Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÖBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hvað kostar brúðkaupsdagurinn? Aö ganga í hjónaband eöa ekki eru vangaveltur sem flestallir þjóö- félagsþegnar þurfa aö glíma við einu sinni eða oftar á lífsleiöinni. Mismun- andi er hve miklum fjármunum fólk vill eyöa í athafnir sem þessar. Sumir hugsa sem svo aö þeir gifti sig ekki nema einu sinni svo aö athöfnin skuli vera heldur vegleg á aö líta. Aðrir kjósa aö hafa allt sem látlausast og skreppa jafnvel inn til borgardómara í nokkrar mínútur á hversdagslegum degi í hversdagslegum fötum og láta pússa sig saman. Pomp og pragt Að gifta sig samkvæmt uppskrift Karls Bretaprins og Díönu prinsessu þarfnast mikilla fjárútláta og aö mörgu er aö hyggja, svo sem klæðnaöi, matarföngum, keyrslu brúöhjóna, kirkjusöng o.s.frv. Brúöarkjólaleiga Maríu Eggerts- dóttur leigir út kjóla á ýmist 2.000 eöa 2.500 krónur og er innifalið í veröinu áhætta, hreinsun og breytingar ef ein- hverjar eru. Verslunin Mariurnar, Klappastíg 30, saumar brúöarkjóla og er veröiö frá 6.000 krónum og upp í 14.000.Þar er líka hægt að fá keypta hvíta skó á 1.900 krónur. Betra er nú fyrir brúðgumann að fá almennilegt utan á sig svo að hann falli ekki í skuggann af brúöi sinni. Hægt er aö fá leigða smókinga á 700 krónur í Herrahúsinu. I kaupum kostar smók- ing 6.900 krónur og jakkaföt eru frá 6.300 kr. og upp í 7.200 krónur. Karl- mannaskór eru frá 1.490 kr. upp í 2.200 kr. Skyrta kostar um 1.000 krónur, slaufa 300 kr. og lindi sem notaður er viö smóking er á 595 kr. Næst þarf aö hugsa fyrir hársnyrt- ingu beggja. Brúöguminn mun væntanlega þurfa venjulega karl- mannaklippingu sem kostar um 300 kr. Fyrir brúöina kostar klipping og greiösla um 500 kr. Hringar eru frá 4.300 kr. og upp í 13.000 krónur. Flestir munu eflaust vilja eiga minningar brúökaupsins á filmu. Ljósmyndarar hafa yfirleitt svipaö verö, en eitthvað er það mis- munandi eftir því hvort stækkanir eru innifaldar eöa ekki. Fyrir 12 brúöar- myndir er verö um 3200 krónur ef myndir eru teknar um helgi en 2500 krónur á virkum dögum. Prestur og annar kirkjukostnaöur svo sem organisti og kirkjuvörður er um 3.000 krónur, en söngfólk er mis- margt viö giftingarathafnir, allt frá einum og upp í fjóra, og tekur hver söngmaður um 400 krónur fyrir söng- Lincoln Continental, bíll Gylfa Pálssonar, hefur verið leigður út nokkrum sinnum fyrir brúðkaup, aðallega þó yfir sumartímann. ínn. Matseðill dagsins Þá er aö huga að matseðli dagsins og sjá til þess að þeir sem boönir eru til brúðkaupsins haldi ekki svangir heim á leiö. Ýmis veitingahús bjóöa ákveðna pakka, t.d. kalt borö fyrir a.m.k. 25 manna hóp eöa fleiri. Verð er mismunandi, en á þeim tveimur stöð- um sem blaöamaöur DV kannaði var verö fyrir manninn 410 á öðrum staðn- um en 630 á hinum. Þríréttað heitt hlaöborð er einnig selt fyrir 25 manns eöa fleiri á flestum þeim stöðum sem selja út mat og er veröiö frá 500—600 krónur. Akstur Aö komast leiöar sinnar eftir kirkju- athöfnina er eitt af því sem þarf aö hugsa fyrir. Gylfi Pálsson gerir svo- lítið að því aö leigja út sérsmíðaöan bíl sem hann á og er honum best lýst sem „einum meö öllu”, sagöi Gylfi. „Kunn- ingi minn hjálpaði mér aö setja hann saman. Þetta er gamall Lincoln sem við tókum í sundur og lengdum um tæpan metra. Allt er rauð-plussklætt Borgar sig að gifta sig? Hvaö græði ég á því aö giftast? Spurning sem þessi Ieitar eflaust á flesta þá sem hafa náö sér í maka og fara aö hugsa um hjúskaparmál. Ymislegt kemur til viö stofnun hjúskapar og margt breytist. Skattamál hafa mikiö veriö í brennidepli síðustu ár í sambandi viö skiptingu tekna milli hjóna. Skattalög- in eru sniöin þannig í dag aö hagkvæm- ara er fyrir bæöi hjónin aö vinna úti fyrir jafnmiklum tekjum. Munu þau þá hvort um sig lenda í lægsta skattstiganum svo lengi sem tekjur hvors fara ekki upp fyrir 170.000. Hins vegar ef annað hjónanna er eina fyrirvinna heimilisins og hinn aöilinn ákveður aö vinna ekki, lendir fyrirvinnan í hátekjuflokki ef tekjur fara 1340.000 krónur eða meira. Á Alþingi í fyrra settu sjálfstæöis- menn fram tillögu um að ja&ia tekjum hjóna á báöa einstaklingana þannig aö heimilið yröi eins og ein heild og ekki skipti máli hvort hjónanna ynni fyrir tekjunum. Tillaga þessi náöi ekki fram að ganga á þeim tíma en vonir manna um aö hún veröi endurvakin eru miklar. Gestur Steinþórsson, skattstjóri Reykjavíkur, sagöi aö meginregla skatthliöarinnar væri sú aö ekki skipti máli hvort maðurinn væri í sambúö eöa ekki. Hver einstaklingur fær sína persónuálagningu hvort sem hann er í hjúskap eða ekki. Einnig eru sömu frá- drættir, skattstigar, skattleysismörk og eignarstigar. Hins vegar gilda sérstakar reglur til dæmis um eignartekjur, persónuaf- slætti og vaxtagjöld. Hjá hjónum leggj- ast eignartekjur á tekjur þess aðilans sem hærri tekjur hefur fyrir. Svokallaður 10 prósent frádráttur eða fastur frádráttur er lágmark hjá einstaklingum en ekki hjá hjónum. Fasti frádrátturinn er 10 prósent af tekjum hjóna en lágmark er 28.000 krónur hjá einhleypingi og 49.000 hjá einstæðu foreldri og getur auövitaö fariöhærra. Ef vaxtagjöld nýtast til frádráttar færast þau öll til þess hjóna sem hærri hefur tekjurnar. Persónuafsláttur getur færst á milli hjóna þannig aö fyrirvinna heimilisins getur nýtt sér tvo persónuafslætti ef annað hjónanna er lítið eða ekki vinnandi og þarf því ekki á persónuafslætti aö halda. Eignarskattsstofninn skiptist til helm- ingamillihjóna. Höskuldur Jónsson, ráöuneytis- stjóri fjármálaráöuneytisins, sagöi aö þetta mál væri ekki á þeirra borðum núna, en viö endurskoðun á skatta- málum kæmi þetta mál alltaf upp. Höskuldur sagði að eðlilegast væri að lækka skattstigana. „Þingsályktun un afnám tekjuskatts í áföngum var sam- þykkt í fyrra og við þaö minnkar þetta vandamál gagnvart tekjuskattinum en ekki gagnvart útsvari.” Skattastigar eru í þremur þrepum. Af tekjustofni frá 0 og upp í 170.000 krónur reiknast 23 prósent skattur. Frá 170.000 krónum til 340.000 króna reiknast 32 prósent, og í hátekjuflokki eru jjeir sem hafa yfir 340.000 krónur í árstekjur og af þeim eru tekin 45 prósent í skatta. Persónuafsláttur er 29.500 í dag fyrir hvern einstakling hvort sem hann er vinnandi eöa ekki. Hins vegar ef annað hjónanna vinnur lítiö eöa ekki úti getur ónýttur persónuafsláttur þess flust yfir á þann aöila sem er fyrir- vinna heimilisins þannig aö hann fær tvöfaldan persónuafslátt á sínar tekjur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.