Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER1984. 3 Ríkið stór- skuldugt við Sauðárkróksbæ Ríkissjóður skuldar Sauðárkróksbæ liðlega 14 milljónir króna. Hafa bæjar- yfirvöld kallað þingmenn kjördæmis- ins til fundar um það mál og einnig hefur veriö rætt við mennta- og fjár- málaráðherra. Þetta er stór hluti af tekjum bæjarins. Áætlaðar tekjur í ár eru 53 milljónir króna. ,,Skuldin myndaðist vegna bygg- ingar heimavistar f jölbrautaskólans,” sagði Þórður Þórðarson bæjarstjóri. Ríkið greiddi 85% af kostnaði en bærinn 15%. I febrúar 1983 var gerður samningur þar sem fleiri sveitarfélög urðu rekstraraðilar og var hann staðfestur af þáverandi ráðherrum mennta- og fjármála. Við þá breytingu varð kostnaðaraðild ríkisins 100% og skuldin nú myndaðist þá að megin- hluta. Hluta skuldarinnar sagði bæjarstjóri vera vegna þess að nauðsynlegt reyndist að leggja til búnaö í fjöl- brautaskólann hraðar en ríkið lagði fram fé. -JBH/Akureyri. Athugasemd: Ekki leitað eftir vilja starf sf ólks Trúnaðarmaður starfsfólks Búnaöarbankans á Akureyri vill fyrir hönd þess gera eftirfarandi athuga- semd: „I frétt DV föstudaginn 26. októ- ber sl., um ráðningu útibússtjóra Búnaðarbankans á Akureyri, er sagt: „Samkvæmt heimildum DV var nánast einhugur um að ráða hann og stuðningur hjá starfsfólki útibúsins.” Vegna þessarar fréttar vill starfsfólk taka fram að ekki var leitað eftir afstöðu þess né heldur lýsti það yfir stuöningi við einn umsækjanda fremur en annan. Umrætt atriði þessarar fréttar er því ekki á rökum reist.” Afrakstur verkfallanna léttur í pyngjunum — bókagerðarmenn fá ekkert, BSRB-fólk tapar Það er nú orðið fullljóst að afrakstur þeirra verkfalla sem lengst hafa staðið að undanförnu verður léttur í pyngjum þeirra sem í þeim hafa staðið. Niðurstaðan er 16—17% meðaltalshækkun launa á 14 mánaða samningstíma en verkfalls- fólk hefur tapað af 7—10% launa sé töpuðum launum dreift á sama tíma- bil. BSRB-fólk felldi sáttatillögu um launahækkun sem hefði gefiö nærri 10% hækkun á 7 mánuðum. Nú fá þeir um 16,4% meðaltalshækkun á 14 mánuðum. Frá fyrra boðinu hafa þeir verið í verkfalli í fjórar vikur og tapað á því 6,8% af þessu 14 mánaða kaupi. Hver verkfallsvika kostar ‘ nefnilega 1,7% í töpuðum launum ef tapinu er dreift á samningstímann. Það fer því varla á milli mála að BSRB-fólk sligast ekki undan umsömdum kauphækkunum. Þó fá þeir 6.500 krónur upp í tapið með sér- stökum greiðslum sem vissulega er nokkur sárabót. Aðrir fá ögn minna Bókagerðarmenn höfðu fyrir samninga um 6% launahækkun næstu 7 mánuði. Þeir sömdu nú um 16,9% meðaltalshækkun launa á 15 mánuðum eða sem er nálægt 15% á 14 mánaða samningstíma BSRB. Fyrir 10,9% meiri meðaltalshækkun launa en þeir höfðu nú á 15 mánuðum Guðlaugur Þorvaldsson sáttasemjarí rœðir viO Krístján Thoríacius, formann BSRB, i karphúsinu i gær. Þegar staOiO er upp úr löngum verkföllum tekur langan tíma aO vinna upp tekjutapiO. DV-mynd KAE greiddu þeir 10,4% í töpuðum launum í sex vikna verkfalli. Starfsmenn Kópavogsbæjar, sem áttu kost á 10% hækkun á sjö mánuðum, fengu svo til sömu samninga og BSRB fær nú. Þeir voru hins vegar ekki nema níu daga í verkfalli og hafa þvi samanboriö við hina kannski um 3,5% upp úr krafs- inu, þó fyrir 14 mánaöa samning í staðsjömánaða. I þessum samanburði er ekki reiknað með verðbólguáhrifum svo hárra krónutölusamninga. Varlegt er að tala um að þeir hleypi verðbólg- unni upp um einhver prósent á samningstímanum. Það rýrir þá enn afrakstur verkfallanna, ef hægt er að kalla niðurstöðuna því nafni. -HERB. HJÁ AGLI VIÐ BJÓÐUM NOTAÐA BÍLA Á LÆGRA VERÐI EN ÞEKKIST Á HINUM ALMENNA MARKAÐI MAZDA 626 2000 1982 FIAT131 SUPER MIRAFIOR11982 VOLKSWAGEN PICK-UP 1982 Kr. 270.000. Kr. 205.000. Kr. 310.000. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ AÐ AUKI ER STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Allt á sama stað — Sífelld bílasala — Sífe/ld þjónusta 1929 notodir bflor í eigu umbodssins EGILL. VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Sími 79944—79775 1984

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.