Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 13
DV. MANUDAGUR 5. NOVEMBER1984. 13 Kjallarinn SIGURÐUR HREIÐAR FYRRVERANDI FÉLAGI ( BSRB Piaff hefur nú ekki þótt neitt rusl heldur fram undir þetta. Og þetta eru bara dæmi sem ég man í fljótheitum. Kannski viö Steinunn höfum ekki veriö aö hlusta á sama tíma — og kannski ekki einu sinni sama útvarp — ekki alltaf, aðminnsta kosti. Vitaskuld er ég sammála Steinunni um aö þægilegra sé að þeir sem lesa fréttir og annaö séu læsir. Þetta höfum viö öll verið að reyna að segja Ríkisút- varpinu í mörg ár. En úr þvi læsi þar á bæ nær yfir allan litaskalann, var þá von aö Fréttaútvarpiö, sem varð til á einum eða tveimur sólarhringum með þvi aö nýta tiltækan mannafla, næði aö verða fullkomiö að þessu leyti? Hvar er nú sanngimin, Steinunn Jóhannes- dóttir? Lærdómar Sem betur fer er verkfallahrinan aö baki í bili aö þessu sinni. En fyrir okkur, sem álengdar stöndum og eigum ekki beina aöild aö deilunum, hefur þetta verkfall sýnt og sannað betur en nokkru sinni áöur, aö alltaf veldur einn þá tveir deila. Og við höfum líka fengið að sjá hvers viröi þau lög eru og reglur, sem fólk sættir sig ekki viö, verkfallsfólk eða annaö fólk. Ef viö getum dregið rétta lærdóma af því sem þetta verkfall kenndi okkur og hagað lögum okkar, geröum og samningum samkvæmt því, verður kannski einhver ávinningur af því þegar öllu er á botninn hvolft — hvaö sem líður prósentum og verðbólgu. Siguröur Hreiðar Kjallarinn Þessi samning• Þriðjudaginn 30. október birtist í DV leiðari undir fyrirsögninni .^töövið þessa ósvinnu”. Þar sakar leiðarahöfundur bæði fulltrúa rikis- valdsins og forystu BSRB um að draga þetta verkfall á langinn með þvermóðsku. Eg leyfi mér að vitna í leiöarahöf- und. Hann spyr:,,En hverjum er það sem blæðir í þessu verkfalli? Hverjir eru fómarlömbin, peðin á taflborði stórmeistaranna?” Og hann svarar sjálfur: „Það eru hvorki ráðherrar né BSRB-foringjarnir.... Það eru litli maðurinn í kerfinu, kennarinn, sjúkraliðinn, strætisvagnastjórinn, skrifstofustúlkan. Það eru bamaf jöl- skyldumar, einstæðu foreldrarnir, hinn óbreytti opinberi starfsmaður sem fékk ekki útborgað um síðustu mánaðamót og fær að öllum líkind- um ekki heldur greitt um þessi mán- aðamót.” Höfundur lýsir skorti og neyð þessa fólks og heldur svo áfram: „Og látum vera, þótt pen- ingabuddan sé þurrausin. Það er hitt sem er verra, að sjálfsvirðingin hverfur...” isvagnastjórum og ótal öðrum litlum mönnum í kerfinu. Þessir félagar mínir á verkfalls- vöktum vom orðnir auralausir, sáu varla leiö til að kaupa í matinn næsta dag og enga leið til að borga af lán- um — nema að standa sig í þessu verkfalli. Þetta fólk er ekkert óvant því að vera skítblankt. Obreyttir opinberir starfsmenn hafa eins og ótal aðrir launamenn verið skít- blankir mánuðum saman og ástand- ið hefur fariö síversnandi. Og það sem verra er, sjálfsvirðingin hefur verið aö hverfa. Við höfum látið troða á okkur, afnema umsamdar verðbætur á launin okkar svo þau hafa stöðugt verið að rýrna siöastlið- in tvö ár, við höfum verið gerð ábyrg fyrir verðbólgunni og látin ein um að borga hana niður, láglaunafólk í þessu „velferðarþjóðfélagi”. Við höf- um tekiö þessu að mestu með þögn og þolinmæði og þá hefur líka verið gengið á lagið. hefur verið öðra launafólki til fyrir- myndar vegna hinnar miklu virkni sem hinn almenni félagi hefur sýnt. Og þótt þetta verkfall hafi ekki fært okkur þá efnahagslegu ávinninga sem við stefndum að þá höfum við uppskorið það sem ómetanlegt er. Við höfum fundið samtakamátt okk- ar og við, að minnsta kosti þessi mikli fjöldi sem hefur verið virkur í verkfallinu, höfum endurheimt sjálfsvirðingu okkar sem hafði farið dvínandi undanfarin misseri. Og við EINAR ÓLAFSSON BÓKAVÚRÐUR á almenningi. Það tekur á aðra viku aö skapa þann efnahagslega þrýst- ing sem ráðamenn taka mark á. Þess vegna vó hver verkfallsdagur á fjórðu viku verkfallsins álíka og heil vika í byrjun verkfailsins. Og ég er Verkföll „Þessir félagar minir á verkfallsvöktum. . . sáu varla leið. . . nema standa sig íþessu verkfalli." Litlir menn í kerfínu Eg sem þetta skrifa er lítill maður í kerfinu, óbreyttur opinber starfs- maður. Eg var meðal þeirra 70% opinberra starfsmanna sem greiddu atkvæði gegn sáttatillögunni og þar með fyrir verkfalli. Eg var meðal þeirra 60% starfsmanna Reykjavík- urborgar sem greiddu atkvæði gegn Reykjavíkursamningnum og þar með fyrir áframhaldandi verkfalli. Og ég er meðal þeirra hundraða, lík- lega vel á annað þúsund óbreyttra opinberra starfsmanna sem hafa staöið verkfallsvaktir og unnið ann- að verkfallsstarf, jafnt á nóttu sem degi. Eg hef staðið verkfallsvaktir með kennurum, sjúkraliðum, stræt- Það hafa verið höfð mörg orð um að verkföll borgi sig ekki. Það i«.-A vissulega til sanns vegar færa. Xci'r- föll valda almenningi óþægindum og jafnvel skaða, þau stöðva verðmæta- sköpun og þau valda eyðileggingu. Þess vegna ber stjórnvöldum að haga stjóm sinni á þann veg að launamenn séu ekki knúnir til að grípa til þessa örþrifaráðs. Opinber- ir starfsmenn hafa ekki verið æstir í að grípa til þessa ráðs, hvorki hinir óbreyttu né foringjar þeirra. En þegar út í slaginn var komiö stóð- um við óbreyttir félagar í BSRB ein- arölega að baki forystu okkar. Við vorum engir leiksoppar, þvert á móti notuðum við hvert tækifæri til að hvetja forystumenn okkar og samn- ingamenn til dáða. Þetta verkfall megum ekki láta neinn róg um okk- ur, samtök okkar eða forystumenn eyðileggja þann ávinning. Við óbreyttir opinberir starfsmenn er- um engir aular og leiksoppar í þönd- um forystumanna okkar. Þeir brugðust En meiri hluti forystumanna okk- ar brást þó að lokum. Það er hlálegt að sama dag og DV birti umræddan leiöara undirrituöu forystumenn okkar samning og afboðuöu þannig eða frestuöu verkfallinu. Og þessi samningur var ósvinna. Opinberir starfsmenn hafa slæma aöstöðu til að heyja verkfall. Til að byrja með bitnar það fyrst og fremst þess fullviss að óbreyttir félagar í BSRB voru tilbúnir til að þrauka í nokkra daga enn ef það mætti verða til þess að við næðum því sem öllu 'máli skiptir, kaupmáttartryggingu sem rís undir því nafni. Ur því sem komiö er náum við ef til vill ekki meiru fram að sinni. Þess vegna er hætt við að margir sem em óánægðir með þennan samning greiði honum samt atkvæði sitt eða sitji hjá. En við höfum möguleika á að ná lengra, þess vegna er þessi samningur ósvinna. Þess vegna heiti ég á alla sem eru óánægðir með hann að greiöa ótrauðir atkvæði gegn hon- um. Það varðar sjálfsvirðingu okk- ar, það varðar samtakamátt okkar. Einar Olafsson bókavörður. „Löggjafar sem lítiö skilja verda sjálfir—þjóðarböl,f menntun. Þetta er okkur þeim mun lauðsynlegra þar sem þörf okkar fyrir Ejölbreyttari atvinnuhætti er knýjandi ;il að vega upp á móti einhæfum og sveiflukenndum meginatvinnuvegum )kkar. Það er því fráleitt að hér séu kennarar láglaunastétt, skólar vanbúnir og Lánasjóður námsmanna sveltur. Böm Dkkar munu seint fyrirgefa okkur slíkan spamað. Blindir forustusauðir Framkoma stjómvalda og einstakra. •áðherra i undanförnum kjaradeilum ýsir fádæma skilningsleysi á kjörum ólks og aðstæðum og furðulega lélegu lefskyni á því hvaðan vindurinn blæs. 5agt var, að einn ráðherra hefði haft á >rði við erlenda fréttamenn nú á dög- mum að í verkföllum stæðu öfgafullir jyltingarsinnar — eða vom það of- jeldissinnaðir öfgamenn? Eg spyr: Sm kennslukonur, sem geta ekki framfleytt sér og fjölskyldum sínum á 15—18 þús. kr. á mánuði og gera kröfu um lífvænlegri laun, öfgafullir byltingarsinnar? Eg segi nei. Það er réttur fólks að geta framfleytt sér með vinnu sinni. Og það er algerlega óvið- unandi þegar það land, sem Efna- hags- og þróunarstofnun Evrópu hefur nýlega reiknað út að er sjötta ríkasta land i heimi miðað við þjóðar- framleiðslu á hvern einstakling, er gert að láglaunasvæði og stórum hluta fólks er fyrirmunað að afla sér lífs- viðurværis, þótt það vinni myrkranna á milli. Að þetta sjötta ríkasta land í heimi þrengi samtimis að og skerði félagsleg réttindi þegna sinna, einkum þeirra sem minnst mega sín, er sömu- leiðis gjörsamlega óviðunandi. Brengluð forgangsröð Einkum er það óviðunandi meðan lítill sem enginn samdráttur verður á heildareinkaneyslu landsmanna, eins og fram kom í sumar í frétt frá Þjóð- hagsstofnun. Umsamin lágmarkslaun duga ekki fyrir nauðþurftum. Samt hefur lítiö lát orðið á eyðslu í bílakaup, sólarlandaferðir, áfengiskaup og öldurhúsaferðir, svo eitthvaö sé nefnt. Hvernig má það vera að sumir geti áfallalaust haldiö uppi slíkri eyðslu meðan aðrir berjast í bökkum? Rétt- lætiskennd fólks er stórlega misboðið vegna þess hve kjaraskerðingarstefna ríkisstjórnarinnar hefur bitnað mis- jafnlega á fólki, sumir hafa hreinlega hagnast á ástandinu á meðan aðrir eru á vonarvöl. Em það ekki einmitt stjómaraðgerðir eða skortur á þeim sem ráða því að slík forgangsröð ríkir og slfkt ástand getur viðgengist? Mér ógnar sú forgangsröð, sem nú er valin, ég óttast það ástand sem ríkir, og ég mótmæli harðlega þeirri umbylt- ingu sem verið er að gera á íslensku þjóðfélagi. Davíð Stefánsson skáld frá Fagra- skógi orti: „Þeir sem gefa þjóðum lög, þurfa mikið veganesti, verða að skynja dulin drög, drauma fólksins, hjartaslög, bænir þess og bresti. Þeim er skylt að eyg ja í anda inn í framtíð sinna landa, miöa þó sín miklu tök við manndóm sinn og æðstu rök. Löggjafar, sem lítið skilja, lúta aldrei fólksins vilja, koma öllu á vonarvöl, verða sjálfir — þjóöarböl.” Fátt er svo mefl öllu illt... Rikisstjórnin ber ábyrgð á þeim víð- tæku verkföllum sem nú hafa varað í nokkrar vikur og valdið ómældu fjár- hagslegu tjóni auk óþæginda, ja&ivel harðinda, og andúðar sem vaknaöi og magnaðist vegna framkomu stjóm- valda. Þegar þessi grein er skrifuö á fimmtudegi að afliönu verkfalli eru flestir fegnir því að venjubundin hjól hins daglega lífs eru byrjuð að hreyf- ast á ný. Samningar bíða nú samþykkt- ar og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra. Þó að launþegar hafi e.t.v. aðeins náð áfangasigri er það víst, að sú samstaða og siðferðilegi styrkur sem launþegasamtök sýndu er mikils virði. Konur voru skeleggar í þessari kjarabaráttu og sýndu mikla þraut- seigju og dugnað. Þessi sterka viðleitni kvenna til að rétta hlut sinn er mikið fagnaöarefni og staðfestir það, að nú em upprisutímar og konur vilja ekki lengur vera meösekar um áhrifaleysi sitt. — Otrúlegt langlundargeð þeirra er þrotið. Þær vilja bæta kjör sm og leita þess eðlilega réttar, sem þeim ber til að ráða meiru um lífsferil sinn og val og jafnframt að hafa meiri áhrif til að móta það þjóðfélag sem við búum í. Guðrún Agnarsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.