Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Page 7
DV. MEÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984.
7
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Shiite-músllmar á fjöldafundi í Vestur-Beirút vegna kröfunnar um framsal
Mussa Sadr, trúarleiötoga þeirra.
VIUA TRÚAR-
LEIÐTOGA SINN
HEIM FRÁ LÍBÝU
Shiite-múslimar í Líbanon sakna enn
sárlega trúarleiötoga síns, Mussa
Sadr, og efndu nýlega til kröfugöngu í
Vestur-Beirút í tilefni af því aö sex ár
eru liöin síðan Mussa Sadr hvarf
sporlaust í Líbýu þar sem hann var
gestur Gaddaf i-stjómarinnar.
Þeir krefjast þess aö Gaddafi ofursti
skili þeim Sadr aftur eða geri að
minnsta kosti fulla grein fyrir af-
drifum hans. — Auk kröfugöngunnar
var vinna lögð niður í heilan dag að
áskorun Nabih Berri, leiðtoga shiite-
múslima.
Frá því að Mussa Sadr hvarf hafa
shiite-múslimar rænt farþegaþotu frá
Líbýu, líbýskum diplómötum og marg-
sinnis gert aðsúg að líbýskum fyrir-
tækjum eða ræðismannsskrifstofum í
Líbanon til áréttingar kröfum um að
trúarleiðtoga þeirra verði skilaö. En
allt hefur verið án árangurs.
Þögnin rof-
/n um for-
seta Sovét-
ríkjanna
Þess er beöið með nokkurri eftir-
væntingu hvort Konstantin Tjernenkó,
forseti Sovétríkjanna, komi fram opin-
berlega í dag, en hann hefur ekki sést á
almannafæri í sjö vikur.
Victor Louis, sovéskur fréttamaður
sem þykir hafa góð sambönd viö ráða-
menn, sagði breskum og v-þýskum
blöðum í gær að búist væri við því að
Tjernenkó mundi koma fram opinber-
,lega í dag til þess að heiöra þrjá sov-
éska geimfra. Meðal þeirra mun
vera Svetlana Savitskaya sem fyrst
kvenna varö til þess að ganga úti í
geimnum.
Það hefur vakið mikið umtal að
Tjemenkó skuli ekki hafa komið fram
opinberlega lengi og hefur sjaldam
verið getið í sovéskum fjölmiðlum!
þennan tíma. Hann verður 73 ára núna
24. september. — Þykja mönnum ekki
aörar skýringar nærtækar en aö
annaðhvort eigi Tjemenko við heilsu-
brest aö stríöa eöa þá aö hann hafi ekki
náö völdum forvera sinna á leiðtoga-
stólnum.
Þegar Andrópov átti við sín veikindi
aö stríða í fyrra kom hann.síðast opin-
berlega fram í ágúst en hann andaðist í
febrúar síöasta vetur. Allan þann tíma
var þó nafn hans ofarlega á baugi í
opinberum tilkynningum og fréttumj
f jölmiðlanna í Sovétríkjunum.
Blóðugar blökku-
mannaóeirðir
Eldar loguðu í hverfum blökku-
manna í gærkvöldi eftir óeirðir sem
kostuðu 29 manns lífið en í dag er geng-
ið til forsetakosninga.
Oeirðirnar hafa aðallega verið í
Sharpeville og nærliggjandi blökku-
mannahverfum og hófust fyrir þrem
dögum. Lögreglan beitti táragasi og
skotvopnum til þess aö dreifa mann-
söfnuði og koma á ró og er talið aö
hundruðhafi særst.
Tilefnið var óánægja með hækkun á
húsaleigu.
Þetta þykja verstu óeirðir sem orðið
hafa í S-Afríku síðan 1976. — Sharpe-
ville, sem er um 50 km suður af
Jóhannesarborg, var í heimsfréttun-
um 1960 vegna óeiröa þegar lögreglan
skaut tii bana 69 blökkumenn.
P.W. Botha, fyrrum forsætisráð-
herra (68 ára), verður kosinn af sér-
stöku kjörráði þriggja deilda þingsins
til nýbreytts embættis forseta S-
Afríku. Hefur forsetinn meiri völd en
áður.
Frestar heimsókninni
r
Akvörðun Honeckers talin runnin undan rifjum Kremlverja
I Bonn eru uppi ýmsar meiningar um
þá ákvörðun Erichs Honeckers, leið-
toga a-þýskra kommúnista, að fresta
fyrirhugaðri heimsókn sinni til V-
Þýskalands. Er jafnvel fullyrt að
Kremlstjórnin hafi haft áhrif á
Honecker, sem ætlaði að veröa fyrsti
leiðtogi A-Þýskalands til þess aö heim-
sækja opinberlega V-Þýskaland.
I tilkynningu a-þýsku stjómarinnar
um frestunina var komist svo að orði
aðheimsóknin væri „ekkitímabær”.
Að undanfömu hafa sovéskir fjöl-
miölar veist mjög aö v-þýsku stjóm-
inni og Kohl kanslara og hefur það ver-
ið túlkaö svo að Kremlverjar hefðu
ímugust á því hve dælt væri orðið á
milli þýsku ríkjanna beggja.
Búist hafði verið við því aö Honeeker
kæmi í heimsókn dagana 26. til 30.
september. Heimsókninni hefur ekki
verið endanlega aflýst heldur aðeins
slegið á frest.
SEPTEMBER
ÚTBOÐ
RÍKISVÍXLA
Skilafresturtilboða ertil kl. 14:00 miðvikudaginn
12. september 1984. Tilboðum sé skilað til lánadeildar
Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, fyrir
þann tíma.
Útboðsskilmálar, sem eru hliðstæðir þeim sem giltu
í ágústútboðinu, liggja frammi ásamttilboðseyðublaði í
afgreiðslu Seðlabankans, en þeir eru helstir:
IGert sé tilboð í lágmark 5 víxla hvern að
■ fjárhæð kr. 50.000.- þ.e. nafnverð
kr. 250.000.-, eða heilt margfeldi af því.
2.
3.
Tilboðstrygging erkr. 10.000.-
Útgáfudagur víxlanna er 14. þ.m. og
gjalddagi 14. desember n.k.
A Ríkisvíxlarnir eru stimpilfrjálsir og
án þóknunar.
Um skattalega meðferð þeirra gilda
sömu reglurog hverju sinni um
innstæður í bönkum og sparisjóðum.
Reykjavík 3. september 1984
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS