Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Side 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 9. NOVEMBER1984. t ☆ „LYST" * DANSMÆRIN HDNFY skammtir föstudags- og laugardags- kvöld. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi. Opið bæði kvöldin kl. 22.00— 03.00. Aðgangseyrir kr. 190,-. Snyrti- legur klæðnaður. VEITINGAHÚSIÐ GLÆSIBÆR SÍMI68-62-20. V V V V V V & Útlönd Útlönd Menaka sakar Rajiv um hlutdeild i ofsóknum sikka Margir sikkar hafa orðið illa úti í óeirðunum á Iudlandi í kjölfar morðsins á Indiru Gandhi. Þórir Guðmundsson, Nýju Delhí: Sikkar, sem í verstu róstunum flúöu að heiman og leituðu hælis í flótta- mannabúöum, eru nú byrjaðir að snúa aftur til heimkynna sinna. Líf hefur færst í eölilegt horf í Nýju Delhí. Sífellt berast haröari ásakanir um meinta hlutdeild Kongressflokksins í uppþotunum fyrstu þrjá dagana eftir morðið á Indiru Gandhi. — I viðtali við DV hélt Menaka Gandhi, ekkja yngri sonar Indiru, því fram að Rajiv Gandhi, mágur hennar, hefði sjálfur fyrirskipaö árásirnar á sikka í Delhi. Menaka segist hafa séð eigin augum Rajiv eiga orðaskipti við mann sem alræmdur er fyrir óþokkaverk. Telur Menaka aö sá maður hafi skipulagt óeirðirnar. Æ fleiri hallast að þeirri skoðun að óeirðirnar hafi verið skipulagöar af einhverjum sem aðgang hafi haft aö opinberum gögnum, svo vel sem árásarskríllinn var upplýstur um eignir sikka og hvar sikkar hafi búið eða verið niðurkomnir eða verið á f erö. Menaka telur að Rajiv hafi fyrir- skipað árásimar á sikka til að sýna leiðtogum Kongress flokksins hver al- mennur stuðningur við Indiru hefði verið mikill og því kæmi hann, sonur hennar, einn til greina sem eftirmaður hennar. Smám saman er að koma í ljós að stuðningur viö Rajiv innan Kongress- flokksins er ekki eindreginn. Margir hinna eldri leiðtoga vilja að einhver úr þeirra rööum taki við stjórn flokksins. Stuðningsmenn Rajiv mega þó ekki heyra á slikt minnst. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Friðrik Indriðason Buchtal úti sem inni Allar Buchtal-flísarnar eru bæöi eldfastar og frostheldar. Væri þaö ekki góö lausn aö flísaleggja t.d. svalagólfiö, veröndina eða útidyratröppurnar. Buchtal er alls staöar rótta lausnin. Varanleg lausn. Ekkert viö- hald. Eigum nú fyrirliggjandi flestar geröir af hinum viöurkenndu v-þýsku vegg- og gólfflísum. Fyrsta flokks vara á viöráöan- legu veröi. Einnig fyrirliggjandi límin góöu frá PCI fyrir hvers konar notkun. Ótrúlega hagstæöir greiösluskilmálar, allt niöur í 20% útborgun og eftirstöövar til allt aö sex mánaöa. OPIÐ: mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18 föstudaga kl. 8—19 laugardaga kl. 9—12. r i II. BYGGINGAVORUR1 vll L. ! -A C HRINGBRAUT120: Simar: Timburdeild ....28-604 ^ I Byggingavörur 28-600 Máiningarvörur og verkfæri 28-605 I ^ Gólfteppadeild .28-603 Flisar og hreínlætistæki ...28-430 J Chad: Þúsundir deyja í þurrkum Þúsundir manna hafa dáiö í miklum þurrkum í Chad að undanförnu og for- eldrar yfirgefa böm sín í stórum stíl þar sem þeir eiga ekki mat handa þeim. Þetta kom fram á blaöamannafundi sem forráöamenn Rauða krossins héldu í Genf í gær en þar sagöi Paul Dahan, sem nýlega er kominn frá Chad, aö á milli tvö og fimm þúsund manns hefðu farist í þurrkunum frá því í september sl. Þurrkarnir hefðu haft áhrif á líf um 1,5 milljón manna og um 20.000 þeirra hefði flúið heimabæi sína vegna þeirra, í leit aö mat og vatni. Rauði krossinn hefur höfðað til 135 al- þjóðasamtaka sinna um 11 milljón dollara aðstoö til að fæða fórnarlömbin í Chad. Um það bil 80.000 manns eru nú I búðum í kringum höfuðborgina N’djamena og Rauði krossinn fæðir um helming þeirra nú. Andófsskáldið Sokolov látið Andófsskáldið Valentin Sokolov andaðist I geðspitala í Sovétríkjun- um aðeins 58 ára að aldri. Alþjóðlegu mannréttindasamtökin hafa komið þessari frétt á framfæri. Sokolov, sem tilnefndur var af franska rithöfundaklúbbnum fyrr á þessu ári til bókmenntaverðlauna Nóbels, mun hafa andast í byrjun þessa mánaðar. Hann hefur í tólf ár verið lokaöur inni á Tjernyakhovsk- geðspítalanum. Hann var fyrst handtekinn 1947 fyrir „gagnbyitingaráróður” og dæmdur í 25 ára þrælkunarvinnu. Var hann látinn laus 1956 en tveim árum síðar dæmdur í 10 ára þrælkunarvinnu. Síðan var hann margsinnis handtekinn og loks lokaður inni á geðspítala. Eftir hann liggja yfir 1000 ljóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.