Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Qupperneq 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER1984.
Spurningin
Hefur verkfallið haft áhrif á
þitt daglega líf?
Anna Steinþórsdóttir nemi: Já, ég hef
ekki getaö stundaö mitt sjúkraliðanám
vegna verkfalla í skólanum. Einnig
finnst mér slæmt að hafa ekki blöðin.
Sigurður Sveinsson rafverktaki: Eg
hef nú átt við veikindi að stríða
þannig að ég hef ekki svo mikið
fundið fyrir verkföllunum. Þó er
slæmt að hafa ekki útvarp og
sjónvarp.
Guðríður Guðjónsdóttir afgreiðslu-
stúlka: Mér finnst þetta verkfall
alveg hundléiðinlegt. Það er ferlegt
að hafa ekkert sjónvarp.
Sigurður Þormar ökukennari:
Verkfalliö hefur haft talsverð áhrif á
starf mitt sem ökukennara vegna
þess að prófdeildin hefur verið lokuð.
Skortur á eðlilegri fjölmiðlun hefur
einnig verið bagalegur.
Baldur Waage húsvörður: Eg er hús-
vörður í Heymleysingjaskólanum og
hef því verið í verkfalli. Það er mjög
slæmt.
Kristín Jónsdóttir húsmóðir: Verk-
föllin hafa svo til engin áhrif haft á
mig nema í sambandi við barna-
heimilin. Það er líka vont að hafa
engin dagblöö.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Um
Banda-
ríkja-
flug
Flugfarþegi skrlfar:
Ég hef búið í Bandarikjunum í nokk-
ur ár og fæ annað veifið gesti frá Is-
landi. Það eru nokkur atriði sem ferða-
fólki og kannski líka þeim sem starfa
við ferðaþjónustu kemur vel að vita:
Söluskrifstofur á Islandi viröast aldrei
hafa upplýsingar um lægstu fargjöld
innanlands i Bandarikjunum.
Núorðið hefur fólk fargjöld hingað
eða til næstu borgar. Hér er heldur
ekki til sú smásjoppa í ferðabransan-
um sem ekki er tengd við tölvubanka.
Á Islandi er ekki einu sinni reynt að
hafa þjónustu sem fær nýjar upplýs-
ingar einu sinni á sólarhring ef það er
of dýrt að endumýja þær stöðugt.
Þá er það að fá far frá New Vork.
Þaö liggur viö aö þaö þurfi að snúa upp
á handlegginn á sumum til aö fá bókað
flug út úr borginni sama kvöld og flog-
iö er inn. Fólki er ráölagt að fá sér rán-
dýra næturgistingu i stað þess að fara
áfram á áfangastað. Flugfélög hér t.d.
TWA láta líða tvo klukkutíma milli al-
þjóölegs flugs og innanlandsflugs enda
era tveir timar kappnógur tími. Full-
frískt fólk á ekki aö láta telja sér trú
mn að þaö þurfi að hvíla sig eftir flug-
ið. Það kemst líka að því þegar það
þarf að bögglast með farangurinn á
hótel og aftur út á flugvöll næsta morg-
un í stað þess að bóka farangurinn alla
leið á áfangastað. Það er stundum eins
og mönnum hætti til að gleyma að það
er jafnlangt frá Reykjavík til Miami og
frá Miami til Reykjavíkur.
„Hann er fátæk-
ur, þessi Konráð”
H.J. skrifar:
Leiðarinn í fyrsta tölublaði Isa-
foldar þykir mér frumlegur. Hann
býður landsmönnum til mikillar um-
ræðuveislu um skilning á orðum í
máli okkar, ásamt þeirri þörfu
ábendingu að misþyrma ekki merk-
ingu þeirra. Sjálfum varð leiðarahöf-
undi þaö á að rekja ekki nema hálfa
sögu. Hann gerir sögnina að græða
að umræðuefni og allt sem græðist og
grær telur hann af hinu góöa. Einni
orðmynd af hinni góðu sögn gleymdi
leiðarahöfundur þó að gera skil í
máli sínu, þaö var orðið græðgi.
Kristin siðfræði kennir okkur að svo
sem vér sáum munum vér uppskera.
Ef góðu er sáð grær gott. Ef sáð er
illu grær illt. Þaö er sennilega út frá
þessari gróðurmynd kristinnar sið-
fræði sem okkur er gjarnt að sækja
líkingamyndir til gróðursins, til
glöggvunar á samskiptum i mannlíf-
inu. „Við græðum sárin,” segir leið-
arahöfundur. Eg tek undir þann
skilning þessara orða að sárin skul-
um við græða þangaö til þau era gró-
in og líkaminn, sem ber þau, orðinn
. heill. En viö skulum ekki græöa sárin
í þeirri merkingu að rækta þau, efla
ogstækka.
„Við græöum llka peninga,” segir
leiðarahöfundur. Fyrst og fremst er
það sá gróði sem honum þykir mis-
skilinn og vanmetinn af óæskilegum
öflum í samfélagi okkar. Hann segir
orðrétt: ..Andstæðingar þjóðskipu-
lagsins hafa gert sér far um að
sverta þetta failega orð í merking-
unni ábati. Það er liður í atlögu
þeirra að borgaralegu samfélagi.”
Hvernig leiðarahöfundur fer aö því
að fá óæskilega meiningu út úr orð-
inu ábati er mér algjörlega hulið. Ef
ég skil greinarhöfund rétt þá vill
hann aö mönnum græðist peningar
en hann vill ekki aö menn græöi meö
þeim. Hann vill græða peninga, pen-
inganna vegna, en hann vill ekki aö
þeir skili ábata. Hann vill sem sagt
rækta sárið en ekki græða líkamann.
Einn góður vinur minn hefur á
langri ævi haft þá íþrótt sér til
dægrastyttingar og miðlaö henni til
annarra, að draga fram merkingar-
myndir hinna ýmsu orða í móður-
máli okkar. Sá sem veröur áheyr-
andi hans í þessari list, þó ekki sé
nema dagstund, gleymir því seint.
Eitt af þeim orðum sem hann skýrði
fyrir mér á þennan myndræna hátt
var orðið „auður”. „Orðið sjálft seg-
ir allt um fyrirbærið. Gildi sjóðurinn
var til vegna þess að hann skildi eftir
sig auðn. Sá sem rakar saman auði
skilur eftir sig auðn og verður auðug-
ur.”
Andstæðan við þann auðuga í
mannheimi er sá fátæki. Hvað segir
orðiö fátækur okkur? Það segir okk-
ur að hann sé sá sem fátt hefur tekið
til sín af því sem við metum til auðs
og fátt verði af honum tekið af sama
tagi. Þeir sem era iðnastir viö að
auðgast, fyrirlíta heldur ekki þau
verk sem fela það í sér að hirða það
smáa. — Margt smátt gerir eitt
stórt. — Eigur margra fátækra geta
myndað gildan s jóð ef allt er hirt.
Auður og fátækt fela náttúrlega i
sér fleiri merkingar en þær sem
gilda í riki mammons. 1 byggðarlagi
hérlendis sat gestur eitt sinn í hópi
heimamanna sem sögðu honum stór-
ar sögur af auðmanni þess staðar,
bæði ríkidæmi hans og framgangs-
máta öllum. Þetta var á þeim árum
þegar einn maður á hverjum stað
átti þar gjaman öll gögn og gæði.
Heimamenn vildu nú fá gest sinn til
að leggja orð í belg viðvíkjandi þeim
umrædda.
Þá varð gestinum að orði:
„Hann er fátækur, þessi Konráð”.
Heimamenn úrðu hissa. Þeir höfðu
þó ekki dregið af við að lýsa ríkidæmi
þessa auðmanns og vildu fá skýring-
ar á svarinu. „Jú, sjáið þið til, hann á
ekkert nema peninga”.
Óánægja með leyfísveit-
ingu til skólaaksturs í Vogum
Hlöðver Kristinsson, Vogum, hrlngdi:
Eg vil hér koma á framfæri óánægju
minni með leyfisveitingu til aksturs
skólabama í nýja skólann í Vogum og í
aukatima í Keflavík. Ríkið hafði borg-
að allt að 85% í þessum akstri en síð-
asta skólaár borgaði ríkið 60% þannig
að kostnaður við þennan akstur er
smám saman að færast yfir á sveitar-
félögin. Rútubílstjóri úr Reykjavík
bauð í þennan akstur fyrir 12—13 árum
síðan og fékk leyfið. Hann haföi þá í
hyggju að setjast að i plássinu en það
hefur hann ekki enn gert.
Sem heimamaöur hef ég í nokkur ár
haft bæði áhuga og aöstöðu til aö taka
að mér akstur þennan en því hefur ekki
veriö neinn gaumur gefinn. I vor sendi
ég svo hreppsnefndinni bréf þess efnis
aö ég myndi sækja fast á aö taka aö
mér þennan akstur og sýndi þeim m.a.
bílinn sem ég ætlaði aö nota til þess
arna. En niðurstaða hreppsnefndar-
innar varð á þá leið að rútubilstjórinn
úr Reykjavík fengi leyfi sitt framlengt
til áramóta a.m.k. Eg vil benda á þaö
að hreppurinn hefur engar tekjur af
akstri þessum í formi skatta eða að-
stöðugjalda. Það liggur því í augum
uppi að það er hagnaður hreppsins að
innanbæjarmaöur, sem getur veitt ná-
kvæmlega sömu þjónustu, taki að sér
aksturinn.
DV hafðl samband við Leif tsaksson
sveltarstjóra í Vogum:
Hann sagði ástæðuna fyrir því að
rútubílstjórinn hefði fengið leyfi sitt
framlengt vera þá að skólastarf hefði
veriö að byr ja og því yrðu breytingar á
tilhögun akstursins ekki gerðar fyrr en
um áramót. Rétt væri að sveitarfélög-
in tækju nú meiri þátt í kostnaði við
aksturinn en veriö hefði og því væri
ætlunin að bjóöa aksturinn út. Svoköll-
uð samgöngunefnd heföi einnig verið
starfandi að þeirri hugmy nd að koma á
föstum ferðum milli allra sveitarfélag-
anna og myndu þær ferðir jafnvel yfir-
taka skólaaksturinn.
Aðspurður hvers vegna kröfum
heimamanns um að taka að sér akstur-
inn hefði ekki verið sinnt þegar þaö
væri hagkvæmara fyrir hreppinn,
svaraði Leifur því til að þar sem hann
hefði aðeins verið starfandi sl. tvö ár
vissi hann ekki ástæöuna fýrir því.
Hins vegar væri sér kunnugt um að hér
væri um gamalt mál að ræða sem upp
hefði komið öðru hverju en kannski
væri ástæðan einfaldlega sú að allir
væra mjög ánægðir meö þá þjónustu
sem núverandi bQstjóri veitti Hann
hefði líka í júní sl. fært fyrirtæki sitt í
Voga. En eins og fram hefði komið
áður yrði aksturinn boðinn út um ára-
mótin þannig að báðir aðilar væru þá á
j af nr éttisgrundvelli.
Alverksmiðja á Norðurlandi
I.A. skrlfar:
Vel get ég skiliö ótta fjölmargra
Akureyringa við aö fá álverksmiðju í
nágrenni sitt. Eiturmóðan bláa sem
frá slíkri verksmiðju leggur mun læð-
ast með jörðu undan hægum andvara
sem oft leggur inn Eyjafjörðinn. Þaö
verður þá ekki að sökum að spyrja.
Móöa þessi hin eitraða mun fylla allar
götur Akureyrar og gera fólki lífið leitt
í bænum, valda vanlíðan og heilsu-
tjóni.
Þeir sem berjast fyrir álverksmiðju
á Norðurlandi ættu að leita uppi annan
staö, lítt byggðan eða óbyggðan, því að
margt er slíkra staða. Eg vil aðeins
nefna hér tvo staði sem gætu m.a. kom-
ið tilgreina.
Hvaö t.d. um Héðinsfjörð? Þar er nú
engin byggð en aöstaða til hafnargerö-
ar er sögö góö, enda var þama áöur
fyrr blómleg veiðistöð og allmikil
byggð.
Og hvað um stað eins og Flateyjar-
dal? öll byggð er þar nú í eyði og hafn-
argerð er álitin auðveld. Þama er nær
ávallt vindasamt og mengunarhætta
því lítil rétt eins og í Straumsvík, þar
sem aldrei er logn og mengun um-
hverfis því í lágmarki.
I Héðinsfirði og á Flateyjardal yrði
að vísu að reisa íverahúsnæði fyrir
starfsmenn og fjölskyldur þeirra
vegna f jarlægðar frá stórum kaupstað,
en með þessu móti yrði hinum stóra
lognsæla byggðarkjarna, Akureyri,
bjargað frá alvarlegri mengun og íbú-
um frá heilsutjóni sem af mundi hljót-
ast. Er það e.t.v. einskis virði? Kostn-
aður við vegagerð til annars hvors
þessara staða yrði smámunir einir
miöað við allt annað sem slíka stóriöju
varðar.
Þeir. sem harðast berjast fyrir stað-
setningu álverksmiðju í „hlaðvarpa”
Akureyrar skyldu athuga vel aöra
kosti áöur en flanaö er út í ófæra. Flas
er ekki til fagnaðar, því að hér er mikið
í húfi.