Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Page 8
8
DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984.
Frjáist.óháð dagblað
útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 680611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuöi 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaai blað 28 kr.
~____________ * >
Saltverí salt
Saltverksmiðjan á Reykjanesi virðist vera ein af
draumaverksmiðjunum, sem hafa tilhneigingu til að rísa
hér á landi í sameinuðu átaki stjórnmálamanna, sem eru
fullir af óskhyggju, og sérfræðinga, sem hafa miklar
aukatekjur af ýmissi skýrslugerð á þessu sviði.
Orkuverið við Kröflu var hannað og reist í miklum flýti,
án þess að gagnrýnin endurskoöun kæmi til mótvægis við
takmarkalitla bjartsýni og stórhug þeirra stjórnmála-
manna og sérfræðinga, sem komu orkuverinu á laggirn-
ar. Enda er Krafla meiriháttar vandamál í þjóðfélaginu.
Steinullarverið á Sauöárkróki er önnur verksmiðja,
sem er í smíðum og á eftir að verða skattgreiðendum og
húsbyggjendum dýrt spaug. Hins vegar hefur saltverið á
Reykjanesi, Sjóefnavinnslan hf., nú fengið þá gagnrýnu
endurskoðun, sem líklega dugir til að stöðva framkvæmd-
ir.
Iðntæknistofnun Islands hefur gefið út mikla skýrslu
um saltverið. Þar segir, að einfaldast sé „að leggja á hill-
una öll áform um uppbyggingu efnavinnslu Sjóefna-
vinnslunnar um fyrirsjáanlega framtíð”. I staðinn eigi að
reyna að selja orkuna, til dæmis til fiskeldis.
Iðntæknistofnunin bendir á, að fyrirhugaðar afurðir
verksmiðjunnar séu flestar mjög ódýrar á almennum
markaði. Ennfremur geri aðstandendur versins ekki ráð
fyrir, að samkeppnisaðilar bregðist á nokkurn hátt við
með því að útvega betra eða ódýrara salt en nú.
Þá segir, að „torskilið” sé, hvers vegna ríkið hafi
ákveðið að fjármagna 8000 tonna tilraunaverksmiðju að
miklu leyti með erlendu lánsfé. Menn verði að gera ráð
fyrir, að tilraunir geti leitt til neikvæðrar niðurstöðu.
Annars þyrfti ekki að vera með neinar tilraunir.
Iðntæknistofnunin segist ekki sjá, að stjórn Sjóefna-
vinnslunnar hafi notað markaðskannanir til að meta
hugsanlega markaöshlutdeild fyrirtækisins. Og „ráðgjaf-
ar fyrirtækisins telja furðu oft, að vandalaust sé að ryðja
öðrum seljendum út af markaöi”.
Áfram segir í skýrslunni: „Þá er heldur ekki gert ráð
fyrir, að verðjöfnunarkerfi það, er nú gildir að nokkru
leyti á fisksalti, breytist. Telja verður, að þetta viöhorf
lýsi þekkingarleysi um eiginleika markaða almennt.”
Þetta hlýtur að teljast nokkuð hörð gagnrýni.
Iðntæknistofnunin telur næsta ólíklegt, að saltverið nái
nokkru sinni áætlaðri markaðshlutdeild og segir: „Ráð-
gjafar Sjóefnavinnslunnar reikna með því, að vandalaust
sé að selja framleiðsluna. Vandinn virðist að þeirra mati
fyrst og fremst vera að framleiða salt. ”
Bent er á, að kostnaður við aðkeypta ráðgjöf, hönnun,
eftirlit og rannsóknir nemi yfir 20% af stofnkostnaði til-
raunaverksmiðjunnar. Þrátt fyrir alla þessa ráðgjafa
virðist aldrei hafa verið til umræðu „sú staðreynd, að 40
þúsund tonna verksmiðja sé hæpin fjárhagslega”.
Loks segir, að saltverið hafi „aðeins um þriggja mán-
aða skeið haft tæknimann í starfi og aldrei kunnáttumenn
á sviði iiiarkaðsfærslu”. Og erfitt sé að skilja, hvers
vegna ekki sé í stjórninni „nokkur kunnáttumaður um
efnaframleiðslu og sölu eða á sviði tilraunarekstrar”.
Þessari gagnrýnu skýrslu Iðntæknistofnunar Islands
fylgir hressandi gustur. Vonandi verða aðrar, fyrirhugað-
ar gæluverksmiðjur ríkisins látnar sæta hliðstæðri, gagn-
rýninni endurskoðun, áður en þær leggjast með fullum
þunga á hrjáða skattgreiðendur landsins.
Jónas Kristjánsson.
►N
Hnigmiii,
hrirn
og fall
Hann sat viö gluggann og hafði
áhyggjur af framtíðinni. Ekki fram-
tíðinni í þeim skilningi, að hann ætti
ekki fyrir skuldunum, eða aö konan
væri orðin ólétt aftur, eða að olíu-
verðhækkun myndi gera honum og
þjóðarbúinu lifið leitt. Onei, hann
hafði áhyggjur af framtiö alheims-
ins, mannkynsins og öllum þessum
meiriháttar málum, sem menn hafa
áhyggjur af ídag.
— Þaö er gömul fallasía, að þróun
sé jákvæð. Við tölum um vegferð
mannsins, eins og það sé Skólavörðu-
stígurinn! Dálítið á fótinn, í áttina að
Hallgrími, en ekkert mál fyrir ungt
og hraustfólk!
Hann horfði um stund af athygli á
fjórar konur, sem reyndu að skýla
sér undir einni regnhlíf, fyrir utan.
— Sjáðu bara allar hugmyndirnar,
sem menn gefa sér, þegar Darwin er
annars vegar! Fyrst höfum við ap-
ana og svo aðskiljanlega hlekki, sem
eru að finnast hér og þar um heim-
inn. Og s vo stöndum við í ræðustólum
á hátíðisdögum og tölum eins og
mannskepnan sé kóróna sköpunar-
verksins. Og við lítum meir að segja
á Islandssöguna sem eins konar kUf-
ur. AUtaf upp á við. EUífar framfar-
ir. En þetta er auðvitað ekki rétt.
AUa vega höfum við ekki neina
ástæðu tU þess að taka það sem gef-
inn hlut, að við séum betri, eða
lengra á veg komin en forfeður okk-
ar, hvort sem viö eigum þá við land-
námsmennina eöa Neanderthal-
manninn.
Mér leiðast svona spekúlasjónir.
AUa vega leiddist mér að sitja og
hlusta á þennan gamla svikahrapp
fara með þessa tilgerðarlegu
þvælu. En það rigndi úti, og auk þess
var ég ekki búinn að gefa upp aUa
von um að fá hann tU þess að borga
fyrir kaffið. Svo spurði ég hann,
hvemig hann Uti á mannkynssöguna.
— Eg held, að við myndum skilja
mannkynssöguna betur, ef við Utum
á hana sem stanslausa afturför! Ég
held, að mannkynið sé að vísu að
ganga sinn Skólavörðustíg, en þaö er
á leiðinni niðreftir, og fer svo Banka-
strætið og Aðalstrætið og endar í
Morgunblaðshöll.
— Eflaust að leita að einhverj-
um tU þess aö draga inn á kaffihús og
slá um vínarbrauð og kaffi, muldraði
ég, en hann kærði sig ekkert um að
hlusta á mig.
Ólafur B. Guðnason
Það rann upp fyrir mér, aö hann
átti ekki fyrir kaffinu og að ég yrði að
borga!
— Sjáðu til, ef þú skoðar sögu
mannkynsins, finnurðu þar ekkert
annað en sögur af hnignun, falU og
hruni. Af hverju stafa aUar svokaU-
aðar framfarir í sögu mannkynsins?
Þær verða tU vegna styrjalda, óreiðu
og samkeppni. Það þarf alltaf að
vera hnignun. Ernhver verður aUtaf
aötapa.
Ég skUdi vel, hvað hann átti við.
Ég var búinn aö tapa sálarstríöinu
um það, hvor okkar átti að borga
kaffið.
— Taktu til dæmis gengið!
Mér brá óneitanlega. Þessi reyndi
kaffisníkir leggur þaö ekki í vana
sinn að tala um svo veraldlega hluti
sem gengi, raunvexti eða vergar
þjóðartekjur. Ég hef aldrei séð þess
merki, aö hann skildi upphæðir um-
fram þær, sem menn þurfa að reiöa
af hendi til þess aö fá kaffibolla á
kaffihúsum.
— Gengið hefur verið að faUa frá
því að krónan varð til.
— En krónan er enn til fyrir það,
sagði ég og dauðsá eftir því, um leið
og ég opnaði munninn.
— Já, en hún er ekki svipur hjá
sjón. Ég man þegar kaffibolUnn kost-
aðiekkinema....
Eg gafst upp, borgaöi kaffið og
hljóp út. Varð auövitað holdvotur,
meðan ég beið eftir strætó, komst þó
um borð og settist þar í tvímenning,
og horfði hatursfuUu augnaráöi á
aöra farþega til þess að hvetja þá til
þess að setjast annars staðar. En
það var vonlaus barátta. Inn eftir
vagninum kom askvaðandi miðaldra
maöur, meö týrólahatt og í skóhlíf-
um, og hlammaði sér niður viö hliö
mér. Ég leit þegar í stað út um hUð-
argluggann og starði sem fastast á
umferðina, en hann tók ekkert mark
áþví.
—Ja, þessir kratar, nú ætla þeir að
fara aö feUa formanninn, enn einu
sinni.
Mér dauðbrá! Ætlaði hann nú að
fara að tala um hnignun, hrun, faU
ogalltþaö, líka.
— Þessu fer öUu aftur, blessaður
vertu. Annars er þetta ekkert nýtt.
Kratar sameinast aldrei um neitt
nema að feUa formenn.
Ég hringdi á stopp í dauðans of boöi
og ruddist að dyrunum. Þar rakst ég
á tvær ungar stúlkur, sem ræddu
heimUistækjakaup, og voru hjartan-
lega sammála um það, að best væri
að kaupa núna, áður en þeir feUa
gengið.
Ég stóð eftir í rigningunni og horfði
á strætó keyra burt. Það var ekkert
annað að gera en að leita að leigubíl
og merkUegt nokk, renndi einn sUkur
fram hjá innan skamms og skartaði
merkinu „laus”. Svo ég veifaði í
hann og bað hann í guðs nafni að
keyra mig heim og vera ekki að hirða
of nákvæmlega um hraðatakmark-
anir. Síðan haUaði ég mér aftur í sæt-
inu og gladdist yfir því að vera kom-
inn í örugga höfn.
Bílstjórinn ræskti sig.
— Hvenær helduröu nú að Þor-
steinn fari í ríkisstjómina?
Ég svaraði engu, en gaf mig ör-
væntingunni á vald.
— Annars er ég ekki svo viss um að
þaö sé sniðugt af honum aö fara í
þessa ríkisstjóm. Hún er búin að
vera. Auk þess er ég ekki viss um, að
Þorsteinn sé rétti maðurinn í þetta.
Ég horfði á hann í sjónvarpinu um
daginn, með konunni, og eftir að
þátturinn var búinn, vorum við að
tala um hann, og þá sagðist konan
mín hafa það á tilfinningunni, að
hann væri ekki maður í þetta. „Innst
inni er hann Þorsteinn yfirborðsleg-
ur,” sagði hún. Og hún Gunna mín er
mannþekkjari.
Ég man það næst, að bUstjórinn
studdi mig upp að dyrunum heima.