Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 11
DV. MIÐVKUDAGUR 31. OKTÖBER1984. 11 Lögreglan f Amsterdam tllbúin til at- lögu við „krakarana”. Lögreglan á leið ofan af þaki, komin niður á þriðju hseð eins „krak” hússins, Táragasmökkur og reykur frá brennandi hjólbörðum eru þeim svo venjulegir hlutlr að það er naumast litið unn en „krakarar” á annarri hæð skipulögðu undanhaldlð. komst inn í húsiö hófu þeir að brjóta glugga (til að fyrirbyggja að hægt yrði að kraka húsið aftur) og rigndi gler- brotum yfir götuna. Stuttu fyrir hádegi gengu svo yfir tjöru og glerbrot 10 krakarar út úr húsinu og sögðu þeir að þeir yfirgæfu húsnæðið þar sem frek- ari aðgeröir þeirra gegn rýmingu hús- næðisins þjónuðu engum tilgangi leng- ur. Síðan læstu þeir dyrunum á eftir sér og fleygðu lyklinum á táknrænan hátt út i síkið. „Okkur finnst þetta eins og í skáldsögu, þetta var ofsa spenn- andi sagði einn krakarinn er hann yfir- gaf húsið. Okkur hafði dottið sá mögu- leiki í hug að lögreglan brytist inn í húsið ofan frá, og okkur tókst að loka á eftir okkur hverri hæðinni á fætur ann- arri án þess að lögreglan næði nokkru sinni til okkar. Viö ákváðum svo að yfirgefa húsið þar sem frekari aðgerð- ir okkar gegn rýmingu húsnæðisins höfðu engan tilgang lengur og við vor- um hræddir viö eftirlitslausar aðgeröir lögreglunnar gegn okkur innanhúss. Baráttan um Singel 114 var táknræn fyrir hóp krakara, þar sem í húsinu hafði verið miðstöð aðgerða gegn túr- isma. Krakarar standa sameinaðir í baráttunni um að halda húsnæði i miö- borginni sem íbúðarhúsnæöi fyrir borgarbúa en slíku húsnæði fer sífellt fækkandi en hótelum, klámbúllum og hamborgarastöðum fer fjölgandi. Stór hluti krakara getur þó ekki samþykkt aðgerðir þessa hóps á Singel 114 sem þeir hafa staðið fyrir hér í sumar og haust og hafa beint gegn túristum og bátsferðum á síkjunum m.a. með reyksprengjum sem þeir vörpuðu inn í anddyri 2ja hótela hér í miðborginni. „Krak" gamalt fyrirbrigði A mánudagseftirmiðdag tóku krak- arar í Amsterdam þrjú fyrrverandi krakhús í miðbænum í mótmælaskyni til aö sýna að aðgerðum þeirra væri ekki lokiö þó rýmt yrði. Lögreglan greip ekki inn í þessar aðgerðir þar sem augljóst var að krakarar hygðust hverfa á braut eftir stutta stund. Aö kraka húsnæði til aö búa í er ekki nýtt fyrirbæri. Framboð á leiguhús- næði hefur lengi verið vandamál í ýms- um borgum Evrópu og fyrirbærið að kraka húsnæði er fyrst þekkt á 17. öld. Eftir seinni heimstyrjöldina voru fyrr- verandi hermannabústaðir krakaöir í stórum stíl í Englandi og á Italíu og um 1946 bjuggu um 40.000 manns í krak- húsnæði víðsvegar um England. A sjöunda áratugnum varð krak einnig að pólitískri hreyfingu gegn pólitík samfélagsins. I Amsterdam var heil gata krökuð 1965 og 1969 settu krakarar upp húsnæðisskrifstofu og var slagorð þeirra „taktu réttinn í eig- in hendur og krakaðu þér húsnæði”. Síöan þá hafa þetta verið skipulögð samtök fólks sem tekur sér íbúarétt og gerir íbúðarhæft húsnæði sem annars hefði staðið autt. 1969 hófu krakarar aðgerðir til aö stemma stigu við túrisma í borginni. Þeir sögðu: „Amsterdambúar eru gestrisnir við útlendinga en á hinn bóg- inn eru þeir í túristaiðnaði. Látið ekki gera hótel úr húsum ykkar”. Beint gegn túrisma og fasteignabraski Þaö var hópur ungs fólks, mest- megnis námsmenn og atvinnuleysingj- ar, sem áttuöu sig á því í k>k 7. áratug- arins og á 8. áratugnum að mikið væri um autt húsnæöi í miöbæ Amsterdam sem gengi kaupum og sölum húsa- braskara sem vildu ekki gera húsin íbúðarhæf heldur biðu eftir tækifæri til að selja húsin fyrir meira en þeir höfðu keypt þau á. I miðborg Amsterdam fer íbúum sífellt fækkandi en hótelum og MacDonalds hamborgarastöðum sí- fellt fjölgandi. Aðgerðir krakara til að stemma stigu við þessari þróun hefur vakið hinn almenna borgara til um- hugsunar um þetta vandamál og sam- úðar með aögerðunum. Þessi hreyfing krakara vann saman að því að svipast um eftir tómu hús- næði, grafast fyrir um hver eigandinn væri, hvað hann hefði gert, hvort starf- semi hans væri lögleg eða ekki og að kraka húsnæðið. Þeir komust að raun um margt sem ekki var löglegt og oft á tíðum urðu húseigendur að fara fyrir rétt og voru sumir fundnir sekir um að hafa svindlað með fasteignir og pen- inga. Dómsvaldið gerði sér grein fyrir aö þessar aðgerðir krakara væru gott vopn í höndum samfélagsins og gerði borgaryfirvöldum kleift að kaupa þessi hús og endurbyggja þau. Borgin hófst handa og festi kaup á f jölda þess- arra húsa sem voru krökuð og eftir það reyndu þeir að komast í samband við fólkiö, sem bjó í húsunum, til þess að komast að samkomulagi um endur- byggingu og fá það til þess að borga húsaleigu. Eftir 2ja ára samningavið- ræður komu borgaryfirvöld með tilboð, sem íbúarnir töldu sig geta gengiö að, og er nú verið að endurnýja fjölda húsa. Hér i Hollandi eru i gildi lög um aö getir þú sannað að þú hafi búið i hús- næði í einn mánuð má ekki henda þér út nema taka máliö upp fyrir dómstól- um. I Amsterdam er strangt eftirlit með leiguhúsnæöi og verður það að uppfylla viss skilyrði til aö teljast í leiguhæfu standi. Flest það húsnæði, sem krakarar hafa tekið yfir, uppfyllir ekki þessi skilyrði og því hafa þeir ekki borgað neina húsaleigu, en á hinn bóg- inn komið húsnæðinu í íbúðarhæft stand sjálfir. Áhugi almennings vakinn I byrjun var krakið mjög erfitt því að í hvert sinn er þeir tóku undir sig byggingu kom til átaka við lögreglu. Samtökin skipulögöu aðgerðir vel og varð lögreglan oft frá að hverfa. Þeir náðu aö vekja áhuga hins almenna borgara með því að útskýra tilganginn með krakinu, þannig að Amsterdam- búar stóðu með þeim. Krakararnir hafa bari og kaffihús innan starfsemi sinnar til að efla tengslin innan hópsins. Leikhús og ým- iskonar vinnustofur og viðgeröarverk- stæði þar sem fólk hjálpast að. 2 ólög- legar útvarpsstöðvar og um 1980 höfðu þeir einnig sjónvarpsstöð til að byggja upp eigin upplýsingamiðlun. önnur út- varpsstöðin þeirra hefur það hlutverk að hlusta á loftskeytasamtöl lögregl- unnar og senda út viðvaranir ef lög- reglan er aö skipuleggja átök svo að krakaramir séu viðbúnir. Einnig send- ir hún út stöðugar upplýsingar um áform og aðgerðir lögreglu í óeirðum. Tveir hópar Hugmyndafræðilega skiptast krak- arar í tvo hópa, annarsvegar krakara sem hafa fyrst og fremst áhuga á aö koma sér þaki yfir höfuðið og hinsveg- ar hóp stjómleysingja sem saman- stendur aðallega af ungu fólki sem hef- ur það að markmiði að setja kerfið úr jafnvægi og er krak aöeins hluti af þeirra hugmyndafræði, en eru svo með ýmsar aðgerðir sem aðrir krakarar geta ekki tekið undir. Þessi hópur er ekki vel skipulagður og tekur lítið tillit til ábendinga um skipulag og fram- kvæmdir kraksins frá sameinuöu krakhópunum. Þessi hópur stóö að krakinu á húsnæði við Ferdinad Bol- straat þar sem kom til átaka milh lög- reglu og krakara 17. september síðast- liðinn. Nokkur hundruö krakara og stuöningsmanna þeirra söfnuðust þar saman og byggðu götuvígi er þeir áhtu að lögreglan myndi rýma krakhúsnæði á homi Ferdinad Bolstraat og Jan V.D. Heydenstraat. Verslunargatan varð á skammri stundu einn ruslahaugur. Lögreglan kom á vettvang og tilkynnti aö alUr ættu að dreifa sér því að ekki stæði til að rýma húsnæðið. AUt fór úr skorðum þegar lögreglan, sem vildi semja, þurfti að flýja undan steinkasti. Á stóru svæði voru aUar rúður í versl- unum brotnar. Tvær sveitir óeirðalög- reglu skökkuðu leikinn eftir nokkrar klst. Því var svarað með steinkasti en hörðum gagnárásum var ekki beitt. 7 manns voru handteknir fyrir ofbeldis- aðgerðir en enginn meiddist. Trúin á að húsnæðiö yrði rýmt var föst og ekki hægt að koma þessu Uði á aðra skoðun. Ibúar hússins Singel 114 sögðu krökur- unum að ekki stæði tU að rýma hjá þeim en þeir hlógu bara aö þeim, svo sannfærðir voru þeir. Þessi hópur krakara er í Utlu sambandi við krak- arahreyfinguna og er andrúmsloftið hjá þeim pönkað, aðrir krakarar sem slíkt andrúmsloft höfðaði tU slógust í hópinn. Pönkarar hafa hinsvegar ekki neinn samastaö hér í Amsterdam svo að þeir halda áfram að kraka húsnæöi þar tU þeir hafa fengiö einhvers staðar inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.