Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1984, Blaðsíða 35
DV. MANUDAGUR 5. NOVEMBER1984. 35 Sandkorn Fýluferð á jarðarför Fjölmiðlaleysið undan- farið hefur leikið margan góðan manninn grátt. Aður en biskup fór að taka við til- kynningum um andlát og jarðarfarir var hreint ekki svo auðvelt að fylgjast með hverjir hurfu yfir móðuna mikiu og hvenær þéir skyldu bornir til grafar. Or þessu hlaut að verða einhver mis- skilningur. Bóklestur bjargafti mörgum í verk- fallinu. Þannig var um bónda og húsfreyju á bæ einum í fögrum dal við Eyjafjörð. Ná- inn settingi sem bjó fyrir aust- an Vaðiaheiði lést og þau héldu prúðbúln austur tii út- fararinnar á tUteknum degi. Þegar tU kirkjunnar kom var hins vegar engin jarðarför. Það var að vísu alveg rétt með dauðsfaUfð en jarðarför- in átti bara ekki að vera fyrr en viku síðar. Bókin Það kom verulega á óvart þegar bæjarstarfsmenn á Akureyri samþykktu kjara- samninginn um daginn. Menn höfðu yfirleitt búist við að hann yrði kolfeUdur. Að minnsta kosti var slík örtröð i Amtsbókasafninu mánudag- inn sem atkvæðagreiðslan fór Sandkorn fram að menn muna vart annað eins. Biðraðir voru rétt elns og við grafhýsi Leníns. Það átti að ná í lestrarefni áður en verkfaU heUtist aftur yfirámiðnætti. Seinagangur Það er meiri seinagangur- inn sem virðist ríkjandi á þessum fræðsluskrifstofum hér og þar. Slíkt kom berlega i ljós nóttbia eftir að samn- ingar tókust i kjaradeUu BSRB og ríkisins. t lok frétta- tíma Rikisútvarpsins um miðnætti var sagt að kenn- arafélög á höfuðborgarsvæð- inu mæltust tii þess við fræðslustjórana að þeir gæfu úrskurð um að kennsla hæflst ekki fyrr en 1. nóvember. Þetta var eitthvað um kiukk- an hálfeitt. Ríkisútvarpið vaknaði aft- ur klukkan sjö um morguninn og þá var i fréttatíma sagt að ekkert svar hefði borist frá fræðsluskrifstofunum. Spum- ing er: Hvað voru fræðslu- stjórarnir að droila? Sváfu þeir á verðinum? Tóbak, kynhvöt og verkföílin Fróðir menn segja að skilnuðum hafi stórlega f jölg- að í verkfallinu og tiiheyrandi útvarps- og sjónvarpsleysi. Astæðan sé sú að þögnin sem þá varð hafi neytt fólk til að tala saman og þá hafi komlð í ljós aö ekkert var til að tala um. Svo er hin hliðin á verkf öll- unum sem búist er við að skili sér eftir 9 mánuði eða svo. Eitthvað þurfti jú að hafast að og ekki mun tóbaksskort- urinn draga úr framleiðsl- unni, ef marka má klausu i bókinni Menningarplágan mikla. Þar segir að sannað sé að tóbakseitrið stuðll að þvi Sandkorn að gera kynklrtlana ófrjóa. Konur sem reyki mikið glatl kynhvötinni og verði sem næst að kynlausum verum á unga aldri. Tóbakið hafl líka áhrif á sæði karlmanna. Kannski er ekki nema von að reykingafólk fylltist þess- um trylllngl þegar „tóbaks- verjurnar” hættu að fást. Allir dánir Það er alkunna að nefndar- störf hérlendis gangi bæði hægt og llia, einkum í best launuðu nefndunum. Þær geta verið að hjakka árum saman og kannski í lokin sent frá sér nefndarálit sem svo afturersentinefnd. Scnnilcga fæst lítill pening- ur borgaður fyrir að endur- skoða iögreglusamþykkt Akureyrarbæjar en nefndir hafa þó setið og unnið að því árum saman. A fundi bæjar- stjórnar Akureyrar var það mál nefnt litlllega um daginn. Freyr Ófeigsson bæjarfull- trúi kratanua sagðist hafa verið í fyrstu nefndinni fyrir 15 árum og ekki vita betur en allir sem með honum voru þá væru nú iátnir. Við þessi tíð- indi fór nokkuð um aðra bæj- arfuiltrúa, sérstaklega þá sem sitja i nefndum með Frey. Það má sjálfsagt gera ráð fyrir að þeir segi sig úr þeim áður en það verður um seinan. Umsjón: Jón Baldvin HaUdórsson. r Er íslenska rikisútvarpið að grafa sina eigin gröf meö því að hætta út- sendingum á meöan á verkfalli stóö'1 Þessari spurningu velta menn ekki aðeins fyrir sér á Islandi heldur var henni emnig varpað fram í útvarps- þætti í sænska ríkisútvarpiiiu. Þátturinn fjallaði meðai annars um skoðanaskipti sem urðu á ístandi vegna verkfalls fréttarnanr.;. út- varpsins og tiikomu frjáisro út- varpsstöðva \/ERÐu R EKK* ÚTVARPA-Ð.. Kvikmyndir Kvikmyndir BURT HVAÐ? Burt Reynolds. Myndin er tekm skömmu áður en hann ákvað að leika með Julie Andrews. Stjörnubíó — Maðurínn sem elskaði konur: Stjörnubíó: Maðurinn sem elskaöi konur: Leikstjóri: Blake Edwards. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Julie Andrews. Ég er hræddur um að aðdáendur Burt Reynolds verði fyrir heldur ruddalegu áfalli er þeir sjá goðið í þessari hrútleiðinlegu og langdregnu kvikmynd. Hvernig líst ykkur á kappann í fósturstellingu á legubekk sálfræðings í gervi Julie Andrews vælandi um kvennafarsvandræði sín? Hverju ætli þeir finni upp á næst? Clint Eastwood sem barnapíu á leikskóla f yrir þroskahefta ? Þaö verður að segjast eins og er að á síðustu árum hafa ýmsir brestir komið í karimennskuímynd Reynolds í kvikmyndum en þetta „gat” verður hins vegar vart kíttað í. Reynolds leikur hér höggmynda- listamann (hvort sem þið trúið því eða ekki) sem á í hinum mestu vandræðum með kvenfólk, það er, hann má ekki sjá neitt í piisi án þess að reyna að koma því í bólið. Julie Andrews leikur aftur á móti Julie Andrews að leika sálfræðing þann sem listamaðurinn vælir utan í þegar illa gengur og þessu efni hefur eigin- manni hennar, Blake Edwards, tekist að teygja úr í heila kvikmynd þótt það ætti meira heima í 30 sekúndna auglýsingu um getnaðar- vamir. Ég veit ekki hvernig mynd Edwards hefur hugsað sér að f á út úr þessum kokkteil, gamansöm er hún alls ekki ef undan er skihnn smákafU þar sem listamaðurinn kemst í kynni viö eiginkonu oUukóngs sem helst viU vera að „gera það” hvar sem er, hvernig sem er og hvenær sem er. Tragedía er þetta ekki ef undan er skilinn söknuöur áhorfenda yfir að hafa eitt 100-kaUi í aö borga sig inn á þetta og ekki er þetta spennumynd, dramatísk mynd eða hroUvekja þótt hið síðastnefnda geti átt við um sálarástand kappans þar sem hann berst hetjulegri baráttu við væmnis- leg atriði í handriti sínu. Sennilega viU hann gleyma þessu jukki í hvín- andi hvelU. Kvikmyndir Kvikmyndir Skóiar — bókasöfn G/æra sjálf/ímandi bókaplastið komið í mörgum breiddum. Heildsölubirgðir: Davíð S. Jónsson & Co hf. Sími 24-333. Þingholtsstræti 18. NÝTT GERIMAX GERIMAX GERIMAX BLÁTT GERIMAX inniheldur 25% meira GINSENG auk dagskammts af vítamínum og málmsöltum. örvar hugsun og eykur orku. gegn þreytu og streitu. gerir gott. Fœst í apótekum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.