Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1984, Blaðsíða 32
32 DV. FIMMTUDAGUR 8. NOVEMBER1984. í gærkvöldi í gærkvöldi Ástin er í Ástralíu Eg horfði fullur áhuga á hið nýja matreiðslunámskeið sjónvarpsins. Ekki er vafi á því að nýjar og léttari matreiðsluaðferðir eru mun hollari og jafnvel betri en gamla brasiö með smjörlikinu. Þriðji þáttur Þyrnifugl- anna var auðvitaö eins og þeir fyrri, mjög átakanlegur. Ríkharður er hinn myndarlegasti maður þó að prestur sé og á í skiljanlegri bar- áttu við sjálfan sig vegna hinnar ungu og glæsilegu stúlku, Möggu. En vitaskuld þýðir ekki að hlaupast á burt frá því vandamáli og ég spái þvi hér með að hann komi til baka til stúlkunnar sem á hjarta hans og gift- ist henni og þau rækti sauðfé til ævi- loka. Sjáiði bara til. Sigur Reagans i forsetakosningunum var i sviðsljós- inu í Kastljósi. Þaö verður að játast að þaö fór hrollur um mann þegar maðurinn sagði við alla heimsbyggð- ina á sigurstundu að enn ætti fólk von á mörgu frá sinni hendi. Ef maður miðar viö fyrra kjörtimabil hans þá verður sú hönd ekki í því að hrista lúkurnar á þeim Moskvuleiðtogum. En við vonum það besta. Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Sigfús Halldórsson tónskáld: Góðir þættir um Þyrnifuglana Eg hafði nokkuð gaman af sjónvarpsdagskránni í gærkvöldi. Fréttir og veðurfregnir horfi ég nú alitaf á þó eins og venjulega væri lítið á því að græða. Þátturinn matur og næring var áhugaveröur en lítið fannst mér verða úr karfanum í öllum tómötunum og ostinum. Þymifuglamir er góður þáttur og sérstaklega leikur presturinn vel. Það hlýtur líka eitthvað að fara aö gerast í næsta þætti. Kastljósið var að venju mjög fræðandi og þann þátt reyni ég að s já þegar ég hef tækifæri tU. Eg náði svo aö hlusta á seinasta dagskrárliðinn í útvarpinu, íslenska tónlist. Héma í gamla daga heföi maður nú fariö á ball ef það heföi átt að fara að syngja yfir manni bí bí og blaka en þessi þáttur var ágætur sem slíkur. Þó fannst mér of mikið notuð blásturshljóðfæri í útsetningunum. Vögguljóð em vögguljóð og þeim hæfir best einfaldur og látlaus flutn- ingur. Það sem ég hlusta annars helst á í útvarpi er íslenskt efni. Það mætti g jaman gera eldri tónskáldum betri skU eins og Arna Thorsteins- synio.fl. Andlát Franziska Karólína Sigurjónsdóttr andaðist í Landakotsspítalanum þann 6.nóvember. Guðný Friðbjamardóttlr frá Klaustur- hólum, Njörvasundi 7 Reykjavík, andaðist á Hrafnistu þriðjudaginn 6. nóvember. Óiafur Byron Guðmundson andaðist á heimiU súiu mánudaginn 5. nóvember. Guðmundur H. Elriksson trésmíða- meistari, Merkigarði Eyrarbakka, andaðist 6. nóvember. Ingibjörg Jónasdóttir, SjónarhóU Eyrarbakka, andaðist 4. nóvember. Utförin fer fram frá Eyrarbakka- kirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00. Guðrún Asgeirsdóttir verður jarðsung- in frá FossvogskapeUu í dag, funmtu- dagmn8. nóvember, kl. 14. Sigurður Ragnar Jóhannsson, fyrrver- andi leigubílstjóri, Hátúni lOa, verður jarösungmn frá Kópavogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 13.30. Magnús Kristjánsson frá Innra-Leiti, Skógarströnd, Dvalarheimilinu Höföa Akranesi verður jarðsungmn frá Akraneskirkju föstudagmn 9. nóvem- ber kl. 14.00. Jón G. Nikulásson læknir, Espigeröi 4 ReykjavUt, sem andaðist 1. nóvember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 9. nóvem- ber kl. 15. Tilkynningar Tónlistardagar Dómkirkjunnar Tónlistardagar Dómkirkjunnar verða haldnir 7,—11. nóvember. Munu orgelleikar- arnir Jörgen Emst Hanserr, Marteinn H. Friðriksson og Orthulf Prunner leika orgel- verk Mendelssohn-Bartholdy á þrennum tón- leikum, og Kór Dómkirkjunnar flytja kórverk eftir gamla og nýja meistara. Leikfólag Akureyrar Sýning á gamanleiknum Einkalif eftir Noel Coward, verður á laugardagskvöldið 10. nóv- ember kl. 20.30. Þessi sigildi gamanleikur fjallar um fráskilin hjón sem hittast af tilvilj- un á nýjan leik þar sem bæði eru í brúðkaups- ferð með nýjum mökum á frönsku sumarhót- eli árið 1930. Það kviknar í gömlum glæðum og eftirleikurinn verður ævintýralegur. I aðalhlutverkum eru Sunna borg og Gestur E. Jónasson. Sýningum f er fækkandi. Ársþing FSÍ Þing FSI verður haldið 2. des. í Félagsheimili Kópavogs og hefst kl. 10.00 árdegis. Félög þurfa að senda tillögur og annað efni sem fram á að koma 10 dögum fyrir þing til FSI. Kl. 16.30 sama dag verður fimleikasýning í Laugardalshöll og þar munu hópar frá öllum fimleikadeildum koma með mismunandi við- fangsefni úr ævintýrinu Rauöhetta og ,,fim- leika”úlfurinn. Nýstárleg sýning fýrir fjöl- skylduna. Stjórn FSÍ. Geðhjálp Námskeið um sjálfsvirðingu verður haldið laugardaginn 10. nóvember kl. 09.00—13.00 á Bárugötu 11. Skráning þátttöku og upplýsing- ar í síma 25990 frá 16.00—18.00 í dag og á morgun. Geðhjálp. Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur flóamarkað í byggingu safnaðarheim- ilisins við kirkjuna laugardaginn 10. nóvem- ber kl. 13. Góður vamingur á borðum, svo sem húsgögn, fatnaður, heimilistæki og margtfleira. Veriðvelkomin. Stjórnin. Minningarkort Barna- spítala Hringsins fást á ef tirtöldum stöðum: Versl. Geysir hf., Aðalstræti 2. Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði. Bókaversl. Snæbjamar, Hafnarstræti 4. Bókabúðin Bók, Miklubraut 68. Bókhlaðan Glæsibæ. Versl. Ellingsen hf., Ananaustum, Grandagarði. Bókaútgáfan Iöunn, Bræðraborgarstíg 16. Kópavogsapótek. Háaleitisapótek. Vestúrbæjarapótek. Garðsapótek. Lyfjabúð Breiðholts. Heildversl. Júliusar Sveinbjörnssonar, Garðastræti 6. Mosfells Apótek. LandspitaUnn (hjá forstööukonu). Geðdeild Bamaspítala Hringsins, Dalbraut 12. Ölöf Pétursdóttir, Smáratúni 4, Keflavík. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Frétfatilkynning frá Parkinsonsamtökunum á Islandi: Seinasti félagsfundurinn á þessu ári hefst með gleðskap á Hótel Sögu, Lækjarhvammi, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 18. Miðar verða seldir í andyrinu ki. 16—18 miðvikudaginn 7. nóvember. Allar nánari upplýsingar í síma 36616, Bryndís, og 41530 Kristjana Milla. Formaður samtakanna er Jón Ottar Ragnarsson dósent. Kvenfélagið Seltjörn hefur fjáröflunardag 11. nóv. Móttaka á flóa- markaðsmunum er 8. nóv. frá kl. 20 i félags- heimilinu. Móttaka á kökum er 11. nóv. kl. 10-12. Stjórnin. Kattaeigendur, merkið ketti ykkar! Þeir kattaeigendur sem ekki merkja ketti sina geta átt það á hættu að köttum þeirra verði lógaö. Kattavlnafélagið. Kvennaathvarfið er opið aUan sólarhringinn, sími 21205, húsa- skjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Skrifstofa samtakanna er að Hall- veigarstöðum, sími 23720. Opið er alla virka daga kl. 14—16. Pósthólf samtakanna er 405. Giróreikningur 44442-1. Kvennaráðgjöfin, Kvennahúsinu við Hallærisplanið, er opin á þriðjudögum kl. 20—22, sími 21500. Fundir KR konur verða meö fund í kjallara Neskirkju í kvöld, fimmtudaginn 8. nóvember, kl. 20.30. Sýnd verður mat- reiðsla á aliöndum frá Isfugli, jóla- matnumíár. Mætum vel og stundvíslega. Nýjar konur ávallt velkomnar. Þroskaþjálfaskóli íslands Fundur var í skólastjórn Þroskaþjálfaskóla Islands 1. nóv. sl. og var fundarefnið hvemig bregðast skuli við kennslufaUi í skólanum vegna verkfaUs BSRB. Skólastjórn telur að kenna skuU aUa tima sem falUð hafa niður enda um starfsmenntun og réttindanám aö ræða. Heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytið, sem fer með yfir- stjóm skólans, hefur með bríefi frá 26. október greint frá þeirri ákvörðun sinni að það muni beita sér fyrir því að nemendum skuU bætt það kennslutap sem varð í verkfall- inu. Ennfremur ályktaði skólastjórn að upp- eldis- og kennslumál séu einn af þeim hom- steinum sem velsæld og framfarir lands- manna hvUa á og því beri kennarastarfinu sérstakur virðingarsess. Oskar skólastjóm að koma á framfæri þakklæti tU kennara skólans fyrir störf sin. Kvenréttindafélag íslands Stjóm Kvenréttindafélags Islands hefur ákveöiö að fresta 16. landsfundi félagsinssem halda átti 16,—17. nóvember nk. í Reykjavík. KRFI er þverpólitiskt félag sem vinnur að jafnrétti kvenna og karla og stofnað var árið 1970. Stjórn félagsins viU taka tiUit tU þess að þrir stjórnmálaflokkar halda fundi í Reykja- vik umrædda nóvemberdaga, og ákvað þvi að fresta landsfundi félagsins fram tU 15.-16. mars á næsta ári. Viðfangsefni landsfundar veröur eftir sem áður áhrlf örtölvutæknlnnar á stöðu kvenna og karla. Þá hefur verið ákveðið að halda aðalfund í tengslum við landsfundinn og gefa félagsmönnum utan af landi, sem sækja landsfund, kost á að sækja aðalfundUka. Kirkjufélag Digra- nesprestakalls heldur fund i safnaðarheimUinu við Bjam- hólastig fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Meðal fundarefnis er myndasýning Jóhönnu Bjömsdóttur og upplestur Soffíu Eyglóar Jónsdóttur. Við minnum á basarinn laugar- dagrnn 10. nóvember kl. 15 á sama stað. Siglingar Akraborg: Vetraráætlun Akraborgar hefur tekið gUdi. Virka daga fer skipið f jórar ferðir á dag miUi Akraness og Reykjavíkur. A sunnudögum þrjár ferðir. Þá er fyrsta ferðin með skipinu kl. 11.30 frá Akranesi og kl. 13 frá Rvík. Þannig eráætlunin. Fró Akranesl FráRvík kL 8.30 kl. 10.00 kl. 11.30 kl. 13.00 kl. 14.30 kl. 16.00 kl. 17.30 kl. 19.00 Yfir vetrarmánuðina eru engar ferðir eftir kl. 19.00. Pennavinir Kæru pennavinir. Eru ekki einhverjir vingjamlegir Islending- ar sem vildu vera svo vænir að skrifast á við mig. Eg þekki nokkra Islendinga sem búa þar sem ég bý og kann mjög vel við þá. Þess vegna langar mig til að skrifast á við Islend- inga. Ég heiti Jaroslav Mastálko og er 28 ára, ógiftur og frekar einmana. Það sem ég hef áhuga á er íþróttir, ferðalög, músík og fisk- veiðar. Eg vona að einhver sem les um mig vilji vera svo væn(n) að svara mér. Ég hef mjög mikinn áhuga á að vita meira um þetta fallega land og það indæla fólk sem þar býr. Ég get talað og skrifað þýsku, ensku, ítölsku, og smávegis í sænsku. Vinsamlegast skrifið. mér. Jaroslav Mastálko. 507-45. Mladejov.VC, 24. Okr. Jicin. Tékkóslóvakía Bandarískur frímerkja- safnari, sem kominn er á eftirlaun, óskar eftir penna- vinum. Upplýsingar gefur Margrét Haralds- dóttir, FlúðaseU 86. Ungur Bandaríkjamaður óskar eftir pennavinum (helst kvenkyns) á aldrin- um 20—30 óra. Vinsamlegast skrifið til: JohnFritz 4100BlackOak. Dr. Shingle Springs. C.A, 95682. UJS.A. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferð sunnudaginn 11. nóvember kl. 13. VífUsfell (656 m). I góðu skyggni er hvergi betra útsýni en uppi á VífilsfeUi. Það er auðvelt að ganga á VífilsfelUð. Brottför frá Umferðarmiöstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bU, verð kr. 300. Dagsferð sunnudaginn 11. nóvember KI. 13.00 VífisfeU (656 m). I góðu skyggni er hvergi betra útsýni en uppi á VífUsfelU. Það er auðvelt að ganga á VífisfeUiö. Farmiðar viðbU. Verð kr:300,- Ferðafélaglslands. Basarar Verkakvennafélagið Framsókn minnir á hinn árlega basar sinn á Hallveigar- stöðum 17. nóvember nk. Byrjað er að safna basarmunum og væntir stjórn félagsins að félagsmenn og velunnarar komi munum á basarinn í skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8—10 (Alþýðuhúsið), á venjulegum skrifstofu- tíma. Kvenfélag Hreyfils veröur meö basar, kökusölu og flóamarkaö í Hreyfilshúsinu 11. nóvember. Konur eru beönar aö gera skil fyrir fimmtudagskvöldiö 8. nóvember. Afmæli 80 óra er í dag, fimmtudag 8. nóv- ember, Margrét Sæmundsdóttir fró Olafsfiröi. Laugardaginn 10. nóvember kl. 14.00 tekur hún á móti gestum að heimili dóttur sinnar og tengdasonar aö Tómasarhaga 44. Bella Ég man ekki hvað það heitir, en það var auglýsingamynd um það í sjónvarpinu og fólkið sat og borðaði þetta og leit svo lifandi ósköp ánægjulega út. 'Hinar sívinsælu* JÓLAG JAFAH ANDBÆKUR koma út 22. nóv. og 13. des. Þeir auglýsendur sem úhuga hafa á að auglýsa í jólagjafahandbók- inni hafi vinsamlegast samband við auglýsingadeild DV Síðumúla 33, Reykjavík, eða í símum 82260 og 27022 milli kl. 9 og 17.30 virka^ daga sem allra fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.