Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. Prófanefnd lögð niður—engir trúnaðarmenn ráðnir: Samræmdu próf in á ábyrgð kennaranna Meö breytingu á samræmdum prófum grunnskólanna hefur menntamálaráöuneytið losaö sig undan ábyrgö á þeim og skellt henni á kennara. Frá 1977 hafa próf verið send í skólana og á hverjum stað verið trúnaöarmaður á vegum ráöuneytisins. Sá hefur séö um að allt færi heiðarlega fram og prófin kæmust óbrengluö til prófanefndar í yfirferð. I skólunum sjálfum var ekkert fariö yfir þau. Nú hefur sú breyting oröið aö kennurum er skipað að fara yfir prófúrlausnir og þaö án þess aö hafa prófdómara. Þannig tekst ráöu- neytinu aö spara umtalsvert fé þvi prófanefnd er lögö niður og engir trúnaöarmenn ráönir. Kennurum er ekki ætluð greiösia fyrir aö fara yfir prófin heldur er litið svo á að náms- mat sé hluti af vinnuskyldu þeirra. „Þaö á aö dreifa kostnaöinum á kennara í landinu,” sagði einn kenn- ari I samtali viö DV. Hann benti á aö það væri óeölilegt að kennarar bæru alla ábyrgö á prófi sem þeir hefðu ekkisamiösjálfir. Hiö eina sem menntamála- ráðuneytið ætlar aö gera, fyrir utan að semja prófið, er að hafa eftirlit með því aö kennarar standi sig og gefa út skýrslu um niöurstööu prófanna. Tekin veröa sýnishom af yfirferð kennaranna og þau dæmd. Kennarar verða þannig á vissan hátt sjálfir í prófi þegar þeir fara yfir próf nemenda sinna. -JBH/Akureyri. ísafjörður: Rækjusjómenn neita að róa Sjómenn á rækjubátum frá Isafiröi hafa ákveöiö að ráöa sig ekki til rækju- veiöa á komandi haustvertíö. Segja rækjusjómenn að umtalsverð kjara- skeröing sé fyrirsjáanleg eftir síðustu ákvörðun verðlagsráðs um verð á rækju til seljenda. Aö áiiti sjómanna þýöir nýja verðið aö allri lækkun á markaðsveröi rækju og hækkun á veröi olíu er velt yfir á útgerðina og sjó- menn. Þá er þaö skoðun sjómanna aö undanfarin ár hafi verið rækjuverk- smiðjunum góö og þær m.a. leyft sér aö styöja úthafsrækjuveiöar utan- bæjarskipa í keppni um afla þeirra. Heimamenn njóti aftur á móti einskis. Til aö kóróna vitleysuna hafi arölausar veiöar á úthafsrækju tæmt verö- jö&iunarsjóðinn sem byggöur var upp af veiðum á rækju innanfjaröa. Að end- ingu benda sjómenn á aö verö á rækju hafi þegar náð lágmarki og reikna veröi með hækkandi verði á vertíöinni. Til aö fylgja ákvöröun sinni eftir hafa sjómenn bundist samtökum um aö ráða sig ekki á rækjuskip fyrr en sú lausn hefur fundist á verölagsmál- unum sem þeir geta sætt sig viö. Hafa þeir undirritaö skjal þar að lútandi og jafnframt heitið því að enginn þeirra ráði sig á rækjubát ef einhver út- gerðarmanna mannar skip sitt utan- bæjarmönnum meöan á deilunni stendur. Alls hafa 22 sjómenn skrifaö undir yfirlýsinguna. Eru þeir af öllum þeim 20 rækjubátum sem fyrirhugaö var aö gera út til rækjuveiða innan-1 fjarða frá Isafirði í vetur. Lionamenn á íslandi standa fyrir landssöfnun á gömlum gleraugum alla nœstu viku. Hér er forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir, leggja fram að minnsta kosti tvenn gömul gleraugu í söfnunarkaii*^ fjölumdcemisstjóra Lionshreyfingarinnar á íslandi, Svavars Gestv. Gleraugun sem safnast hér verða send til Sri Lanka, flokkuð þar og send til notenda i nœrliggjandi löndum. Gleraugnasöfnunin hefst 12. nóvem- ber og verða kassar frammi á flestum almennum þjónustustöðum á landinu. -ÞG/DV-mynd: GVA. Samþykktir kirkjuþings: Átak fyrir aldraða á næstu fimm árum Kirkjuþing hefur samþykkt að sér- stakt átak veröi gert í kirkjulegri þjónustu fyrir og meöal aldraöra á næstu fimm árum. Ennfremur aö hafnar verði umræður við stjómir ríkisspítalanna og Borgarspítalans um ráðningu presta til sálgæslu og annarrar kirkjulegrar þjónustu á sjúkra- húsum. Alþingi samþykkti fýrir fjórtán árum ráöningu sjúkrahúss- prests en fjárveiting hefur enn ekki fengist til þessa brýna máls, þrátt Hver ber ábyrgð á lækkun kaupmáttar? fyrir umleitanir þar að lútandi. Þá hefur kirkjuþing samþykkt aö tryggja rétt kirkna til aö selja eftir- myndir af kirkjugripum og myndir af kirkjum en það hefur nokkuö tíðkast aö einstaklingar hafi haft slika sölu meö höndum i ágóðaskyni. Loks samþykkti kirkjuþing aö hafinn skuli undirbúningur að há- tíðahöldum áriö 2000 vegna þess að þá eru liðin 1000 ár frá kristnitöku í landinu. -JSS. Hver ber ábyrgö á þeirri kdupmátt- arskerðingu sem nú er orðin? Stein- grímur Hermannsson forsætis- ráöherra sagöi í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld aö ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens ætti um 80% af þessari skeröingu en Svavar Gestsson, for- maður Alþýöubandalagsins, vildi eigna þetta nær eingöngu ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sem nú situr. Steingrímur vísaði til töflu sem er að finna í nýjasta fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar en þar sést að kaupmáttur hefur fallið verulega fyrstu tvo ársfjóröungana 1983 eöa áöur en núverandi ríkisstjórn tók viö. „Þetta eru falsanir hjá Steingrími,” sagöi Svavar Gestsson í samtali viö DV. „Það sem tilheyrir fyrri ríkis- stjórn er aö það voru felld niöur ein- hver stig í vísitölu 1. desember 1983 og lækkun kaupmáttar varð þá svipuö og nam lækkun þjóöartekna. Steingrímur dregur hins vegar línuna við 2. árs- fjórðung 1983. Það mikla fall skrifar hann á reikning fyrri ríkisstjórnar. Þaö áttu hins vegar aö koma um 20% visitölubætur á laun 1. maí, sem ríkis- stjóm Steingríms afnam, en í staðinn kom 8% kauphækkun. En ég skal skrifa upp á þaö aö ég ber ábyrgð á lækkun kaupmáttar sem nemur lækkun þjóðartekna,” sagði SvavarGestsson. Lesendur geta sjálfir reynt að átta sig á hver ber ábyrgö á hverju á töflu Kjararannsóknamefndar um kaup- niátt greidds tímakaups sem hér fyigir. Þar má sjá aö kaupmáttur tíma- kaups verkamanna hefur falliö frá 107 stigum á 3. ársfjóröungi 1982 niöur i 80,5 stig á 1. ársf jóröungi þessa árs. •OEF. Ný f rímerki á föstudag Á föstudaginn kemur út nýtt frí- merki í tilefni 50 ára afmælis VSI að verðgildi 30 krónur. Þennan sama dag koma út tvö önnur frí- merki aö verðgildi 12 krónur og 40 krónur i tilefni aldarafmælis Lista- safns Islands. A öðm merkinu er mynd af stofnanda Listasafnsins, Bimi Bjamasyni, en hitt sýnir framhliö væntanlegs húsnæöis Listasafnsins aö Fríkirkjuvegi 7 í Reykjavík. Fyrirhugað var að frímerkin þrjú kæmu út 12. október sl. en tafðistvegnaverkfalls. -EH. Dóra /ngvadóttír, formaður Starfs- mannafó/ags Ríkisútvarpsins, mætir tíl yfirhoyrsJu hji Rannsóknarlög- reglu ríkisins. D V-mynd KAB. Lokun ríkisf jölmidla: Yfirheyrslur standa enn Yfirheyrslum yfir fréttamönnum rikisfjölmiölanna vegna þeirrar ákvöröunar þeirra að ganga út þremur dögum fyrir boöaö verkfall BSRB er enn ekki lokið. Það vom fjórir af for- svarsmönnum Fréttaútvarpsins sem lögðu kæruna fram eftir að útvarps- stjóri haföi kært starfsemi útvarps- stöövanna tveggja sem starfræktar voru í verkfallinu. Aö sögn Þóris Oddssonar, vararann- sóknarlögreglustjóra ríkisins, er ekki hægt aö segja til um hvenær yfir- heyrslum veröi lokiö. Formenn starfs- mannafélags útvarps og sjónvarps vom yfirheyrðir í síöustu viku. Trúnaðar- mál á borði biskups „Þetta er óskaplega erfitt og viö- kvæmt mál og sér ekki fyrir endann á því,” sagöi herra Pétur Sigurgeirsson biskup aðspuröur um niðurstöður rannsóknarskýrslu um mál séra Páls Pálssonar á Bergþórshvoli og þá innansveitarrimmu alla. „Eg er aö reyna aö koma mönnum saman og tjái mig ekki um málið fyrr en það er full- reynt,” sagði biskup. Skýrsla sú sem hér um ræðir liggur nú á borði biskups, stimpluö sem trúnaöarmál. Skýrsluna unnu þeir Bjarni Sigurðsson á Mosfelli, Ottó Michelsen forstjóri og Geir Waage prestur í Reykholti. „Skýrslan var unnin fyrir biskup og afhent honum sem trúnaðarmál. Þaö getur engin t jáö sig um niðurstöðumar nema biskup sjálfur,” sagði séra Geir Waage í samtali viö DV. Séra Páll Pálsson hóf aftur störf sem prestur á Bergþórshvoli 5. október síðastliöinn eftir þriggja mánaða leyfi er biskup veitti honum óumbeöiö. -EIR. Bfllinn f innst ekki enn... Fyrir um mánuöi var tveim bílum stoliö af bilastæöi Bílatorgs í Borgar- túni í Reykjavík. Annar þeirra fannst fljótlega aftur en hinn bíllinn hefur enn ekki fundist þrátt fyrir margar aug- lýsingar í blööum og útvarpi og mikla leit. Þama er um aö ræða bíl af gerðinni Volkswagen Golf árgerö 1976. Bíllinn, sem er blár að lit er með skrásetning- arnúmeriö R—67663. Þeir sem kunna að hafa orðið varir viö þetta farartæki síöasta mánuð eða geta gefið einhverj- ar upplýsingar um það eru beðnir um að láta lögregluna vita. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.