Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Side 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER1984. Menning Menning Menning Menning Vígslu- tónleikar Einum of oft Tvennlr tónleikar Leo Smith í Norrœna húsinu {september. Fyrir rúmum tveimur árum rak á fjörur okkar Leo nokkum Smith — trompetleikara og útúrstefnutónlistar- mann. Ég játa aö tónleikar hans þá þóttu mér heldur rislitlir, en nú fengust áþreifanlegar sönnur þess aö músík hans er ekki aöeins risiítil heldur aö auki leiöinleg og illa spiluð. Leo Smith er hörmulega slakur trompetleikari og hefur hvorki kunnáttu né hugmynda- flug til að kæta huga áheyrandans meö trumbuslætti sínum. Fyrri tónleikar hans voru því að öllu leyti innantóm og merkingarlaus músíkölsk — og þó fremur ómúsíkölsk þvæia undir yfir- skini einhvers heimatilbúins, grautar- legs gerviafríkanisma. Þaö eitt aö maöurinn skuli alhæfa um afríska músík og ætla aö gera hana aö sinni undir yfirvarpi spuna, í þokkabót, lýsir kannski best hversu ruglingslegar hugmyndir mannsins eru. Og ekki skánar það þegar pólitískum hugarór- um er bætt ofan á. Andatrumban, sem í höndum Leo Smiths er heldur andlítil, á aö byrlja svo misjöfnum leiötogum sem Haile Selassie (sem þó átti góða lífvarðahljómsveit), Anwar Sadat og Nelson Mandela til dýrðar. Aðdáunarvert I sjálfu sér hefði nöturleg frammi- staöa Leo Smiths átt aö fæia mann alfarið frá aö fara aftur á tónleika meö honum og verkum hans. Meira af skyldurækni og í og með af forvitni hvernig ungum löndum okkar tækist upp með músík hans, fór maður þó aft- ur. Þau Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Olöf Þorvarðardóttir, Eyjólfur Alfreösson og Gunnhildur Halia Guömundsdóttir Tónlist Eyjótfur Melsted Leo Smith. léku tvo strengjakvartetta eftir Leo Smith. Þau lögöu sig öll fram og léku aðdáunarlega vel. Aödáunarlega, vegna þess að þaö er hreint ekki öllum gefið, ekki einu sinni okkar færustu at- vinnutónlistarmönnum, aö leggja sig svo fram af heilum huga við aö spila jafn hræðilega óspennandi músík. Strengjakvartettana varö að spila eins og fyrir var lagt, en piltarnir, sem tóku viö á seinni helmingi tónleikanna, höföu frelsi til aö búa þaö til sem þeir vildu upp úr fátæklegum stefjum „tón- skáldsins”. Og þeir eru svo sannarlega ekki í vandræðum meö aö gera sér mat úr litlu, þeir félagamir Stefán Stefáns- son, Skúli Sverrisson og Pétur Grétars- son. Varð framlag þeirra til að bjarga skapi manns og heilsu þetta kvöldið. Ur beittum leik þeirra dró svo spila- mennska „kappans” sjálfs, Leos Smith. Fremur einhæfur trumbuslátt- ur Abdous nokkurs, sem mun vera Afríkani noröan Atlasfjalla að ætt og uppruna og allt aö því afkáralegur, en þó kraftmikill leikur gítaristans Þor- steins Magnússonar brúaði bilið á milli snilidarleiks þremenninganna og getu- leysis höfundarins. Herra Leo Smith hefur hér méð leik- iö einum of oft fyrir Islendinga. — Jafnvel í myndlistarskóla hafa menn sett saman ámóta músík og hans, og var þó fyrirfram viðurkennt aö þar kynnu menn næsta lítiö fyrir sér í músík. EM Tónleikar ( Langholtskirkju 23. september, Vfgslutónleikar. Flytjendur: Kór Langholtskirkju ósamt Kamm- ersveit og einsöngvumnum: ólöfu Kolbrúnu Haröardóttur, Sigrföi Ellu Magnúsdóttur, Garöari Cortes og Halldóri Vilhelmssyni. Stjórnandi: Jón Stefónsson. Á vígsludegi Langholtskirkju sýndi sjónvarpið beint frá athöfninni þar sem vígsluguðsþjónustan var byggö utan um Krýningarmessu Mozarts. Það tókst hins vegar ekki betur en svo til að útsendingin fór meira og minna í handaskolum. Höfðu þeir sjónvarpsmenn þó greinilega haft viöbúnað nokkurn, því þeir voru kunnugir skiptingum eftir liöum messunnar og höguðu myndskiptum mikiö til hárrétt. Tæknin mun þó eitt- hvað hafa vafist fyrir mönnum, eöa gert þeim erfitt fyrir, en verst þótti mér hversu bjöguö músíkin öil kom í gegnum tækin. Eiginlega á ég bágt með að skilja hvers vegna ekki má láta reyna á samstarf höfuödeild- anna tveggja í Ríkisútvarpinu, og held ég aö skaðlaust hefði verið aö fóma annarri hvorri rásinni undir góöa stereoútsendingu úr því verið var með svo mikinn viðbúnað á ann- aðborð. Að kunna ekki að beita kröftum í hófí En viku eftir vígsluathöfnina flutti kór Langholtskirkju músíkþátt vígsl- unnar á sérstökum tónleikum. Kom þá í ljós að þrátt fyrir bjögun í hljómi hafði beina útsendingin þó gefið ýmislegt til kynna sem ekki var eins og best var á kosiö. Hljómsveitin, til að mynda, tók alltof mikið á. Lang- holtskirkja er í heyrö eins og ekta barokkhús. Þar verða menn aö brúka kraftana i hófi og þaö kunni hljómsveitin ekki nógu vel. Hvað bagalegast kom þetta niöur á flutn- ingi Exultate Jubilate, þar sem Olöf Kolbrún hreint brilleraði, en söngur hennar fékk ekki notiö sín til fulis vegna ofkeyrslu hljómsveitarinnar. Eg hygg að þessi ofkeyrsla hafi staf- að af aögæsluleysi og hún kom eigin- lega meira við mann vegna þess að í nærri öllum öðrum atriðum var leik- ur hennar og stíll ljómandi góöur. Þekkir best til Krýningarmessan tókst að sönnu betur því þar var betra jafnvægi Tónlist Eyjólfur Melsted milli kórs og hljómsveitar og ein- söngvara og hljómsveitin beitti kröftum sínum sparlegar. I ein- söngvaraliöinu voru skörp skil milli kynja og reyndist þar það kynið sterkara, sem jafnan er sagt veik- ara, já og var þar reyndar töluverð- ur munur á. Kórinn, skipaður mörg- um nýliðum en sem hefur á að skipa traustum gömlum kjarna, skilaði sínum hlut með stakri prýði. Hann þekkir best sína kirkju, takmörk hennar og hljómgæði og kann vel að haga söng sínum til samræmis við það, enda mun á honum hvíla hiti og þungi þess tónlistarstarfs sem unnið verður i þessu stílhreina, einfalda guöshúsi og frábæra hljómsins sal. EM Dómarinn og böðull hans Úlfar Þormóösson. Bróf til Þóröar frœnda. Með vinsamlegum óbondingum til saksóknar- ans. Gefið út af höfundi Reykjavík 1984. Lífið er sambland af heimsku og þjáningu, sagði meistari Þórbergur forðum. Þessi orð gerir Ulfar Þor- móðsson að sínum í nýútkomnu Bréfi til Þórðar frænda. Það er margt býsna líkt með því og gamla bréfinu Þórbergs, Bréfi til Láru. Bæði búa gagnrýni sina i stíl skopádeilunnar og fletta ofan af feysknu siðferði, möökuöum hugsunarhætti — oft á meinlegan hátt: „Myndin hét Emmanúelle eitt, tvö eða þrjú. Sýnd í Austurbæjarbíói. Kom skömmu fyrir sýningu og sett- ist utarlega á sjötta bekk. Þótti það viö hæfi. Svo var slökkt og klámiö hófst á hvíta tjaldinu fyrir örfáum karlhrútum. Þá fjölgaði sýningar- gestum. Einn, sem kom tveim til þrem mínútum eftir að sýning hófst, settist á fimmta bekk, skáhallt framan við mig. Eg þóttist kannast við svipinn og starði dónalega á hann í gegnum rökkriö. Hann leit við. Jú, sem ég var lifandi kominn. Þetta var hann. Sá sami og kvöldið áður hafði tekið þátt í siðferðisumræðu í sjónvarp- inu; að mig minnir í eins konar de- batt við Thor karlinn Vilhjálmsson. Og mælti stíft með auknu siðferðis- eftirliti. Gott hjá honum að fylgjast með, hugsaði ég, og fór líka að fylgjast með lostafullum samförum Emmanúelle í austurlensku um- hverfi á tjaldinu. Nú er hann sóknarprestur þessi. Á Olafsfirði held ég. Nema að hann sé kominn á Stokkseyrarbakka núna. Og frímúr er hann. Ef hann væri nú framsóknarmaður í ofanálag væri myndin af honum fullkomin.” Tilgangurinn meö bréfi Ulfars er, að sögn hans sjálfs, m.a. að „vekja fólk til umhugsunar um það hvernig framkvæmd laga og réttar er háttaö í landinu; hvort þegnamir séu jafnir eða misjafnir fyrir lögunum; hvort í gildi séu fleiri en ein lög í þessu landi”. Ulfar reiðir hátt til höggs í ádeilu sinni á veraldleg og andleg yfirvöld enda skortir hann ekki tilefnin. Lögvemdaöur ójöfnuður, siöferðilegur tvískinnungur og stjómarfarsleg óreiða blasa við hvert sem litið er; trúnaður er brot- inn og heimskan upphafin með þeim afleiðingum að gjáin á milli almenn- ings og kerfis breikkar sífellt; ábyrgðarleysi og síngimi stjóm- málamanna kalla á viröingarleysi og lausung enda skera þverstæðumar i augu; það sem einum leyfist er á öörum stað glæpur, mismunur orða og gerða gróflegur og þenst stundum út í fáránleika. Þetta ásamt mörgu Úlfar Þormóðsson. öðru veldur því að í dag virðist lýðveldið hafa klofnað upp í mörg samfélög. Eitt er valdsmanna og peninga. Annað almennings sem horfir þrumulostinn á sjónleik þeirra og klæðir vanmátt sinn aðhlátri. Þriðja utangarðsmanna sem slegið hafa sjálfa sig af sem félagsverur. Bók Ulfars er skilgetið afkvæmi þessa ástands. Hann er einn þeirra fáu sem hafa lagt þaö á sig í gegnum tíðina að róta upp kaunin og bera gröftinn á borð fyrir fólk — stundum að vísu í grautarlíki. Menn hafa fúls- að við og talað ljótt um spillingu en gleymt síðan enda viröist neikvæð hugsun sjaldnast kalla á jákvíéða at- höfn hjá Islendingum. Hætt er við að svipuð verði örlög þessarar bókar, Bréfs til Þórðar frænda, og á hún þó skilið aö vekja mikla umræðu. „Klámhundur og guðníðingur" Bók Ulfars er skrifuð í brotum á nokkrum mánuðum og greinir frá Bókmenntir Matthías V. Sæmundsson reynslu hans meðan á málarekstri vegna Spegilsmálsins stóð. Sundur- leitt efni er dregið saman í eitt því saman fara fréttatengdar ádeilu- greinai- og spillingarsögur sem almenningur hefur lengi hent á milli sín, að auki persónulegar minnis- greinar þar sem drepið er á flest milli himins og jarðar. Allt er þetta efni ofiö saman i afhjúpandi mynd af samfélagi þar sem hræsnin er yfir- skin andlegrar kúgunar og réttlætið stakasta óréttlæti. I miðju er svo krossferð ákæruvaldsins gegn Úlfari fyrir meiðyrði, klám og guðlast. Hér verður ekki fjölyrt um það mál en sjaldan hafa embættismenn gengið jafn hart fram í að reyta æruna af sjálfum sér og í því máii þótt mark- miðið væri annað. Skömm þeirra verður vonandi öðrum víti til varnaðar í framtíöinni. Margar ádeilugreinar Ulfars eru skrifaðar af býsna mikilli íþrótt en sumar bera þó keim af þrálátum sjúkdómi sem löngum hefur herjað á íslenskan anda. Raunhæf samfélags- gagnrýni verður ekki byggð á sögu- sögnum í slúðurstíl jafnvel þótt þær séu sannar. Slíkt er léleg blaða- mennska sem engu kemur til leiðar. Einnig bregöur því fyrir í texta Ulfars að vandlætingin byggi háðinu út svo málfarið verður heldur klént. Miklu oftar tekst honum þó að koma vel fyrir sig orði — og höggi, með því að snúa saman háö og ádeilu í kjarn- góðan texta, beittan. Það á einkum við um þá þætti bókarinnar sem fjalla beinlinis um reynslu hans sjálfs. Ulfar hirðir upp eftirminnileg atvik og persónur sem orðið hafa á vegi hans, lýsir hugleiðingum sínum og dettum, tilfinningum og áhrifum sem fyllt hafa líf hans þessa svörtu mánuði. Oft hefur sálarstríðiö verið mikið enda ekkert gamanmál að lenda í útistöðum við nátttröll „sem verður allt að lögum”. Baráttan hefur verið vonlitil, útlitið dökkt á stundum, þunglyndi sest að — en án þess þó að lífsviljinn hafi fjaraö út. I þessum greinum opnar Ulfar eigin sál að nokkru og dregur upp mynd af manneskjunni á bak við úlfarsþytinn oft á einkar einlægan og persónuleg- an, stundum ljóðrænan hátt: „Auðvitaö færð þú þunglyndisköst. Rétt eins og ég. Þetta er í ættinni. Þess vegna þarf ég ekkert að vera að útlista það fyrir þér hvernig heilsan er þegar köstin standa sem hæst. Það var í einu slíku kasti síðast liðiö haust. Eg á hrööum flótta frá sjálfum mér og nánasta umhverfi. Staddur í Leikhúskjallaranum. Fullur. Með viskístaup og kamparí- glas fyrir framan mig á skenknum. Hugurinn myrkur, tiiveran köld og svört og allt farið til fjandans. Von- laust að eiga samskipti við nokkra manneskju. Enn vonlausara að halda heim í mannlausa Grjótagöt- una svona andskoti kalda í næðingn- um. Skyndilega. Og án fyrirvara. Hlýnar allt um kring. Birtir. Mann- vera með sólir í augunum hellir hlýj- um og dúnmjúkum geislum yfir um- hverfið. Og mig. Og allt í einu er lífið orðiðþessvirði.” Því, með orðum Ulfars sjálfs, á meðan maöur stendur ekki einn í stríðinu er lífið þess virði að berjast fyrir því. Þá er það aldrei með öllu vonlaust. Mér býður í grun að Olfar sé einn þeirra sem hefur níu líf eins og kötturinn. Þótt kerfið hafi slegiö hann niður í þetta sinn rís hann brátt að nýju tvíefldur — því guð er án efa með honum, þótt Faríseinn í saka- dómiséþaðekki. MVS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.