Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTOBER1984. 13 " r,/ að kóróna skömmina leyfir rikisstjórnin bestu vinum sínum að sitja uppi i Garðastræti og bjóða sjálfsagðar leiðróttíngar á þessum málum sem skiptímynt i samningum." vegi fyrir nýjar atvinnugreinar í landinu haf a verið litlar sem engar. I öðrum löndum hefur skólakerfið myndað undirstöðu að þróuöum atvinnuvegum. Hér horfum við fram á að kennarar flýja störf sín vegna lélegra launa. Þannig telur þessi stjórn líklega að best sé varðaður vegurinn inn í framtíðina. En sérhver ríkisstjórn verður að skilja að skólar eru ekki hús; skólarerufólk. 5. Um innviði Framsóknarflokkurinn er kominn í stjórnarandstöðu. Þingmenn hans eru í meginatriðum andvigir því litla sem stjórnin hefur gert síðan í vor. Páll Pétursson, formaður þing- flokksins, hélt ræðu í upphafi þings þar sem hann lýsti sig andvígan stefnunni í peningamálum, útvarpsmálum og launamálum. Þá er litið eftiq, Sjálfstæðisflokkurinn er ekki klofinn að þessu sinni. Til þess þarf sterka ein- staklinga. Nú er hann tvistraöur eins og púsluspil sem bíður þess að veröa raöað saman. I þessu ástandi er flokkurinn ófær um að eiga aðild aö ríkisstjórn. Þetta kemur fram í því að stjórnin stjómar ekki sjálf, en uppi í VSI situr hins vegar Magnús Gunnarsson og býður lagabreytingar til að losa fyrir- tækin við aö greiða lifvænleg laun. Hver gaf honum umboö til lagabreyt- inga? Kannski hefur hann boðið Karli Steinari Guðnasyni að hækka fyrir hann hámarkshraðann á Reykjanes- braut? Hvernig væri aö biðja VSI og Davíð Scheving að breyta lögum um bjórinn? Það væri h'klega auðveldari leið en aö koma b jórnum í gegnum þingið. 6. Um traust Niðurstööur skoðanakannana um fylgi við stjómina og afstöðu til BSRB- deilunnar sýna aö stjórnin er að missa traust fólksins. Varfærni Morgunblaðsins þessa dagana og niðurstaöan í síðasta Reykjavíkurbréfi sýnir þetta sama. Þar stendur að ríkisstjóminni hafi mistekist í mikilvægasta hlutverki sínu, nefnilega því að gæta friðar og réttlætis. Þeir eru stundum glöggir á þessum bæ. Ef stjómin á hvorki traust fólksins né Moggans virðist fokið í flest skjól. Guðmundur Einarsson. Kjallarinn ARITRAUSTI GUÐMUNDSSON, KENNARI, MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND Konurnar ríða á vaðið Frelsi er afstætt. Oft felst frelsi landsbyggðarfólksins einungis i því aö velja hvert það flytur þegar ekki þykir hagkvæmt aö halda uppi byggö í ein- hverju héraöL Það er því ekki furða aö flest fólk utan sv-homsins krefjist úr- bóta í dreifikerfi hljóðvarps og sjón- varps. Þær eru núna mikilvægara verkefni ráðamanna og f jölmiölafólks (sem allt hampar jafnrétti og frelsi) en nýjar stöðvar í Reykjavík eða einhverjum bæjum landsins; og þá ekki hvað síst að stuðla að fleiri lands- hlutastöðvum á borð við RtJVAK. Menn með fjölmiðlun sem hugsjón (var það ekki sagt?) geta fengið nóga vinnu hjá Ríkisútvarpinu. Svo þarf að opna tvær nýjar rásir í hljóövarpi (eina fyrir félög og samtök, aöra fyrir fræðslu/skóla) og lengja sjónvarps- timann með íslensku efni (og þá einnig aökeyptu efni héðan). Að þessu fengnu má kanna þörfina og áhugann á smá- stöðvum. Starfsleyfi þeirra væri skil- yrt þannig að menn hefðu sem jafnastan rétt og möguleika til út- varps. I þessa veru eru tillögur þing- manna Kvennalistans á Alþingi um lýðfrjálst útvarp. Ari Trausti Guðmundsson. Viðsjárverö ve/sæ/d A undanförnum áratugum hafa gengið yfir íslensku þjóöina ein- hverjar þær mestu breytingar sem um getur í sögunni. Það má vissu- lega líkja þessum breytingum við byltingu að varla verður vart fyrr í sögunni jafnmikilla og örra umskipta og nú. Margt hefir orðið til góðs, svo sem nú verður að teljast, að sérhver hafi nóg ,,að bíta og brenna” þ.e. fái brýnustu þörfum sínum fullnægt: fæði og klæði og langsamlega flestir búa í sæmileg- asta húsnæði. En sitthvað hefir rekið á f jörurnar undanfama áratugi sem verður að teljast miður gott: erlendur herafii hefir veriö hér flestar götur síðan 1940 sem ýms spilling og hryllingur hefir stafað frá, — hingað hafa borist framandi lífshættir sem ganga út á aukna ásókn í lífsþægindi að likja má viö versta þrældóm: þægindaþræla má nefna þvílíkt fólk fyrir mér. I kjölfar þessara þátta hefir gegndarlaus sóun f jármuna og verðmæta átt sér stað og má með sanni segja að vel- sældin veröur oft víðsjárverð. Forsjá En allt kapp er best meö forsjá. A bak við þessa þróun liggur mikil vinna sem því miður vill stundum vera hóflaus og óskynsamleg. Fjöl- margt hefir því verið afrækt og jafn- vel gleymt. Nú eru 168 klukkustundir í viku hverri þar eða 7 dagar marg- faldaðir með 24 klukkustundum em 168. A Islandi er vinnuvika margra allt of löng, þó í orði sé lögboðin 40 stunda vinnuvika. Fjölmargir hafa 60—80 stunda vinnuviku, dæmi um allt að 120 en vonandi eru þau fá. Sér- hver stund sem unnin er í yfirvinnu er tekin af hvíldar- og frítíma sem öllum er mikil nauðsyn að hafa. Þvi miður hefir ásókn daglaunamanna í yfirvinnu orðiö meiri á undanfórnum árum en nauðsynlegt verður að telj- ast. Astæða þess er að sjálfsögðu sú að framboð og eftirspum eftir ýmsum gæðum, sem ekki geta talist brýn, fer vaxandi fyrir mátt auglýsinga. Hér verður til óæskilegt vitahringsástand sem allt of margir lenda í. Skattgreiðslur vaxa og þörf fyrir afslöppun og hvíld eykst að sama skapi. Allt of margir leiðast út i mannfagnað af því tagi sem helst hæfir verstu villimönnum undir særingagaldri af frumstæðustu og háværustu tegund. Ofáir rata í sín verstu vandræöi lífs síns undir þessum kringumstæðum, fremja jafnvel slæm lögbrot meö ofríki og skammsýni svo að fátt verður til málsbóta. Neysla hverskonar nautna- og ávanaefna fer vaxandi af þessum orsökum i jöfnu hlutfalli og vinnubrjálæðið, mannleg eymd og volæði ásamt brostnum vonum um meiri og betri lystisemdir þessa heims er. Það er vissulega vá fyrir dyrum i íslensku þjóðfélagi um þessar mundir. Efnahagsástandið i landinu er líkt og á heimilum ofdrykkju- manna yfir höfuö. Flest ef ekki allt er látið vaöa á súðum, efnt er til sívaxandi skuldasöfnunar, meira en nokkru sinni fyrr í sögu íslensku þjóðarinnar. Misrétti hefir því miður vaxið ásamt skilnlngsleysi gagnvart þelm minniháttar, jafnframt sem þeim mikilsmegnugri hefir vaxið fiskur um hrygg á dögum þessara svonefndu frjálshyggjumanna. Sá þjóðfélagshópur rakar saman ógrynni auðs í skjóli láglaunastefnu og „frelsis” í verslun og viðskiptum. Tvenn takmörk Að minni hyggju tel ég unnt aö sameina tvenn mikilsverð takmörk: að bæta mannfélagið með hollum og góðum lífsháttum og: að efla ræktun skóglendis í stórum stU á tslandi. I.íklega hefir aldrei nokkum tíma eins og nú í sögu íslensku. þjóöarinnar veriö jafnrik þörf fyrir að beina tómstundum og áhuga alþjóðar að einhverju nytsömu og gleðiríkustarfi. TUraunir með skógrækt hafa staðiö y fir hérlendis um alUanga hríð og árangur verður að teljast mikiU. Þaö er ekki ástæða tU svartsýni öllu lengur þó aö ýmis ljón kunni að vera á veginum. Nútíminn ræður yfir margfalt meiri þekkingu nú en í upphafi skógræktunar á Islandi og er því unnt að gera stór- kostlegri hluti í þessum efnum en nokkum óraði fyrir áður. En áhugi er allt sem þarf. Skógrækt er eitt- hvert þaö stórkostlegasta áhugamál Kjallarinn GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIÐSLUMAÐUR sem í brjósti sérhvers Islendings ætti að dafna og þroskast. Þær tóm- stundir, sem variö er tU að græða upp og hlúa að nýgræöingi, em trú- lega áhrifarikustu meðul gegn nútimaáþjánum fólks: tímaleysi, streitu og taugaveiklun, sem hrjáir aUt of marga nú á dögum. Félaga- samtök, einstaklingar og það opin- bera, ríki og sveitarfélög, þyrftu að leggjast á eitt að greiða sem mest fyrir málefni sem þessu. Tryggja verður landsréttindi tU skógræktar alþjóðar og taka verður upp ákveðn- ari stefnu gagnvart ríkjandi rán- yrkjuviðhorfum sem em bókstaflega að eyða markvisst öllum gögnum og gæöum þessa lands. Svo sannarlega mættl með auknum áhuga fyrir skóg- rækt lyfta ótal vandræðabjörgum sem hvarvetna liggja á leiðum aUt of margra íslendinga, einkum ungs fólks. Guðjón Jensson. „Á bak við þessa þróun liggur mikii vinna sem því miður vill stundum verða hófiaus og óskynsamleg."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.