Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Síða 12
12
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER1984.
Frjálst.óháð dagbJað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Áuglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR.P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir.smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverö á mánuöi 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helnarblaö 28 kr.
Endalok stjómarstefnunnar
Stjórnarstefnan er að hrynja eins og spilaborg. Tölur
hafa farið hækkandi með hverjum degi í kjarasamning-
um, sem hafa verið gerðir. Nú stefnir að óbreyttu í, að al-
mennt verði kauphækkanir næstu fjórtán mánuði vel yfir
20 prósent. Því fylgja gengisfellingar. Því fylgir verð-
bólga, líklega 30—40 prósent.
Ríkisstjómin hefur byggt stefnu sína á allt öðrum for-
sendum. Verðbólgunni hafði verið komið niður úr 130% í
15—20% með kjaraskerðingu. Á þessu átti að byggja. Á
miðju sumri ræddu formenn stjórnarflokkanna um
endurnýjun stjórnarsáttmálans. Eftir það var enn rætt
um að koma verðbólgu næsta árs niður í eins stafs tölu.
Gengisfelling skyldi aðeins verða 5 prósent á árinu. Þetta
er nú, nokkrum vikum seinna, eins og fornsaga.
Verði kjarasamningar eins og stefnir, mun verðbólgan
ríða yfir að nýju. Eftir kauphækkanirnar kemur gengis-
felling mun meiri en stjórnarstefnan sagði til um. Hallinn
á viðskiptum við útlönd mun enn vaxa, svo og erlend
skuldasöfnun.
Stjómarflokkunum tókst ekki að sannfæra þjóðina um,
að þeir gætu haldið á framhaldinu, eftir góðan árangur í
baráttu við verðbólguna, en aðeins tímabundinn.
Vænta mátti nýrra aðgerða strax síðastliðinn vetur,
ætti ríkisstjórnin að halda áfram að höfða til fólks. Þær
urðu engar.
Vonir voru bundnar við endurskoðun stjórnarsáttmál-
ans. Þar var þó ekki tekið á meginvanda efnahagsmála.
Lagfæringarnar, sem formennirnir, Steingrímur og
Þorsteinn, komu sér saman um, voru góðra gjalda
verðar. En mikið skorti á, að þær kæmu ríkisstjóminni úr
sjálfheldunni.
Enn átti ríkisstjómin leik fyrir aðeins rúmum mánuði.
Talsveröur skilningur var í launþegahópnum á nauðsyn
þess að fara ekki í gamla farið og gera verðbólgusamn-
inga.
Margir launþegaforingjar töluðu um, að varðveita
þyrfti kaupmátt samninganna frá síðasta vetri — en
ganga ekki lengra.
Þannig voru víða uppi kröfur um 5—7 prósent kaup-
hækkanir og skattalækkanir. Mörg verkalýðsfélög sögðu
ekki einu sinni upp kaupliðum kjarasamninga 1. septem-
ber.
Ríkisstjórnin hefði mörgu bjargað með því að gangast
fyrir samningum af þessu tagi. Þá hefði enn verið unnt aö
segja, að stjórnarstefnan væri til.
Til voru þeir að vísu, sem sögöu, að nú skyldi stjórnar-
stefnunni hnekkt. Forysta Alþýðubandalagsins ýtti undir
ákafamennina.
Ríkisstjórnin tók ekki af skarið og glataði tækifærinu til
að standa fyrir samningum, sem hefðu varðveitt kaup-
mátt án verðbólgusprengingar. Ríkisstjórnin glataði til-
trú meirihlutans, þegar á samningabardagann leið, eins
og skoðanakönnun sýnir, sem DV birti í gær.
Því hefur stjómarstefnan hrunið, þar sem saman hefur
farið harðýðgi einstakra verkalýðsforingja og stjórnar-
andstæðinga og lánleysi stjórnarforystunnar.
Verst er, að fómir landsmanna síðustu mánuði kunna
að hafa verið unnar gjörsamlega fyrir gýg.
Við tekur nýtt glæfraskeið eins og fyrrum var.
Haukur Helgason.
Létt að hirða millj
ónir úr léttmjólk
Við höfum fengið nýtt mjólkurverð
og reyndar nýjar mjólkurumbúðir
lika, eöa að minnsta kosti öðruvísi
prentaðar. Og í lista yfir mjólkur-
efniö, eða innihaldið og næringar-
gildið, þar sem sagt er frá víta-
mínum og fosfór, segir að nýmjólkin
sé nú 3,5% feit, sem er dálítið ein-
kennilegt því meðalfita í mjólk frá
samlagssvæðinu hér, eða Mjólkurbúi
Flóamanna, er leggur til obbann af
samsölumjólkinni, var á seinasta ári
3,9% og fyrir norðan og á öðrum
stöðum er fituinnihaldið 4% og vel
yfir það.
I lögum er nýmjólk, eða mjólk á
hinn bóginn skilgreind að hún sé það
sem kemur úr kúnni og ekkert hefur
verö tekiö úr og engu bætt í. Og það
hygg ég að sé réttur og almennur
skilningur á orðinu mjólk. Er því
óljóst með öllu, hvemig farið er að
því að fá fituna niður í 3,5% án
aöstoðar vatnsveitunnar, nema
prentvilla sé á femunum, sem núna
eru grænar, svona eins og til aö
undirstrika að landbúnaöurinn ekur
enn á grænu ljósi, þrátt fyrir allt.
JÓNAS
GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
Mjólkurfítan
er verðmæt
Eins og flestum er kunnugt þá fer
verð til bænda á mjólkm.a. eftir fitu-
innihaldi mjólkurinnar vegna þess
að mjólkurfitan skiptir veruiegu
máli fyrir mjólkuriðnaðinn. Hin
hnausþykka kostamjólk er þannig
verömætari en sullið er vondir
mjólkurgripir gefa frá sér. Þess
vegna taka mjólkurkaupendur, eða
mjólkuriönaðurinn, fituinnihaldið
með í reikninginn þegar gert er upp
við bændur, en þess utan er mjólkin
flokkuð og verðfelling er ekki eins-
dæmi, þótt mest af mjólkinni sé
fyrsta flokks, eða 98,3% hjá MBF og
meöalfita mjólkur jókst um 0.028 og
er meðalfitan nú 3.920% sem þó mun
undir landsmeðaltali.
Þeir sem eitthvað þekkja til
mjólkuriðnaðar vita að fituinnihald
nýmjólkur skiptir vinnsluna veru-
legu máli og erlendis eru neytendur
látnir njóta þess arna.
Island er þó undantekning að þessu
leyti, því að þar er mjólkurfita neyt-
endum og verölagningunni óvið-
komandi, endá þótt um milljóna
verðmæti sé að ræða.
Má ætla aö mjólkurstöðvarnar hafi
þannig haft af neytendum og yfir-
völdum milljóiiatugi á seinasta ári
með prettum.
Sem dæmi um þetta, þá kostaöi
einn lítri af nýmjólk á fyrri hluta
þessa árs kr. 22,30 og mjólkin þá
talin 3,8% feit. Léttmjólk, sem er
aðeins 1,5% feit, kostaði þá það
sama, eða kr. 22,30 enda þótt búið sé
^ „Þar að auki eru milljónir hafðar af
ríkinu með niðurgreiðslum á smjör sem
búið er til úr óborguðum rjóma.”
-s
Orðum í eyru bar
áttumanns vísað
til föðurhúsanna
Einhver Garðar Sverrisson, sem
titlar sig starfsmann þingflokks
Bandalags jafnaðarmanna, sendi
mér í sumar kaldar kveðjur hér á
síðumDV.
Þar sem ég var f jarri menningar-
straumum síðdegispressunnar
drjúgan hluta sumarsins var það
fyrir hreina tilviljun að mér var bent
á tilskrif herra Garðars Sverris-
sonar.
Tilefni skrifa hans er grein eftir
mig um skipulagsmál verkalýðs-
hreyfingarinnar sem birtist hér í DV.
I téðri grein benti ég á að frum-
varp Vilmundar heitins Gylfasonar,
um breytingar á skipulagi verka-
lýðshreyfingarinnar, væri dæmi um
tilraunir af hálfu misviturra pólitík-
usa til að þrengja réttindi og baráttu-
stöðu verkalýðshreyfingarinnar.
Þetta hefur ugglaúst farið fyrir
brjóstið á „bírókratanum” hjá
Bandalagi jafnaðarmanna því aö
eftir því sem best veröur vitað er
umrætt frumvarp einn af hugmynda-
fræðilegum hornsteinum þess flokks.
Hugmyndafræðilegir hornsteinar
þess flokks eru víst ekki margir svo
að það er skiljanlegt að „bírókrat-
anum” sámi.
Hins vegar stend ég að fullu við
þessi orð og mun rökstyðja það í
þessari grein hvemig umrætt frum-
varp er dæmigert í þessa veru,
dæmigert stéttasamvinnufrumvarp
sem eins hefði getað verið samið í
höfuðstöðvum atvinnurekenda í
Garðastræti.
GUÐMUNDUR J.
HALLVARÐSSON
VÉLGÆSLUMAÐUR,
TRÚNAÐARMAÐUR
ÍSTJÓRN
DAGSBRÚNAR.
Lygar og persónulegar dylgj-
ur dæmi um rökleysu „bíró-
kratans"
Auðvitað fagna ég því ef skrif min
hér í DV verða til þess að skapa um-
ræðu en sú umræða verður þá að
vera fyrir alla muni rökvís og efnis-
leg. Gallinn viö grein Garðars er
hversu óefnisleg hún er og rís aldrei
undir því að vera sannfærandi inn-
legg. Til að breiða yfir þekkingar-
leysi sitt á viðfangsefninu grípur
þessi vesæli „bírókrat” hjá Banda-
lagi jafnaðarmanna, herra Garðar
Sverrisson, til hinna ómerkilegustu
aðferða að hætti koliega sinna, þ.e.
lyga og persónulegra áviröinga.
I grein sinni finnur herra Garðar
minni persónu hinar furðulegustu
ávirðingar sem margar hverjar eru
allsendis óskyldar því efni sem hann
annars þykist vera aö fjalla um í
greininni. Fyrir utan skútuútgerö
mína, sem virðist vera herra Garð-
ari einstaklega hjartfólgin, þá finnur
hann það minni persónu helst til for-
£ „Allir verkalýðssiimar, sem skílja
w nauðsyn þess að verkalýðshreyfingin
standi sjálfstæð gagnvart ríkisvaldinu, skilja
þetta mætavel þó að þetta rúmist ekki í heila-
búi Garðars Sverrissonar.”