Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 5
DV. MIÐ Ví KUDAGUR 31. OKTOBER1984.
5
Kerum lokað
í álverinu vegna
samdráttar
Nú hefur veriö lokaö 36 kerum í
álverinu í Straumsvík. Ragnar Hall-
dórsson, forstjóri álversins, sagöi í
samtali viö DV aö ástæöa lokunar-
innar væri fyrst og fremst sölutregða
á áli og verölækkun þess. Þessi vandi
álversins væri svipaöur og álfram-
leiöendur erlendis ættu nú í og
ómögulegt væri aö segja til um
hversu lengi þetta ástand myndi
vara.
Þaö gæti oröið í sex mánuöi,
vonandi skemur. Aðspuröur hvort
þetta gæti bitnað á rekstri álversins
aö ööru leyti, t.d. með uppsögnum
starfsmanna, svaraöi Ragnar þvi til
aö ef um langvarandi erfiöleika yröi
aö ræða þá gæti það orðið til þess aö
þeir starfsmenn sem ráðnir væru
timabundiö fengju ekki endurráön-
ingu. Þetta myndi þó allt ráöast af
því hvemig markaöurinn tæki viö
sér.
ÞJV
Akureyringum fínnst mýs hafa
gerst fullnœrgöngular nú /
vetrarbyrjun.
Músagangur
á Akureyri
„Eg vil nú ekki tala um músa-
faraldur. Svona er þetta bara í öllum
minni bæjum þar sem stutt er í hina
villtu náttúru,” sagði Ámi Steinar
Jóhannsson, garðyrkjustjóri á Akur-
eyri, í samtali viö DV. ,,Þó er ég ekki
frá því aö skilyröi til tímgunar hafi
veriö betri en venjulega nú í sumar og
þaö er e.t.v. hluti skýringarinnar.”
Mikill músagangur hefur veriö á
Akureyri undanfama daga nú þegar
fyrstu snjóar eru að falla. Þaö em ekki
eingöngu úthverfi Akureyrar sem
veröa fyrir barðinu á músunum heldur
einnig íbúar miðbæjarins. Sem da»mi
má nefna aö síðdegis í gær rákust
menn á þrjár mýs á þriöju hæð húss
sem stendur við Ráðhústorgið á Akur-
eyri og f óru þær sér að engu óðslega.
EIR
LÍNfærað
afgreiöa lánin:
Þeir sem ekki
eru á vonarvöl
sýni biðlund
„Við fengum undanþágu hjá verk-
falísstjóm BSRB til þess að kalla okk-
ar starfsmenn til vinnu og þeir sinna
því sem kallaö er neyðarþjónusta viö
námsmenn,” sagði Sigurjón Valdi-
marsson hjá Lánasjóöi islenskra
námsmanna í samtali viö DV. „Við
leggjum áherslu á að afgreiða þá sem
verst em staddir og þaö eru fyrst og
fremst námsmenn erlendis.”
Sigurjón sagði aö á undanförnum
vikum hefði fjöldi námsmanna leitað
til sendiráöanna og reynt hefði verið að
leysa vandann í samvinnu viö utanrík-
isráöuneytiö og lánas jóðinn.
, JEf verkfallið leysist fljótlega verö-
ur allt komið á fulla ferö hjá okkur um
leiö og viö fáum gögn í hendurnar úr
pósti. Viö væntum þess aö þeir sem
ekki em í stökustu vandræðum sýni
einhverja biðlund þannig aö þeir sem
verst eru staddir geti gengið fyrir,”
sagði Sigur jón aö lokum.
EH
Hellissandur:
Olía á þrotum
Frá Hafstetni Jónssyni, Hellissandi:
Olíubirgðir eru nú á þrotum í Rifi og
á Hellissandi. Nú eru aðeins eftir um 10
tonn af olíu og þarf þaö aö duga bæöi
fyrir báta og til upphitunar. Astandið
er því vægast sagt slæmt þvi 10 tonn
duga aðeins til aö fylla á einn bát.
Ástandiö er mjög svipað í Olafsvík. Ef
bátarnir stöðvast lamast einnig allt at-
vinnulíf á Hellissandi.
-EH
Jafnskjótt og Eimskip er bundiö viö bryggjupolla
í einhverri af 122 viökomuhöfnum sínum er það
oröinn hluti af stórri og flókinni heild.
Fullkomin flutningstæki hafa veriö búin undir
komu skipsins og eru reiðubúin að dreifa
farminum undir tölvustýrðu eftirliti 306 umboös-
manna og aðalskrifstofu Eimskips í Reykjavík.
Sérhæfö tæki í landi tryggja skjóta og örugga
losun. Áöur en síðasti flutningsbíllinn hverfur af
hafnarsvæðinu er lestun nýs farms langt komin
og í næstu höfn er undirbúningur fyrir móttöku
skipsins þegar hafinn. Þannig er unnið í öllum
höfnum samkvæmt þaulhugsaðri áætlun Eimskips
Við höfum valið viðkomustaði okkar af kostgæfni
og myndað þéttriðið þjónustunet áætlunarhafna,
þjónustuhafna og umboðsmanna í 22 löndum.
Þannig tryggjum við farsælan flutning um allan
heim.
Flutningur er okkar fag
EIMSKIP
Sími 27100
*
*