Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER1984.
3
Höskuldur Jónsson rádunoytisstjóri.
Söluskattsskilum
frestad í 5 daga
— og lengur verði „ástand ekki komið í eðlilegt horf”
„Við höfum ákveðið að eindagi
söluskattsskila verði færður frá 25.
október fram til 30. október. I dag
munum við birta tilkynningar um
þaö hvar menn geta fengið söluskatts-
skýrslur og gert skil,” segir Höskuld-
ur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjár-
máiaráðuneytinu.
Innheimtumenn söluskatts munu
því halda áfram að þukla seðla-
búntin lengur en ella í þessum verk-
fallsmánuði. Vegna verkfalls
opinberra starfsmanna hafa þeim
engin eyðublöð borist vegna sölu-'
skattsskilanna og eiga því óhægt um
vik.
Mánaöarleg skil á söluskatti munu
nema 500—700 milljónum króna. Það
er galli á frestun skiianna að eftir 30.
er enn einn dagur eftir af október-
mánuði. Dráttarvextir verða þvi
reiknaöir á vanskil þann 31. Þó mun
frestunin líklega verða lengd „verði
ástand ekki komið í eöiilegt horf”, aö
sögn Höskuldar Jónssonar.
-HERB.
ALSAMNINGAR UNDIR-
_ r endurskoðun,
RITAÐIR 5.N0VEMBER ogdómsátt
A samningafundi islensku ál-
viðræðunefndarinnar og fulltrúa
Alusuisse í London þann 9. október
síðastliöinn tókst samkomulag um
öll helstu deilumál varðandi álverið
í Straumsvík. Samkomulag varð um
öll atriði orkusölusamningsins og
aðilar eru sammála um að gera
dómsátt í þeim þremur deilumálum
sem lögð hafa verið fyrir gerðar-
dóma. Búist er við að samkomulagið
verði undirritað í Zurich 5. nó vember
næstkomandi.
Samkomuiagið sem gert var i
London felur í sér að raforkuverð til
álversins verði tengt heimsmarkaðs-
verði á áli og getur þá orðið á bilinu
12,5 til 18,5 mill á kílóvattstund.
Reiknað er með að meðalorkuverð á
næstu árum verði um 15 til 16 mill.
Orkuverðið er nú 9,5 mill. Um þetta
var þegar samkomulag á fundi sem
haldinn var í Amsterdam í
september. I London tókst hins
vegar samkomuiag um að ákvæði
um reglulega endurskoöun verði tek-
ið inn í orkusölusamninginn og verö-
ur hann hér eftir endurskoðaöur á
fimm ára fresti. Þá hefur Alusuisse
faliið frá fyrri kröfu sinni um aö
kaupskylda þess á raforku verði
minnkuð um 30%, þannig að kaup-
skyldan á raforku verður eins og í
gildandi samningi.
Aðilar urðu sammáia um að gera
dómsátt í þeim þremur deilumálum
sem lögð hafa verið fyrir gerðar-
dóma. Hér er um að ræða í fyrsta
lagi ágreining um skattgreiðslur
Alusuisse og túlkun á ákvæðum
samninga varðandi verð á aðföng-
um, eða svonefnda „hækkun í hafi”.
Borgarsamningarnir felldir:
„Held að samningar
BSRB fari aldrei
langt f rá þeim”
— segir Haraldur Hannesson
„Eg held að þaö sé biðstaða þangaö
til BSRB hefur náð samningum,”
sagði Haraldur Hannesson, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkurborg-
FyrirtækiíReykja-
vík kaupa DNG
Milli 10 og 15 fyrirtæki í Reykjavík
ætia aö mynda hlutafélag og kaupa
51% í DNG rafeindafyrirtækinu á
Akureyri. Núverandi eigendur munu
halda 49%. Það er Félag íslenskra iön-
rekenda sem hefur beitt sér fyrir þess-
ari lausn. Víglundur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri þess, sagði í sam-
tali við DV að gengið yrði frá þessu
fljótlega.
1 sumar stóð til aö bjarga DNG með
þvi að stofna almenningshlutafélag
fyrir norðan um reksturinn. Að sögn
Davíðs Gíslasonar, forstjóra DNG,
safnaðist ekki nægjanlegt fé. „Það er
vilji hjá almenningi en fyrirtækin voru
ekki spennt. Það virðast ekki vera til
peningar á svæðinu,” sagði hann.
Núverandi húsnæði DNG er lítið og
óhentugt og til stendur að fyrirtækið
verði flutt í skemmu sem verið er aö
reisa við Lónsbrú í Glæsibæjarhreppi,
gegnt núverandi húsnæði DNG.
Viglundur Þorsteinsson sagði að gert
væri ráö fyrir að það tæki nokkurn
tíma aðbyggja DNG upp.
„Innan nokkurra ára gera menn sér
vonir um að veltan geti orðið nokkrir
tugir milljóna á ári. ”
EH/JBH/Akureyri
ar, í samtali við DV en borgarstarfis-
menn hafa eins og kunnugt er fellt
samninga þá sem gerðir höföu verið
við Reykjavíkurborg. „Mér sýnist að
það sé aðalsjónarmiöið i þessu að
okkar fólk hefur taiiö að hægt væri að
ná meira út úr þessum samningum. Eg
held að samningar BSRB fari aidrei
langt frá þeim samningum sem við
höföum gert,” bætti Haraldur viö.
„Ég tel að samningarnir hafi verið
skynsamlegir og viðunandi og borgin
hafi teygt sig langt í því skyni að rjúfa
þann vítahring sem samningaviðræð-
urnar hvarvetna voru komnar í,”
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri.
„Samningamir voru affluttir af for-
ystu BSRB. — Sem þó hafði áður mælt
með því að þessar viðræður færu í
gang. Nú eru liðnir tæpir tíu dagar frá
þvíað samningarnirvorugerðir. A
þeim tima hefur BSRB tapaö
peningum sem kosta þá 3,5 til 4 prósent
umfram borgarsamningana sem tekur
þá heiltáraðjafna.
Mér segir því svo hugur um að þegar
upp verði staðiö muni opinberir starfs-
menn sitja uppi með verri samninga
heldur en þá sem felldir voru hjá borg-
inni.
Við munum halda að okkur höndum í
bili og fylgjast með því sem gerist hjá
BSRB og rikinu. Sjá hvort formaður og
varaformaður BSRB munu koma út
með þau 35 til 40 prósent sem þeir gáfu
borgarstarfsmönnum í skyn að þeir
gætu náð,” sagði Davíð Oddsson.
-SGV.
I öðru lagi er deiit um hvort íslenskum
stjómvöldum sé kleift að leggja á
skatt aftur í tímann þar sem ekki var
krafist endurskoðunar innan
ákveðins tíma. I þriðja lagi er fyrir
gerðardómi ágreiningur um af-
skriftareglur á hreinsibúnaði álvers-
ins. Alusuisse er reiðubúið að greiða
rúmlega eitt hundrað milljónir króna
tii aö dómsátt geti tekist í þessum
málum, samkvæmt heimildum DV.
Þessi upphæö hefur þó ekki verið gef-
in upp opinberlega en hugsanlega að
hún verði upplýst á Aiþingi síðar í
þessari viku er iönaöarráðherra
leggur fram skýrslu um þessa samn-
ingsgerð.
Lögfræðingar beggja aðila eru nú
að ganga frá texta að lögformlegum
samningum um þessi atriði. Þar sem
þeir liggja ekki fyrir hefur hvorki
ríkisstjórn Islands né stjórn Alu-
suisse formlega samþykkt sam-
komulagiö. Ríkisstjórnin er þó sam-
þykk samkomulaginu.
Þegar samningamir hafa verið
undirritaöir í byrjun nóvember eru
aöeins tvö óleyst mál eftir. Annars
vegar er talið þurfa að breyta
reglum um skattgreiðslur Alusuisse
og einfalda þær, þannig aö ekki þurfi
að koma til ágreinings þeirra vegna
síðar. Hins vegar er eftir að semja
um stækkun álversins í Straumsvík.
Rætt hefur verið um að stækka ál-
verið um 50% og er miöaö við að
hægt veröi aö taka þann hluta í
gagnið á árabilinu 1988 til 1989. Nýr
eignaraöili verður væntaniega
tekinn inn í þann hluta verk-
smiðjunnar og hefur ríkisstjórnin
verið með það til athugunar að ger-
ast eignaraðili. En þessi mái munu
bíðasiðarifunda.
-ÓEF.
VANTAR ÞIG
NOTAÐAN BÍL?
HEKLll bílasalurinn
er opinn
virka daga kl. 9.00—18.00,
fimmtudaga kl. 9.00 —22.00,
laugardaga kl. 13.00—17.00.
Glæsilegt úrval notaðra bíla!
KAUPBÆTIR
IMýir Goodyear vetrarhjólbarðar fylgja með not-
uðu bílunum frá okkur.
Sími söludeildar: 11276.