Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Sveinn Oddgeirsson ökukennarl og Sigurður Hafsteinsson nemandi á Datsun. DV-mynd Gunnar V. Andr. Hér sjáum við lektorinn Torbjöra Kvlssellen með plöntuna sem gefur bæði af sér tómata og kartöflur. Kart- matamir em komnir Er mögulegt að láta tómata og kartöflur dafna og lifa á sömu jurt? Það er reyndar erfltt að gera sér það i hugarlund en þetta hefursamtgerst. Norskur lektor við Land- búnaðarskólann í Stange hefur undanfarin ár verið að dunda við að gera tilraunir i þessa veru. Og nú hefur honum tekist að skeyta saman tómatplöntu og kartöflu- gras. Það gerði hann einfaldlega með þvi að lima þær saman með límbandi. Þessar tvær plöntur eru reyndar nokkuð skyldar. En hefur þetta einhverja þýðingu fyrir landbúnaðinn i Noregi eða jafnvel hér á landi? Tæplega þvi ekki er liklegt að ræktun sem þessi veröi i mlklum mæli. En lektorinn segir að þetta hafi mikla þýöingu í sambandi við kennsluna i skólanum. Afraksturinn af þessari sér- stæðu plöntu varð tíu sæmilega stórar kartöf lur og yfir eitt kiió af tómötum. „Mamma borgar” Rætt við nemandann og ökukennarann „Þetta gengur alveg ágætlega og ég er búinn að taka f jóra tíma, ” sagöi Sig- urður Hafsteinsson, 17 ára, sem er einn af þeim sem nú eru i þann mund að gerast fullgildir ökumenn i um- feröinni. Sveinn Oddgeirsson, öku- kennari Sigurðar, kinkar kolli um leið og nemi hans segir þetta og er greini- lega sammála honum. En hefur Sigurður keyrt bíl áður? „Jú, jú, ég hef keyrt áður en það var uppi i sveit.” En við förum ekki lengra út i þá sálma svo prófdómararnir taki nú ekki upp á því að fara að spyrja Sigurð um þessa keyrslu hans fyrr á árum. Er er ekki dýrt að taka bilpróf ? „Dýrt? Þaðveit égekki.” Nú, veist þú það ekki? „Nei, mamma borgar.” Sigurður er að s jálf sögðu nýoröinn 17 ára og stundar nám af miklu kappi i MS. En á hann ekki eftir að lesa heil- mikið fyrir bilprófið? „Jú, ég á eftir að lesa eina góöa bók sem er 300 blaðsiður. Eg er aöeins bú- innaökíkjaíhana.” En hann verður að fara aö drifá sig i að lesa þessa góðu bók þvi að hann á að fara i krossaprófið næsta mánudag. Sjálfsagt á þetta eftir að ganga vel hjá Sigurði og hann segist ætla að kaúpa sér bil þegar hann hafi efni á því. Draumur sem allir 17 ára strákar eiga. BÍLPRÓFIÐ: ,jEg er nýbyrjaður sem ökukennari. Eg hætti hjá ríkinu þvi ég hafði ekki efni á því. Eg er sem sagt einn af þeim,” segir Sveinn Oddgeirsson öku- kennari og brosir út i annað. Sveinn starfaði áður hjá bifreiöa- eftirlitinu og segist vera mjög ánægður með nýja starfið og segir þaö vera sitt aöalstarf. „Þetta er f jölbreytt starf því enginn nemandi er eins. Og mér finnst þetta vera verkefni sem er gaman að fást við,"segirSveinn. Við óskum þeim félögum góðrar ferðar og sérstaklega aumingja Sig- urði sem á eftir að standa í ströngum prófum á næstunni og horfum á eftir þeim hverfa aftur út i umferðariðuna. APH. ra ^^"5® eO<^a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.