Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 30
30
DV. MIÐVKUDAGUR 31. OKTÖBER1984.
Menning Menning
Leikfólag Akureyrar.
EINKALlF
eftir Noel Coward.
Þýfling: Signý Pólsdóttir og Jill Brooke
Árnason.
Leikstjóri: Jill Brooke Árnason.
Leikmynd og búningar: (Jna Collins.
Lýsing: Alfrefl Alfreflsson.
Frumsýning 12. október.
Herramaður var búinn að setja á
sig hattinn og kippa hattbarðinu rétt
fram á ennið. Hann stóö óþolinmóður
og beið meöan dyravörður var aö
hringja á prívatbíl og sló hönskum í
gerettiö á dyrunum: „Skömm aö fólk
skuli ekki koma, þetta er svo asskoti
gott stykki, ’ ’ sagði hann hraðmæltur.
Síðustu gestimir voru að hverfa á
burt út í karpið og yfir öllu hljómaði
hávær tónlist: Noel Coward í Las
Vegas syngjandi lag Cole Porter —
„Let’s do it, let’s fall in love” með sínum
stíl og ótal innskotum.
Noel Coward! Söngvasmiður,
skemmtikraftur, leikari, skáld, frá
unga aldri var hann ein skærasta
stjarna Breta, hneykslunarhella
fyrst í stað með dirfskufullum
Leiklist
Páll B. Baldvinsson
lýsingum sínum á lífi fólks og siðgæði
innan fjögurra veggja dagstofunnar
bresku. Hann skóp tíðarandann og
setti á heilan áratug sitt mark,
fágun, léttleika, yndislega gaman-
semi með hárbeittum háðsbroddi,
og fyrir var hann dáður og tignaður,
virtur og viðurkenndur, aðlaður
seint og um síðir og hafði þá verið í
sérstöku uppáhaldi konungsfjöl-
skyldunnar um áratuga skeiö, en
hann var hommi svo það þótti ekki
mögulegt að aðla kallinn fyrr en
hann var kominn meö annan fótinn í
gröfina. En hann var aristokrat fyrir
svo það skipti litlu. En þetta var allt
fyrir löngu, löngu síðan.
Coward á Akureyri
Það er að flestu leyti skiljanlegt að
Leikfélag Akureyrar velur „Private
lives” eða Einkalíf sem fyrsta verk-
efni vetrarins. Leikurinn er fá-
mennur og ódýr í sviðsetningu, hann
er skemmtilegur en hefur brodd og
er gullnáma fyrir snjalla listamenn.
Þeir sýna hann nyrðra í nýrri þýð-
ingu og ráða til stjómar leiknum
tvær virtar breskar listakonur. En
hvað vantar? Á sýninguna vantar
þann sérstaka yfirborösblæ sem
falinn er í tungutaki og framkomu,
stíl sem mótast af sjálfsáliti og
bokkaskap fólks úr æðri stéttum þess
lands, stíl sem ég held að fáum sé
gefið að temja sér og allra síst fólki
af okkar þjóðemi. Leikfélagið hefur
með öðrum orðum ráðist í hið
ómögulega.
Prívatlíf eins og mér þykir eðlileg-
ast að kalla leikinn er skoðun á
hjónabandi og kenjum í fólki, sem
slíkt á verkið ríkt erindi hingað upp,
það er í samræmi við motto Cowards
— „the fewer illusions that I have
about me and the world around me,
the bettur company I am for
myself”. Og í leikslok þá hafa þau
Elyot og Amanda lært að þeim ber að
lifa með kenjum sínum og stríöni,
skapi og fyrirgangi, aðeins þannig
geta þau verið hamingjusöm, hinn
helmingurinn af kvartettinum á enn
margt eftir ólært í leikslok.
Plottið í leiknum fjallar semsé um
tvenn hjón, bæöi nýgift, sem koma á
sama gististaðinn í kringum 1930 til
að eyða hveitibrauösdögunum.
Amanda og Elyot hafa bara verið
gift áður og vilja alls ekki hittast
með nýju makana, en þau gera það
nú samt og allt fer í háaloft,
sambönd í sundur og saman og í...
Að halla undir flatt..
Jill hefur búið leiknum réttan
hraða, Una glæsilega leikmynd,
einkum stofu Amöndu í París í þriðja
þætti, búningar hennar á teikningum
í anddyrinu eru glæsileg smíö og hár-
réttir í smáatriðum. Lýsingin mis-
tekst hinsvegar illa og skapar aldrei
rétta stemmningu í fyrsta þættinum,
né heldur þjónar hún átökum og sátt-
fýsi í síðari þáttunum.
Leikurinn í Privatlifi tekst mis-
jafnlega, enginn er þess umkominn á
sviöinu aö ná enskum anda leiksins,
fágun persónanna og fasi, Gestur E.
Jónasson var næst því og hefði hugs-
anlega náð lengra meö agaðri leik-
■ st jórn. Hvað um það, leikur hans var
verulega ánægjulegt viðbót í per-
sónusafn hans. Sunna Borg leikur
Amöndu og á erfitt með að gæða þá
frú yndisþokka og breyskleika sem
sannfæri áhorfanda. Þeim Gesti
tekst langbest í lokakaflanum, þar
sem bæði sitja þögul og fylgjast með
ástvinum sínum tveim í hörku-
rifriidi, en annars var samleikur
þeirra tveggja ekki góður, vantaði
alla undiröldu í kuldaleg og kurteis-
legorðaskiptin.
Hin hjónakomin, Viktor og Sibyl,
leika þau Theodór Júlíusson og
Guölaug María Bjamadóttir. Bæði
komast snoturlega frá sínu, en á-
takalítið. Persónumar em reyndar
ekki verulega stórar í sniðum, lýsa
fáum mannlegum eiginleikum, bæði
í rauninni óttalega leiðinleg til mót-
vægis við andríki og gáfur hinna. En
þessháttar einkenni verður þó að
sýna yfirvegað og afdráttarlaust.
Bæði Guðlaug og Theodór sýndu þess
merki aö þau skildu persónumar
rétt, lengri og markvísari æfing í fasi
og framkomu hefði máski h jálpað.
Sýningin fyrir norðan er samt oft
skemmtileg, svo það er synd að
Akureyringar skuli ekki hafa sóma
til að sinna henni betur en raun var á
liöið sunnudagskvöld. Mætti þó halda
að þeir væm áhugasamir enn um siði
og háttu Englendinga eins og forðum
þegar My Fair Lady fór um f jalimar
þar nyrðra. Bæjarbúar verða að
halda starfsemi Leikfélagsins gang-
andi, veita henni rétt aðhald sem
gerist best með aösókn og viötökum
eftirþvísemviðá.
Gestur E. Jónasson og Sunna Borg í hlutverkum sínum.
PRIVATLIF
Hjólaþjófar fara
hamförum um Hafnar-
fjörö og nágrenni
— þar hafa 157 hjól horf ið síðan um áramót,
þar af 37 síðustu daga
Undanfarna daga hefur verið mikið
kært út af þjófnaöi á reiðhjólum í
Hafnarfirði og Garðabæ. Hafa horfið
þar allt upp í 5 til 6 hjól í einu og ekkert
fundist af þeim.
Að sögn rannsóknarlögreglunnar í
Hafnarfirði, sem hefur með málið að
gera, hefur verið stolið 37 reiðhjólum í
Hafnarfirði og Garðabæ síðan um síð-
ustu mánaðamót. I allt hefur verið
stolið 157 hjólum í þessum tveim bæj-
um síðan um áramót og er það hreint
ótrúlega há tala.
Lögreglan hefur að undanförnu talað
við fjölmarga unglinga og foreldra
þeirra út af þessu og komist þannig að
ýmsu í sambandi við þessa þjófnaöi.
Virðast vera margir hópar í þessu og
ganga hjólin síðan kaupum og sölum á
milli unglinganna — oftast án þess að
foreldrarnir viti eitt eða neitt.
Þó nokkuð er um það að unglingamir
fari beint inn í hjólageymslur í fjöl-
býlishúsum og hirði þar heilu hjólin
eða þá hnakka, bretti og gjarðir sem
þá vantar á önnur hjól.
Lögreglan er í óöaönn aö greiða úr
öllum þessum þjófnuðum núna, en það
er ærið mikið starf — 157 hjól hafa
horfið siðan um áramót, þar af 37 hjól
síðan um síðustu mánaðamót — og
vantar mikið upp á að þau hafi öll
fundist aftur. -klp-
Þaö er sama hvar menn
eru saman komnir, dag-
blööin vekja áhuga um leið
og þau berast mönnum í
hendur. Margir voru orðnir
lesþyrstir eftir langt blaöa-
verkfall. Þessar svip-
myndir frá Alþingi og göt-
unni sýna trygga lesendur
DV.
DV-myndir GVA.