Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 1
Frjálst, óháö daablað DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 235. TBL. —74. og 10. w 'GAN 0 i 0 i i i á skotin til banaí morgun öfgasikkar segjast ábyrgir MYRTi Indira Gandhi lést á sjúkrahúsi í Nýju Delhí í dag. Tveir tilræðismenn skutu á hana í nótt þar sem hún var á leiö frá heimili sínu í höfuðborginni. Hún var samstundis flutt á sjúkrahús þar sem hún var meðvitundarlaus, þar til lýst var yfir að hún væri látin um áttaleytið í morgun. Mismunandi fréttir segja að hún hafi fengiö á milli átta og 16 skot í sig. Hún var skotin í maga, bringu og fót. Talið er að tilræðismennimir hafi verið tveir. öfgasamtök sikka hafa lýst sig ábyrg fyrir morðinu en ekki er ljóst hvort tilræðismennirnir voru sikkar. Sonur Indiru, Rajiv Gandhi, sem var á ferð í Vestur-Bengal, flaug til Nýju Delhí um leið og hann frétti af skotá- rásinni. Hann hefur af mörgum verið talinn líklegur eftirmaður móöur sinn- ar. Miklar róstur hafa verið á Indlandi undanfarna mánuði. 1 sumar sendi Indira herinn inn í hið Gullna hof sikk- anna og í þeim aðgerðum dóu hundruð manna. Trúarbragðadeilur hafa klofið landsmenn í margar andstæðar fylk- ingar. Innan fjögurra mánaða var bú- ist við aö gengiðyrði tii kosninga. Indira var dóttir Jawaharals Nehru, fyrsta forsætisráðherra Indlands. Hún varð forsætisráðherra árið 1966 og hélt „Við höfum ðtt harflan andstæöing i þassari baráttu en þegar striði er lokið veröa menn að takast i hendur," sagði Kristjðn Thorlacius að undirritun lokinni. „Ég hef oft undrast hve vel þið voruö skipulögð i barðttunni," sagði „andstæðingurinn" Albert Guðmundsson fjðrmðla- rððherra. „Eins og sagt er ð fótboltamðli sat andstæðingurinn stundum eftir, en verið bara róleg, við höfum lært af reynslunni." Og menn tók- ust í hendur. DV-mynd KAE Samið iBSRB-deilunni: UNDIRRITUN í GÆRKVÖLDI Undirritun samnings á milli BSRB og ríkisins fór fram á ellefta tím- anum í gærkvöldi í Karphúsinu. Tæp- lega fjögurra vikna verkfalli var frestað. „Harðri, langri og kostn- aöarsamri deilu er lokiö og því ber að fagna,” sagði fjármálaráðherra, Albert Guðmundsson, eftir undir- ritun samnings. „Ég er ánægður eftir atvikum,” sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB. Laun hækka um rúm 16% á samningstímabilinu sem er til árs- loka 1985. 10% hækkun verður nú •strax, peningagreiöslur samtals 6500 krónur, síðari greiðslan þar af greiöist um miðjan mánuð. Síðan eru — sjá nánar á bls. 2 og baksíðu ákvæði um vaktaálag, endurmat á launaflokkum og fleira. Meöaltals- hækkun er rúm 16%. Upphaflegar kröfur BSRB var launahækkun um 30%. Sáttatillaga rikisins, sem felld var fyrir verkfall, var upp á 6% kauphækkun strax og 4% um ára- mót. -ÞG. því embætti með stuttum hléum til dauðadags. Indira hefði orðið 67 ára þannl9. nóvember. -Þó.G. — sjá ennfremur á bls. 8 Forsætisráðherra ímorgun: Búnirað tapa orrustunnien stríðið helduráfram „Ég fagna því vissulega að þessu verkfalli sé lokið. Það hefur staöið allt of lengi og valdið. miklu tjóni,” sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra i morgun. „Þetta er óheillaspor sem stigíð hefur verið og ef samningar á landinu verða almennt í þessum dúr þá verður erfitt að ráðá viö ástandiö. En þetta er ekki vonlaust þótt orrust- an hafi tapast þá heldur stríðið gegn verðbólgunni áfram,” sagði forsætisráðherra. -EIR. Ólíktþvísem viðstefndumað — segirGuðmundur J. Guðmundsson um samningBSRB „Þetta eru ákaflega ólíkir samningar því sem viö stefndum að og ég óttast aö þeir standi stutt við,” sagöi Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambandsins, um ný- gerðan k jarasamning BSRB. „Við höfum alltaf verið að reyna að fá tryggingar fyrir því aö það sem um væri samið yrði ekki tekið aftur. Við vildum fá kaupmáttartryggingu, aö hluti samningsins fælist í skattalækk- unum og afnema visitölukerfið á fleiri liðum en launum. Þetta er nú trúlega úr sögunni þegar svo fjölmenn samtök hafa samiö um annað. Þá gæti reynst erfitt að ná fram betri kaupmáttartrygg- ingu. Það virðist vera búið að marka ákveðna launastefnu,” sagðiGuðmundur. -OEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.