Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER1984. Spurningin Spilar þú í ein- hverju happdrætti? Yrsa Gylfadóttir neml: Já, ég spila í happdrætti DAS. Ég hef einu sinni unnið en það var bara eitthvert smá- ræði. Anna Gisladóttir húsmóðir: Já, ég hef spilað í háskólanum í um f jögur ár. Ég hef einu sinni unniö og hyggst spila áfram. Sigfús Bjarnason leigubifreiðarstjóri: Já, ég spila í háskólanum en hef aldrei unnið, allavega ekki ennþá. Ég bíö eftir stóra vinningnum. Arthur Finnbjörnsson, komin á eftir- laun: Já, ég spila í mörgum happ- drættum og hef unnið nokkrum sinn- um. Ég er nú í þessu fyrst og fremst til að styrkja gott málefni. Guðmundur Finnbjönrsson, BSRB- maður: Já, ég spila í happdrætti og hef gert það í ein 30 ár. Hef aö vísu aldrei unnið. Kolbrún Finnbogadóttir póstaf- greiðslumaður: Já, ég spila í háskólan- um og hef gert það í ein 25 ár. Þó að ég hafi unnið einu sinni þá er ég í þessu fyrst og fremst til að vera með. Lesendur Lesendur Lesendur Lög- hlýðni Páll brýtur landslög Lúkas skrifar: Ég gat ekki annaö en brosað þegar ég heyrði ummæli framsóknarþing- mannsins Páls Péturssonar frá Höllu- stöðum um frumvarp ríkisstjórnar- innar varöandi frjálsan útvarpsrekst- ur. Páll fór um það mörgum oröum aö þeir einkaaðilar sem ráku útvarps- stöðvar, sem almenningi eru ennþá í fersku minni, hefðu brotiö lög og á þessu tönglaðist hann í vonsku sinni í langan tíma í þingsölum. Tilefni þessa bréfs er ekki að þjarka um fáviskuleg ummæli Páls í garð frjálsu útvarpsstöövanna. Þær líta dagsins ljós innan tíöar hvort sem Páli bónda líkar betur eða verr. En mig langar til að minna Pál á aö þaö eru ekki margir mánuðir síðan hann braut landslög þegar hann stóð fyrir því ásamt fleirum að siga hrossum til heiða í trássi við landslög. Þar hafði Páll hagsmuna að gæta og þá var allt í lagi aö brjóta lög. Ég held að heillavænlegast væri fyrir Pál og hans líka í Framsóknar- flokknum að athuga sinn gang. Kosn- ingar, sem ef til vili eru á næsta leiti, hræðast þeir eins og pestina, meðvit- aðir um það afhroð sem þeir munu bíða er talið hefur verið upp úr atkvæða- kössunum. Sökín er öll þeirra sjálfra. Þeir hafa með verkum sínum og um- mælum á síðustu mánuöum og árum grafið sína eigin gröf. wmm, HRINGIÐ í SÍMA 68-66-11 kl. 13 til 15 eða SKRIFIÐ Álagning á gosdrykkjum á skemmtistöðum er um 1200% segir bréfritari. Laun ófaglærðs starfsfólks á vfnveitingahúsum „Einn af þeim litlu í þjóðfélaginu” skrlfar: Laun ófaglærðs starfsfólks í öldur- húsum eru svo hrikalega lág að eig- endur þeirra sjá sér stórhagnað í að hafa þaö í vinnu fremur en faglært fólk. Samt vinnur þetta fólk nákvæmlega sömu störf og það fag- læröa en fær bara helmingi lægri laun fyrir vinnu sína ef laun skyldi kalla. Og hver eru laun ófaglærðs starfsfólks? Frá ágúst 1983 til sama tima 1984 hafa laun þessa fólks „hækkað úr ca 105 kr. í ca 117 kr. á tímann í næturvinnu eöa um 10%. Á þetta jafnt við um fólk sem vinnur á börum, í eldhúsi eöa annars staðar í húsunum. Með öörum orðum þá fær starfskraftur sem vinnur í öldurhúsi f rá 10 að kveldi til kl. 4 aö morgni um 700 kr. fyrir þann tíma. 700 kr. fyrlr 6 tíma næturvinnu. Eru þá ótaldar þær aöstæöur sem fólkið þarf að vinna við: tónlistina sem glymur í eyrum allan tímann og misjafnt ástand þess fólks sem er að „skemmta sér.” A meöan laun starfsfólksins hafa svo til staðið í stað hafa tekjur hús- anna stóraukist. Verðhækkanir á þeim hlutum sem húsin hafa hvað mestar tekjur af hafa hækkað á fyrr- greindu tímabili um marga tugi ef ekki hundruð prósenta og stóðu þau þó vel aö vígi áður. Aðgangseyrir hefur stórhækkað á þessum tíma, úr ca 80 kr. í 150 kr. Þar aö auki hefur sá hluti sem ríkið tekur af hverjum miða hlutfallslega minnkaö. Verö á víni hefur sömuleiöis hækkað. Hér áður fy rr fylgdi verðið á víninu kaup- gjaldsvisitölu en nú hefur það gerst á þessum tíma aö áfengisverö hefur hækkaö þrisvar burtséð frá henni. Og þrátt fyrir þær gífurlegu verð- hækkanir sem orðið hafa á þessum hlutum hefur salan ekkert dregist saman eins og flestir vita. Alagningin á víni á skemmtistöð- um er vel yfir 100% og ekki nóg meö það, t.d. á sumardaginn fyrsta, 17. júní, 1. maí, á baráttudegi verkalýðs- ins, og fleiri tyllidögum leggst auka- gjald á vínið án þess þó að kaup starfsfólksins hækki nokkuö. Verð óáfengra drykkja hefur einn- ig stórhækkað, t.d. kostar eitt glas af gosi hvorki meira né minna en 65 kr. Álagningin er því um 1200% (ekki prentvilla). Það tekur því litla mann- inn í þjóöfélaginu hátt í klukkutíma að vinna fyrir einu gosglasi á bar. Til gamans má geta þess aö einn ein- faldur brennivín kostar 45 kr. Og þá er ekki allt upptalið ennþá: einn eldspýtustokkur kostar 10 kr., kaffibolli 50 kr., sigarettupakki 66 kr. og svona mætti lengi telja. Hinn almenni Islendingur getur ekki farið út að skemmta sér nema veröa hafður að féþúfu enda standa erlendir ferðamenn orölausir þegar þeir heyra minnst á verðið á veiting- unum. Það er þvi kominn tími til að slá hnefanum í borðið og fá sann- gjörn laun greidd fyrir störf sem þessi. Já, „skítur á priki” er rétta orðið yfir laun ófaglærðs starfsfólks í öldurhúsum og er þá ekki sterkt til orða tekiö. Hafa aldraðir og öryrkjar gleymst í yf irstandandi kjaradeilum? Hvað fá öryrkjar og gamalt fólk? 1537-3571 hringdi: Margt hefur borið á góma varðandi BSRB-verkfallið. Varðandi kjarabæt- ur þá virðist enginn hafa neinar veru- legar áhyggjur af öryrkjum og öldruð- um, þeim sem án alls vafa hafa lang- lægstu tekjur af öllum í þjóðfélaginu. Hvað á að gera fyrir þetta fólk? Hvar ætli mestu kjarabætumar lendi? Sennilega hjá þeim sem mest hafa eins og venjan er. Ætli þaö verði ekki lítið sem öryrkjar og gamalt fólk fær í sína buddu. Kjara- barátta opinberra starfsmanna Opinber starfsmaður skrlfar: Magnús Bjarnfreðsson skrifar kjallaragrein í DV þann 25. þ.m. þar sem hann ræðir kjarabaráttu opinberra starfsmanna. Finnur hann kjarabaráttunni flest til for- áttu og telur hana engum k jarabót- um muni skila í hendur opinberra starfsmanna. Heldur virðist hlakki í honum yfir þeirri málalyktan og getur hann illa duliö gleði sína. Þykir mér í þessari umræddu grein anda köldu í minn garð og annarra opinberra starfsmanna, algerlega óveröskuldað þar sem ég hefi ekki gert manninum neitt. Það má vera að Magnús eigi í einhverjum erjum við opinberan starfsmann en það á hann ekki að láta bitna á allri stétt- inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.