Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Page 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið ísland kynnt í Dortmund Island var ofarlega á baugi í Dort- mund í V-Þýskalandi í síöustu viku. Ástæðan var sérstök Islandsvika sem hófst laugardaginn 25. ágúst. Um eitt hundraö og fimmtíu gestir voru viö- staddir er opnunarhátíðin fór fram. Ýmsir héldu ræður viö þetta tækifæri, m.a. Hannes Jónsson, sendiherra Islands í Bonn, sem lýsti sýninguna formlega opnaöa. Dagskráin var fjöíbreytt. Meöal annars söng Mótettukór Hallgríms- kirkju nokkur lög undir stjórn Haröar Áskelssonar. Kórinn er nú á sextán daga tónleikaferð um V-Þýskaland. Þá er einnig boöið upp á kammertónleika þeirra Ingu Rósar Ingólfsdóttur og Harðar Áskelssonar. Þá voru sýndar litskyggnur, lesið var leikrit eftir. Halldór Laxness og aö sjálfsögöu var snætt íslenskt lambakjöt meö öllu saman. 1 tilefni vikunnar mátti víöa í Dort- mund sjá Islandsútstillingar, þar á meöal sýningu á þrykki og ljósmynd- um í afgreiöslu v-þýska landsbankans. Var vika þessi í einu og öllu áhugaverð og vel heppnuð. rÐTTT JDlvl %J ÍCiÍUrlCv/JLn í FRUMSKÓGI VAXTA? LÁTTU RÁÐGJAFANN t UTVEGSBANKANUM JjaEáJUÆjJiiJ Æ Æ víJtÆt Æ'JmJlÆ\i NAhM 5ÉR FUÓTT HVAÐ ÞÉR ER FYRIR BE5TU. OCj MAMN RfEÐUR ÞÉB EIEILT. Ráðgjafinn \ ÚtvegsbanHanum er rétti leiðsögumaðurinn í þeim frumsHógi vaxta, 5em nú hefur sprottið upp. Þar átt þú margra Hosta völ. En gáðu að þér. 5á innlánsreiHningur sem hentar einum best, þarf alls eHHi að henta öðrum. Eldra fólH að selja stóra íbúð og fara í aðra minni, sHattarnir, fyrirhugað ferðalag, jólamánuðurinn, bílaHaup, gifting, fjölgun í fjölsHyldunni. Þú 5érð að aðstæður manna eru mismunandi. Talaðu þwí wið Ráðgjafann í ÚtwegsbanHanum. Þlann sér fljótt hwað þér er fyrir bestu. NÁEXjJfiFINN - EARAR5TJÓRI ÞINN / ERUM5KÓ0I V/VVA. ÚTVEGSBANKINN EINM BAMKI • ðU. MÖNUSTA Mótettukór Hallgrímskirkju söng viö opnunarhátíðina en kórinn er á ferða- lagi um V-Þýskaland. DV-myndir Hans Sætran Dr. Gylfi Þ. Gíslason ræddi um islensku rithöfundana Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness. Anna Guðbrandsdóttir er yngsti ís- lendingurinn í Dortmund. Hún bar að sjálfsögðu fána lands sins i tilefni dagsins. íálfaleit Hinn góðkunni leikari, Dudley Moore, hefur þegið tilboð um að ieika álf í nýrri kvikmynd. Framleiðendumir hafa þó enn höfuðverk út af myndinni. Þeir þurfa aö finna 150 aðra álfa af sömu stærð og Dudley en hann er aðeins 150 cm á hæö. Á myndinni er hann með unnustu sinni, sýningar- stúlkunni Susan Anton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.