Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER1984. 15 Athugasemdir Guðrúnar Ágústsdóttur borgarf ulltrúa við kjallaragrein Björgvins Björgvinssonar: Rangar uppíýsingar um af- stöðu alþýðubandalagsmanna I annars ágætri grein um samstööu innan BSRB kemur fram aö Björg- vin Björgvinsson hefur fengið rangar upplýsingar um afstööu alþýöu- bandalagsmanna í borgarstjóm til samninga borgarstarfsmanna sem geröir vom í skjóli nætur. I grein hanssegirorörétt: ,^g varö hissa þegar ég frétti aö Alþýðubandalagið heföi setið hjá í at- kvæðagreiöslunni um Reykjavíkur- samninginn i borgarstjórn. Ég spyr bara, getur verið að borgarstjóri sé búinn að stinga snuði upp í flesta full- trúa borgarstjórnar, aö þeir séu Ijúf- ir og góðir og hneigi sig fyrir „Hans hátign”? Hvaö sem veldur vona ég aö Alþýöubandalagiö standi sig betur á þingi og þori aö taka þar hreina afstööu til mála. Sem betur fer greiddu fulltrúar Alþýöuflokks og Kvennaframboðsins atkvæði gegn Reykjavíkursamningnum í borgar- stjóm.” Hið rétta í málinu er að viö af- greiöslu samningsins i borgarráði greiddu 3 fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins atkvæði meö tillögunni en fulltrú- ar Alþýöubandalagsins og Kvenna- framboösins sátu hjá meö svofelldri sameiginlegri bókun: „Við áteljum harðlega þau vinnubrögð sem viöhöfð vom af hálfu borgarstjóra og forseta borgarstjómar við samn- ingsgerð viö Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Launamála- nefnd, sem af hálfu borgarinnar fer meö samningsmál við starfsmanna- félagiö, var aldrei kölluð saman til þess aö fjalla um samningsgerðina né heldur var haft samband við Borgarráö. Launamálanefnd sveitarfélaganna, sem fer meö gerö aöalkjarasamnings fyrir hönd borgarinnar, var einnig algjörlega sniögengin og fékk t.d. formaður hennar ekki að vita um viðræðumar fyrr en eftir að samningurinn hafði veriö undirritaöur. Þessi vinnu- brögö, aö sniðganga alla rétt kjörna aðila, em að okkar dómi ólýöræðis- leg og vítaverö og lýsa miklum vald- hroka hjá borgarstjóra og forseta borgarstjómar. Meö tilliti til þess hvemig aö þessum samningi var staöiö tökum viö ekki þátt í af- greiðslu hans og sitjum hjá.” Samningstillagan kom aldrei til atkvæða í borgarstjóm. Þar af leiðandi gátu hvorki alþýöubanda- lagsmenn né aðrir fulltrúar minni- hlutaflokkanna greitt atkvæði með eða á móti henni. Hinsvegar hund- skömmuðu alþýöubandalagsmenn Davíð Oddsson fýrir vinnubrögö hans og drógu fram ýmsa annmarka á samningunum. Það er því alrangt aö Alþýðubandalagið hafi sýnt einhverja linkind í þessu máli og Björgvin getur fengiö þaö staðfest með því að lesa umræður úr borgar- stjóm frá 4. og 18. október. Okkur veitir ekkert af samstöðu. Það er því óþarfi að búa til ósamstöðu þar sem hún er ekki fyrir hendi. Hvaða tilgangi þjónar það? Ég vil svo taka undir lokaorð Björg- vins í grein hans þar sem hann segir að þessi ríkisstjóm sé hættuleg öllu launafólki í landinu og aö henni þurfi nauðsynlega að koma frá sem fyrst. Guðrún Agústsdóttir, borgarfulltrúi og meðlimur í BSRB. Ósanngimi ígarö yngri manna 24. október kom í menningarþætti DV gagnrýni GBK á tvær septem- bersýningar, septembersýningu Septemhópsins og sýningu Arna, Daða, Kristjáns Steingríms og Tuma. Ekki veit ég nema þaö sé tilviljun að þessar greinar lenda á sömu síðu DV, en heldur finnst mér misjafnlega að þeim farið. Það sem fær mig til að setjast niöur og skrifa, er einmitt þessi ósanngirni sem mér finnst sýning yngri mannanna mæta og þá ekki síst ef hún er skoöuð með greininni um Septemhópinn. I fyrsta lagi er talað um ótrúlegan sýningaráhuga yngri mannanna á meðan það heitir bara árviss við- burður í listalifi borgarinnar hjá þeim eldri. Mig minnir aö auk sam- sýningar Septem hafi ég séð einka- sýningar Valtýs, Þorvalds, Jó- hannesar og ef til vill Kristjáns til- tölulega nýlega, og þakka kærlega fyrir það. I öðru lagi talar GBK um að unga fólkið sýni saman vegna þess aö það eigi ekki myndir til að fylla vegg- rýmið, á meðan ekki er minnst einu orði á hópsýningu Septem. Ég hef heimsótt mörg gallerí í Evrópu og ekki eru mörg sem eru mikið stærri en 1/4 hluti Kjarvals- staðasalsins og gætu þetta því eins talist 4 einkasýningar. Auk þess veit ég að i þessu tilfelli áttu listamenn- irnir fleiri verk ósýnd en sýnd, þann- ig aö eflaust hefði hver um sig getað haft einkasýningu i salnum. Um útlend áhrif í sambandi við þessar sýningar get ég ekki annað sagt en ég held að þar sé jafnt á kom- ið og ekki síst ef við skoðum hvorn hópinn á sinu mótunarskeiöi. Ég efa það t.d. aö til værí óhlutlæg íslensk list ef ekki heföu komið til erlend áhrif. Og sama má eflaust segja um það sem yngra fólkið er að gera. Þó tel ég að frekar megi rekja list yngra fólksins til hinnar almennu Islandssögu en óhlutlægu listina. Þetta er þó útúrdúr þar sem ég sé ekkert athugavert við að verða fyrir áhrifum úr öllum áttum þess vegna ef vel er unnið úr þeim. I þessu tiifelli hafði ég gaman af báðum sýningunum. Hjá Septem- hópnum hefði ég gaman af að sjá verk Þorvalds og Kristjáns og ég virði alltaf Guðmundu en þá yngri var kannski enn meira gaman að s já vegna þess að maður finnur fyrir. baráttunni í hverju verki, aö það er aldrei gengið að striganum (eða hverju sem er) til að gera enn eina mynd í sinum stíl heldur er verið að leita að einhverju sem kemur jafnvel listamanninum á óvart. Að lokum þá geröi ég þaö aö gamni mínu að setja í huganum nafn Daöa viö umsögnina um Guömundu og Guðmundu við Daða og á meöan ekki eru gefnar nánari skýringar sé ég ekki aö það breyti neinu (þó má geta þess að Daði sýndi engin mál- verk á þessari sýningu. Og kannski mætti þannig stokka upp ailar umsagnirnar. Helgi Þ. Frlðjónsson. Rýmingarsala 20-40% afsláttur á leikföngum Einnig afsláttur á glervöru frá SEA GLASBRUK AKTIEBOLAG S-360 S2 KOSTA SWEDEN Skipholti 70, simi 38780. Alh sama hús og versl. Herjólfur. E ! rval Urval Seint koma sumir en koma þó - septemberheftið á öllum blaðsölustöóum. MEÐAL EFNIS: r BARNIÐIKASSANUM Hún var bara eitt fórnarlambanna, skilin eftir til að deyja, mædd af ómældum þjáningum. Hvað — hver —gæti bjargað henni? íCV . HRAPAÐ NIÐUR í HYLDÝPI KYNÞATTAMISRETTI í KENN SLU STUND RAKATÆKJASOTT A ÍSLENSKUM VINNUSTAÐI Titt sinn cr Carpcnter biskup tók þátt í útifundi kallaði trúleysingi til hans og spurði hann hvort hann tryði því að hvalurinn hcfði glcvpt I Jónas og skilað honum aftur. ,,Hg skal spyrjajónas þcgar ég kcm til himna,” svaraði biskupinn. ,,En cf hann cr nú ckki þar?” ,,Þá gctur þú spurt hann,” svaraði biskupinn stuttaralcga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.