ofbeldis á Norður-Irlandi hafa fleiri en 2.300 farist. Enginn meiddist alvariega. æt Kanada: Ihaldsmenn fá yfirgnæfandi meiríhluta — Þeim er spáð 190 þingsætum af 282 íhaldsmenn undir forystu Brian Mul- roney unnu stórsigur í kosningunum í Kanada í gær. Síðustu tölur sýna að framfarasinnaði íhaldsflokkurinn er þegar kominn með hreinan meirihluta á þingi, 144 sæti af 282. Frjálslyndi flokkurinn, undir forystu John Tumer, hrapaði úr 139 þingsætum niður í 29, þegar atkvæði í rúmlega helmingi kjördæma höfðu verið talin. Þingsæta- tölur beggja flokkanna eiga enn eftir að hækka töluvert eftir því sem tölur koma frá fleiri kjördæmum. Ihalds- mönnum er spáð aUs 190 sætum. Mulroney vann persónulegan sigur með því að ná kosningu á þing frá heimabæ sínum Baie-Comeau, sem venjulega hefur kosið frjálslyndan mann á þing. Það þótti mikið hættuspil hjá Mulroney aö bjóða sig fram í þessum litla millubæ við St. Lawrence- fljót. John Tumer tók líka áhættu meö því að bjóöa sig fram í Vancouver á Kyrra- hafsströnd. Hann var í mikilli hættu á aö tapa því sæti þegar síðast fréttist en eitthvaö mun dragast að telja atkvæði þaöan. Að minnsta kosti 11 ráöherrar frjálslyndra, sem eru í stjóm, náðu ekki kosningu. Einna hrapallegastur var ósigur frjálslyndra í Quebec en í því fýlki hafa þeir venjulega staöiö hvað traust- ustum fótum. Nú hafa íhaldsmenn unnið að minnsta kosti 61 af 75 kjör- dæmumíQuebec . 1 héruðunum við Atlantshaf unnu íhaldsmenn að minnsta kosti 25 af 32 Minnisvarði um „Flug007” I Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, hefur verið reistur nær 30 metra hár minnisvarði um „Flug 007”, kóresku farþegaþotuna, semSovét- menn skutu niður fyrir ári. Meö henni fórust 269 manns. — Minnis- varðanum er komið fyrir í kirkju- garði rétt sunnan höfuöborgarinn- ar þar sem hvíla Kóreumenn er dá- iöhafa erlendis. þingsætum sem keppt var um. Fyrir kosningamar réðu frjálslyndir þessum svæðum með 19 sætum. Þessi sigur íhaldsmanna er sá stærsti síðan annar íhaldsmaður, John Diefenbaker, komst til valda árið 1958. Alls hafa frjálslyndir fariö með stjórn á landinu í 21 ár fyrir utan níu mánaöa valdatíma íhaldsmanna fyrir nokkrum árum. John Tumer, sem tók viö forsætis- ráðherraembættinu þegar Pierre Aö minnsta kosti einn maður lést og 50 særðust í mótmælaaðgerðum í Chile í gær. Lögregla notaði háþrýstivatns- dælur á mannf jölda sem var aö syngja þjóðsöng Chile á þrepum dómkirkj- unnar í Santiago. Fólkið var að mót- mæla herstjórninni í landinu og krefj- ast lýðræðis. Maðurinn, sem lést, var franskur prestur. Að sögn lögreglu er ekki vitað hver drap hann en að sögn vinar mannsins var það lögreglan sem skaut Trudeau sagði af sér fyrir tveim mánuðum, hefur eftir þessar kosning- ar veriö styttri tíma í embætti en nokkur annar forsætisráöherra Kan- ada á 20. öldinni. Kanadíska ríkissjónvarpiö spáöi því í nótt að alls myndu íhaldsmenn fá 190 sæti á þingi en frjálslyndir 61. Afgang- ur sætanna mun fara að mestu til hins vinstri sinnaöa Nýja lýðræðisflokks, sem virðist ætla að bæta við sig veru- legufyigi. hann eftir að hann hafði talað við blaðamann á götu úti. Hann sagði að lögregla heföi komið í hendingskasti niður götuna og skotið á prestinn úr hríðskotabyssum. Lögregla sagði að 14 sprengjur, að minnsta kosti, hefðu sprungið í Santi- ago í fyrrinótt. Fregnir frá Valparíso, næststærstu borg Chile, segja að þar hafi lögregla beint táragasi að námsmönnum sem voru að mótmæla herstjórninni. Robert Schneller frá Stuttgart vakti athygli í réttarsalnum í Hamborg sem tvífari Hitlers. Tvífarí Hitlers Dómaranum í máli Heidemanns og fölsuöu dagbókanna hans Hitlers brá ekki lítið þegar hann tók sæti sitt í réttinum í Hamborg og leit yfir sal- inn. — Var þetta ekki Hitler sjálfur sem starði beint í augu honum af fremsta áheyrendabekk? Að vísu ekki hann sjálfur en tvífari hans. — Robert Schneller frá Stuttgart bar sama yfirskeggið, sömu hárgreiðsluna og svipað yfir- bragð og varö fyrir þá sök tilefni mikils uppistands í réttinum. I réttarhléi sagði Schneller við fréttamenn að hann hefði af tilviljun veriö staddur í Hamborg og af for- vitni litið inn til að hlýða á málflutn- inginn. Hann lét sér hvergi bregða við athyglina og var raunar ekki fyrir neinum svo að ekki var amast við veru hans í réttarsalnum. Óeirðir íChile: LOGREGLA SKAUT FRANSKAN PREST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.