Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐID —VISIR 243. TBL. — 74. og 10. ARG. — FOSTUDAGUR 9. NOVEMBER 1984. Kjarasamningarnir og hækkun tryggingabóta: Hækka ríkisútgjöld um 1.500 milljónir Þær launahækkanir sem samiö var um og hækkun daggjalda og tryggingabóta í samræmi við þær munu hækka útgjöld fjárlaga ríkisins um nálægt því 1.500 milljónir króna, samkvæmt heimildum DV. Sé reiknaö með venjulegum áhrifum í veltu og verðlagi er búist við 1.000 milljóna auknum tekjum á móti. Þessar tekjur koma fyrst og fremst inn í óbeinum sköttum eins og tollum og söluskatti vegna aukinnar neyslu með auknum kaupmætti hjá almenningi. En eftir verður gat upp á 500 milljónir sem ekki verður brúað nema með erlendum lánum eða niðurskurði á framkvæmdum. Beinist athygli þá einkum að frestun á varanlegri vegagerð. En það er nánast eini framkvæmdaliður rikisins sem ekki krukkaðinúþegar. hefur verið Þá eru uppi umræður um að milda verðbólguáhrif kjarasamninganna með tolla- eða skattalækkunum, sem myndu að sjálfsögðu stækka gatið i fjárlögunum. Þegar ¦ fjárlaga- frumvarpið var lagt fram nam út- gjaldaáætlun þess 22,5 milljörðum króna og þá var reiknað meö að tekjur yrðu 22 miUjarðar. 500 milljóna halla þar var ráðgert að brúameðlánum. Eins og fyrr segir bætast nú aðrar 500 milljónir við sem halli og jafnvel hærri upphæð ef veltutekjur ríkisins verða skertar. -HERB. Upphituniná göngugötunni á Akureyri deilumál: Skrúfað fyrír heita vatnið Upphitun göngugötunnar á Akur- eyri er oröið deiluefni bæjaryfir- valda og hitavettustjóra. Bæjarráð VÍU láta nota hitalögnina i götunni eins og til er ætlast en hitaveitust jór- ínnekki. I frostakaflanum á dögunum skriplaöi fólk á svelli á þessari fin- ustu gö'tu i landinu. Ekki batnaðí ástandið í gær þegar hláka kom með tilneyrandi vatnselg og slabbi. I síðustu viku var hita hleypt á gö'tuna í einn dag. Wilhelm V. Stein- dórsson hitaveittistjóri lét snarlega skrúfa fyrlr, Á bæjarráðsfundi í gær kom fram aö til að gera það hefði þurft heimild hitaveitustjórnar. Hitaveitustjóri mun telja að vatn- ið sem notað er til upphitunar göt- unnar þurfi á varmadælurnar sem teknar voru í notkun í sumar. Vatnið kólni of mikið ef það fari fyrst í göt- una. Ef þetta vatn faist ekki þurfi fimm sekúndulítra úr borholunum við Laugaland öl viðbótar. Þar er vatn mjög af skornum skammti. Stjórn hitaveitunnar kemur saman í dag eða strax eftir helgina til aö ráða fram úr þessu máli. JBH/Akureyri Þannlg var umhorfs é göngugötunni I gmr oftir að hitavaitustíóri haföi skrúfað fvrir haha vatniö sam á aö halda götunni snjó- og islausri. D V-mynd JBH Akurayri. Þjófaf lokkur unglinga tek- inn á ísaf irði Lögreglan á Isafirði hefur upprætt þjófaflokk sem hefur verið allat- kvæðamikiU þar að undanförnu. Aðal- menn í flokknum voru þrír piltar á aldrinum 15 til 18 ára. Höfðu þeir brot- ist inn á mörgum stööum á Isafirði og nágrenni að undanförnu. Litlu höfðu þeir náð að stela en aftur á móti valdið skemmdum f yrir tugi þúsunda króna. I fyrrinótt brutust þeir inn í Blikk- smiðju Erlendar. Þar var litiö aö hafa en þó fundu þeir þar lykla að bíl sem var fyrir utan húsið og tóku þeir hann traustataki. Brugðu þeir sér á honum til Þingeyrar og brutust þar inn í Kaup- félagið þar sem þeir náðu sér í sitt lítiö af hverju — smámynt, kjúklinga, tölvuúr og vinnuvettUnga. Þeir komust síðan óséðir heim aftur tU Isafjarðar en lögreglan þar komst á slóð þeirra daginn eftir og handtók þá. Viðurkenndu þeir öll innbrot á Isafirði síðustu vikurnar og lækkaði skýrslu- bunkinn hjá lögreglunni þar all- verulega við það. -klp- Kröflureikning- urinnárslaun tíuþúsund verkamanna — sjá bls. 2 • Litlarveró' breytingará heimilistækjum — sjábls.9 • Múrararekkií verkalýðshöllina — sjá bls. 3 ¦z$ ** ií Atlifyrirliði gegnWales Víkingaráframí Evrópukeppnina — sjáíþróttiríopnu • Fanginnsvarar ísímann — sjá bls. 2