Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MANUDAGUR 5. NOVEMBER1984. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf„ Skeifunni 19. Áskriftarverö á mánuöi 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helaarblað 28 kr/ i „Kunningjaþjóðfélagiö” Margir hafa glímt við að skilgreina afglöpin í rekstri ís- lenzka þjóðfélagsins. Væntanlega viðurkennum við öll, að lífskjör í landinu væru á miklu hærra stigi, hefði arðsemi verið látin ráða í meðferð þeirra fjármuna, sem við höf- um haft úr að spila. Hvar liggur meinið? Dr. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur kallar íslenzkt þjóðfélag „kunningjaþjóðfélag” í grein í síðasta hefti tímaritsins Storðar og spyr, hvað það kosti okkur. Þegar fyrirtæki verða gjaldþrota og þegar rekstur þeirra stöðvast, eru það ekki einhver fjarlæg tíðindi, heldur oftast mál, sem snerta ættingja, vini og samherja. Þegar stjórnandi fyrirtækis sækir um lán til fjárfesting- ar, eru arðsemisútreikningamir ekki bara svartar tölur á hvítum pappír, þar sem öllu máli skiptir, hvort plús eða mínus er fyrir framan niðurstöðutöluna og hversu stór hún er, heldur er verið að tefla mn framtíðaratvinnu- möguleika hjá mörgum frændum og gömlum leikfélög- um. Og þegar stjómandinn ætlar að víkja letingja úr starfi, er hann vinsamlega minntur á, að frænka banka- stjórans sé náskyld ömmu letingjans og það séu tveir þingmenn í ættinni. Þjóðarbúið bæri sig betur, ef arðsemi réði ferðinni en „fyrirgreiðslupólitíkin” stýrði ekki höndum ráðamanna. Dr. Vilhjálmur ræðir þaö ekki með tilliti til stjómmála- flokka, en í raun verður engum einum flokki um kennt, hvemig komið er. Kunningjaþjóðfélagið, sem Vilhjáhnur ræðir, sækir að sjálfsögðu líf sitt til þess, að forystan, sem stjómmálamenn veita, hefur verið hinu sama marki brennd. Greinarhöfundur lýsir í lok greinar sinnar ýmsum vonum um betri tíma, en þróun efnahagsmála síðustu vikur, síðan greinin var skrifuð, kann að koll- varpa þeim góðu vonum. Dr. Vilhjálmur ber saman framleiðslu þjóðarinnar og þann hluta þjóðarauðsins, sem notaður er við fram- leiðsluna, og athugar, hvað hver króna, sem bundin er í fjármunum til framleiðslu, skilar okkur raunverulega miklu. Á árinu 1969 skilaði hver króna í fjármunum í at- vinnulífinu og byggingiun og mannvirkjum hins opinbera 41,2 aurum. Þetta var síðasta ár samdráttarins mikla á árunum 1967—69. Árið 1973 skilaði hver slík króna 45,8 aurum, en síðan fór að síga á ógæfuhlið, afraksturinn af þjóðarauðnum minnkaði. Hin lélega nýting eftir 1975 skýrist fyrst og fremst af röngum fjárfestingum. Um þverbak hefur keyrt eftir 1981. Afraksturinn hefur síðan farið niður í 32,8 aura út úr hverri krónu í f jármunum í at- vinnulífinu. Ef fjármunir okkar nýttust jafnvel og á árunum 1970— 74, væri þjóðarframleiðsla okkar 30%—40% hærri en hún er núna. Renna má stoðum undir þá fullyrðingu, að kunningjaþjóðfélagið hafi kostað okkur svo mikið. Sumum okkar mun vafalaust hafa þótt gott aö búa í kunningjaþjóðfélagi. En það á fyrst og fremst við gæö- inga ráðamanna. Við horfumst einkum í seinni tíð í augu við þá staðreynd, þegar kjaraskerðingin hefur dunið yfir, hversu dýrt það er okkur að leyfa slíka stjóm þjóðfélags- ins. Núverandi ríkisstjóm hefur reynt ýmsar úrbætur á þessu. En í vaxandi mæli hefur verið ljóst, að einnig núverandi ráðamenn eru njörvaöir í gapastokk kunningjaþjóðfélagsins. Nú hefur efnahagsstefna ríkis- stjómarinnar hrunið og ekki séð annað en við munum framvegis gefa þriðjung lífskjara okkar til þess að viðhalda kunningjaþjóðfélagi. Haukur Helgason. Lögogtón- listarsmekkur — of urlítið svar til Steinunnar Ekki er ég alveg viss um aö ég sé rétti maöurinn til aö svara kjallara- grein Steinunnar Jóhannesdóttur, félaga í BSRB, í DV 1. nóv. í ár. Eöa heldur aö þörf sé að svara henni. Hins vegar kemur Steinunn í téðri grein aö máli sem mér er hugleikiö og því kýs ég að nota þær tvær, Steinunni og greinina, sem skálkaskjól til að koma þessu hugöarefni mínu á framfæri einn ganginn enn. Ranglát lög Hún talar um sjálfshól DV-manna sem birtist í því að Fréttaútvarpiö kom vel út úr skoðanakönnun. Steinunn og fleiri staöhæfa aö Fréttaútvarpiö hafi verið ólöglegt, þótt raunar hafi ekki enn verið skoriö úr um það. En, eins og Steinunn oröar það, „hvorki meira né minna en tveir þriöju hlutar Islendinga kváöu styöja þaö, aö menn taki lögin í sínar hendur, þegar þeim býöur svo viðaðhorfa.” Síðan langar hana aö vita hvort „ekki fengjust sömu svör, ef nokkrir heimabruggarar og smyglarar af fraktskipunum tækju sig saman um að opna Frjálst ríki á Lækjartorgi og víðar til aö slökkva sárasta áfengis- þorsta landsmanna í verkfallinu.” Eg skal svara því. Fr jálst ríki í verk- falli eöa utan þess á trúlega mjög álíka fylgi og frjálst útvarp, því hvort tveggja lögin, áfengislögin og útvarps- lögin, eru sláandi dæmi um lög sem ganga þvert á siðferðisvitund fólks al- mennt, lög sem fólki þykir ranglát. Heimabruggað vín, smygl og sprútt- sala þykir ekki glæpur, ekki fyrr en fariö er að okra á því meira en ríkiö gerir. Þarna er einmitt maðkurinn í mys- unni. Allt of mikiö af þeim lögum sem viö þurfum aö búa viö brjóta svo í bága við almenna samvisku þjóðarinnar aö það þykir sjálfsagt að brjóta þau ef kostur er á. Þetta er partur af böli þjóðarinnar. Þvi lög sem eru svo út í hött að menn virða þau ekki veröa til að afsiða fólkið: úr því til eru lög sem fáránlegt er aö hlýða, er þá ekki líka allt í lagi að br jóta — eða narta dálítið í — fleirilög? Vitaskuld þurfum við lög. En þau verða líka að vera í takt við tímann og í samræmi við samvisku þjóöarinnar. Lög sem þröngvað er upp á okkur af fáeinum vitringum til þess eins að „hafa vit fyrir okkur” eru verri en eng- in. Lögin hljóta aö vera til fyrir fólkið, ekki fólkið fyrir lögin. Ur því ég er á annað borö farinn aö skipta mér af þessu, er rétt að halda ögn lengra inn í kjallara Steinunnar. Hvemig sambúð hennar og Stein- gríms er háttað læt ég ekki koma mér við, né heldur þótt hún standi í því að gefa honum hlut í bíl. Ekki gaf ég hon- um neitt. Hefði hann ekki fengið bleiserinn með þeim kjörum sem raun bar vitni hefði hann líklega aldrei keypt hann, svo þessir aurar sem þar voru gefnir eftir — löglega, nóta bene — voru aurar sem aldrei voru til um- tals og því ekkert frá neinum tekið. Ég hirði heldur ekki að sp jalla um velling- inn, ef ég man rétt var það Ásmundur sem reyndi aö koma óoröi á hann. Og þá förum við senn að koma að næsta atriði sem mér þótti mergur í hjá Steinunni: útvarpstónlistinni. Útvarpstónlistin Hún telur tónlistarsmekk Fréttaút- varpsmanna hafa verið mjög tak- markaðan. Meira að segja dóttir henn- ar, sem er nýorðin fjögra ára, gerir meiri kröfur; hún hlustar á Mozart. Hér langar mig aö staldra aöeins við. Tónlistarsmekkur, eins og svo margt annaö, er afstætt hugtak. Við hvað miðar Steinunn? Við rás tvö? Sé svo, tek ég svo mikið upp í mig að segja mat hennar rangt. Tónlist Fréttaút- varpsins var langtum f jölbreyttari en rásarinnar. Eða miðar Steinunn viö einu stöðina sem BSRB lét óátalið að starfaöi á Islandi i verkfallinu, dáta- stöðina í Keflavík? Þá er mat Stein- unnar enn lengra út í hött. Eða miöar hún við rás eitt? Þá er mat hennar rétt. Sú fjölbreytni sem þar viðgengst í tón- list og hefur gert gegnum tíðiná er óviðjafnanleg og á meiri þátt en nokk- um tíma er hægt að meta í því hve , þjóðin hefur góðan og fjölbreyttan tón- ' listarsmekk almennt. Því fór fjarri að Fréttaútvarpið næði þeirri f jölbreytni sem þar er að finna — meðal annars með því að á þeim skamma tíma sem útvarpiö fékk aö starfa í friði voru varla tök á að komast yfir allt það sem mönnum stóð hugur til — og höfðu jafnvel lagt drög aö. Menn geta spurt sjálfa sig hvórt plötusafn mikið og gott hafi veriö til á DV þegar Ríkisútvarpið hóf mjög af skyndingu að útvarpa þögn í stereó. Hins vegar brá jafnvel Mozart fyrir á bylgjum Fréttaútvarpsins — ég man að minnsta kosti eftir Serenöðu nr. 13 í Gís úr „Eine Kleine Nachtmusik” í flutningi Waldo de los Rios — og Edith „Menn geta spurt sjálfa sig hvort plötusafn mikiö og gott hafi verið til á DVþegar Ríkisútvarpið hófmjög afskyndingu að útvarpa þögn í stereó." „Gangi þér vel að bjarga þjóðinni,” kallaöi maður á eftir mér að skilnaði í haustnepjunni við Austurvöll í þing- byrjun. Ætli þjóðin hafi ekki löngum haft lag á því að bjarga sér sjálf, hugsaði ég, og þá hefur ekki síst viljað henni til bless- unar aö hafa valið þá menn til forustu sem ekki steyptu henni í glötun. Verðbólgudraugnum blótað En hvernig hefur þeim tekist til, þeim þingkjörnum fulltrúum sem völd- ust til forustu á sl. þingi? Fyrir Alþingi liggur nú þings- ályktunartillaga um vantraust á ríkis- stjómina, sem flutt er af fulltrúum stjómarandstöðu. En stjórnarand- staða er viöar en á Alþingi. Þessi ríkis- stjórn, sem lengi vel naut trausts og stuðnings verðbólguþreyttra þegna, hefur sannarlega safnað sér and- stæðingum. Hún hefur safnað þeim, meö því að kunna sér ekki hóf, ofbjóða fórnfýsi launþega. Meöan hún blótaöi veröbólgudraugnum launum þegna sinna og bauö þeim aö ganga hinn þrönga veg sparnaöar og sjálfsafneit- unar, dansaði hún sjálf á breiöa veg- inum og sólundaöi fé í glys og óþarfa til að fullnægja stundarhagsmunum. Forgangsröö hennar færði fé úr höndum fjöldans í vasa fárra, allt undir því yfirskini að draga úr verö- bólgu og efla atvinnurekstur þjóðar- innar. Rétt eins og dagvinnulaunin væru orsök efnahagsvandans en ekki GUÐRÚN AGNARS- DÓTTIR, ÞINGMAÐUR KVENNALISTA röng fjárfestingarstefna og færri fisk- arúr sjó! Sú kjaraskeröingarstefna sem hefur veriö leiöandi efnahagsúrræði stjómarinnar hefur gengiö svo nærri launafólki, aö þolinmæði þess er þrotin og þaö hefur engar fórnir aö færa lengur, en leitar nú réttar síns og launa til aö lifa af. Þak yfir höfuðið En það er ekki bara kjaraskeröingin, sem fólk mótmælir og krefst leiörétt- ingar á. Stjómarstefnan hefur víöar þjarmað að fólki. Fjárhagsgmndvöll- ur Húsnæðisstofnunar er í mesta ólestri, ef ekki hraninn, og það sitja margir eftir með sárt ennið þegar stofnunin getur ekki staöið við skuld- bindingar sínar við húsbyggjendur, svo ekki sé talað um mismunun þá sem ríkir milli þeirra sem byggja nú og þeirra sem byggðu fyrir tíu árum. Það að tryggja fólki þak yfir höfuöiö , meö félagslegum aðgeröum er aö tryggja jöfnuö og mannréttindi. Það að j etja fólki út á lánamarkaö, sem hefur gróöa að höfuðsjónarmiði, er í takt við lögmál frumskógarins. Veðhæft hugvit Einn af hornsteinum framtíðarkosta ] okkar er þaö hugvit sem þjóðin hefur i úr aö spUa. Ræktun og beiting þess j hugvits sem getur mætt framtíö breyttra atvinnuhátta byggir á ||| „ . . . stjómarandstaða er víðar en á Al- þingi. Þessi ríkisstjóra sem lengi vel naut traust og stuðnings verðbólguþreyttra þegna hefur sannarlega safnað sér andstæðing- um. 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.