Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUD AGUR 8. NOVEMBER1984. 5 Lengri dagskrá í sjónvarpinu — annars verður afnotagjaldið lækkað til að bæta notendum t jónið f verkfallinu „Þaö hefur enn ekki veriö tekin endanleg ákvöröun í þessu máli,” sagði Hörður Vilhjálmsson, fjár- málastjóri Rikisútvarpsins, er viö spurðum hann hvort fólk myndi fá hluta afnotagjalds útvarps og sjón- varps endurgreitt vegna verkfalls útvarps- og sjónvarpsmanna á dögunum. Fólk hafði greitt afnotagjald fyrir útvarp og sjónvarp fram til áramóta en eftir aö það hafði greitt kom mán- aðarlokun hjá útvarpi og sjónvarpi og spyr nú fólk hvort það fái ekki þann tíma endurgreiddan. „Það er tvennt sem kemur til greina i þessu máli. Þaö er aö lækka afnotagjaldið fyrri hluta næsta árs eða bæta fólki þetta upp með lengri dagskrá,” sagði Höröur. „Þetta hefur ekki verið f ullrætt hér en mikið um málið f jallað og ákvörðun verður tekin nú alveg á næstunni,” sagði hann. Eftir verkfall opinberra starfs- manna 1977 kom þetta sama vanda- mál upp hjáRíkisútvarpinu. Þá varð útkoman sú aö sjónvarpsdagskráin um helgar var lengd. Var þá t.d. ákveðið að sýna tvær kvikmyndir á laugardagskvöldum og hefur svo verið næstum reglulega síðan. Ef Ríkisútvarpið ákveður nú að bæta notendum tjónið má búast við að s jónvarp á fimmtudögum verði aö veruleika. Einnig er talið lfklegt að rás 2 verði höfð í gangi lengur en verið hefur og að unnið verði að því með krafti að rásin nái um allt land. -klp. Varðsklpiö Þór liggur enn i fíeykjavíkurhöfn þó svo þaö hafí veriö seft fyrir tmpuiri. DV-mynd KAE. Varðskipið Þór selt fyrir ári: Kaupendur hafa ekki enn sótt skipið Milljónir til húsbyggjenda I gær fékk stór hópur húsbygg jenda úthlutun frumlána frá Húsnæðis- stofnun rikisins. Var úthlutað 36,7 milljónum króna til hluta þeirra um- sækjenda sem eru að byggja og eign- ast sína fyrstu íbúð og gerðu fokhelt í j úlí og ágúst i sumar. Uthlutun til annarra húsbyggjenda en frumbyggjenda og sem gerðu fokhelt í maí sl. verður 10. nóvember. Upphæðin, sem þá verður úthlutaö, er 12milljónirkróna. Lokalánum til þeirra sem fengu frumlán 5. sept. 1983 og hafa líka fengið annan hluta verður úthlutað 15. nóvember og þá 15 milljónum króna. Lán til kaupa á eldri íbúðum til þeirra Selfoss: Slátrunaðljúka Halldór Bjömsson, sláturhússtjóri hjá sláturhúsinu Höfn á Selfossi, sagði að það væri búið að slátra 10.809 lömbum og eitthvað væri eftir aö slátra. 1 fyrra var slátrað um 11.000 lömbum og það mun verða svipað í ár þegar eftirlegukindumar em komnar. Hæstu meðalvigt hafði Kjartan Georgsson, Olafsvöllum, Skeiðum, 30,2 kg- Meðalvigt var nú 13,38 kg og er það tæpu einu kg meira en var í fyrra- haust. Frá Regínu Thorarensen, Selfossi. er sóttu um úthlutun fyrir 1. apríl sl. og em aö eignast sína fyrstu íbúð koma einnig til úthlutunar 15. nóvember. Þau lán nema 110 milljónum króna. Samtals eru þessar úthlutanir Húsnæöisstofnunar i þessum mánuöi upp á 174 milljónir króna. Aö sögn Siguröar E. Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra stofn- unarinnar, leika þær upphæðir enn á hundruðum milljóna króna sem vantar til að fullnægja lánsfjárþörf hús- byggjenda. ,dínþaðer stöðugt verið að leita úr- bóta,” sagði framkvæmdastjórinn. -ÞG. Fyrir tæpu ári gekk Innkaupa- stofnun rikisins frá sölu á varðskipinu Þór. Mörg tilboð bámst og var því hæsta tekið, 10 1/2 milljón, sem kom frá nokkrum einstaklingum sem voru meö endursölu í huga. Lögðu þeir fram tryggingarvíxla sem nú em að renna út og varðskipið liggur enn á sínum stað í Reykjavíkurhöfn. „Við vorum að vona að við myndum losna við skipiö frá bryggju í það minnsta,” sagði talsmaður Land- helgisgæslunnar í samtali viö DV, „en það hefur enginn komið að sækja það.” Að sögn Guömundar I. Guðmunds- sonar, skrifstofustjóra hjá Innkaupa- stofnuninni, fer að líða að því að á- kvörðun verði tekin um hvernig snúa skuli sér í málinu. „Við getum aö sjálf- sögðu gengið á mennina og látið þá standa við skuldbindingar sínar,” sagði Guðmundur. Kaupendur munu vera fjórir ein- staklingar, þar af einn blaðamaður og kartöflubóndi í Þykkvabænum. -EIR. SUPERSUN ljósasamlokur með 20 perum, glæsilegur bogalaga bekkur og himinn, þægileg breidd, 77 cm. Verð sem enginn annar getur boðið: kr. 72.100. Greiðsiuskilmálar: kr. 25.000 út og kr. 12.000 á mánuði. Gefur fallegan brúnan lit og vinnur gegn vöðvabólgum, streitu og gigt. 20 eða 30 mínútna perur jafnan fyrir- liggjandi til endurnýjunar. Varahlutaþjónusta. Biöjið um bækling í pósti. PÁLL STLFÁNSSON umboðs- og heildverslun Blikahólar 12 . Sími (91) 72530 Sjöunda sýningarár DALLAS þáttanna hófst nýlega í bandarískum sjónvarpsstöðvum og enn sem fyrr slær DALLAS alla aðra framhaldsþætti út að vinsældum. Á íslandi eru DALLAS þættirnir langvinsælasta efnið á myndböndum. DALLAS er pottþétt. DALLAS slær alla út. Nýr þáttur ^^^bensínstöðvurn^^W^m^JIHandj^^^^^^vikuleg^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.