Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1984, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 9. NOVEMBER1984. 7 Útlönd * Útlönd Útlönd Útlönd Loftvamaeld- fíaugar frá Sovétmönnum til Nigaragua? Yfirmenn bandarísku leyniþjónust- unnar segja að þeir telji aö Nigaragua hafi fengiö nýjar loftvamaeldflaugar frá Sovétmönnum, en þeir viti ekki f-yrir víst hvort MIG-21 þoturnar hafi komist til landsins þrátt fyrir aövaran- ir Bandaríkjamanna. Yfirmennirnir sögðu í samtali viö Reuter aö þeir telji sovéskt skip hafa affermt háþróaöar loftvarnaeldflaug- ar af gerðunum SAM-3 og SAM-8 í Managua. Þingnefnd öldungadeildarinnar í Bandaríkjunum, sem fjallar um njósnamál, fékk skýrslu um máliö í fyrradag og eftir þá skýrslu sögöu meðlimir nefndarinnar að sterkar líkur væru á aö „einhverjar flugvélar hefðu veriö meösama skipi”. Formaöur nefndarinnar og varafor- maður styöja beina íhlutun Banda- ríkjamanna til aö halda MIG-vélunum fráNigaragua. Formaðurinn, Barry Goldwater, sagði: ,„Koma MIG-21 herþota í Mið- Ameríku, eða afhending annarra háþróaöra orrustuflugvéla þangaö, kalla á ákveönar aðgerðir af hálfu forsetans.” Stjórnin í Nigaragua hefur neitaö því aö hafa fengið MIG-vélar og segir að Bandaríkjamenn ætli aö nota máliö sem afsökun til aö skapa andrúmsloft sem hefði í för meö sér hernaðar- íhlutun Bandaríkjamanna gegn stjórn- inniíManagua. Fékk 90.000 dollara íbætur fyrir brotna tönn Leikonunni Ginu Lollobrigidu voru dæmdir 90.000 dollarar í skaöabætur fyrir að brjóta í sér tönn er hún át steiktar rækjur á veitingahúsi í New York. Yfirréttur í Manhattan sagði í dómi sínum aö Trader Vic’s veit- ingahúsið í New York Plaza hótel- inu hefði sýnt vanrækslu er Lollo- brigida braut í sér endajaxl er hún snæddiþarí júní 1980. Bætumar fólu í sér 48.000 doll- ara vegna taps á fyrirsætustarfi á Italíu, 1000 dollara fyrir tannviö- geröina, 7000 dollara fyrir hótel- reikningana og afgangurinn var ! bæturvegnamiskaogþjáninga. Nicaragua undir- býr átök við USA Nigaragua undirbýr nú hugsanleg átök viö Bandaríkjamenn í kjölfar ,,MIG-málsins” og var sjálfboöaliðum viö kaffiuppskeruna í landinu skipaö aö vera um kyrrt í höfuðborginni til að verja landið gegn innrás Bandaríkja- manna. 4€ Almennlngur í Nigaragua undirbýr sig nú undir átök við Bandaríkja- menn i framhaldi af „MIG-málinu”. Landbúnaðarráöherrann Jaime Wheelock sagöi 20.000 sjálfboöaliðum sem fylltu Byltingartorgiö í Managua í gærkvöldi aö brýn þörf væri á þeim í borginni. „Ríkisstjómin hittist á fundi síðdeg- is í dag og ákvaö aö þaö væri verra aö missa landið en missa kaffiuppsker- una,” sagöi Weelock sem er einn níu meölima stjómar sandinista. „Þiö veröiö að vera hér og verja höfuðborg- ina.” Ræða Weelock kom í kjölfar tveggja mótmæla stjómarinnar gegn brotum Bandaríkjamanna á loft- og sjóhelgi landsins og tilkynningar stjórnarinnar um aö menn ættu aö undirbúa sig undir herkvaöningu í framhaldi af atburðum síöustudaga. Fyrri mótmælin komu eftir að Nigaragua-menn höfðu skotið aðvörunarskotum að C—130 flugvél Bandaríkjahers er vélin flaug í grennd viö höfnina í Corinto meðan veriö var aö afferma sovéskt flutningaskip þar en Bandaríkjamenn töldu farminn verahergögn. Seinni mótmælin vom vegna flugs SR—71 njósnaflugvélar Bandaríkja- manna yf ir borgir í landinu. M.B. húfurnar loksins komnar aftur KULDAHUFUR Mikiðúrval Alir nýjustu tískulitirnir Einnig mikið úrval af filthöttum' og alpahúfum, i pöstsendum HATTABÚDIN, FRAKKASTÍG 13, SÍMI29560. Já hinn nýji framdrifni MAZDA 626 DIESEL eyðir aðeins 4.7 lítrum á hundraðið, ef ekið er á jöfnum 60 — 90 km hraða. Nýja dieselvélin er afar hljóðlát, þýðgeng og aflmikil, þannig að vart finnst að bíllinn er með dieselvél, þegar setið er undir stýri. MAZDA 626 DIESEL hefur hlotið einstaklega góðar viðtökur hérlendis, því að á þessu ári höfum við selt yfir 50 slíka bíla, sem er einsdæmi fyrir fólksbíla með dieselvél. Við getum nú boðið örfáa MAZDA 626 DIESEL GLX með vökvastýri og ríkulegum búnaði á einstöku verði. Mest fyrir peningana! BÍLABORG HF. Smióshöföa 23. sími 812 99

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.