Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. Björgvin Jónsson 6 fiskiþingi. D V-mynd: Bj. Bj. Björgvin Jónsson: „í BESTA FALLI KOMNIR A KNÉ” Borgarstarfsmenn óánægðir: Vildu víta formann starfsmannafélagsins „Viö sem erum svo óhamingjusamir að standa í rekstri sjávarútvegsins i dag erum í besta falli komnir á kné. Flestir liggja flatir,” sagði Björgvin Jónsson m.a. i framsöguræðu sinni um afkomu sjávarútvegsins á fiskiþingi sem nú stendur yfir en mjög góöur rómur var geröur að máli hans og þeir sem tóku til móls að framsöguræðunni lokinni þökkuðu honum allir mál hans. I máli Björgvins kom fram að aðeins um 16,1% af erlendum skuldum þjóðarinnar eru tilheyrandi sjávarút- vegi.....það er bjargföst sannfæring mín að þeim þjóöum vegni best sem Akureyri: Rúmlega 130 án atvinnu I lok október voru 82 skráðir atvinnu- lausir á Akureyri. Verkamenn voru langstærsti hópurinn, 33 karlar og 25 konur. A sama tíma í fyrra voru 129 á atvinnuleysisskrá. Aö sögn Hauks Torfasonar hjá Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar hafa 50 manns bæst við þennan lista nú fyrstu dagana í nóvember. Meira en helmingurinn var vörubilstjórar hjá Stefni og starfsmenn Sjálfsbjargar. Þeir síðamefndu misstu vinnuna tíma- bundiö vegna e&iisskorts i verkfallinu. JBH/Akureyri. veita þegnum sínum mikið frelsi til at- hafna og þar sem rfkiö er sem allra minnst að vafstra í atvinnumálum. Viö eðlilegar aöstæður og langvarandi jafnvægi í þjóðarbúskap tel ég líka aö opinber afskipti af verölagi og vaxta- ákvörðunum séu til ills eins,” sagöi hann. Hann sagði aö þrátt fyrir að árið i ár stefndi i aö vera fimmta besta afiaár i sögu landsins og afurðaverð yfirleitt gott og í flestum tilfellum mjög gott, sé miöaö við aðra gjaldmiöla heims en tvo hina sterkustu, dollar Reagans og krónu Jóhannesar, þó ætti ekki að vera vandi eða langt mál aö tala um afkomu sjávarútvegsins... „Hlýtur hún ekki aö vera nokkuð góö, eöa i þaö minnsta sæmileg? Þjóðhagsstofnun telur hana erfiöa, þó ekki fjarri hinu fræga þjóð- hagsstofunúlli,” sagði hann og bætti síðan við að ekkert tillit værí tekið til 2000 milljón kr. uppsafnaös skuldahala eöa vaxta af honum. Frystihús á að endast i 50 ár. Eigiö fé væri ekki metið til verös, þó væri vöntun á eigin fé taliö mesta vandamál atvinnugreinanna. Langvarandi óðaverðbólga og sú markaða meginstefha íslenskra stjírn- valda um langt árabil að láta nær alian þann auð sem skapast við fiskveiöar og vinnslu sjóvarafuröa renna til annarra en þeirra fáu sem afla hans og vinna væri búin aö koma þessarí atvinnu- grein á kné og væri vel á veg komin meö aö gera þessa vinnusömu þjóð gjaldþrota. Talsverð óánægja viröist enn ríkj- andi innan Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar með fyrri samning félags- ins við Reykjavikurborg. Samningur- inn var gerður um miöjan október en felldur í atkvæðagreiðslu. Á félagsfundi í fyrrakvöld, sem hald- inn var til að kynna nýgeröan kjara- samning félagsins, kom fram tiUaga um vítur á formann félagsins, Harald Hannesson, og stjómina. TiUagan var fram komin vegna fyrri samnings- gerðar stjórnarinnar og sérstaklega var vísað tU yfirlýsinga formannsins i fjölmiðlum varðandi þann samning. Fundarstjóri neitaði aö taka tUlöguna á dagskrá þar sem efni fundarins væri kynning á nýgerðum kjarasamningi. Eftir þá niðurstöðu gengu um 30 manns af fundi en fundarmenn voru liölega eitt hundrað. „Þvi er ekki að leyna að það er tals- verð óánægja í félaginu, sérstaklega hjá þeim sem stóðu hvaö haröast í Raufarhöfn: Engin vinna í f rystihúsinu til áramóta Frá Araþórl Pálssyni, Raufarhöfn: Þrettón loðnuskip hafa nú landaö hjá SUdarverksmiðjum ríkisins á Raufar- höfn, samtals 7600 tonnum. Bræðsla hefur gengiö frekar erfiðlega á þeirri loðnu sem komið hefur af vestursvæð- inu því hún er óvenjufeit og óturík. Togarinn Rauðinúpur er nú að veiö- um og mun sigla með aflann þar sem hann á ekkert eftir nema skrapfisk. Togarinn StakfeU er búinn að veiöa upp í sinn kvóta og því er engin vinna í frystihúsinu JökU á Raufarhöfn. Búist er við óbreyttu ástandi í þeim efnum fram yfir áramót því ekki eru tU nein fiskvinnslutæki í frystihúsinu tU aö vinna afla Rauðanúps. Um 40 manns eru á atvinnuleysisskró af þessum sök- um, aðaUega konur. Hér hefur tíðarfar verið mjög gott og fólk hraust og frískt. -EH. verkfalisbaráttunni,” sagði Haraldur Hannesson í samtali við DV. „Hins vegar tel ég aö þetta sýni aöeins að það er lifsmark hjá félaginu. Ég kæri mig ekkert frekar um einhverja logn- mollu.” Revíuleikhúsið frumsýnir í kvöld bamaleikritið Litla Kláus og Stóra Kláus eftir H. C. Andersen í Bæjarbiói í Hafnarfirði. Leikritið fjallar um baráttu lítU- magnans við stóra manninn. LitU maðurinn nær sér þó að lokum niðri ó stóra manninum sem feUur á eigin bragði og aUt endar vel eins og í öllum góðum ævintýrum. Fjölmörg söngatriði eru í leikritinu Haraldur taldi samt ekki Uklegt aö samningurinn yrði felldur í atkvæða- greiöslu sem stendur í dag og á morgun frá klukkan 8 til 22. Urslitin ættu að liggja fyrir á föstudagskvöld. OEF. og tónUstina samdi Jón Olafsson. Leik- mynd gerði Baldvin Bjömsson og leik- stjóri er Saga Jónsdóttir. Með helstu hlutverk fara JúUus Brjánsson, Þórir Steingrímsson, Guðrún Þórðardóttir, Guðrún Aifreðsdóttir, Sólveig Páls- dóttir, Margrét Ákadóttir, ölafur örn Thoroddsen og Bjami Yngvason. Litli Kláus og Stóri Kláus er fjórða verkefni Revíuleikhússins sem tók til starfa 1981. -eh. Frá æfingu á Litia Kiáusi og Stóra Kiáusi í Bæjarbiói í Hafnarfirði. Litli Kláus og Stóri Kláus: Á fjalirnar í Bæjarbíói MÖTUNEYTK) í REYKHOLTS- SKÓLA ER FULLT AF REYK — Enginvifta oglélegur aðbúnaðurí mötuneytinu Þeir eru ekki öfundsveröir mat- reiðslumennimU- sem standa yfir pottunum í mötuneytinu í Reykholts- skóla í Borgarfirði. Mötuneytið er meira en fimmtíu ára gamalt og aUur aöbúnaöur mjög bágborinn. Engin vifta er í eldhúsinu og þegar útbúa þarf mat fyrir 100—200 manns myndast mikil bræla og hiti. Þá er lágmarks kæU- og frystiaðstaða í mötuneytinu og þarf oft að henda matsemskemmist. I bréfi frá heilbrigðisnefnd Borgar- fjarðarumdæmis þann 15. ágúst sl. var farið fram é að mötuneytinu yrði lokað vegna þess aö það uppfyllti ekki þær kröftir sem HoUustuvernd ríkisins gerði tU mötuneyta á vegum rikisins. I bréfinu segir að ef ekki fari fram ákveðnar lagfæringar þegar i stað fái skólinn ekki að taka til starfa í haust. I bréfinu var þess m.a. farið á leit að sett yrði upp vifta yfir eldavél en þaö hefur enn ekki verið gert og annað ekki verið lag- fært. Að sögn Helga Helgasonar, heU- brigðisfulltrúa Borgarfjarðarum- dæmis, var þess farið á leit að ýmsar lagfæringar yrðu gerðar eða þær yrðu á veg komnar þegar skóUnn hæfi störf. Hann sagði ennfremur að ljóst væri að mötuneytið væri svo lé- legt að ekki svaraði kostnaði að gera þar stórvægilegar endurbætur. Viðhaldi skólans væri mjög ábóta- vant og m.a. væru skólastofur i lé- legu ásigkomulagi. „Þetta er orðið mjög gamalt mál en í Reykholts- skóla er sá versti aðbúnaður sem ég hef séð í skóla hér á Vesturlandi,” sagðiHelgi. 1 samtali við DV sagði Eysteinn Jónasson, skólastjóri í Reykholts- skóla, að í haust hefði verið hafist handa um að byggja nýtt mötuneyti fyrh- skólann sem kæmist í gagniö eftir tvö ár. Framkvæmdir hefðu raunar átt að hefjast fyrir 10 árum en dregist vegna skorts á fjárveit- ingu. Hvað viftuna snerti þá hefði það mál tafist vegna verkfallsins. „Það sem háir okkur mest er geymslu- leysið sem þýðir að við flytjum inn vörur örar en ella svo ekkert skemm- ist. Það er hins vegar engin spuming að eldhúsið uppfylUr engan veginn þau skilyrði sem sett eru um slika aðstöðuídag,”sagðiEysteinn. -EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.