Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1984, Page 32
 FRETTASKOTIÐ 687858 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68 66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1984. Grænlenskt svæðioggræn- lenskurfiskur — segir Uffe Elleman „Grænlendingar eru í fullum rétti til að gera samkomulag eins og þeir gerðu á dögunum við Færeyinga. Þetta er grænlenskt svæði og grænlenskur fiskur,” segir Uffe Elleman Jensen meðal annars í samtali við DV sem birtist á blaðsíöu 5 í dag. Hann sagöist vonast til að ágrein- ingurinn um Jan Mayen-svæðið leystist fljótlega. „islendingar verða að skilja okkar sjónarmiö en ég er ekki bara utanríkisráöherra Danmerkur p- heldurFæreyjaogGrænlandslíka.” -KÞ. „Ég er hófsamur laxveiöimaður, eins og við Danir höfum verið í veið- unum við Jan Mayen,” sagði Uffe Elleman Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, þar sem hann var að veið- um í Laxá í Kjós í gær. Þar landaði hann einum fjögurra punda laxi og nokkrum silungum. -KÞ/DV-mynd Eiríkur Jóusson. Lukkudagar á bíósíðu Athygli skal vakin á því að númerin í lukkudögunum birtast nú og framvegis á bíósíðu blaðsins. VERKEFNAUSTINN AFGREIDDUR í DAG — töluverð andstaða í þingflokki Framsóknarflokks „ Við afgreiöum þetta í meginatrið- um í dag,” sagöi Davíð Aðalsteinsson alþingismaður í samtali við DV i morgun. Aðrir þingmenn Fram- sóknarflokksins, sem blaöið ræddi viö, tóku í sama streng og töldu að nýr verkefnalisti ríkisstjórnarinnar sæi dagsins ljós í fyrramálið. Samkvæmt upplýsingum DV hafa nokkrar tilögur flokksformannanna mætt töluverðri andstöðu h já sumum þingmönnum Framsóknarflokksins. Hafa þeir meðal annars andmælt því að útflutningsbætur á landbúnaöar- afuröir verði felldar niöur á 2—4 árum, eins og formennirnir hafa lagt til. Einnig hefur því verið haldið fram að Byggðasjóöur yröi lítiö annað en nafnið eitt eftir að Fram- kvæmdasjóður hefur verið fluttur yfir í bankakerfið. Þá hafa menn lagst gegn því að Búnaðarbankinn verði sameinaður öðrum bönkum. Tillögum flokksformannanna hefur verið betur tekiö í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ekki mun gæta andstöðu viö einstaka þætti tillagn- anna þótt einn og einn þingmaður hafi gert fyrirvara viö nokkur mál. Umræður um fjárlög munu vera meginástæöan fyrir því hve þing- flokksfundir sjálfstæðismanna hafa dregist á langinn. Menn velta til dæmis vöngum yfir því að hve miklu leyti lækkun tekjuskatts verði mætt með hækkun söluskatts. Þá hefur verið rætt um að taka upp skyldu- spamað á hátekjur. Fundur í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins í gær stóð frá því um há- degi og fram á áttunda tímann. Framsóknarmenn voru að langt fram yfir miðnætti. I dag verður haldinn fundur í þingflokki Sjálf- stæöisflokksins klukkan 13.30 og klukkan 10.30 í þingflokki Fram- sóknarflokksins. Þá hefur verið boð- aö til ríkisstjórnarfundar í fyrra- málið þar sem gert er ráð fyrir að verkefnalistinn verði endanlega samþykktur. HH/EA „Þaö hefst með trópí," sagöi Guömundur J. Guðmundsson, formaöur Verkamannasambands íslands, skömmu áöur en fundur forystumanna VMSÍ og Vinnuveitendasambands ísiands hófst i hádeginu i gœr. Davíö Scheving Thorsteinsson sá til þess aö enginn yrði þyrstur á meðan reynt var aö ná samkomulagi í kjaradeilu þessara aðila. Fundur þessi var árangurslaus en annar fundur hefur verið boöaöur í vikunni. Sjá nánar um samningamáiin á bls. 3. EA /DV-mynd Bjarnleifur Fyrir víðförla. Borgarfógeti leikur kef Ivískan sjómann grátt: „Seldu bflinn minn á uppboði f misgripum” Það getur verið erfitt að vera sjó- maður, sérstaklega þegar maður kemur í land og kemst að því að búið er að selja bílinn manns á uppboöi — ímisgripum. „Eg var á sjónum í allt sumar og bíllinn minn, Mercury Comet 74, var á bifreiðaverkstæði á meðan,” sagði Ámi Þórhallsson, ungur keflvískur sjómaður, í samtali við DV. „Reyndar ætlaöi ég að selja bilinn og var búinn að biðja kunningja minn að gera það fyrir mig. Þegar hann kom á bif- reiðaverkstæðiö til að ná í bílinn var honum tjáð að starfsmenn borgar- fógetaembættisins hefðu verið þar á ferð skömmu áður, hirt bílinn og selt á uppboði,” sagði Arni. Gallinn var bara sá að starfsmenn borgarfógeta höfðu tekið rangan bíl og eftir stóö annar Mercury Comet 74, brúnn að lit eins og bíll Áma,og það var sá sem átti að fara á uppboöið. „Eg er búinn að finna bílinn minn eftir tveggja vikna leit og ég vil fá hann aftur. Bíllinn er í Hafnarfirði og núverandi eigandi er að sjálfsögöu ekkert á því að láta mig hafa hann. Borgarfógetaembættið ber að sjálf- sögðu alla ábyrgð á þessu en þar er lítið um svör,” sagði keflvíski sjó- maðurinn. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.