Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 39
DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER1984. 39 Litla frímorkið, sem er afmarkað með svörtu, er BHasala Garðers. Nágranninn, Bflakaup, hefurhins vegarnóg pláss eins og sástá myndinni. DV-mynd S ÓANÆGJA MED SKIPTINGU LÓDAR — tvær bflasölur við Borgartún 1 Nokkur óánægja mun ríkja vegna lóöafyrirkomulags vió Borgartún 1 þar sem Bílasala Garöars og Bílakaup erutil húsa. „Viö erum búnir aö vera hér í 25 ár, þó án formlegs lóðasamnings og síðan var Bílakaupum plantaö hérna viö hliöina fyrir um einu og hálfu ári,” sagði Karl Jóhannsson. „Viö höföum upphaflega til umráöa 900 fermetra lóð en nú er búið aö minnka hana niður í 600 fermetra á meðan BUakaupamenn hafa tU um- ráöa 3000 fermetra lóð hérna viö hliö- ina á okkur og hyggjast byggja þar þvottaplan, bensínstöö og sýningar- skála. Viö fórum fram á þaö við borg- aryfirvöld aö lóðinni yrði skipt tU helminga og vUdum byggja hér hús. Okkar uppdráttur fékk afgreiðslu í bygginganefnd og borgarráöi og var staðfestur og stimplaður af þeim. Þegar viö síöan fórum fram á mæling- ar skv. uppdrætti var því synjað á þeim forsendum aö búiö væri að út- hluta Bílakaupum lóðinni. Þetta finnst okkur bæði ósanngjamt og siðlaust,” sagðiKarl. „Eg veit ekki um neinar deUur á milli okkar og þeirra hjá BUasölu Garöars vegna lóðafyrirkomulags- ins,” sagði Reynir Þorgrímsson, eig- andi BUakaupa, í samtali viðDV. „Lóöunum er aöeins úthlutað í fimm ár i senn svo hér er ekkert tU aö deila um. Þeir hjá Bílasölu Garðars hafa stórgrætt á því að fá okkur þarna viö hliðina, ef eitthvaö er, því aö viðskipti hjá þeim hafa aukist mikið síðan við komum,” sagði Reynir. DV hafði samband við Hjörleif Kvaran, skrifstofustjóra hjá borgar- verkfræðingi, og sagöi hann að báöar bUasölumar hefðu fengið bráöabirgða- úthlutun á lóðunum tU nokkurra ára. Þegar talað væri um byggingafram- kvæmdir á svæðinu væri aðeins átt við bráöabirgöahúsnæði sem hægt væri að rífa meö stuttum fyrirvara vegna þess að Dagsbrún hefði fengið fyrirheit um lóöina. Þó væri ekki enn búið aö úthluta lóðinni formlega og taldi Hjörleifur ólUdegt aö Dagsbrún byggði þarna alveg á næstunni. -EH Mikil sfldarsöltun: Lokið að salta f 130 þúsund tunnur Hinn 9. þ.m. var undirritaöur í Reykjavík fyrirframsamningur um sölu á 200.000 tunnum af saltaöri Suöurlandssíld tU Sovétrikjanna, þar af 160.000 tunnur tU afgreiöslu á 1. ársfjórðungi 1985 og 40.000 tunnur til afgreiðslu í desember nk. Eins og áður hefir verið skýrt frá var samningurinn undirritaður með þeim fyrirvara af hálfu sovésku samninganefndarinnar aö formlegt samþykki viðkomandi sovéskra stjórnvalda þyrfti fyrir þeim 40.000 tunnum sem afgreiðast eiga í desem- ber. SUdarútvegsnefnd hefir nú verið tilkynnt að staðfesting sovéskra stjómvalda Uggi nú fyrir varðandi 25.000 tunnur af desemberafgreiðsl- unni, þannig aö heildarstaðfesting sé nú fengin fyrir kaupum á 185.000 tunnum en óvissa ríkir enn um þaö hvort staðfesting sovéskra stjórn- valda fæst fyrir mismuninum, eða 15.000 tunnum. Það saltsíldarmagn sem þegar hefur fengist staöfesting á er meira en nokkru sinni áður hefur veriö selt af Suöurlandssíld til Sovétrík janna. Auk þessa hafa samningar tekist um fyrirframsölu á um 40.000 tunnum tU Svíþjóðar og Finnlands og á sú sUd aö afgreiðast á tímabUinu frá desemberbyrjun tU marsloka. Hluti af sUdinni, sem afgreiöa á tU Svíþjóðar, er sérverkuð flök. Samtals liggja nú fyrir staðfestir fyrirframsamningar um sölu á 225.000 tunnum af saltaöri Suöur- landssUd frá yfirstandandi vertíð. I gærkveldi var lokið við að salta í um 130.000 tunnur og mjög mikU söltun stendur nú yfir á svo til öUu söltunarsvæðinu. Heildarsöltun á aliri vertiðinni í fyrra var um 245.000 tunnur og fóru þá um 60% sUdarafl- ans tU söltunar, 37% til frystingar og 3% til bræðslu en það sem af er þess- ari vertíð hefir svo til allur síldarafl- inn farið til söltunar. Fituinnihald sttdarinnar hefir ver- ið mun minna en á sama tíma í fyrra og sáralítiö hefir verið af stórri síld í aflanum. Þá hefir það víöa valdið erflöleikum við söltun í ár hve mikil áta heflr verið i síldinni frá sumum Síldarsöltun i fullum gengi. veiðisvæðunum og er það óvenjulegt miðaöviö árstima. Vegna langvarandi verkfaUs er nú oröin hætta á að söltun geti stöövast vegna skorts á ýmsum rekstrarvör- um sem til sildarsöltunarinnar þa'rf. Veöriö Frekar hæg norðaustlæg átt á landinu í dag, b jart veður að mestu vestanlands og á Suöurlandi fram- an af degi en norðanlands og aust- ian verða smáél. r \ Gengiö Gengisskránng NR. 206 - 25. OKTÚBER 1984 KL 09.15 cmmg Kaup ,Sala 'Tolgengi DoHar 33,670 33,770 3332 Pund 40368 41,090 41.409 Kan. doBar 25,555 25331 25235 Dönsk kr. 3,0757 3,0848 3.0285 Norskkr. 33264 33377 3.7916 Sænskkr. 3,8893 33009 3.8653 Fl mark 5J174 53332 53764 Fra. franki 3,6263 3,6370 3.5740 Belg. franki 0,5503 0,5519 0.5411 Sviss. franki 13.5058 13,5459 133867 ' Hol. gylini 93537 93829 9.7270 V-Þýskt inark 11,1214 11.1544 10.9664 ft. líra 031791 0,01796 0.01761 Austurr. sch. 1,5819 13886 1.5607 Port. escudo 03053 03059 03073 Spá. peseti 0,1981 0,1986 0.1959 Japanskt yen 0.13727 0,13768 0.13535 frskt pund 34310 34,412 33.984 SDR (sérstök 33,5155 33.6149 dráttarrétt.l 0,5457 0,5473 Simsvari vegna gengisskráningar 22l9Í Rétt og jöfn loftþyngd eykur öryggi, bætir aksturshæfni, minnkar eyöslu eldsneytis og nýtir hjólbaröana betur. Ekki þarf fleiri orö um þetta -NEMA- slitnir hjólbaröar geta orsakaö alvarlegt ' umferðarslys. llX™

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.