Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER1984. EFTIR 33 TÍMA LOTU: SAMIÐ HJÁ BSRB A ellefta tímanum í gærkvöldi var undirritaöur kjarasamningur á milli BSRB og ríkisins. 1 atkvæöagreiðslu hjá sextíu manna nefnd BSRB var samningurinn samþykktur meö fyrir- vara um samþykki félagsmanna i allsherjaratkvæöagreiöslu. Atkvæöa- greiðsla í nefndinni fór þannig aö 36 greiddu atkvæði meö undirritun, 13 voru á móti og 2 skiluðu auöu. Verkfalii BSRB, sem staðið hefur í f jórar vikur, var frestaö fram aö allsherjarat- kvæðagreiöslu. Þessi síðasti samningafundur stóö í rúmlega 33 klukkustundir. Samningamir fela i sér meðaltalshækkun um 16,5%, 10% launahækkun nú um mánaöamótin og 3,5% á milli launaflokka. Starfsmenn fá 2.500 króna uppbót á septemberlaun og 4.00 króna persónuuppbót sem greiðist um miðjan nóvember. Mánaöarlaun hækka samkvæmt launatöflu 1. des. nk. um 800 krónur. Ákvæði eru um vaktaálag, endurmat og samræmingar á milli launaflokka. Fyrsta maí á næsta ári hækka allir starfsmenn um einn launaflokk. Kauptryggingarákvæði er ekki í samningnum en ákvæði er um aö aöilar fylgist sameiginlega meö þróun kaupgjalds og verðlags á samnings- tímanum og leggi mat á kaupmáttar- breytingar. Og um launaUöi samningsins geta báöir aöUar óskaö eftir viðræðum eftir 1. júní 1985 og náist ekki samkomulag mUU aöUa fyrir 1. júU 1985 um breytingar á launa- Uöum skal heimUt aö segja upp þeim liöum samningsins frá og með 1. september 1985. -ÞG. Krlstján Thorlacius, framkvæmdastjóri BSRB, telur atkvæðin eftir kosningu sextíu manna nefndarlnnar. 36 greiddu atkvæði með því aö samþykkja samning- inn, 13 voru á móti og 2 skiluðu auðu. DV-mynd KAE Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB: „Góðir hlutir í samningnum” „Tel að það hafi verið nauösynlegt fyrir okkur í stöðunni í dag aö semja,” sagöi Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, að lokinni samn- ingalotunni löngu í gær og undirritun samnings. „Samningurinn felur í sér ýmsa góöa hluti en ég er ekki fyUUega ánægður með hann. En samstaða fólksins hefur veriö mikU og ber að þakka hana.” Þaö var misgott hljóö í samningamönnum er upp var staðiö i gærkvöldi. Margir voru óánægöir meö að kaupmáttartrygging var ekki í samningnum og þar á meöal var PáU Guömundsson, skólastjóri Mýrarhúsa- skóla, sem á sæti í verkfallsstjórn. „Það hafa mörg ný atriði komið fram í þessu verkfaUi um hvernig reka eigi verkfaU. Samstaöa félaga hefur veriö geysUeg og þaö er rangt aö þetta hafi veriö rekið af mikUli hörku. Upp- hafið aö hörkunni var er fóUc fékk ekki greidd launin sín í upphafi,” sagði PáU. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari: Langtog strangt „Þetta er búiö aö vera langt og strangt en þó ekki þaö versta sem ég hef lent í,” sagði Guðlaugur Þorvalds- son ríkissáttasemjari þegar ljóst var aö samningar yröu undirritaöir. „Þetta hefur á margan hátt verið óvenjuleg deUa við óvenjulegar aö- stæður, ekki síst vegna þess hve marg- ir hafa átt í hlut. En þó þessum áfanga sé náð þýðir þaö ekki aö ég geti fariö í frí. Það er fjölmörgum samningum ólokiö og svo þarf aö taka til og ganga frá hér í húsinu, ” sagði ríkissáttasemj- ari og lét sig ekki muna um að taka til hendinni viö aö hreinsa af borðum í húsakynnum embættisins. -EIR. Gunnar Eydal skrifstofustjóri: Allt tilíþeim efnum” „Það er allt tU í þeim efnum,” svaraöi Gunnar Eydal, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, er hann var spuröur hvort starfsmenn Reykjavík- urborgar gengju inn í BSRB samningana. „Viö vitum ekki hug okkar manna en þaö kemur fljótlega í ljósídag.” Starfsmenn Reykjavíkurborgar eru enn i verkfalU svo á meöan ganga ekki strætisvagnar og kennsla I skólum hefst ekki vegna húsvaröa sem enn eru í verkfalU, svo dæmi séu tekin. -ÞG. Geir Haarde, aðstoðar- maður fjármálaráðherra: Ekki meira íboði „Þetta eru ekki þeir samningar sem viö höföum hugsað okkur í upphafi en þeir Ukjast þeim samningum sem ýmsir aðilar hafa verið að gera allt í kringum okkur,” sagöi Geir Haarde, aðstoöarmaöur fjármálaráöherra i samtaU viö DV. „En hitt er eins víst aö hér varö aö semja því meira var ekki iboði.” -EDt. HSSISs Gísli Baldvinsson, form. KennaraféL Reykjavíkur: Kalt mat á staðreyndum „Mér var fulUjóst að margir kennar- ar eru óhressir meö þessa niöurstöðu en þrátt fyrir þaö samþykkti ég samn- ingana,” sagöi GisU Baldvinsson, formaðurKennarafélags Reykjavíkur, seint í gærkvöldi. „Þaö varð aö leggja kalt mat á þetta, meira varö ekki kreist út úr ríkisstjóminni. Eg vU undirstrika að þetta er aðeins fyrsta skrefiö í baráttu okkar kennara. Næsta skrefiö verður að fá starfsmat sem byggir á menntun og ábyrgö kennara. En í þessari atrennu var ekki meira að hafa,” sagði Gísli Baldvinsson. -eir. ögmundur Jónasson fréttamaður: Ýsaog kartöflur „Þegar þessum samningi er snúiö upp á ýsu og kartöflur er hann ekki nægilega mikUs viröi,” sagði ögmund- ur Jónasson fréttamaður sem töluvert hefur látið til sín taka í verkfalU rUcis- starfsmanna. „En baráttan hefur ver- ið mikUs viröi. Fólkið hefur risið upp gegn aðilum sem hafa vUjað troöa þaö niður og baráttunni er ekki lokiö,” sagöi ögmundur. „Þaö er tómt mál aö tala um að endapunktinum hafi veriö náð í þeim prósentum sem kveöið er á um í samn- ingi þessum. Einfaldlega vegna þess að fyrir einum mánuði taldi ríkisvaldið að endapunkturinn lægi i 3 prósent- um.” -EIR. YHRLÝSING RÍKISSTJÓRN ARINNAR: AGA- EÐA BÓTAVIÐURLÖG” „EKKI Um hádegisbil í gær voru allar Uk- ur á aö samningar á mUU BSRB og ríkisins yrðu undirritaöir en þá voru umræður stöðvaöar í sextiu manna nefndinni sem hafði drögin tU um- fjöUunar. Þá lá fyrir yfirlýsing fró fjármála- ráöherra um aö einstakUngar innan BSRB verði af hans hálfu ekki beittir aga- eöa bótaviðurlögum vegna at- vika sem upp hafa komið í tengslum viö kjaradeUuna á tímabiUnu 1. tU 30. október 1984. VUdu samningamenn BSRB fá yfirlýsingu frá ríkisstjórninni allri um að eftirmáU vegna verkfaUs- brota yröi enginn. TU dæmis var kæra á hendur talsimaverði á Isa- fírði, sem færöur haföi verið til yfir- heyrsiu hjá sýslumanni, eitt ágreiningsmáUö sem menn vildu feUaniður. Akærandi í því máU er póst- og simamálastjóri. Eftir mikið þóf utan veggja Karp- hússins sem innan, því ríkisstjórnin kom saman til fundar vegna máls- ins, náöist samkomulag. Klukkan rúmiega sjö í gærkvöldi las Guðlaug- ur Þorvaldsson rflcissáttasemjari upp yfirlýsingu fró Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra þar sem segir: Af hálfu ráöherra innan rflqsstjómarinnar eru ekkí uppi óform um aö beita einstaklinga inn- an BSRB aga- eða bótaviðurlögum vegna atvika sem upp hafa komið i tengslum viö framkvæmd verkfalls BSRB. Þegar yfirlýsing þessi hafði verið kynnt sextíu manna nefnd BSRB hófust umræður og síðan var gengið til atkvæðagreiöslu um samn- inga. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.